Morgunblaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2012 Hörður Ægisson hordur@mbl.is Fjármálaráðherrar evruríkjanna náðu samkomulagi í fyrrinótt, eftir fjórtán tíma sleitulaus fundahöld, um að koma á fót sameiginlegu bankaeft- irliti sem mun taka til starfa árið 2014. Samkomulagið, sem bar þess mjög merki að vera málamiðlun milli þýskra og franskra hagsmuna, mark- ar talsverð tímamót og er talið mik- ilvægt skref í átt að bankasambandi á evrusvæðinu. Bankaeftirlitið verður undir for- ræði Evrópska seðlabankans í Frank- furt og mun starfa í nánum tengslum við Evrópsku bankastofnunina. Sam- kvæmt samkomulagi evruríkjanna verður eftirlitið takmarkað við þær fjármálastofnanir sem eru kerfislægt mikilvægar – bankar með 30 milljarða evra efnahagsreikning eða eignir sem eru meira en 20% af landsframleiðslu – og er talið að um 150-200 bankar muni því falla undir eftirlitið. Frakkar, ásamt flestum öðrum evruríkjum, höfðu hins vegar sótt það hart að allir sex þúsund bankarnir innan Evrópusambandsins yrðu und- ir eftirlitinu. Á slíkt gátu þýskir ráða- menn ekki fallist og skipti þar mestu máli mikil andstaða þýskra sparisjóða og héraðsbanka um að eftirlitið næði til þeirra. Að lokum vógu þýskir hags- munir meira. Fær víðtækt umboð Hlutverk bankaeftirlits Evrópska seðlabankans verður meðal annars að grípa til víðtækra aðgerða gagnvart veikburða bankastofnunum á skipu- legan og samræmdan hátt – jafnvel með því að taka yfir stjórnartaumana – án þess að þær valdi skattgreiðend- um viðkomandi lands tjóni. Jafnframt verða bankar krafðir um að leggja fram umfangsmiklar aðgerðaáætlanir um hvernig þeir hyggist bregðast við þegar vá steðjar að til þess að afstýra skelfingu á mörkuðum. Stofnun sameiginlegs bankaeftir- lits hefur verið talin forsenda þess að bankar á evrusvæðinu geti fengið fjármagn úr varanlegum 500 millj- arða evra björgunarsjóði mynt- bandalagsins. Að öðrum kosti hafa bankarnir fáa aðra valkosti en að leita á náðir skuldahrjáðra ríkis- sjóða. Wolfgang Schäble, fjármála- ráðherra Þýskalands, lét hins vegar hafa það eftir sér við fjölmiðla í gær að það kæmi ekki til greina að endur- fjármagna banka í gegnum sjóðinn fyrr en í fyrsta lagi seint á árinu 2014. Stefnt er ennfremur að því að koma á fót sérstakri nefnd sem hefur það verkefni að miðla málum þegar upp kemur ágreiningur á milli bankaeftirlits Evrópska seðlabank- ans og einstakra evruríkja. Stofnun slíkrar nefndar er skilyrði af hálfu Þjóðverja í því augnamiði að tryggja að Evrópska seðlabankanum verði ekki veitt nánast óskorað vald. Fyrsta skrefið í átt að bankasambandi  Samkomulag evruríkja um sameiginlegt bankaeftirlit AFP Valdajafnvægi Samkomulagið um sameiginlegt bankaeftirlit á evrusvæð- inu bar þess merki að vera málamiðlun milli þýskra og franskra hagsmuna. Langþráð samkomulag » Sameiginlegt bankaeftirlit undir forræði Evrópska seðla- bankans komið á fót 2014. » Bretar og Svíar „sáttir“ með atkvæðavægi einstakra ríkja og telja að ríkin einangrist ekki frá mikilvægum ákvörðunum. » Samþykkt að veita næstu útborgun á neyðarláni til Grikkja að andvirði 34 millj- arða evra. Heildar- launakostnaður á greidda stund á 3. ársfjórðungi dróst saman frá fyrri ársfjórð- ungi um 1,1% í byggingar- starfsemi, 2,0% í iðnaði, 4,3% í samgöngum og um 4,6% í verslun. Þetta kom fram í frétt á heimasíðu Hagstofunnar í gær. „Heildarlaunakostnaður án óreglulegra greiðslna á greidda stund jókst frá fyrri ársfjórðungi um 0,8% í iðnaði en dróst saman um 0,3% í byggingarstarfsemi, 2,1% í verslun og um 2,2% í sam- göngum. Í heildarlaunakostnaði án óreglulegra greiðslna eru und- anskildar greiðslur sem ekki eru gerðar upp á hverju útborg- unartímabili eins og desember- og orlofsuppbót. Árshækkun heildarlaunakostn- aðar á greidda stund frá 3. árs- fjórðungi 2011 var á bilinu 3,1% til 5,8%. Mest var hækkunin í