Morgunblaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 37
Þjónustuauglýsingar 569 1100 Ál hjólapallar / veggjapallar Akralind 8 Sími: 564 6070www.kvarnir.is Veðurnet / Öryggisnet Áltröppur / stigar Akralind 8 Sími: 564 6070www.kvarnir.is Ál tröppur / Ál stigar Ál búkkar og ástönd Sérsmíðum stiga og tröppur ef óskað er Eitt mesta úrval landsins af sagarblöðum og fræsitönnum Ásborg, Smiðjuvegi 11 (gul gata), s. 564 1212, www.asborg.is                       ! "        SMUR-, BÓN- OG DEKKJAÞJÓNUSTA       Allt á einum stað Eftirlitsmyndavél fyrir sumarbústaði og heimili Tekur venjulegt GSM SIM kort. Hægt að panta mynd eða hlusta svæði. SMS og MMS viðvörun í síma og netfang Lætur vita ef rafmagn fer af og hiti breytist Hægt er að tengja allt að 15 auka skynjara Vöktun á heitum potti, raka, þrýstingi o.fl. Stýring á hita, kveikja ljós, renna í pottinn. Getur tengst blikkljósi og sírenu. Upplýsingar í síma 699-6869 og rafeindir@internet.is Töskur, kassar og yfirbreyðslur MUNIÐ GJAFAKORTIN Allar almennar fjórhjóla og snjósleða viðgerðir Stapahrauni 7  220 Hfj  S. 588 3355 Lok á alla heita potta Sterkasta áklæði á markaðinum Eitt verð á öllum stærðum Framleiðum eftir máli Tjalda og Seglaþjónustan Kristinn 899 7663 - 461 5077 tjalda@simnet.is Myndir á MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2012 ✝ Jónína ValdísIngimundar- dóttir fæddist á Seyðisfirði 24. júlí 1945. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 7. desember síðastliðinn. Valdís var dóttir hjónanna Þóreyjar Sigríðar Gúst- afsdóttur, f. 1912, d. 1970 og Ingimundar Guðmundssonar, 1987 og eignuðust þau tvö börn: Inga Má, f. 1969, maki Harpa Harðardóttir og Þóreyju Sigríði, f. 1970, maki Þórir Björgvinsson. Seinni eiginmaður var Þórður Ársælsson, f. 1946. Fyrir átti Þórður fjóra syni, Aðalstein, f. 1965 , Ægi, f. 1968, Þórhall, f. 1975 og Pétur, f. 1972. Valdís átti fjögur barnabörn og eitt barnabarnabarn. Valdís fluttist með foreldrum sínum á Djúpavog 1949, frá Seyðisfirði. Hún bjó á Djúpavogi til ársins 1965 og fluttist þá til Akraness þar sem hún bjó til æviloka, síð- ast á Steinstaðaflöt 27. Útför Valdísar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 14. desem- ber 2012 kl. 14. f. 1905, d. 1982 . Valdís átti tvær systur: Erlu, f. 1936, maki Ingimar Sveinsson, f. 1927 og Guðnýju, f. 1947, maki Sigurður Bjarni Gíslason, f. 1949. Valdís vann á Sjúkrahúsi Akra- ness en var lengst af húsmóðir. Fyrri eig- inmaður Valdísar var Ingvar Þorleifsson, f. 1929, d. Elsku amma Dilla. Hjartað okkar grætur, því nú ertu farin til himna. Við söknum þín rosa- lega mikið. Það var alltaf gott að koma til þín. Þú varst alltaf svo fín og svo fengum við alltaf svo gott vínarbrauð hjá þér. Þú verður alltaf í hjörtum okkar, við elskum þig, amma Dilla. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Anton Elí og Valdís Eva. Elsku amma mín. Ég á eftir að sakna þín svo mikið. Þú varst alltaf svo góð við mig, passaðir mig oft þegar ég var lítil. Oft fékk ég að gista hjá þér og afa Tóta og það var alltaf svo gaman og gott að vera hjá ykkur. Ég man alltaf hvað þú gerðir góðar vöfflur og kök- ur, þú gerðir bestu vöfflur í heiminum. Vona að þér líði bet- ur núna og ég veit að þú vakir yfir mér. Hve elska eg þig, gleði, með geislana þína, – án gleði er eg aumlega stödd – þá sólbros þitt skín inn í sálina mína, þar syngur hver einasta rödd. