Morgunblaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2012 ✝ Gunnar ReynirMagnússon fæddist 8. nóv- ember 1925 í Ný- lendu í Miðnes- hreppi, Gullbringusýslu. Hann lést á Landa- kotsspítala í Reykjavík 5. des- ember 2012. Foreldrar hans voru Guðrún Hans- ína Steingrímsdóttir, f. 13.2. 1891 í Nýjabæ í Krísuvík, d. 14.12. 1987 og Magnús Bjarni Hákonarson útvegsbóndi, f 12.6. 1890 í Nýlendu í Miðneshreppi, d. 11.10. 1964. Systkini Gunnars Reynis eru: Steinunn Guðný, f. 14.8. 1917, d. 13.10. 1997, Ólafur Hákon, f. 5.6. 1919, d. 25.10. 2010, Björg Magnea (Bugga), f. 18.12. 1921, d. 10.7. 1980, Einar Marinó (Nói), f. 4.2. 1924, Hólm- fríður Bára, f. 12.5. 1929 og Tómasína Sólveig (Veiga), f. 4.4. 1931. Hann hóf síðan nám í endur- skoðun og lauk löggilding- arprófi árið 1956. Hann starfaði hjá N. Manscher & Co. 1946- 1963 en stofnaði sína eigin end- urskoðunarskrifstofu 1963, GRM Endurskoðun, fyrst í Hafn- arstræti en síðan í Ármúla 6 lengst af. Gunnar Reynir gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Félag löggiltra endurskoðenda og sat í stjórn félagsins um tíma. Gunnar Reynir gekk ungur til liðs við Sósíalistaflokkinn, síðar Alþýðubandalagið og nú síðast Samfylkinguna. Þar gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum, til dæmis sat hann í bankaráði Seðlabankans um hríð. Hann var í áratugi virkur meðlimur í Lionsklúbbi Kópavogs og var umdæmisgjaldkeri Lionshreyf- ingarinnar á Íslandi um tíma auk þess að sinna málefnum bæjarfélags síns, Kópavogs, af miklum metnaði. Gunnar Reynir var mikill stuðningsmaður Ung- mennafélagsins Breiðabliks og sótti flesta leiki félagsins í knattspyrnu um árabil. Útför Gunnars Reynis Magn- ússonar fer fram frá Digranes- kirkju í Kópavogi, í dag, 14. des- ember 2012 og hefst athöfnin klukkan 15. Gunnar Reynir kvæntist Sigur- laugu Svanhildi Zophoníasdóttur íþróttakennara, f. 4.10. 1929, þann 27.5. 1950. Þau eignuðust 6 börn: Anna Soffía, f. 1.10. 1950, gift Ólafi Kvaran. Þau eiga 2 dætur og 2 barna- börn. Guðný, f. 26. 3. 1953, gift Friðþjófi Karli Eyj- ólfssyni. Þau eiga 4 börn og 7 barnabörn. Guðrún, f. 17.12. 1954, gift Valþóri Hlöðverssyni. Þau eiga 3 syni og 2 barnabörn. Emilía María, f. 30.1. 1957, gift Eyjólfi Guðmundssyni. Þau eiga 3 börn og 1 barnabarn. Hákon, f. 18.10. 1959. Hann á 4 börn. Björn, f. 26.3. 1965. Hann á 2 börn. Gunnar Reynir ólst upp í Ný- lendu í Miðneshreppi en hóf nám við Samvinnuskólann og lauk verslunarprófi þaðan 1946. Í dag er borinn til grafar tengdafaðir minn Gunnar R. Magnússon. Öll mín uppvaxtarár hafði ég heyrt Gunnars að góðu einu getið vegna náms- og starfs- tengsla hans og föður míns. Því mátti leiða líkum að því að sama væri að segja um afkomendur hans, sem fljótlega kom í ljós þeg- ar samdráttur hófst með mér og Guðnýju dóttur hans. Gunnar var á unglingsaldri þegar hernám Breta hófst og hann réð sig til starfa hjá her- námsliðinu við byggingu Reykja- víkurflugvallar. Þar kynntist hann ungum námuverkamanna- sonum sem komu frá námabæn- um Wolverhampton á Englandi. Í Wolverhampton var hefð fyrir róttækum skoðunum og verka- lýðsbaráttu. Þar mun Gunnar hafa fundið skoðanabræður í lífs- skoðunum sínum. Þessir ungu menn kynntu einnig fyrir Gunn- ari Úlfana, knattspyrnulið heima- bæjar síns. Eftir það fylgdi Gunn- ar Úlfunum alla tíð að málum og gladdist yfir velgengni þeirra á sjötta áratugnum þegar þeir voru eitt sigursælasta liðið í Evrópu og ekki spillti það fyrir að þeir voru fyrstir breskra liða til að leika knattspyrnu í Sovétríkjunum. Kær er mér Evrópuferð sem við Guðný fórum í fyrir margt