Morgunblaðið - 14.12.2012, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 14.12.2012, Qupperneq 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2012 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Veturhús, heimildarmynd Þorsteins J. um björgun 48 breskra hermanna á Eskifjarðarheiði 21. janúar 1942, var frumsýnd í apríl sl. og er nú komin út á mynddiski ásamt veg- legri bók um atburðinn. Þennan ör- lagaríka daga lenti breskur her- flokkur í aftaka- veðri uppi á heið- inni, þar sem hann var við æf- ingar og fórust átta menn. Fjöl- skyldan sem bjó á bænum Vetur- húsum vann það afrek að bjarga 48 hermönnum úr flokknum með því að skjóta yfir þá skjólshúsi en bónd- inn á bænum, Páll Þorláksson, hafði þá rekist á einn þeirra á leið sinni heim úr fjárhúsi. Sonur Páls, Magn- ús, er einn aðalviðmælandi Þorsteins í myndinni en hann tók þátt í björg- uninni, þá 15 ára. Bók Þorsteins ber sama titil og myndin og hefur hún að geyma merkilegar heimildir um at- burðinn, m.a. brot úr dagbók sem breski hermaðurinn Ron Davies hélt er hann dvaldi á Reyðarfirði 1941-2. Davies var í hópi þeirra sem lentu í hrakningum uppi á heiðinni og bjargaðist við illan leik. Davies er hin aðalpersóna myndarinnar og -viðmælandi. Brotakennd frásögn „Þegar myndin sjálf var búin fannst mér vera svolítið eftir. Ég var með svo mikið af gögnum frá Ron Davies og það voru líka hlutir sem ég kom ekki fyrir í myndinni sem til- heyrðu sögunni. Þannig að þegar ég var búinn að klára myndina fór ég að huga að því hvað ég gæti haft í bók og langaði til að gera þá bók sem væri ekki sagan frá upphafi til enda heldur frekar brotakennd frásögn, önnur viðtöl og annað efni sem tengdist þessu. Safna því þannig saman og búa svo líka til myndlega frásögn úr öllu efninu; dagbókum Rons Davies og ljósmyndum og öðru sem til var,“ segir Þorsteinn, spurð- ur að því af hverju hann hafi ákveðið að gefa út bók samhliða mynddisk- inum. „Þannig held ég að bókin spegli þennan ótrúlega atburð á töluvert annan hátt en myndin og síðan er það aukaefnið á diskinum sem er þriðja sögusviðið í þessu,“ segir Þorsteinn en meðal aukaefnis eru lengri viðtöl við Ron Davies og Magnús Pálsson. „Í heimildarmynd- um er maður að vinna út frá ákveðn- um frásagnarhætti og í tilviki heim- ildarmyndarinnar hrifu mig mest þessar tvær sögur þessara ólíku manna; Magnúsar Pálssonar, bónda- sonarins, og Rons Davies, her- mannsins,“ segir Þorsteinn. „Mynd- in var kannski upplifun og sjónar- horn þessara tveggja ólíku manna á atburðinn og svo fannst mér bókin vera annars konar ferðalag eða spegill á þennan stóra atburð.“ Tvö barna Páls í Veturhúsum, Páll og Bergþóra, lentu í hörmulegu bíl- slysi árið 1971, þurftu að hætta bú- skap og urðu óvinnufær til dauða- dags. Slysið vakti hins vegar athygli á ný á björgunarafrekinu 1942 því bresk hjúkrunarkona á Landspít- alanum heyrði af björguninni og skrifaði bréf til breskra dagblaða, sagði frá því að á spítalanum lægi bóndi sem hefði bjargað breskum hermönnum í seinni heimsstyrjöld- inni og þyrfti á andlegum styrk og góðum kveðjum að halda. „Þá berast yfir 300 bréf til fjölskyldunnar sem Magnús tekur að sér að þýða fyrir Pál og þar á meðal eru alla vega þrjú bréf frá hermönnum sem þeir bræð- ur höfðu bjargað og það eru þýð- ingar á tveimur af þessum bréfum í bókinni,“ segir Þorsteinn. Þarna lok- ist furðulegur hringur. „Þetta var eitthvað sem ég fann ekki stað í myndinni sjálfri, ég var þá að ein- beita mér að sögu Magnúsar og Rons.