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum) Kveðja, Karen Þórisdóttir. Elsku amma Dilla. Ég var alltaf prinsinn þinn og mun ég aldrei gleyma hversu góð þú varst mér, þú varst besta amma sem hægt var að hugsa sér og þú passaðir mig alltaf svo vel öll þessi ár. Ég minnist þess svo, elsku amma, hvað það var alltaf skemmtilegast að fara til þín því þar fékk maður allt sem maður vildi, eins og hversu oft fengum við okkur Hróa hattar- pitsu og brauðstangir eða bakk- elsi og vínabrauðin þín á Há- holtinu. Þú varst alltaf svo glæsileg, alltaf með uppsett hárið og í há- hæluðum skóm og man ég svo eftir því hvað það var gaman að fara með þig út í búð þegar afi var á sjónum, þú tókst sko þinn tíma í að gera þig klára og út- koman var alltaf glæsileg. Það var alltaf fjör í kringum þig, elsku amma, sama hvar þú varst, yfirleitt syngjandi eða dansandi, það var æðislegt að fá þann heiður að dansa við þig. Ég væri ekki sá maður sem ég er í dag án þín, því þú ert eitt af stærstu ljósum lífs míns og öll tár í heiminum nægja ekki til að syrgja þig. Minning þín er ljós í lífi mínu. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum) Ingvar Þórisson. Þann 7. desember sl. andað- ist á Sjúkrahúsi Akraness elskuleg systir mín Valdís Ingi- mundardóttir, alltaf kölluð Dilla. 1949 fluttum við frá Seyð- isfirði til Djúpavogs. Þá var Dilla á 4. árinu. Hún var því alin upp á Djúpavogi og gekk þar í skóla. Ingimar maðurinn minn segir: „Þegar ég kom að Djúpa- vogsskóla haustið 1955 var hún í 10 ára bekk, dugleg stúlka og margvís. Hún skrifaði fallega rithönd og stærðfræði skildi hún nemenda best. Landafræði var hennar uppáhaldsfag.“ Eft- ir barnaskóla fór Dilla út á vinnumarkaðinn. Fyrst vann hún í frystihúsinu á Djúpavogi, síðan við afgreiðslustörf í Kaup- félagi Berufjarðar. Og starfaði þar uns hún flutti á Akranes 1965. Á Akranesi vann hún líka við afgreiðslustörf þar til hún stofnaði heimili með fyrri manni sínum Ingvari Þorleifssyni. Þá helgaði hún manninum sínum og börnunum þeirra, Inga Má fæddum 1969 og Þóreyju Sig- ríði fæddri 1970, alla sína krafta. Heimilinu sinnti Dilla afskaplega vel. Voru þau hjón mjög samhent um að hafa allt í góðu lagi. Einnig voru börn Ingvars af fyrra hjónabandi mikið hjá þeim og var samband þeirra og Dillu mjög gott og hélst alla tíð. Mann sinn missti Dilla eftir 20 ára samband en Ingvar lést á Landspítalanum í Reykjavík 4. desember 1987 eftir erfið veikindi. Dilla bjó áfram með börnunum sínum á Akranesi og vann á sjúkrahús- inu. Börnin hennar búa bæði á Akranesi með sínum fjölskyld- um. Seinni manni sínum, Þórði Ársælssyni frá Hellisandi, kynntist Dilla 1989 og áttu þau yndislegt heimili á Akranesi. Dilla hafði sterkar taugar til Djúpavogs. Þar var svo fallegt og í hennar huga var Búlands- tindur fallegasta fjall á Íslandi, en þar næst Akrafjallið, henni þótti mjög vænt um Akranes. Á Djúpavog komu hún og Þórður