Morgunblaðið - 14.12.2012, Síða 48

Morgunblaðið - 14.12.2012, Síða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2012 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Hyldýpi nefnist nýtt sviðsverk sem frumsýnt verður í Petersen-svítunni í Gamla bíói í kvöld kl. 20. Flytjandi, leikstjóri og höfundur verksins er Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, en hún útskrifaðist úr Listaháskólanum vorið 2011 af brautinni fræði og framkvæmd. „Lokaverkefnið mitt í skólanum fjallaði um eldingar. Í framhaldinu var ég beðin að vinna sýningu upp úr því verki sem sýnt hefur verið á leik- listarhátíðum í Danmörku og Finn- landi,“ segir Ragnheiður og tekur fram að hún hlakki til að sýna verkið hér heima, en sýnt verður í Reykja- vík í desember og á Akureyri í jan- úar. „Þetta er sannkölluð farandsýn- ing og við höfum þurft að aðlaga hana að mjög svo ólíkum sýningar- rýmum á hverjum stað,“ segir Ragn- heiður. Aðspurð segir hún verkið m.a. fjalla um myrkrið, geimryk, ókönn- uð djúp og kafbáta. „Í raun má segja að um sé að ræða dagskrá um dýpsta dýpi sjávar og endaleysu himingeimsins, sorgina og sköp- unarkraftinn,“ segir Ragnheiður og tekur fram að sér finnist sérlega spennandi að taka stóra óáþreifan- lega hluti og miðla þeim á hvers- dagslegan og skiljanlegan hátt. „Ég heillast af því sem ég skil ekki til fullnustu og sé dulúð í spurningar- merkjunum,“ segir Ragnheiður. Spurð hvernig hún hafi nálgast við- fangsefni sitt segist Ragnheiður beita vísindalegum vinnubrögðum í viðleitni sinni til að skilja hið óá- þreifanlega. „Ég kafa ofan í tilfinn- ingu til að skynja ástand og leita að því að skapa augnablik og upplifun.“ Tónlistarflytjendur sýningarinnar eru Þórður Hermannsson og Helene Inga Stankiewicz. Hljóðheim verks- ins skapar Albert Finnbogason, en dramatúrgía var í höndum Leifs Þórs Þorvaldssonar og Bjarna Jóns- sonar. Aðeins eru fyrirhugaðar fjór- ar sýningar á næstu fjórum dögum, en þess ber að geta að sætaframboð- ið er takmarkað. Miða má nálgast á midi.is. Þess má að lokum geta að verkefnið var styrkt af Evrópu unga fólksins. Verk um dýpsta dýpi sjávar og sorgina  Ragnheiður Harpa Leifsdóttir frumsýnir Hyldýpi Hátíð Frá sýningu Hyldýpis á leiklistarhátíðinni Baltic circle í Helsinki. Hugljúfir jólatónar munu hljóma á hádegistónleikum í Há- teigskirkju í dag kl. 12.30. Um er að ræða styrktartónleika fyrir Hjálparstarf kirkjunnar, en aðgangseyrir er 1.000 krónur. Fram koma söngvararnir Ragnhildur Dóra Þór- hallsdóttir sópran, Halla Marinósdóttir messósópran, Bjartmar Sigurðsson tenór, Árni Geir Sigurbjörnsson ten- ór, Gunnar Björn Jónsson tenór og Kristján Jóhannesson barítón ásamt Kammerhópnum Stillu. Styrktartónleikar í Háteigskirkju Hrím er yfirskrift tónleika sem Þórhildur Örvarsdóttir og Karl Olgeirsson halda í Hlöðunni, Litla-Garði, sunnu- daginn 16. desember kl. 21. Á efnisskránni eru jóla- og vetrarlög úr ýmsum áttum og frá ýmsum tímum. „Til- gangurinn er sá einn að laða fram ljúfa vetrartóna og hver veit nema það náist að vinda aðeins ofan af jóla- stressinu,“ segir m.a. í tilkynningu. Aðgangseyrir er 1.500 kr. Hrím í Hlöðunni Þórhildur Örvarsdóttir Sirkushátíðin VOL.CAN.O verður haldin við Norræna húsið í Vatns- mýri 4.