Morgunblaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2012 Dansíþrótttasamband Íslands hef- ur valið dansparið Sigurð Má Atlason og Söru Rós Jakobsdóttur sem danspar ársins 2012. Sigurður og Sara eru bæði fædd árið 1992 og hafa dansað saman síðan árið 2000. Þau urðu tvöfaldir Íslands- meistarar á árinu 2012 og eru einnig bikarmeistarar í latin- dönsum. „Sigurður og Sara eru góðar fyrirmyndir fyrir önnur danspör, hvort sem er við þjálfun eða ástundun,“ segir í tilkynningu frá Dansíþróttasambandinu. Sigurður og Sara Rós danspar ársins Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands hefur opnað jóla- dagatal vísindanna sem ætlað er að glæða áhuga yngri kynslóðarinnar á undrum raunvísinda og verk- fræði. Um er að ræða stutt myndbönd með tilraunum í efnafræði, eðlis- fræði og verkfræði sem auðvelt er að framkvæma í heimahúsum. Fyrsta myndbandið birtist 12. des- ember, og líkt og jólasveinarnir birtast þau svo eitt af öðru á hverj- um degi fram á aðfangadag jóla á vef Verkfræði- og náttúruvís- indasviðs. Hægt er að nálgast jóladagatal vísindanna á slóðinni www.von.hi.is/joladagatal. Jóladagatal vís- indanna opnað Jólabærinn verður opnaður á Ing- ólfstorgi í Reykjavík í dag klukkan 15.30. Jólabærinn verður opinn alla daga fram að aðfangadegi jóla milli kl. 12 og 18 og á Þorláksmessu til kl. 23. Fram kemur í tilkynningu að í jólabænum verði boðið upp á ís- lenska gæðahönnun, ýmiskonar gjafavöru og margháttaða mat- vöru, bæði þjóðlega og alþjóðlega. Í tengslum við opnunina verður boðið upp á heitt kakó og óáfenga jólaglögg fyrir gesti og gangandi. Jólabærinn opnaður á Ingólfstorgi STUTT Mikið verður um að vera í jólaskóg- um skógræktarfélaganna um helgina. Rúmlega 20 skógræktarfélög um land allt bjóða fólki að koma í skóginn á aðventunni og höggva eigið jólatré gegn vægu gjaldi. Þetta er um þriðjungur allra skóg- ræktarfélaga á landinu og hefur þeim fjölgað nokkuð frá síðasta ári þegar um 15 félög buðu upp á þessa þjón- ustu. Ferð í skóginn fyrir jólin nýtur æ meiri vinsælda hér á landi og er orðin ómissandi liður í jólaundirbún- ingi margra fjölskyldna. „Í starfi skógræktarfélaganna er lögð áhersla á upplifunina úti í skóg- inum og fyrir jólin höfum við farið þá leið að bjóða fjölskyldum í skógana,“ sagði Brynjólfur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Ís- lands, í samtali við Morgunblaðið ný- verið. „Þar er hægt að stússa í því að velja og fella tré, þar er fjölbreytni og margvísleg upplifun. Ekki skemmir fyrir að hafa kakó á brúsa og hitta kannski jólasvein fyrir tilviljun.“ Um helgina verða flest skógrækt- arfélaganna með opið annan daginn eða báða og má finna þau víða á land- inu. Upplýsingar um félögin og hve- nær þau bjóða þjónustu má finna á http://www.skog.is. Útivistarskógar öllum opnir Útivistarskógar skógræktarfélag- anna eru öllum opnir og í flestum þeirra hafa verið lagðir stígar, komið upp áningarstöðum og annarri að- stöðu. Ágóði af jólatrjáasölu skóg- ræktarfélaganna rennur allur til ræktunar og umhirðu þessara skóga og uppbyggingar aðstöðu í þeim. Fyrir hvert jólatré sem selt er má reikna með að hægt verði að gróð- ursetja 30-40 ný tré. Félög sem verða með jólatrjáasölu um helgina eru Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga á Gunnfríðar- stöðum, Skógræktarfélag Austur- lands í Eyjólfsstaðaskógi, Skógrækt- arfélag Austur-Skaftfellinga í Haukafelli á Mýrum, Skógræktar- félag Árnesinga að Snæfoksstöðum í Grímsnesi, Skógræktarfélag Borgar- fjarðar í Reykholti í samstarfi við björgunarsveitina Brák í Einkunnum ofan við Borgarnes og í samstarfi við björgunarsveitina