Morgunblaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2012 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Þó að forystumenn á vinnumarkaði virðist á einu máli um að forsendur kjarasamninga sem koma til endur- skoðunar eftir áramót séu brostnar, eru áhöld um hvort ein af meginfor- sendunum, að kaupmáttur aukist á samningstímabilinu, haldi. Í nýrri samantekt Samtaka at- vinnulífsins kemur fram að laun hafa að meðaltali hækkað um 14% sam- kvæmt launavísitölu frá upphafi 2011 til október á þessu ári. Vísitala neysluverðs hækkaði um 10,3% á sama tímabili þannig að kaupmáttur launa var 3,4% meiri í október sl. en í upphafi síðasta árs. „Umsamdir kauptaxtar hækkuðu almennt um 12.000 kr. árið 2011 og um 11.000 kr. á árinu 2012. Lág- markslaun hækkuðu hlutfallslega mest eða um 17% á þessum tæpu tveimur árum og kaupmáttur þeirra um 6,1%. Kaupmáttur umsaminna taxta í samningum SA og landssam- banda ASÍ hefur aukist í nær öllum tilvikum,“ segir í umfjöllun SA. Áhrif eingreiðslna hverfa Það flækir hins vegar samanburð að inn í launavísitöluna voru metin áhrif þriggja umsaminna ein- greiðslna þannig að vísitalan var hækkuð aukalega um 1,8% á árinu 2011. Þegar sú hækkun er dregin frá fæst að kaupmáttur hafi aukist um 1,8% á árinu 2011 að því er SA benda á. Áhrif eingreiðslnanna hafa síðan gengið til baka á þessu ári. „Ætla má að þegar desembertöl- urnar liggi fyrir hafi launavísitalan hækkað á bilinu 4,6%-4,8% en vísi- tala neysluverðs um 4,2%-4,3%,“ segir í umfjöllun SA, sem kemst að þeirri niðurstöðu að yfirgnæfandi líkur séu á að kaupmáttarforsendan standist á þennan mælikvarða, þ.e. án þess að litið sé til áhrifa ein- greiðslnanna. „Þegar raunveruleg launaþróun er skoðuð er þó óhjá- kvæmilegt að hafa til hliðsjónar lækkun launavísitölunnar á þessu ári vegna eingreiðslnanna. Að teknu til- liti til þess má gera ráð fyrir að kaup- máttur samkvæmt launakönnun Hagstofunnar aukist um rúmlega 2% milli desember 2011 og 2012.“ Efna ekki fyrirheit sín Forystumenn verkalýðshreyfing- arinnar funda stíft þessa dagana vegna undirbúnings fyrir endur- skoðun samninganna í janúar. Í umsögn sem ASÍ hefur sent efnahags- og viðskiptanefnd Alþing- is vegna frumvarps fjármálaráð- herra um ráðstafanir í ríkisfjármál- um, er því haldið fram að sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að efna ekki fyrirheit sín gagnvart atvinnu- lífinu um að lækkun atvinnutrygg- ingagjaldsins komi ekki nema að litlum hluta til lækkunar á trygg- ingagjaldinu muni hafa mikil áhrif á samskipti aðila á vinnumarkaði. Ljóst sé að tvær af lykilforsendum kjarasamninga séu brostnar „og má rekja ástæðu þess til stefnu og / eða aðgerðaleysis stjórnvalda í efna- hagsmálum sem hefur komið í veg fyrir að fjárfestingar hafi tekið við sér í takt við þau markmið sem sett voru í þríhliða samstarfi aðilanna. Er það meginástæða þess að gengi ís- lensku krónunnar er og hefur verið mjög veikt og verðbólgan því mun meiri en forsendur gerðu ráð fyrir. Kaupmáttur stórs hluta launafólks hefur því ekki aukist í samræmi við markmið samninganna og ljóst að samningsaðilar þurfa að setjast að viðræðum um viðbrögð við því. Hækkun tryggingagjaldsins og al- mennt auknar álögur á atvinnulífið munu torvelda og hugsanlega koma í veg fyrir að hægt verði að ná sam- komulagi milli aðila.“ Morgunblaðið/Golli Uppbygging Kjarasamningar verða endurskoðaðir og það ræðst fyrir 22. janúar hvort til uppsagnar kemur. Fella álögur samninga?  