Morgunblaðið - 14.12.2012, Síða 52

Morgunblaðið - 14.12.2012, Síða 52
FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 349. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Upplýst um dánarorsök ... 2. Liggur við að manni verði flökurt 3. Átti ekki fyrir reikningnum 4. Jón Gnarr í 5. sæti »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Útgáfan Orgvél gaf út forvarnarlag gegn jólasveinum í fyrradag, þegar fyrsti jólasveinninn, Stekkjarstaur, gaf börnum landsins í skóinn. Lagið, Forðaðu þér, Rúdolf flytur dægur- lagasöngvarinn Benni Ægizz og er það jólablús. Orgvél hefur áður gefið út forvarnarlagið Jólaheimsókn en það söng Heiða Árnadóttir. Morgunblaðið/Ómar Forðaðu þér, Rúdolf með Benna Ægizz  Glæpafélag Vestfjarða veitir í kvöld Tindabikkj- una, verðlaun fyr- ir bestu íslensku glæpasögu ársins, á kaffihúsinu Bræðraborg á Ísa- firði á árlegu Glæpakvöldi fé- lagsins. Fyrsta Tindabikkjan var veitt árið 2010 en hana hlaut Yrsa Sigurð- ardóttir fyrir skáldsögu sína Ég man þig. Glæpakvöldið hefst kl. 20. Tindabikkjan verður afhent í kvöld  Miðasala á tónleika Deep Purple hófst í gærmorgun á vefnum Miði- .is en rokksveitin víðfræga heldur tónleika í Nýju Laugardalshöllinni 12. júlí á næsta ári. Sveitin hefur þrisvar haldið tónleika á Ís- landi, árin 1971, 2004 og 2007 og á síð- ustu tónleika seld- ist upp á 25 mín- útum. Enn voru til miðar síðdeg- is í gær á tón- leikana 2013. Miðasala hafin á tón- leika Deep Purple Á laugardag Norðaustan 10-20 m/s, hvassast SA-til. Él N- og A- lands, léttskýjað á SV-landi. Frost 0 til 7 stig, kaldast fyrir norðan. Á sunnudag Hvöss norðaustanátt og él, en bjartviðri SV-lands. Snjókoma A-til um kvöldið. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 5-13, en 13-18 SA-lands. Bjart- viðri á vestanverðu landinu, en él austantil. Frost 0 til 7 stig. VEÐUR FH-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram í N1-deildinni en liðið hafði betur gegn Ís- landsmeisturum HK í Digra- nesi. Haukar fara taplausir í fríið en þeir lögðu Valsmenn sem fóru með tapinu niður á botn deildarinnar. Fram gerði góða ferð í Austur- bergið og sigraði ÍR-inga og Afturelding hrósaði sínum fyrsta heimasigri þegar lið- ið vann sigur á Akureyr- ingum. »2-3 FH á skriði og Haukar taplausir Fyrsta tapið hjá Norðmönnum á EM Heil umferð var leikin í Dominos- deild karla í körfuknattleik í gærkvöld og þar bar helst til tíð- inda að Tindastóll vann sinn annan sigur í röð, Njarðvík hafði betur í grannaslagnum gegn Keflavík þar sem úrslitin réðust í framleningu og Þór Þorlákshöfn hafði betur gegn Snæfelli í Hólminum. »4 Njarðvík hrósaði sigri í grannaslagnum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Allir geta bætt sig og við bjóðum upp á þessi námskeið til að koma til móts við krakka sem vilja gera betur í fótboltanum, aðstoðum þá við að láta draumana rætast,“ segir Guðni Bergsson, fyrrverandi atvinnumað- ur í fótbolta og landsliðsfyrirliði, um morgunnámskeið Knattspyrnu- akademíu Íslands, KAÍ, í Kórnum í Kópavogi, en um 80 krakkar á aldr- inum átta til 15 ára eru á námskeið- inu sem lýkur árla morguns í dag. Með það að leiðarljósi að efla ís- lenska knattspyrnu hefur KAÍ boðið upp á námskeið fyrir krakka á mis- munandi getustigi undanfarinn ára- tug og auk þess verið í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurlands síðan 