Morgunblaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2012 Jólin hefjast á ári hverju í kirkjum lands- ins með lestri jóla- guðspjallsins sem byrj- ar þannig: „En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Ágúst- usi keisara, að skrá- setja skyldi alla heims- byggðina. Þetta var fyrsta skrásetningin og var gjörð þá er Kýreníus var land- stjóri á Sýrlandi. Fóru þá allir til að láta skrásetja sig, hver til sinnar borgar.“ (Lúk.2.1-3) Upphafsorð jólaguðspjallsins hafa sérstaka þýðingu fyrir meðlagsgreið- endur, – ekki bara vegna andlegs inntaks þess, heldur vegna þess að orðin bera því vitni að saga mann- talsins er jafngömul og kristnin sjálf. Því er freistandi að draga þá ályktun að boð Ágústusar keisara sé upphaf vestrænnar hagskýrslugerðar, og að síðan þá hafi eitthvað þokast í fram- faraátt. Í ljósi þessa skýtur skökku við að 2000 árum síðar leggi Hagstofa Ís- lands sig fram við að telja hvert ein- asta verpandi hænsni og baulandi búgrip á ári hverju, en láti það vera að telja umgengnisforeldra. Frá því að Ágústus var og hét hafa íslensk stjórnvöld og opinberar stofnanir ekki náð tökum á því hvernig telja megi um- gengnisforeldra eða auðkenna þá með þeim hætti til að þeir séu rannsóknarhæfur þjóð- félagshópur. Guðmundur Stein- grímsson, alþing- ismaður, gengur fyrir vöskum þing- mannahópi sem stend- ur að þingsályktun- artillögu þess efnis að stjórnvöld fyrirskipi skráningu umgengn- isforeldra með þeim hætti að þeir verði auðkenndir sem foreldrar í bókum hins opinbera. Þingsályktun- artillagan er kærkomin jólagjöf fyrir umgengnisforeldra, því þá verður fyrst hægt að ræða félagslega stöðu ólíkra þjóðfélagshópa á vits- munalegum grundvelli. Hafa sam- tökin ástæðu til að vona og trúa að þingmenn allra flokka muni sam- þykkja tillögu þessa samhljóða. Þótt jólakveðjurnar séu hlýlegar frá Alþingi er annað upp á ten- ingnum hjá Innheimtustofnun sveitafélaganna. Samtökin hafa ekki undan að taka á móti tilkynningum og kvörtunum um ómaklega fram- göngu Innheimtustofnunar í garð meðlagsgreiðanda, og virðist að inn- heimtuharkan hafi aukist í desember miðað við það sem undan er gengið. Ég vil í því sambandi nefna tvö til- vik sem eru einkennandi fyrir þær Jólakveðjur meðlagsgreiðenda Eftir Gunnar Kristin Þórðarson Gunnar Kristinn Þórðarson Hjörtur J. Guð- mundsson skrifar grein í Morgunblaðið þann 28. nóvember sl. og spyr hvort á Íslandi séu verstu stjórn- málamenn í heimi. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að það sé nú varla en að íslensk- ir stjórnmálamenn séu almennt undir meiri smásjá en er- lendir starfsbræður þeirra. Ég ætla ekki að gera athugasemdir við mál- flutninginn hvað varðar stjórn- málamennina en hnýt um það sem hann segir um kjósendur. Orðrétt segir hann: „… eru gerðar miklar kröfur til stjórnmálamanna af kjósendum þeirra. Þeim er falið mikið vald í okkar umboði og við ætlumst til þess að þeir fari vel með það. Ef þeir gera það ekki er það óviðunandi þó að mismikið sé gert af því að veita þeim aðhald í þeim efnum sem er í raun hlutverk kjósenda í lýðræðislegu þjóðfélagi …“ Ég er alls ekki viss um að þetta sé rétt, þ.e., að kjósendur geri miklar kröfur til stjórnmálamanna og að kjósendur ætlist til þess að þeir fari vel með vald. Mér finnst ýmislegt benda í þveröfuga átt. Margir kjós- endur virðast fremur ætlast til þess að stjórn- málamenn misfari með vald, hygli ákveðnum öflum, fari í manngrein- arálit við úthlutun gæða og moki undir ein- staklinga og fyrirtæki að geðþótta. Svona framkoma stjórnmála- manna vekur jafnvel meiri aðdáun heldur en hitt, a.m.k. í ákveðnum hópi og er sá hópur ekki alltaf lítill. Það sem virðist skipta marga meira máli er að geta þegið greiðana og að fíla sig sem „buddies“ í þessu kerfi, vera partur af klíkunni eða vinningsliðinu. Þegar upp um svona háttalag kemst vekur það yfirleitt litla athygli og enn minni hneykslan almennings sem tekur því með jafn- aðargeði og finnst þetta bara eðli- legt. Með vandaðri skoðanakönnun væri svo sem auðvelt að kanna hug almennings til þessarar íslensku gerðar af spillingu til að komast að hinu sanna um hvaða kröfur almenn- ingur gerir til stjórnmálamanna. Það væri áhugaverð könnun. Spillingin íslenska er sennilega mest á sveitarstjórnarstiginu, sem er það svið stjórnmálanna sem er minna undir smásjá fjölmiðla og al- mennings. Þrátt fyrir það má benda á mýmörg dæmi úr stóru bólunni sem litla athygli fengu og vöktu enn minni hneykslan. Ég held það séu ekki ýkjur ef því er haldið fram að mörg mál, sem upp komu á þessum árum, hefðu