“ -Þessi dagbók Davies er ansi merkileg heimild... „Þetta er stórkostleg heimild og ég ætlaði bara ekki að trúa því þegar ég var í Washington fyrst, sumarið 2007 og við vorum að taka þar viðtal við Ron á heimili hans þegar hann dregur þetta upp úr skrifborðsskúff- unni og setur á eldhúsborðið. Þarna er hann ungur maður, 18 ára, þegar hann er sendur til Íslands í þessa vetrarþjálfun og er á hverjum ein- asta degi að skrifa eitthvað hjá sér, teikna hæðarlínur, gera vatnslita- kort og skrifa litlar nótur um hvað sé að gerast í herbúðunum. Það er nátt- úrlega ekkert að gerast, hávetur og enginn óvinur og þeir eru bók- staflega að deyja úr leiðindum,“ seg- ir Þorsteinn. „Hann lýsir þarna ótrúlega frumstæðu og fámennu samfélagi fyrir austan. Þannig að þetta sjónarhorn á Ísland á þessum tíma, hvað hermennirnir eru að hugsa og svona, er alveg einstakt. Þetta eru þrjár handskrifaðar bæk- ur sem hann lánaði mér ásamt myndaalbúminu sínu og öllu.“ Furðulega lítil umfjöllun Sturla Pálsson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs Seðlabanka Íslands, er aðalframleiðandi verkefnisins. Hann sagði Þorsteini og Arnari Knútssyni hjá kvikmyndafyrirtæk- inu Filmus upphaflega frá björg- uninni og hafði þá komist að því að breskur hermaður sem upplifði at- burðinn væri á lífi. Þorsteinn hafði þá ekki heyrt af afrekinu og þótti furðulegt að ekki hefði verið meira sagt frá því. Því hafa nú verið gerð ítarleg skil og segir Þorsteinn að með bókinni finnist honum formlega búið að setja punkt fyrir aftan þessa sögu í Íslandssögunni. Spurður að því hvort myndin verði sýnd erlendis segir Þorsteinn að Sturla sé að vinna í því. Mikill áhugi sé bæði í Bretlandi og Þýskalandi á efni um heimsstyrj- aldirnar. Einstakt björgunarafrek  Þorsteinn J. gefur út bók og mynddisk um eina stærstu björgun Íslandssögunnar  Fjölskyldan á bænum Veturhúsum við Eskifjörð bjargaði tugum breskra hermanna í vonskuveðri árið 1942 Fjölskyldan Páll Þorláksson og Þorbjörg Kjartansdóttir með börnum sínum, fjölskyldan á Veturhúsum. Myndin var tekin árið 1924 á ljósmyndastofu Sveins Guðnasonar á Eskifirði. Magnús var ekki fæddur þegar hún var tekin. Þorsteinn J. Veturhús Kápa bókarinnar. Boðið er upp á leiðsögn um yfir- standandi sýningar í Hafnarborg í hádeginu alla föstudaga. Um er að ræða stutta leiðsögn um sýningu Þórunnar Elísabetar Sveinsdóttur, Lauslega farið með staðreyndir - sumt neglt og annað saumað fast, og sýningu Þuríðar Rósar Sigur- þórsdóttur, Hinumegin. Leiðsagn- irnar hefjast kl. 12.05 og standa í um 20 mínútur, eru öllum opnar og aðgangseyrir er enginn. „Þórunn hefur í myndlist sinni þróað persónulegan stíl, einkum í bútasaumsteppum, þar sem áferð og litaval ber vott um einstakt auga en jafnframt kjark til að endur- skoða, endurraða og endursmíða úr efniviði sem fyrir öðrum er ónýtt rusl eða svo heilagur að ekki má fara um hann höndum,“ segir m.a. í tilkynningu. Leiðsögn í Hafnarborg Teppi Þrjár systur er meðal verka Þórunnar Elísabetar á sýningunni. Íminningargrein um MensalderRaben Mensaldersson í Tím-anum 1981 segir Helgi Hann-esson að Mensalder frá Meiri- Tungu hafi eigi orðið frægur af auði, völdum, glímni né glæsimennsku. Bjarni Harðarson kemst að sömu niðurstöðu í skáldsögu sem byggð er á ævi Mensalders og dregur nafn af honum: „Hann var lukkunnar pamfíll … einn ríkasti maður sveitarinnar af því einu að hann átti ekki neitt.