bygg- ingarstarfsemi en minnst í sam- göngum. Á sama tímabili jókst heildarlaunakostnaður án óreglu- legra greiðslna mest í bygging- arstarfsemi eða 6,2% en minnst í verslun 4,1%,“ segir orðrétt í frétt- inni. Þar kemur jafnframt fram að vísitala launakostnaðar sé kostn- aðarvísitala sem sýni breytingar á launakostnaði á greidda vinnu- stund og ekki sé leiðrétt fyrir breytingum í samsetningu vinnu- afls og vinnustunda. Niðurstöður séu birtar með fyrirvara um breyt- ingar. Vísitala launakostnaðar er gefin út ársfjórðungslega. Minni launa- kostnaður  Mismunandi eftir atvinnugreinum Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Til skoðunar er hjá Fjármálaeftirlit- inu að beita stjórnvaldssektum í minniháttar innherjasvikamálum þar sem um minni fjárhæðir er að tefla. Nú eru öll mál kærð til lög- reglu. Það ferli, að beita stjórnvalds- sektum, er mun léttara í vöfum en kæra til lögreglu. Þetta kom fram í máli Páls Frið- rikssonar, lögfræðings hjá Fjár- málaeftirlitinu, á hádegisverðar- fundi á vegum Félags viðskipta- fræðinga og hagfræðinga um innherja í gær. Hann var spurður af fundargesti hvort þetta stæði til og lét það fylgja, að þegar þessum mál- um er beint til lögreglunnar glími fólk sem tilkynni slík mál við ákveðna innri mótstöðu, þar sem sá sem verið er að saka um innherja- svik sé hugsanlega á leið í fangelsi. Innherjaupplýsingar eru til- greindar upplýsingar sem ekki hafa verið gerðar opinberar og hafa verð- myndandi áhrif á hlutabréf eða skuldabréf sem skráð eru í kauphöll. Kristinn Arnar Stefánsson, reglu- vörður hjá Íslandsbanka, sagði að honum þætti munurinn á innherja- upplýsingum og trúnaðarupplýsing- um óljós. Hann sagði að það vantaði skýrt dómafordæmi til að kveða úr um það. Páll Harðarson, forstjóri Kaup- hallarinnar, sagði að viðskipti með verðbréf í kauphöll lúti öðrum lög- málum en með þau sem eru óskráð. Meginmarkmiðið með fastmótaðri umgjörð á verðbréfamarkaði sé að tryggja jafnfræði fjárfesta að upp- lýsingum sem máli skipta. Jafnræðið feli í sér neytendavernd; fjárfesta- vernd. „Þessi vernd byggir upp traust. Og traust leiðir til trúverð- ugleika og aukins áhuga á verðbréfa- kostum. Það gerir verðbréf skráð í kauphöll eftirsóknarverðari en ella.“ Skoða refsingar við innherjasvikum  Beiting stjórnvaldssekta til skoðunar Refsa FME íhugar aðrar refsingar. ● Lántökukostn- aður spænska rík- isins lækkaði í gærmorgun í skuldabréfaútboði sem fór fram ein- ungis nokkrum klukkutímum eftir að leiðtogar Evr- ópusambandsins samþykktu að koma á sameiginlegu fjármálaeftirliti. Uppboðið á skuldabréfum til þriggja og fimm ára skilaði rúmum tveimur milljörðum evra í ríkissjóð. Ávöxtunarkrafan á skuldabréf til þriggja ára er 3,35% en var 3,39% í útboði sem fram fór þann 5. desember. Ávöxtunarkrafa á fimm ára bréf lækkaði úr 4,47% í 4,2%. Horfur skána á Spáni ● Útboð á ríkisvíxlum í flokkum RIKV 13 0315 og RIKV 13 0618 fór fram hjá Lánamálum ríkisins í gærmorgun. Alls bárust 8 gild tilboð í RIKV 13 0315 að fjárhæð 3.739 m.kr. að nafn- verði. Tilboðum var tekið fyrir 3.439 m.kr. að nafnverði á verðinu 99,225 (flatir vextir 3,20%). Alls bárust 8 gild tilboð í RIKV 13 0618 að fjárhæð 4.201 m.kr. að nafnverði. Tilboðum var tekið fyrir 3.901 m.kr. að nafnverði á verðinu 98,302 (flatir vextir 3,40%). Ríkisvíxlar fyrir 7,4 ma. Stuttar fréttir…                                         !"# $% " &'( )* '$* +,-.-/ ,0/.+, +,1.-2 ,,.+/, ,,.2 +1.31+ +4-.25 +.2+3+ +3/./4 +-2.,+ +,-.3/ ,0/.-, +,3.04 ,,.,05 ,,.2-- +3.045 +4-.32 +.2,42 +32.0+ +-2.-5 ,,5.5-+5 +,5.,/ ,02.+, +,3./+ ,,.,5, ,,.-4, +3.034 +45.44 +.2,53 +32.23 +--.+4 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Við óskum Kammersveit Reykjavíkur til hamingju með nýja vefinn Vantar þig heimasíðu? www.tonaflod.is - Sími 553 0401 www.kammersveit.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.