tvær-þrjár ferðir á ári, sérstak- lega eftir að þau fengu sér hús- bíl. Þau komu á Hammondhátíð frá því hún var fyrst haldin 2006 og síðast komu þau 2011. Dilla hafði mjög gaman af músík og var vel að sér í heimi dægur- laga. Hún hafði fallega rödd og söng vel. Dilla og Þórður fóru mikið til útlanda en Kanaríeyjar voru hennar uppáhaldsstaður, hún elskaði að vera í sólinni og hitanum. Dilla var afskaplega snyrtileg í einu og öllu og bar heimilið hennar þess glöggt merki þar sem aldrei sá blett eða hrukku á nokkrum hlut og allt átti að vera á sínum stað. Sjálf var hún alltaf fín og vel til- höfð. Hún hafði snemma áhuga á fallegum fötum. Þegar hún var unglingur hefði það ekki komið fyrir hana að fara í sama kjólnum á ball tvisvar í röð. Þá bað hún bara mömmu að sauma kjól sem mamma gerði fyrir Dillu sína. Elsku Dilla mín, nú þarft þú ekki á fallegu fötunum þínum að halda lengur, en aldr- ei munum við fjölskylda þín minnast þín öðruvísi en fínnar, fallegrar og góðrar. Hjartans þakkir fyrir allt og allt sem við áttum saman. Elsku Þórður. Guð almáttugur styrki þig og styðji í þinni miklu sorg. Aldrei getum við fjölskyldan þakkað þér fyrir þá miklu ást og um- hyggju sem þú sýndir systur minni í hennar erfiðu veikind- um. Ingi Már, Þórey. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra frá okkur Ingimar. Erla systir. Við viljum á kveðjustund þakka fyrir góð kynni en allt frá því að þau Valdís og Þórður hófu búskap hefur hún verið hluti af hópnum okkar. Við þökkum fyrir samfylgdina og sendum Þórði og börnum þeirra beggja og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúðarkveðjur með litlu ljóði eftir Þorstein Valdimarsson. Blækyrrð, bliknað lyng í breiðum, stafað sól. Móða yfir hnjúkum, sem blárri og blárri teygjast fjær og fjær og hverfa í himindjúp. Gærdagur ei, né morgunn – miskunn friðar. Lind, sem við grjót og gráan mosa kliðar. Jóhann og fjölskylda. Valdís Ingimundardóttir ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulegrar eiginkonu, móður, tengda- móður og ömmu, GUÐRÚNAR ÞORGRÍMSDÓTTUR, Höfðabrekku 16, Húsavík. Halldór Ingólfsson, Þuríður Halldórsdóttir, Ólafur E. Benediktsson, Ingunn Halldórsdóttir, Einar Halldór Einarsson, Halldór Elís Ólafsson, Guðbjörg Ólafsdóttir, Guðrún Einarsdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐMUNDAR M. JÓHANNESSONAR, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til heimahlynningar og líknardeildar LSH. Ragnheiður Sigurðardóttir, Vignir, Sigrún, Jóhannes Helgi, Sigurbjörg Stella, Ægir, Monika Sjöfn, Jökull, Bri Kellin, Kristjana, Þórir, Sigurþór, afabörn og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SESSELJU ÓSKARSDÓTTUR, Höfða, Akranesi, áður til heimilis að Suðurgötu 50. Sérstakar þakkir til starfsfólks Höfða fyrir einstaka umönnun. Ruth Alfreðsdóttir, Kristinn Sigurðsson, Bryndís Alfreðsdóttir, Ingimundur Ingimundarson, Karl Óskar Alfreðsson, Halldóra Elsa Þórisdóttir, Helga Klara Alfreðsdóttir, Einar Davíðsson, Guðrún Birgitta Alfreðsdóttir, Karl Sigurjónsson og ömmubörn. Að skrifa minningagrein Ekk j ld kið f i bi i i i i Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.