“ Sögusvið bókarinnar er sveitalíf á Suðurlandi undir lok nítjándu aldar og fram eftir þeirri tuttugustu, en Mensalder Raben Mensaldersson fæddist 1888 og lést 1980. Þetta er þó ekki bara saga hans, heldur ekki síð- ur saga allra smælingja í íslenskri sveit í hundruð ára, fólks sem átti ekki neitt og eignaðist aldrei neitt. Úr fjarlægð nútímans finnst manni að frekar megi segja um fólkið hans Bjarna að það hafi haldið lífi en að það hafi lifað, en það er eins og hverj- ir aðrir fordómar; víst átti það erfiða daga, og kannski voru þeir flestir erf- iðir, en það átti líka sínar gleðistundir og sína skemmtan, ekki síst af furðu- fuglum og af þeim var nóg. Í Mensalder koma ýmsir kynlegir kvistir við sögu, fólk eins og Imba slæpa, Hólla graða, Vitlausi-Láki frá Tumlu og Ragnar hennar Rakelar aumingjans í Kýrhól, svo dæmi séu tekin. Kynlegasti kvisturinn er þó Margrét Jónsdóttir, Ranakots- Manga, sem fóstrar Mensalder frá því móðir hans deyr af barnsförum og faðir hans síðar og kemur Litla- Mensa til manns. Í áðurnefndri minn- ingargrein lýsir Helgi henni svo: „Margrét var harla lág í lofti og lík- lega uppkreistingur. Þrátt fyrir það var hún kvik og keik og oft eigi mjúk í máli. En þó tryggðatröll.“ Lýsing Bjarna er öllu ítarlegri og betri, svo góð reyndar að Margrét Jónsdóttir skipar sér í hóp eftirminnilegustu kvenna í íslenskri bókmenntasögu, stillir sér upp við hlið Kristrúnar í Hamravík. Hún elst upp við kröpp kjör, svo kröpp að fáir munu trúa, en satt engu að síður, og á erfiða ævi, en glatar aldrei stoltinu og skirrist ekki við að svara fullum hálsi, tvinna blóts- yrði og heitingar svo unun er að lesa. Nefni sem dæmi samskipti hennar við alþingismanninn Dodda í Háfi, sem birtist sem talsmaður kúgunar og fordóma. Samtímis því er hún ósjálfstæð og óframfærin og kann illa við sig innan um annað fólk. Samband hennar við Mensalder er líka merki- legt útaf fyrir sig, hún tekur hann að sér óskyldan og fóstrar, en vill svo ekki sleppa honum þegar hann vill ganga að eiga Húsa-Gunnu. Svo fer og að þau ná ekki að eigast fyrr en Manga snöggdeyr þegar Mensalder var hálffimmtugur. Þá var hann bú- inn að gjalda henni fósturlaunin og gat sótt kvonfang sitt. Í Mensalder lýsir Bjarni átakan- legri fátækt og erfiðleikum af innsæi og nærgætni, dregur ekkert undan, en veitir okkur líka hlutdeild í gleði og gamansemi sem vissulega þreifst líka í allsleysinu. Framúrskarandi frásögn og drepfyndin á köflum. Innsæi Mensalder Bjarna Harðar- sonar er framúrskarandi frásögn og drepfyndin á köflum. Saga íslenskra smælingja Skáldsaga Mensalder bbbbm Eftir Bjarna Harðarson. Sæmundur gef- ur út 2012. 255 bls. innb. ÁRNI MATTHÍASSON BÆKUR Á R N A S Y N IR util if. is MIKIÐ ÚRVAL SPORTBAKPOKAR FRÁ 4.990 kr. MARGIR LITIR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.