löngu. Ráðgert hafði verið að hitta tengdaforeldrana, ásamt þeim hjónum Skúla Halldórssyni og Steinu systur Gunnars, í Lúx- emborg. Þessi ferð var ekki síður Gunnari kær enda minntist hann oft á hana og henti gaman að þeg- ar hann stóð fyrir framan húsið í Trier, sem Karl Marx fæddist í. Ég var svo lánsamur að ná ljós- mynd af þessu atviki, sem allar götur síðan var höfð í öndvegi á heimili Gunnars og Sillu í Hraun- tungunni. Ég naut þeirrar gæfu að starfa með Gunnari um árabil og eftir- minnilegur er mér sá dagur þegar Gunnar kom til mín og bað mig að annast sitt persónulega framtal. Á þessum samfundum þróuð- um við með okkur trausta vináttu og trúnað. Oft var gott að geta leitað í smiðju hins reynda endur- skoðanda sem ávallt hafði úr- lausnir á takteinum. Gunnar var oft gamansamur og bjó yfir tví- ræðum húmor. Einhverju sinni hafði dregist úr hömlu að við lykjum verkum okkar, enda komnir í djúpar sam- ræður um landsins gagn og nauð- synjar. Hringir þá Guðný kona mín, nokkuð hávær í símanum, og vekur athygli á því að það sé meira en klukkutími síðan matur var á borðum. Ég leit spurnar- augum á Gunnar, sem auðvitað heyrði hvert orð sem fram fór í símanum. Hann brosti í kampinn og sagði: „Skilafrestur á dóttur minni er löngu liðinn!“ Gunnar R. Magnússon var einkar farsæll í starfi og naut mikils trausts samferðamanna sinna. Ég kveð tengdaföður minn með virðingu og þakklæti fyrir samfylgd í leik og starfi. Ég vil votta tengdamóður minni, Sigur- laugu Zóphóníasdóttur, og öllum afkomendum þeirra Gunnars mína dýpstu samúð. Friðþjófur K. Eyjólfsson. Það er með trega en þó fyrst og fremst þakklæti og virðingu sem ég nú kveð Gunnar Reyni Magn- ússon, tengdaföður minn, vin og velgjörðarmann til áratuga. Gunnar Reynir var kominn af sjómönnum á Suðurnesjum aftur í ættir. Hann ákvað hins vegar snemma að feta ekki í þeirra slóð hvað atvinnu varðaði heldur sett- ist í Samvinnuskóla Jónasar frá Hriflu, lærði þar muninn á debet og kredit og tókst með naumind- um að komast hjá því að verða kaupfélagsstjóri norður í landi eins og hann sagði sjálfur frá. Hann lauk löggildingarprófi í endurskoðun liðlega þrítugur og starfaði í þeirri grein alla sína starfsævi sem bæði varð löng og ströng. En þrátt fyrir að vera einn umsvifamesti endurskoðandi landsins um árabil, gleymdi Gunnar Reynir aldrei uppruna sínum; skipaði sér í sveit rót- tækra jafnaðarmanna og hélt sig við þann leista fram í andlátið. Þar þurfti ekki endurskoðunar við. Gunnar Reynir og kona hans, Sigurlaug Sophoníasdóttir, sem hann kvæntist árið 1950, fluttu ung búferlum í Kópavoginn á 6. áratugnum til að koma sér fyrir með barnahópinn sem fór ört stækkandi. Og þar dugði ekkert annað en félagshyggjan og sú sýn sem þau bæði höfðu tileinkað sér ung. Þau bundust samtökum með ungu fólki í bænum um að gera það sem gera þurfti; stofna for- eldrafélag við skólann, setja tón- listarskóla á laggirnar því ekki var hann til staðar í bænum þá og síðast en ekki síst að styðja við bakið á unga fólkinu í Breiðabliki. Þar var Gunnar Reynir vakinn og sofinn um árabil og fylgdist með sínum mönnum allt fram til hinstu stundar. Ég gleymi því seint þegar forystumenn Breiða- bliks sóttu gamla manninn heim á 85 ára afmæli hans árið 2010 með Íslandsmeistarabikarinn og æðstu heiðursviðurkenningu Blika í farteskinu. Þá var minn maður glaður. Gunnar Reynir var marg- breytilegur persónuleiki og kom okkur samferðafólkinu stöðugt á óvart með sposkum viðbrögðum og hárbeittum húmor sem hann setti fram með sínum hógværa og fágaða hætti. Hann var sterkur stjórnandi án bægslagangs