í nágrannalöndum okk- ar leitt til afsagnar viðkomandi stjórnmálamanns og rannsóknar lögreglu. Þar kemur sennilega til að enginn aðili telur sig hafa frum- kvæðisskyldu að rannsókn svona brota hér á landi og lagaumhverfið er of veikt að þessu leyti. Til dæmis hefur það engar afleiðingar þó stjórnsýslulög séu brotin við út- hlutun gæða sem hlaupa á milljónum eða milljónatugum. Þá er þáttur fjölmiðla stór því þeir virðast forðast það eins og heitan eldinn að taka þessi mál upp, hugs- anlega vegna tengsla við stjórn- málaöfl og auglýsendur. Gera kjósendur nægar kröfur til stjórnmálamanna? Eftir Árna Davíðsson »Margir kjósendur virðast fremur ætl- ast til þess að stjórn- málamenn misfari með vald, hygli ákveðnum öflum, fari í manngrein- arálit við úthlutun gæða og moki undir ein- staklinga og fyrirtæki að geðþótta.Árni Davíðsson Höfundur er líffræðingur. Lífið er of stutt til að vera óánægður. Grínist- inn Groucho Marx, sem gerði 13 grínmyndir með Marx-bræðrum, sagði á hverjum degi við sjálfan sig: „Ég, en ekki einhver atburður, ræð því hversu ham- ingjusamur eða óham- ingjusamur ég er. Mitt er valið.“ Hér fyrir neðan eru nokkur vel valin hráefni í uppskrift að aukinni hamingju: 1. Einblíndu á það sem þú hefur. Þú hefur kannski ekki efni á að borða á uppáhaldsveitingastaðnum, jólin nálgast óðfluga og þú manst ekki hvenær þú varðir síðast dýr- mætum tíma með ástvini. Þetta getur hent okkur öll. Hins vegar er mikilvægt að velta fyrir sér hvað gengur vel í lífi þínu. Þegar maður dvelur við það sem miður fer er hætta á að festast þar. Ein- blíndu í staðinn á allt það góða í lífi þínu og það mun birtast þér í auknum mæli. Hamingja er ekki að fá það sem maður vill heldur að vilja það sem maður hefur. 2. Hættu að vilja vera ávallt við stjórn. Oft byggjum við sjálfsvitund okkar á því sem er sífelldum breytingum undir- orpið: vinnu, vináttu, útliti … Allt er í heiminum hverfult og það er margt sem við ráðum ekki yfir. Þess vegna er gott að byggja sjálfsvit- und þína á innra sjálfinu. Það eina sem þú getur stjórnað er hvernig þú bregst við þeim breytingum sem eiga sér stað í lífi þínu. Hallaðu þér aftur og láttu þig flæða með ringulreiðinni í kringum þig. 3. Gleymdu markmiðum þínum. Við sköpum okkur sjálfum oft mikla pressu með því að vilja vera best, snjöllust og hæst í öllu. Þeg- ar okkur mistekst það hefur það oft neikvæð áhrif á skapið. Mik- ilvægt er að hafa í huga að jafnvel Superman var ekki fullkomin hetja. Gott er að stilla markmiðin af og ásetja sér t.d. að upplifa gleði á hverjum degi eða vera ein- faldlega ánægður. Þannig næst oft mesti árangurinn. 4. Markmiðið er náttúruleg víma. Heilsurækt getur komið okkur í náttúrulega vímu. Þegar við stund- um líkamsþjálfun streymir tauga- boðefnið serótónín út í blóðið, en það hefur áhrif á skapferli og eyk- ur almenna vellíðan. Það sama ger- ist þegar við þjálfum hlát- urtaugarnar – einlægum hlátri fylgir svipuð vímutilfinning. Slík náttúruleg víma er afskaplega holl fyrir bæði líkama og sál. Hlátur tengir fólk auk þess saman og er smitandi. Eða eins og Megas orð- aði það: „Ef þú smælar framan í heiminn, þá smælar heimurinn framan í þig.“ 5. Vertu í núinu. Eckhart Tolle, höfundur bók- arinnar Mátturinn í núinu, heldur því fram að ekkert hafi gerst í for- tíðinni, aðeins í núinu. Ekkert muni gerast í framtíðinni, aðeins í núinu. Hann segir að við séum að- eins stressuð þegar við hugsum um fortíðina eða framtíðina. Þegar við einblínum á hinn bóginn á núið líð- ur okkur vel. Lífið er of stutt til að vera óánægður. Þess vegna er mikilvægt að taka núið inn því að gærdagurinn er farinn og morg- undagurinn kemur aldrei. Við höf- um bara daginn í dag. Öllum þessum hráefnum er blandað saman í skál lífsins og neytt með góðri lyst. Uppskrift að aukinni hamingju Eftir Ingrid Kuhlman »Einblíndu á allt það góða í lífinu. Hamingja er ekki að fá það sem maður vill heldur að vilja það sem maður hefur. Ingrid Kuhlman Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. mbl.is alltaf - allstaðar Heildarlausnir fyrir bílinn þinn Bílaraf www.bilaraf.is Gott verð, góð þjónusta! • Bremsuviðgerðir • Kúplingar • Bilanagreiningar • Kóðalestur/Tölvuaflestur Endurstillingar • Rafmagnsviðgerðir af öllum toga • Startarar og alternatoraviðgerðir • Rafgeymar og margt, margt fleira... Strandgötu 75 • 220 Hafnarfjörður • Sími 564 0400 bilaraf@bilaraf.is • bilaraf.is Á R N A S Y N IR util if. is DEUTER FUTURA Bakpokar MARGVERÐLAUNAÐIR BAKPOKAR, ÝMSAR STÆRÐIR. FRÁ 18.990 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.