Morgunblaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 4
FRÉTTASKÝRING Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Bóksala fyrir jólin fer vel af stað, segja kaupmenn og bókaútgefendur, en enn eru tvær helgar til jóla og mesta fjörið eftir. „Þetta er eins og gott partí sem er að fara í gang,“ segir Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri ís- lenskra bóka hjá Eymundsson, en 991 nýr titill þekur nú borð og hillur bóka- verslana og allt bendir til þess að þeir verði fleiri en nokkurn tímann áður fyrir þessi jól. „Mér liggur við að segja að það sé offramboð á góðum bókum á mark- aðnum,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, en bætir því við að eftirspurnin sé sömu- leiðis afar mikil. Hann segir söluna í október og nóvember í ár betri en á sama tíma í fyrra og að óhætt sé að fullyrða að bókin hafi haldið velli frá hruni. Egill segir áhuga íslenskra lesenda mestan á íslensku skáldsögunni ann- ars vegar, sem lifi mjög góðu lífi, og handbókum hins vegar, þá sér í lagi matreiðslubókum. „Útgáfa skáldsagna á undanförn- um árum hefur verið mjög góð og margar spennandi og góðar bækur komið út. Matreiðslubækurnar hafa hins vegar sótt mjög í sig veðrið á undanförnum árum og við sjáum það ef við skoðum uppsafnaðan metsölu- lista það sem af er þessu ári, að þá er þar fjöldi matreiðslubóka sem verma nokkur efstu sætanna.“ Einyrkjar í sókn Bryndís Loftsdóttir hjá Eymunds- son segir bókasöluna enn eiga eftir að taka alvöru kipp; þar sem bækur selj- ist sjaldan upp séu þær ekki meðal þess sem fólk byrjar á að kaupa fyrir jólin. Hún er sama sinnis og Egill og segir bækur almenns eðlis koma sterk- ar inn og að það kæmi henni ekki á óvart ef þær seldust best fyrir jólin. „Annað sem er kannski dálítið frétt- næmt er hvað einyrkjar, útgefendur sem eru með eina til þrjár bækur á ári, eru farnir að skila okkur stóru hlutfalli, yfir 200 bókum þetta árið,“ segir Bryndís. Útgáfa einyrkja hafi vaxið gríðarlega að gæðum. „Núna sjáum við að bækur einyrkja eru full- komlega samkeppnishæfar við bækur frá stóru forlögunum. Og þeir koma sterkir inn í þessum flokki, bókum al- menns eðlis,“ segir hún. Bryndís segir einyrkja helst standa höllum fæti þegar kemur að markaðs- setningu og því að fá umfjöllun í fjöl- miðlum en þeir eigi þó greiðan að- gang inn í bókaverslanir árið um kring, sem þekkist nær hvergi annars staðar en á Íslandi. Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, seg- ir að á síðustu árum hafi bóksalan ver- ið að falla aftur í gamalt far, fólk sé hætt að kaupa nýútkomnar bækur handa sjálfu sér að lesa og bíði heldur fram að jólum. „Þú sérð það bara á veltutölum að skyndilega á þessum tíma, 2005-2008, þá eykst árleg velta bókabransans um nærri milljarð á einhverjum tveimur árum. Og þetta mátti rekja til þess að í staðinn fyrir að þú frestaðir bóka- kaupunum, þar til þú varst kominn að því að gefa fólki pakka, þá langaði þig kannski að lesa Arnald og þú keyptir bara Arnald og last hann. Þessi auka- bók, kannski tvær aukabækur, sem maður keypti bara til að lesa að gamni sínu, þetta hafði ekki tíðkast af því að markaðurinn var alltaf stílaður inn á gjafir.