2006. Ennfremur hefur verið boðið upp á svipaða kennslu í Borgarholts- skóla og við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Upphaflega hugmyndin tengdist framhaldsskóla við Valla- kór sem hefur ekki enn verið reistur, en talsmenn KAÍ treysta því að næsti framhaldsskóli verði á svæð- inu og halda ótrauðir áfram hug- sjónastarfinu. Landsliðsfólk í hópnum Guðni segir að námskeiðin hafi virkað hvetjandi á starfið fyrir yngstu kynslóðina í mörgum fé- lögum. Hann áréttar að námskeiðin séu opin öllum krökkum burtséð frá getu, en bendir á að á meðal fyrr- verandi þátttakenda á morg- unnámskeiðunum séu landsliðs- konan Elín Metta Jensen og atvinnumennirnir Adam Örn Arnarson, Alfreð Finn- bogason, Aron Jóhanns- son, Guðjón Baldvins- son, Gylfi Þór Sigurðs- son, Haraldur Björnsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Jó- hann Berg Guð- mundsson, Kolbeinn Sigþórsson, Kristinn Steindórsson, Oliver Sigur- jónsson og Orri Sigurður Ómarsson. Guðni, Logi Ólafsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, Ásgeir Sig- urvinsson, Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári Guðjohnsen standa að KAÍ og á meðal þjálfara eru Auðun Helgason, Halldór Ragnar Emils- son, Hans Sævarsson, Margrét Lára Viðarsdóttir og Edda Garðarsdóttir. „Það er ekki á mörgum stöðum sem sex markverðir fá Guðmund Hreið- arsson og Gunnleif Gunnleifsson til að kenna sér,“ segir Logi og í því heyrist í Guðmundi: „Alltaf að hafa augun á boltanum.“ „Við leggjum áherslu á faglega og einstaklingsbundna þjálfun,“ segir Auðun. „Áhuginn leynir sér ekki og framfarirnar eru miklar. Enginn setur það fyrir sig að þurfa að mæta fyrir allar aldir.“ Láta draumana rætast  Námskeið til að efla íslenska knattspyrnu Morgunblaðið/Styrmir Kári Fræðsla Landsliðskonan Margrét Lára Viðarsdóttir miðlar af kunnáttu sinni á sjöunda tímanum í gærmorgun. Markmið Knattspyrnuakademí- unnar er ekki að búa til afreksfólk í knattspyrnu heldur að auka færni hvers og eins. Fleiri þúsund krakk- ar hafa sótt námskeiðin og not- ið fræðslunnar í viðkomandi skólum. Í því sambandi má nefna að atvinnumenn eins og Jón Guðni Fjóluson, Guð- mundur Þórarinsson, Jón Daði Böðvarsson og landsliðs- konan Dagný Brynjarsdóttir hafa öll farið í gegnum Akademíuna á Selfossi. Ágúst Hlynsson, 12 ára leikmaður í Íslandsmeist- araliði Breiðabliks í 4. flokki, er á yfirstandandi námskeiði. Hann hefur æft fótbolta síðan hann var fjögurra ára og veit að aukaæf- ingin skapar meistarann. Hann er ánægður með námskeið KAÍ og finnst ekkert að því að vakna snemma til þess að vera tilbúinn á æfingu, sem byrjar klukkan 06.20. Miðju- og framlínumaðurinn er kátur með gang mála, segist hafa lært mikið og ber þjálfurunum vel söguna. Ágúst stefnir enda hátt í íþróttinni. „Eins langt og hægt er,“ segir hann. „Að spila á Spáni eða Englandi.“ Stefnan á England eða Spán KNATTSPYRNUAKADEMÍAN VINSÆL Ágúst Hlynsson Þórir Hergeirsson mátti sætta sig við að sjá stelpurnar sína í norska kvennalandsliðinu í handknattleik tapa fyrsta leiknum í úrslitakeppni EM í Serbíu í gær. Norðmenn töpuðu fyrir Dönum en fyrir leikinn var norska liðið búið að tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Noregur mætir Ungverjandi í undanúrslitunum í dag en í hinni viðureigninni takast á Serb- ar og Svartfellingar. »3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.