og náði sínu fram með sínu lagi. Hann var kjarkmaður og áræðinn til verka, ráðhollur öllum þeim sem til hans leituðu og ávann sér traust og virðingu í viðskiptum. Síðast en ekki síst skenkti hann af örlæti til þeirra sem minna máttu sín. Honum bárust margar blómakörfurnar og blessunar- bænir frá mæðrastyrksnefndum og mannræktarsamtökum sem hann vann fyrir um árabil án þess að krefjast endurgjalds. Það var hans leið til að þakka fyrir sig. Gunnar Reynir Magnússon var höfðingi í lund og drengur góður. Megi hann fara í friði og vera fjöl- mörgum eftirkomendum sínum sú fyrirmynd sem hann var sínu samferðafólki. Þá vegnar þeim vel. Valþór Hlöðversson. Gunnar tengdafaðir minn er látinn. Löngu og viðburðaríku lífsskeiði er lokið og að leiðarlok- um eftir rúmlega fjörutíu ára vin- áttu vil ég kveðja hann með nokkrum orðum. Gunnar og Sig- urlaug eignuðust sex börn sem í áranna rás hafa stofnað sínar eig- in fjölskyldur svo ættboginn er fjölmennur. Fjölskyldan var Gunnari mik- ilvæg og lét hann sér mjög annt um hana í alla staði. Umhyggja og örlæti var ríkur þáttur í fari Gunnars og lét hann sig varða að- stæður og hag sinna nánustu og studdi þau með ráðum og dáð í lífsbaráttunni. Það var gott að leita til hans, hann hafði góða nærveru og hann kunni þá list að hlusta vel, meta aðstæður af skarpskyggni og hæfilegri kald- hæðni og gefa góð ráð. Þessir góðu eiginleikar hans gerðu hann öðru fremur að mikilvægum mið- punkti fjölskyldunnar. Gunnar vildi sem ættfaðir hafa góða yfirsýn yfir afkomendur sína og þá sem þeim tengdust. Þegar fjölskyldan á góðum stund- um gladdist saman, hvort sem það var í Hrauntungu, í sumarbú- staðnum í Sléttuhlíð eða annars staðar, þá naut Gunnar sín vel, því í hóflegri merkingu þess orðs var Gunnar gleði- og lífsnautna- maður, sem kunni vel að meta lífsins lystisemdir, þegar aðstæð- ur buðu upp á það. Ábyrgð Gunn- ars og sterk samkennd með sín- um nánustu birtust einnig í sterkri vitund hans um þjóð- félagslegar aðstæður og spurn- ingar. Mér er minnisstæð pólitísk róttækni hans, þegar við kynnt- umst fyrst og gagnrýnin afstaða hans til hvers kyns misréttis í samfélaginu. Gunnar hafði ungur að árum skipað sér í fylkingu sósí- alista á Íslandi og var alla tíð virk- ur þátttakandi í baráttu fyrir jöfnuði og betra samfélagi. Í lífs- sýn Gunnars fóru saman ályktan- ir af eigin lífsreynslu og starfi en ekki síður varð hann fyrir sterk- um áhrifum af samfélagslegum hugmyndum róttækra rithöfunda eins og Laxness og öðrum þeim höfundum sem höfðu áþekkan boðskap fram að færa. Gunnar hafði mikla þekkingu og áhuga á bókmenntum og las ávallt nýjustu skáldsögurnar og hafði á þeim skýrar og vel rökstuddar skoðan- ir. Í því lífsviðhorfi, sem Gunnar ræktaði með sér í gegnum tíðina, tvinnuðust þannig saman pólitísk og menningarleg róttækni, sem gerðu hann að svo virkum þátt- takanda í allri umræðu dagsins. Þess vegna var öll samvera með Gunnari og viðræður við hann um hin margvíslegustu málefni svo gefandi og lærdómsrík allt til hans hinstu stundar. Ég þakka þér fyrir vináttu þína og umhyggju. Ólafur Kvaran. Í dag kveð ég ástkæran tengdaföður minn, Gunnar Reyni Magnússon, sem lést 5. desember sl. Ungur að árum kynntist ég eiginkonu minni, Emilíu Maríu Gunnarsdóttur, og varð fljótlega heimagangur á heimili hennar í Hrauntungu 3 í Kópavogi. Ég heillaðist við fyrstu kynni af fjöl- skyldunni og þeim jákvæða anda sem þar ríkti. Fjölskyldan var fjölmenn og bjó í stóru húsi á myndarlegu og fallegu heimili. Þar var heilbrigt andrúmsloft eðlilegra og fjörugra samskipta þar sem allir lögðu sitt