SA: Yfirgnæfandi líkur á að kaupmáttarforsenda standist  ASÍ: Kaupmáttur hefur ekki aukist í samræmi við markmið Aukist 2011 og 2012 » SA benda á að skv. samn- ingum þurfi kaupmáttur launa að aukast bæði á árinu 2011 og 2012 til að forsenda samninga standist miðað við desember- gildi vísitölunnar hvort árið. Þróun kaupmáttar Heimild: Samtök atvinnulífsins 1 12111098765432 1 111098765432 2011 2012 110 108 106 104 102 100 98 96 Kaupmáttur lágmarkslauna Kaupmáttur samkvæmt launavísitölu Hagstofu Kaupmáttur hæsta almenna kaupvaxta verkafólks Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur í umsögn við bandorms- frumvarpið svonefnda um ýmsar skattalagabreytingar vakið athygli Alþingis á því að verði skattlagning á lífeyrisréttindi almenns launa- fólks ekki afnumin telji ASÍ „sig knúið til þess að leita á náðir dóm- stólanna til að fá þessu broti á jafn- ræðisreglu stjórnarskrárinnar hnekkt. Undirbúningur að slíkum málaferlum er þegar hafinn,“ segir í umsögn ASÍ til nefndasviðs Alþing- is. Senda Alþingi álit Ragnars Aðalsteinssonar hrl. ASÍ leitaði til Ragnars Að- alsteinssonar hæstaréttarlögmanns til að fá mat hans á því hvort um- rædd lagasetning stæðist ákvæði jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og telur Ragnar ljóst að svo sé ekki. Minnisblað með úrdrætti úr rök- studdu áliti Ragnars fylgir umsögn ASÍ til Alþingis. Málið snýst um hvort sjóð- félögum í almennu lífeyrissjóðunum sé mismunað með ólögmætum hætti, þar sem skattlagningin sem komið var á með lögum í fyrra valdi skertum lífeyrisréttindum þeirra en lífeyrisréttindi sjóðafélaga í op- inberu sjóðunum verði ekki fyrir neinum áhrifum. Telur Ragnar veigamikil rök hníga að því að sú mismunun sem leiði af löggjöfinni um skattlagn- ingu lífeyrissjóðanna sé ekki byggð á hlutlægum og málefnalegum sjón- armiðum og ekki hafi verið gætt meðalhófs, enda bitni skattlagn- ingin ekki aðeins með meiri þunga á sjóðfélögum í almennu sjóðunum, heldur bitni hún eingöngu á þeim. Magnús M. Norðdahl, lögfræð- ingur ASÍ, hefur mælt með því við miðstjórn ASÍ vegna mögulegrar málshöfðunar að best færi á því að málið yrði höfðað af hálfu ASÍ vegna allra félagsmanna sinna. Í umsögn forseta ASÍ til Al- þingis er saga málsins rakin og vís- að í bréf forsætisráðherra og þáver- andi fjármálaráðherra til forseta ASÍ og framkvæmdastjóra SA, þar sem fyrirheit voru gefin um að rík- isstjórnin myndi koma til móts við lífeyrissjóði á almennum vinnu- markaði með sérstökum framlögum til að koma í veg fyrir þá skerðingu lífeyrisréttinda sem þeir yrðu fyrir vegna þessarar lagasetningar. Skemmst sé frá því að segja að eng- inn fundur hafi fengist hvorki með ráðherra né embættismönnum um það með hvaða hætti þetta yrði gert. „Einnig er ljóst að þingið var að mati ASÍ vísvitandi blekkt með framlagningu bréfs forsætisráð- herra og þáverandi fjármálaráð- herra, en fyrir liggur að enginn áform voru um að efna innihald þess heldur gefa þingmönnum eitt- hvert haldreipi í því að komið yrði í veg fyrir þetta brot á jafnræðisregl- unni,“ segir í bréfi forseta ASÍ. „Þingið var að mati ASÍ vís- vitandi blekkt“  Telja skattinn brot á jafnræðisreglu Morgunblaðið/Árni Sæberg Umdeilt ASÍ hefur skorað á þing- ið að afnema skatt á lífeyrisréttindi launafólks. Meginniðurstaða Ragnars Aðalsteinssonar hrl. fyrir ASÍ um hvort mismunun sjóðfélaga lífeyrissjóða brjóti í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar er eftirfarandi: „Þó ekki verði fullyrt um niðurstöðu hugsanlegs dómsmáls um stjórnskipulegt gildi lag- anna um skattlagningu lífeyrissjóða, verður að telja að sterk rök standi til þess, að dómstólar muni kom- ast að þeirri niðurstöðu, að löggjafinn hafi ekki hag- að lagasetningunni um álagningu skatts á eignir líf- eyrissjóðanna í samræmi við þá jafnræðisreglu, sem hér á við og víða er byggt á í stjórnarskrá Íslands, meðal annars í ákvæðum hennar um álögur á þegn- ana og skerðingu réttinda þeirra, ef til þess þarf að koma.“ Ósamræmi við jafnræðisreglu NIÐURSTAÐA RAGNARS AÐALSTEINSSONAR HRL. FYRIR ASÍ Ragnar Aðalsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.