Morgunblaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2012 Mörgæs sporðrennir fiski við jólatré í Lundúnadýragarðinum í veislu sem slegið var upp í tilefni af því að jólin eru að koma. Mörgæs á litlu jólunum AFP „Þetta er stórkostlegur fundur. Að hluta vegna þess að gera má ráð fyr- ir því að þetta sé fyrsta ævintýrið sem Andersen skrifaði, og að hluta vegna þess að þetta sýnir að hann var farinn að fást við ævintýri sem ungur maður,“ segir Ejnar Stig Askgaard, sérfræðingur í skrifum H.C. Andersen. Danir eru frá sér numdir eftir að þær fréttir bárust að fundist hefði handrit sögu sem talið er fullvíst að sé eftir ævintýraskáldið ástsæla en hefur aldrei áður komið fyrir al- menningssjónir. Sagan, sem ber tit- ilinn „Tólgarkertið“, fannst ómerkt í kassa á Þjóðskjalasafninu í Óðins- véum í október og hefur handritið verið rannsakað ítarlega síðan. „Það er enginn vafi á því að það var Andersen sem skrifaði þetta,“ hefur Politiken eftir Askgaard. Sagan er um fátæklegt og skítugt tólgarkerti og það sárlangar til að loga. Kertið er miður sín þar til það kemst í snertingu við eldfæri sem kveikja á því. Bókmenntafræðingurinn Bruno Svindborg, sem starfar við Konung- lega bókasafnið í Kaupmannahöfn, segir að Tólgarkertið jafnist ekki á við bestu skrif Andersen, sé ekki eins fágað. Sérfræðingarnir telja líklegt að Andersen hafi skrifað söguna þegar hann var enn í skóla. „Stórkostlegur fundur“ AFP Tólgarkertið Handrit að ævintýrinu um kertið sem þráði að loga.  Áður óþekkt ævintýri eftir H.C. Andersen hefur fundist  Sérfræðingar telja það fyrsta ævintýrið sem hann skrifaði Alexander Litv- inenko, fyrrver- andi njósnafor- ingi rússnesku leyniþjónust- unnar, var á mála hjá bresku leyniþjónustunni MI6 þegar hann var myrtur með eitri í nóvember 2006, að því er fram kom fyrir rétti í Bretlandi í gær. Litvinenko var að vinna með spænskum njósnurum síðustu dagana fyrir morðið. Ennfremur voru lögð fram skjöl sem benda til þess að rússneskir leyniþjón- ustumenn séu viðriðnir morðið. Rússar hafa neitað að framselja fyrrverandi KGB-mann sem er grunaður um að hafa myrt Lit- vinenko. Litvinenko var á mála hjá MI6 Alexander Litvinenko BRETLAND Hundasmygl færist í vöxt í Svíþjóð og í fyrradag stöðvuðu tollverðir tvo menn sem óku til landsins með 22 hvolpa í bíl sínum. Margir hvolp- anna voru nýgotnir og ekki tilbúnir í ferðalag, að sögn lögreglunnar. Ólöglegt er að selja hvolpa án eftirlits í Svíþjóð en svo mikil eftir- spurn er eftir vissum tegundum að sænskir ræktendur anna henni ekki. Hvolparnir fundust í málmkassa og voru útataðir í eigin úrgangi. Aðeins einn hundanna var með sér- stakt vegabréf sem þarf þegar ferðast er með gæludýr á milli landa innan Evrópusambandsins. Talið er að mörgum hvolpanna hafi verið stolið. SVÍÞJÓÐ Smygl á hundum færist í vöxt H Ú S G Ö G N Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík | Sími: 557 9510 | Netfang: patti@patti.is | vefsíða: patti.is Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað Þú velur og draumasófinn þinn er klár GERÐ (90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (yfir 3000 tegundir) Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum Tungusófar 2+tunga Hornsófar 2H2 Sófasett 3+1+1 frá 268.900kr. frá 343.900kr. frá 378.900kr. Verðdæmi: Basel nÚ RÝMUM VIÐ FYRIR NÝJUM VÖRUM 40%afsláttur allt að af völdum vörum og sýningareintökum Borðstofustólar frá 5.900 kr Heilsukoddar 2.900 kr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.