-14.júlí á næsta ári. Mun þar rísa sirkusþorp með fjórum tjöldum þar sem hinar ýmsu sirkuslistir verða leiknar. Norræna húsið, Cirk- us Xanti og Cirkus Cirkör standa að hátíðinni. „Við erum ótrúlega spennt fyrir þessu verkefni enda er það eitt það stærsta sem Norræna húsið hefur tekið sér fyrir hendur. Það hlaut að koma að þessu enda er forstjórinn okkar, Max Dager, fyrrverandi sirkustjóri, ef svo má að orði komast, hann er einn af stofnendum Cirkus Cirkör sem verða með aðalsýn- inguna á sirkuslistahátíðinni í sum- ar,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, verkefnastjóri Norræna hússins, um hátíðina. „Við erum að halda hátíð- ina í samstarfi með helstu sirkus- listamönnum Norðurlandanna, Cirkus Cirkör frá Svíþjóð og Cirkus Xanti frá Noregi, sem koma með heilt sirkusþorp með sér hingað í Vatnsmýrina. Fyrr á þessu ári ósk- uðum við eftir umsóknum frá sirkus- listamönnum sem vildu taka þátt í hátíðinni. Við sitjum nú með heilt fjall af umsóknum frá framúrskar- andi hæfileikafólki víðsvegar að úr heiminum svo áhuginn fyrir hátíð- inni er gríðarmikill.“ Cirkus Cirkör hefur farið víða um heim með sýningar sínar. Sirkusinn sýndi hér á landi árið 2005, sýn- inguna 99% Unknown og var uppselt á allar sýningar. Wear it Like a Crown er síðasti hluti þríleiks um líkamann og möguleika hans. Tilde Björfors, leikstjóri sýningarinnar, kannar í sýningunni óreiðu, skipulag og áhættu sem umbreytist í tæki- færi. Ilmur segir sýninguna fjalla um það að velja að bera galla okkar og mistök, hræðslu okkar og van- kanta sem kórónu eða djásn. helgisnaer@mbl.is Sirkushátíð í Reykjavík Sveigjanleg Liðsmaður Cirkus cirkör sýnir listir sínar.  Sirkusþorp mun rísa í Vatnsmýrinni SO UNDERCOVER Sýndkl.4- 6 GOÐSAGNIRNAR FIMM 3D Sýndkl.4- 6 KILLING THEM SOFTLY Sýndkl.8 SKYFALL Sýndkl.10 NIKO 2 : BRÆÐURNIR FLJÚGANDI Sýndkl.4 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Bráðskemmtileg gamanmynd í anda MISS CONGENIALITY -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU 12 7 16 L L ,,Sú besta í allri seríunni” T.V - Kvikmyndir.is ,,Fyrsta flokks 007” J.A.Ó - MBL ,,Þrælspennandi og skemmtileg frá upphafi til enda” H.V.A - FBL Þ.Þ - FBL SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS ÍSLENSKT TAL NÁNAR Á MIÐI.IS -S.G.S., MBL -H.V.A., FBL SO UNDERCOVER KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 L SKYFALL KL. 6 - 9 12 SKYFALL LÚXUS KL. 6 - 9 12 GOÐSAGNIRNAR FIMM 2D KL. 3.40 - 5.50 L GOÐSAGNIRNAR FIMM 3D KL. 3.40 L KILLING THEM SOFTLY KL. 8 - 10.15 16 SILVER LININGS PLAYBOOK KL. 10.20 16 HERE COMES THE BOOM KL. 5.50 - 8 7 NIKO 2 KL. 3.40 L LIFE OF PI FORSÝNING KL. 8 12 SO UNDERCOVER KL. 8 - 10 L KILLING THEM SOFTLY KL. 10.20 16 HERE COMES THE BOOM KL. 5.50 / SKYFALL KL. 5.20 LIFE OF PI FORSÝNING KL. 9 12 JACKPOT KL. 6 - 8 - 10 16 SILVER LININGS PLAYBOOK KL. 5.20 - 9 CLOUD ATLAS KL. 5.30 - 8 16 DJÚPIÐ KL. 5.50 10 GOLDEN GLOBE TILNEFNINGAR BESTA MYND BESTI LEIKSTJÓRI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.