“ Þannig sé þetta orðið aftur. Kristján segir að á sama tíma hafi sala á kiljum, sem dreifist yfir árið, stóraukist en fórnarlömb þeirrar þró- unnar hafi aftur verið innbundnar þýddar bækur, sem eitt sinn voru vin- sælasta gjafavaran á bókamarkaðn- um en sjást nú varla lengur á toppi sölulistanna. Hann segir bóksölulista Rann- sóknaseturs verslunarinnnar gefa góða vísbendingu um hvað sé að selj- ast en hann sýni m.a. hvernig vinsæl- ustu kiljur ársins, s.s. 50 gráir skugg- ar, hafi vikið fyrir jólabókunum. „Eftir standa krimmar, ævisögur, skáldsögur og tvær barnabækur. Og þetta er bara mjög breiður listi og aft- ur dálítið líkur listi og maður man eft- ir fyrir kannski 20 árum.“ „Offramboð á góðum bókum“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Bókajól Margir voru að skoða jólabækurnar í bókabúð Máls og menningar á Laugavegi í gærkvöldi.  Mikið úrval titla í boði  „Eins og gott partí sem er að fara í gang“  Íslenskar skáldsögur og hand- bækur vinsælastar  Ásgeir Trausti fremstur í flokki íslenskra tónlistarmanna sem seljast vel fyrir jól Jólavertíðin » Eymundsson hefur nú til sölu alls 991 nýjan íslenskan bókatit- il, 302 bækur fyrir börn og 689 bækur fyrir fullorðna. » Tónlistarsala tók greinilegan kipp í síðustu viku, þegar hún jókst um 100% frá fyrri viku. » Eiður Arnarson hjá Senu seg- ir líklegt að Ásgeir Trausti brjóti 20 þúsund eintaka múrinn fyrir áramót en honum þykir ólíklegt að sölumet Mugison frá því í fyrra, 27.700 eintök, verði sleg- ið á næstu árum eða áratugum. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2012 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Ég held að bjórnum sé dreift í öllum ríkjum Bandaríkj- anna nema ef vera skyldi á Hawaii, þetta hefur gengið mjög vel og eftirspurnin langt umfram það sem við get- um framleitt,“ segir Árni Theodór Long, bruggmeistari brugghússins í Ölvisholti í Flóa, en bjórinn Lava hefur slegið í gegn á erlendum mörkuðum, aðallega í Banda- ríkjunum, Svíþjóð og Kanada. Er bjórtegundin lang- stærsta útflutningsvara Ölvisholts. Eftirspurnin vestanhafs hefur stóraukist eftir að Lava bar sigur úr býtum í flokki reyktra bjóra í opna bandaríska bjórmótinu. Í kjölfarið kom mjög jákvæð umsögn í virtu fagtímariti, Draft Magazine, þar sem Lava var valinn einn af 25 áhugaverðustu nýju bjórteg- undunum á markaði í Bandaríkjunum á þessu ári. Stóð valið þar á milli um átta þúsund tegunda, að sögn Árna. Stækka þyrfti brugghúsið Hann gefur ekki upp hversu mikið hefur verið flutt út af bjórnum en það séu „nokkrir gámar“ sem hafa farið til Bandaríkjanna. Fram kemur á vef brugghússins að framleiðsluget- an á ári er um 300 tonn, sem jafngildir um einni milljón af bjórflöskum. Árni segir útflutninginn vera um þriðj- ung heildarframleiðslunnar. „Við höfum varla undan að framleiða og þyrftum að stækka brugghúsið töluvert mikið til að anna eftirspurn- inni. Það er erfitt að framleiða aðrar tegundir en við reynum að dreifa framleiðslunni þannig að allir fái eitt- hvað. Þetta er gott vandamál, þannig séð, en auðvitað vildum við geta framleitt það sem menn vilja,“ segir Árni en alls er Ölvisholt með fjórar tegundir í framleiðslu, auk árstíðabundinna bjóra um jól, þorra og páska. Lava er kolsvartur að lit og bragðmikill bjór, með 9,4% styrkleika, úr flokki er nefnist Russian Imperial Stout. Árni segir hann taka lengri tíma í framleiðslu en aðrar tegundir, eða allt að 45 daga, á meðan hefðbundinn bjór tekur 20-30 