Morgunblaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2012 Red Dawn Norður-Kóreumenn ráðast inn í Bandaríkin í þessari endurgerð á samnefndri kvikmynd frá árinu 1984. Í þeirri mynd voru það Sov- étmenn sem gerðu innrás. Í endur- gerðinni þurfa íbúar ónefndrar borgar að snúa bökum saman og verjast innrásarliðinu sem heldur þeim föngnum innan borgarmark- anna. Hópi ungra föðurlandsvina tekst að flýja út í skóg og hefst þar mikil herþjálfun. Hann snýr aftur til borgarinnar og hefst þá mikill skæruhernaður. Leikstjóri er Dan Bradley og í aðal- hlutverkum Chris Hemsworth, Josh Peck og Isabel Lucas. Rotten Tomatoes: 11% Hausu Japanska fantasíuhrollvekjan Hausu, eða Hús, verður sýnd á sunnudaginn í Bíó Paradís á vegum kvikmyndaklúbbsins Svartir sunnu- dagar. Myndin er frá árinu 1977 og var upphaflega framleidd sem ein- hvers konar svar Japana við Jaws, að því er fram kemur í tilkynningu. Leikstjórinn, Nobuhiko Obayashi, hafi fengið aðeins of frjálsar hend- ur, að mati framleiðendanna, og úr hafi orðið einhver sérstakasta hrollvekja allra tíma. Í myndinni koma við sögu andsetið hús, jap- anskar skólastúlkur og hvítur an- góraköttur sem reynist vera kölski sjálfur. Hausu fellur í flokk sk. „cult“-mynda, þ.e. kvikmynda sem eiga sér stóran, afmarkaðan og dyggan aðdáendahóp. Myndin verður sýnd kl. 20 og verður sýn- ingin jafnframt sú síðasta á vegum Svartra sunnudaga fyrir jól. Með aðalhlutverk í myndinni fara Kimiko Ikegami, Kumiko Oba, Masayo Miyako, Eriko Tanaka, Ai Matsubara og Miki Jinbo. Rotten Tomatoes: 90% Bíófrumsýningar Stríð og hrollur Hasar Úr kvikmyndinni Red Dawn sem verður frumsýnd í dag. bolaprentun gluggamerkingar rúllustandar Smiðjuvegur 42 Rauð gata 200 Kópavogur Sími:544 4545 www.signa.is signa@signa.is signa.is Inniljósaskilti prentun Inniljósaskilti 117x68cm Einnig til í öðrum stærðum 29,950- án vsk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.