Morgunblaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2012 66°NORÐUR hefur afhent Fjöl- skylduhjálp Íslands tvö stór vöru- bretti af barnafatnaði frá fyrirtæk- inu. Um er að ræða kuldagalla, flísgalla, flíspeysur og buxur sem og húfur og vettlinga. Andvirði fatnaðarins er tæplega þrjár millj- ónir króna. Þetta er þriðja árið í röð sem fyrirtækið færir Fjölskylduhjálp- inni fatnað fyrir jólin. ,,Þessi fatn- aður gerir gæfumuninn þegar kem- ur að því að finna fallegar jólagjafir handa börnum okkar skjólstæð- inga,“ segir Ásgerður Jóna Flosa- dóttir, starfandi formaður Fjöl- skylduhjálparinnar. Í tilkynningu hvetur Helgi Rúnar Óskarsson forstjóri önnur fyrirtæki til að láta gott af sér leiða nú fyrir jólin. Gjöf Helgi Rúnar Óskarsson og Ásgerður Jóna Flosadóttir við afhendinguna. Færðu Fjölskyldu- hjálpinni fatnað Lárus Björnsson úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar og Íslensku alþjóða- björgunarsveit- inni (ÍA) er nú á leið til Filippseyja þar sem fellibylur- inn Bopha gerði mikinn usla í síð- ustu viku. Lárus verður hluti af viðbragðsteymi Net- hope, sem eru regnhlífarsamtök 37 stærstu hjálparsamtaka heimsins og sérhæfa sig í fjarskiptum og tölvutækni á skaðasvæðum. Mun teymið sjá um að koma fyrstu fjar- skiptatækjunum á vettvang auk þess að framkvæma þarfagreiningu og meta aðstæður út frá fjarskipta- sjónarmiði á þeim svæðum er verst urðu úti. Til hjálparstarfa Lárus Björnsson Tæplega 5.000 manns hafa náð í Strætó-smáforritið eða „appið“ frá því að það var kynnt nýlega. Forritið er hannað til að auð- velda farþegum strætó að komast leiðar sinnar, finna bestu og stystu leiðina á áfangastað, sjá staðsetn- ingu vagna í rauntíma, leita eftir brottför vagna frá ákveðnum bið- stöðvum í rauntíma og margt fleira. Hægt er að nálgast „appið“ á www.strætó.is/app. Þúsundir hafa náð í „appið“ hjá Strætó STUTT Landlæknisembættið segir að góð þátttaka sé í rannsókninni Heilsa og líðan Íslendinga 2012, sem nú stendur yfir á vegum embættisins. Er þetta í þriðja sinn sem rann- sóknin fer fram en hún var áður gerð árin 2007 og 2009. Gögnum rannsóknarinnar er safnað, eins og fyrri ár, með ítar- legum spurningalista er varðar al- mennt heilsufar og ýmsa áhrifa- þætti heilbrigðis. Spurningalisti var sendur til ríf- lega 10 þúsund Íslendinga og var ítrekun send mánuði síðar. Sumir höfðu tekið þátt í fyrri umferðum rannsóknarinnar en aðrir voru að taka þátt í fyrsta sinn. Þátttak- endur brugðust margir hverjir vel við og þann 7. desember 2012 höfðu 6.559 svarað eða 64,5%. Á vef landlæknisembættisins eru allir þeir sem fengu senda spurn- ingalista hvattir til þess að taka þátt. Með góðri þátttöku skapist ómetanlegur þekkingargrunnur sem nýtist til þess að vinna að heil- brigðara samfélagi. Morgunblaðið/Eggert Góð þátttaka í heilsufarsrannsókn  Á sjöunda þúsund hefur svarað FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Búist er við erfiðum samningavið- ræðum á fundi strandríkja í London í dag um veiðar á norsk-íslenskri síld á næsta ári. Á sama tíma og síldar- stofninn er á niðurleið krefjast Fær- eyingar aukinnar hlutdeildar og er þess vænst að þeir greini nánar frá kröfum sínum á fundinum. Náist ekki samkomulag er einn möguleik- inn að Noregur, Ísland, Rússland og Evrópusambandið haldi fast við óbreytta hlutdeild sína á næsta ári. Færeyingar gætu hins vegar sett sér einhliða síldarkvóta. Venjan er sú að á ársfundi Norð- austur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins, NEAFC, séu samningar strandríkja um stjórnun veiða úr deilistofnum staðfestir. Á ársfundinum 11.-16. nóvember var ekki tekin afstaða til stjórnunar veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum og kolmunnastofn- inum, þar sem strandríkin höfðu ekki lokið samningum um þessar tegundir, né um makrílveiðar. Þeim viðræðum verður haldið áfram í London í dag. Makríll, síld og kolmunni Tvíhliða samningur hefur verið í gildi sem heimilað hefur Fær- eyingum veiðar á síld og makríl í norskri lögsögu gegn kolmunnaveið- um Norðmanna innan lögsögu Fær- eyja. Norðmenn hafa viljað sporna við vaxandi makrílveiðum Fær- eyinga í þeirra eigin lögsögu og sagt upp samningi um makrílveiðar Fær- eyinga við Noreg. Færeyingar hafa á móti sagt upp samningi um kolmunnaveiðar Norð- manna við Færeyjar og bent á gagn- kvæmni í samningum. Þeir hafa einnig farið fram á aukinn hlut í síld- veiðunum og ítrekuðu þá kröfu sína í haust. Færeyingar halda því fram að norsk-íslenska síldin haldi sig í auknum mæli í færeyskri lögsögu. Norðmenn höfnuðu að skrifa undir samning um kolmunnaveiðar, meðan staðan í síldinni skýrðist ekki. Kröfum Færeyinga um aukinn hlut í síldveiðum hefur verið hafnað til þessa og ekki er talið líklegt, sam- kvæmt heimildum blaðsins, að sam- komulag náist á fundinum í dag. Það gerir stöðuna erfiðari að lagður er til samdráttur í veiðunum á næsta ári. Verulegur samdráttur Veiðiráðgöfin fyrir næsta ár hljóð- ar upp á 619 þúsund tonn, en ekki er lengra síðan en 2009 að heimilt var að veiða 1,6 milljónir tonna. Hrygn- ingarstofninn hefur gefið eftir á síð- ustu árum og er áhrifa samdráttar þegar farið að gæta hjá norskum síldarverkendum. Óvissa um stjórnun síldveiða á næsta ári  Rætt um norsk-íslenska síld  Auknar kröfur Færeyinga Morgunblaðið/Líney Heimaey Komið til Þórshafnar með norsk-íslenska síld og makríl í sumar. Samningar » Samningurinn sem byggt er á varðandi síldveiðarnar er frá árinu 2007. » Samkvæmt honum er hlut- ur Norðmanna 61%, Íslands 14,51%, Rússlands 12,82%, Evrópusambandsins 6,51% og hlutdeild Færeyinga er upp á 5,16%. » Um kolmunnaveiðarnar náðist samkomulag um skipt- ingu árið 2006 eftir margra ára þref og 26 samninga- fundi. Á R N A S Y N IR util if. is LEKI GÖNGUSTAFIR 9.990 kr. TRAUSTIR OG VANDAÐIR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.