Heiðar í Grafar- koti í Stafholtstungum, Skógræktar- félag Dýrafjarðar á Söndum í Dýra- firði, Skógræktarfélag Eyfirðinga á Laugalandi á Þelamörk, Skógrækt- arfélag Garðabæjar í Smalaholti, Skógræktarfélag Grindavíkur í Sel- skógi, Skógræktarfélag Hafnar- fjarðar í Selinu, bækistöðvum félags- ins og Þallar, við Kaldárselsveg í Hafnarfirði, Skógræktarfélag Ísa- fjarðar í hlíðinni ofan við Bræðra- tungu, innan við Seljalandshverfið, Skógræktarfélag Rangæinga í Bol- holtsskógi á Rangárvöllum, Skóg- ræktarfélag Reykjavíkur á Jóla- markaðinum á Elliðavatni og í Grýludal í Heiðmörk, Skógræktar- félag Skagfirðinga í Hólaskógi og Varmahlíð, Skógræktarfélagið Mörk í Stóra-Hvammi, Fossi á Síðu, Skóg- ræktarfélög Kópavogs, Mosfells- bæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps á Fossá í Hvalfirði. 30-40 ný tré fyrir hvert selt jólatré  Mikið um að vera í jólaskógum skógræktarfélaganna Ljósmynd/Einar Jónsson Í Heiðmörk Margt skemmtilegt getur gerst í skóginum og ekki leiðinlegt að hitta jólasveina fyrir tilviljun. Margar fjölskyldur fara orðið árlega á aðventunni og margir hafa heitt kakó á brúsa með sér. Verðlagseftirlit ASÍ gerði verð- könnun á jólamat í sjö matvöru- verslunum á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri síðastliðinn þriðjudag. Kannað var verð á 99 algengum matvörum sem eru í boði fyrir jólahátíðina. Bónus var með lægsta verðið í 37 tilvikum af 99 og Iceland í 29. Hag- kaup var með hæsta verðið í 41 til- viki af 99, Nettó í 22 tilvikum, Fjarðarkaup og Samkaup-Úrval voru jafn oft með hæsta verðið eða í 18 tilvikum. Nóatún bætist nú í hóp þeirra verslana sem neita að taka þátt í verðkönnun ASÍ, Víðir og Kostur Dalvegi, eru hinar, að því er fram kemur í frétt frá ASÍ. Flestar vörurnar sem skoðaðar voru að þessu sinni voru fáanlegar í verslunum Hagkaups eða í 95 til- vikum af 99, Fjarðarkaup áttu til 89 af 99 og Krónan 86. Fæstar vörurn- ar voru fáanlegar hjá Samkaupum- Úrvali Akureyri eða aðeins 57 og Bónus og Iceland áttu aðeins til 65. Verðmerkingum var ábótavant hjá Nettó Mjódd að sögn ASÍ en í 14 til- vikum vantaði verðmiða. Mesti verðmunur var 93% Mestur verðmunur í könnuninni reyndist á fersku rósakáli sem var dýrast á 498 kr./kg hjá Nettó en ódýrast á 258 kr./kg hjá Bónus, verðmunurinn er 240 kr. eða 93%. Mikill verðmunur var einnig á jóla- ostaköku frá MS sem var dýrust á 1.298 kr./kg hjá Hagkaupi en ódýr- ust á 953 kr./kg hjá Bónus, verð- munurinn er 345 kr. eða 36%. Minnstur verðmunur í könnun- inni reyndist vera á SS birkireyktu hangilæri frá SS með beini, sem var dýrast á 2.399 kr./kg hjá Hagkaupi en ódýrast á 2.299 kr./kg hjá Krón- unni sem er 4% verðmunur. Aðeins meiri verðmunur var á 600 g kon- fektkassa frá Lindu, sem var dýr- astur á 1.599 kr. hjá Nettó en ódýr- astur á 1.439 kr. hjá Iceland sem er 11% verðmunur. Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum: Bónus Ak- ureyri, Krónunni Höfða, Nettó Mjódd, Iceland Granda, Fjarðar- kaupum Hafnarfirði, Samkaupum- Úrvali Akureyri og Hagkaupi Skeif- unni. Fram kemur í frétt frá ASÍ að að- eins sé um beinan verðsamanburð að ræða en ekki sé lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Þá kemur einnig fram í fréttinni að tilboð séu víða í matvöruversl- unum nú fyrir hátíðarnar og verð- breytingar tíðar. Neytendur ættu því að vera vel vakandi vilji þeir gera hagstæð innkaup á jólamatn- um. Nánari upplýsingar og töflu má finna á www.asi.is. Bónus og Ice- land oftast með lægsta verðið  Þrjár verslanir ekki með í könnun Morgunblaðið/Brynjar Gauti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.