daga að framleiða. „Þessi bjór er ekki fyrir hvern sem er, hann er mjög beiskur og grunnmaltið er reykt. Það eru mest harð- kjarna bjórnördar sem drekka hann þarna úti. Áhuginn hér heima hefur ekki verið mikill en er þó ört vaxandi,“ segir Árni en Lava er svipaðrar tegundar og Surtur hjá Borg brugghúsi, sem er í eigu Ölgerðarinnar. Bjórinn Lava rennandi heitur í Bandaríkjunum  Brugghúsið í Ölvisholti annar vart eftirspurn erlendis Bruggmeistari Árni Theodór Long, bruggmeistari í Ölvisholti í Flóa, með flösku af Lava, sem selst vel. Ágúst Guðbjartsson, fram- kvæmdastjóri Skífunnar, segir tónlistarsölu fyrir jólin á góðu róli en þar beri tónlistarmað- urinn Ásgeir Trausti höfuð og herðar yfir aðra. Eiður Arnarson, deildarstjóri tónlistardeildar Senu, spáir því að sala á plötu Ásgeirs Trausta, Dýrð í dauðaþögn, muni fara yfir 20 þúsund eintaka markið fyrir áramót en þykir ólíklegt að nokkur önnur plata nái 10 þús- und eintaka markinu. Hann spáir ágætum söluniðurstöðum fyrir árið 2012. „Árið verður alla vega í mjög góðu meðallagi og hugsanlega næstbesta árið undanfarin 5-6 ár. Þetta er búinn að vera ótrú- lega stöðugur markaður í nokkur ár,“ segir Eiður. Hann bendir á að menn hafi verið duglegir við að spá dauða geisladisksins en það hafi síður en svo ræst hvað varðar ís- lenska tónlist. Hins vegar hafi orðið hrun í sölu á erlendri tón- list hérlendis á síðastliðnum tíu árum en t.d. séu aðeins tvær er- lendar plötur á topp 50 á sam- eiginlegum sölulista flestra helstu tónlistarsmásala á Ís- landi. Rífandi sala í íslenskri tónlist JÓLAGJÖFIN Í ÁR Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Skipverja á togaranum Múlabergi SI 22 hefur verið saknað síðan á miðvikudagskvöld, leit hefur ekki borið árangur. Aðstæður til leitar í gær voru mjög góðar, veður gott og náðist að leita tiltölulega vel á svæðinu að sögn Hrafnhildar Brynju Stefánsdóttur, upplýsinga- fulltrúa Landhelgisgæslunnar. Leitað var í sjónum norður af Skagafirði aðfaranótt fimmtudags og tók þyrla Landhelgisgæslunnar m.a. þátt í leitinni ásamt Björg- unarskipinu Sigurvini og nær- stöddum skipum. Leit var síðan framhaldið í gær m.a. með aðstoð varðskipsins Týs, þyrlu Landhelg- isgæslunnar auk þess sem nær- liggjandi skipum og bátum voru send boð um að hafa augun opin og taka þátt í leitinni. Leitað var undir myrkur í gær. Leitarsvæðið er stórt Hjá Landhelgisgæslunni og lög- reglunni á Akureyri fengust þær upplýsingar að óljóst væri hvort formlegri leit yrði haldið áfram í dag. Ákvörðun um framhaldið yrði tekin í fyrramálið (í dag). Að sögn Hrafnhildar er leitar- svæðið mjög stórt eða um 35 sjó- mílur. Töluverður tími leið frá því að síðast spurðist til mannsins þangað til hans var saknað. Tog- arinn lagði af stað á miðin norður af Skagafirði um kl. 14 á miðviku- daginn og eftir fjögurra klukku- stunda siglingu uppgötvaðist að einn skipverja vantaði um borð. Að sögn lögreglu er um vanan sjó- mann að ræða sem hefur verið lengi í áhöfn skipsins. Togaranum var snúið til lands og kom til hafnar á Siglufirði um miðnætti á miðvikudag. Í kjölfarið tók lögregla skýrslu af skipverj- um. Óvíst hvort leit verður haldið áfram Leit Maðurinn sem er leitað er í áhöfn togarans Múlabergs.  Skipverja saknað síðan á miðvikudag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.