til mál- anna og engu var stungið undir stól. Tjáskipti voru hreinskiptin sem þýddi að oft var tekist á og margir hækkuðu róminn en alltaf var gagnkvæm virðing og allir skildu sáttir að lokum. Á þannig heimilum eru bestu uppvaxtar- skilyrðin fyrir mannsandann til að takast á við lífið síðar meir. Í Hrauntungu var gestkvæmt enda voru allir velkomnir á hvaða tíma sólarhringsins sem var og óþarfi að boða komu sína enda aldrei farið í manngreinarálit. Eftirminnilegir eru mér mat- málstímar fjölskyldunnar sem Silla tengdamamma sá alfarið um af ósérhlífni og stjanaði í kringum alla. Alltaf var til meira en nóg af öllu og ávallt viðkvæðið að sælla er að gefa en þiggja. Í öndvegi sat Gunnar Reynir og hlustaði á, hafði ekki hátt, gerði stöðumat og gaf góðar ráðleggingar. Gunnar hélt alltaf ró sinni þrátt fyrir að oft væri tekist hressilega á við matarborðið. Það var ekki hans háttur að skipta skapi þótt hann gæti verið fastur fyrir ef svo bar undir. Hjá Gunnari leið manni vel og fann fyrir öryggi. Gunnar bar virðingu fyrir og hlustaði á sjónarmið allra og var oft í hlutverki sáttasemjara og friðarstillis. Hann var einstaklega hjálplegur og úrræðagóður og ef hann fann ekki strax lausn vanda- mála lagðist hann undir feld, hugsaði hlutina í þaula og fann iðulega farsæla lausn enda var mikið til hans leitað við úrlausn erfiðra mála. Tengdapabbi flan- aði aldrei að neinu og oft sagði hann: „Við þurfum ekki að ákveða neitt núna,“ sem var mér hollt því mér hættir til að vera fljótfær. Í lífi sínu og starfi var Gunnar mjög mannglöggur og átti ein- staklega auðvelt með að lesa í að- stæður fólks. Sem löggiltur end- urskoðandi var honum sérlega annt um velferð lítilmagnans og lét margt gott af sér leiða á þeim vettvangi án þess að hafa mörg orð um eða státa sig af. Gunnar fylgdist vel með þjóðmálum allt fram á síðasta dag og var með áskrift að öllum dagblöðum. Í sjónvarpinu fannst honum Al Ja- zeera-fréttastöðin áberandi best. Þau ár sem við fjölskyldan bjuggum í Svíþjóð komu Gunnar og Silla oft í heimsókn og voru það sérstakar ánægjustundir fyr- ir okkur öll og ekki síst börnin sem alltaf hafa verið mjög hænd að afa og ömmu. Gunnar var ein- staklega barngóður og barna- börnum og barnabarnabörnunum sýndi hann alltaf mikinn áhuga og spurðist fyrir um þau á hverjum degi. Kæri Gunnar Reynir, ég þakka þér samfylgdina í gegnum lífið og allt það góða og dýrmæta sem þú hefur gefið mér. Þín er sárt sakn- að, hvíldu í friði, minningarnar ylja. Þinn tengdasonur, Eyjólfur. Elsku afi. Þá er komið að kveðjustund. Við systurnar viljum þakka þér fyrir allar þær stundir sem við höfum átt saman í gegnum árin. Ótal margar góðar minningar sitja eftir sem gott er að eiga í hugarskotinu nú þegar söknuður- inn sest að. Það er svo margt og mikið sem hægt væri að fara í gegnum í löngum orðum og frá- sögnum, allt sem þú hefur gefið af þér til okkar og allt sem þú hefur kennt okkur, en best er það geymt í minningunum og í sögum sem við getum sagt okkar fólki og glaðst yfir saman. Takk fyrir að vera besti afinn. Takk fyrir sam- fylgdina, elsku afi, það hafa verið sönn foréttindi að eiga þig að. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Saknaðarkveðjur. Sigrún María og Guðrún Lilja. Elsku besti afi, félagi og nafni. Þá er komið að því. Þú, sem hefur verið svo stór hluti af lífi mínu allt frá upphafi, ert farinn. Og það er sárt. Ég leit alltaf upp til þín og það breyttist ekki þegar ég óx þér yfir höfuð – sem gerðist reyndar tiltölulega snemma. Ég erfði margt frá þér en hæðin hefur komið annars staðar frá. Þú kenndir mér svo margt og gafst mér svo mikið og ég á þér svo mikið að þakka að það verður ekki upp talið. Hattar, skóhlífar, ermabönd, heyrnartæki sem ískraði alltaf í, grænn Ópal, te, Ronson-kveikj- ari, Palmolive-raksápa, harðfisk- ur í Mackintosh-dós, sólgleraugu, Viceroy lights og Campari. Hrauntungan og skrifstofan, Sléttuhlíð og Nýlenda, Bjúkkinn og Bensinn. Y-595 … GRM. Það var ævintýri að vera afa- strákurinn þinn. Þú sagðir góðar sögur. Sumar oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, en þær voru líka góðar. Sögusviðið var oftar en ekki æskuárin í Nýlendu eða Bretavinnan. Ísbíltúrar á Bjúkk- anum voru fastir liðir þegar ég gisti í Hrauntungunni og líka ferðir í Sléttuhlíðina eða í Ný- lendu að heimsækja Hákon og Svölu. Svo var auðvitað farið á Kópavogsvöll. Þegar ég varð eldri breyttist samband okkar og við urðum ein- faldlega góðir vinir. Við fórum saman að horfa á fótbolta og stundum baðstu mig að koma og sækja þig á skrifstofuna. Þá sát- um við og reyktum og spjölluðum um hluti sem voru bara ræddir þar og „fóru ekki lengra“, eins og þú orðaðir það. Og þeir gera það ekki heldur. Það er þér að „kenna“ að ég held með Breiðabliki og Wolves í fótbolta. Það hefur ekki alltaf ver- ið auðvelt, og stundum hef ég bölvað því að halda ekki með betri liðum. En svo man ég af hverju ég held með Blikum og Úlfunum og þá verð ég stoltur. Síðan er það auðvitað gaman öðru hverju og ég mun aldrei gleyma því þegar Blikarnir urðu meistarar og við mættum öll í Hrauntunguna eftir leikinn til að fagna með þér. Þá varstu glaður enda búinn að bíða lengur en flestir eftir þeim degi. Eitt af því sem einkenndi þig var húmorinn, sem var vissulega í dekkri kantinum, eins og mér finnst hann eiga að vera, senni- lega eftir kynni mín við þig. Dæmi: Við Doja bjuggum í kjall- aranum í Hrauntungunni þegar Valþór Reynir var á leið í heim- inn. Þegar kom að því að fara upp á fæðingardeild sast þú í sófan- um, einu sinni sem oftar, og horfðir á sjónvarpið. Ólympíu- leikarnir í Sydney voru í fullum gangi – og þú spurðir mig hvort ég ætlaði virkilega að missa af stangarstökkinu! Blikið í augunum kom samt alltaf upp um þig og því mun ég aldrei gleyma. Gunnar Reynir Valþórsson. Það var enginn eins og þú, elsku afi minn. Þú hafðir allt það sem prýðir góða manneskju. Góð- ur, gjafmildur, fyndinn, traustur og hlýr eru orð sem lýsa þér best. Það jafnaðist ekkert á við að koma í heimsókn til þín í Hraun- tungu. Alltaf tókstu vel á móti mér. Hvort sem ég var glöð eða döpur þá leitaði ég til þín. Þú varst eins og fjallið sem aldrei haggast hvað sem á dynur. Ég gekk að þér vísum þar sem þú sast í sætinu þínu í stofusófanum. Það var svo gott að hjúfra sig hjá þér, borða súkkulaðirúsínur, hlusta á bæði útvarp og sjónvarp í hæsta hljóðstyrk á meðan amma var á þönum í kringum þig. Nær- vera þín hafði svo góð áhrif að maður náði djúpri slökun og það voru ófá skipti sem ég steinsofn- aði. Smekkmaður varstu og ávallt vel tilhafður með fallegan hatt og staf. Þú varst algjör töffari og ég skil vel að amma hafi fallið fyrir þér. Þú hafðir sterkar skoðanir á klæðaburði annarra og sumt gat beinlínis farið í taugarnar á þér. Til dæmis þoldir þú ekki röndótt- ar flíkur og ullarrúllukragapeys- an hans pabba fannst þér fyrir neðan allar hellur. Þú varst alltaf hreinskilinn. Stundum svo hrein- skilinn að þú komst öðrum í Gunnar Reynir Magnússon �irðin��eynsla � Þ�ónusta �l�an �ólarhrin�inn www.kvedja.is 571 8222 · 82o 3939 svafar · 82o 3938 hermann N�út�ararsto�a�yggð á traustum �runni´

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.