Morgunblaðið - 24.12.2012, Page 4

Morgunblaðið - 24.12.2012, Page 4
„Mývetningar eru ýmsu vanir og ég reikna með góðri messusókn, jafnvel þótt kalt verði. Hér er yfirleitt stillt og vindkælingin ekki mikil. Tuttugu stiga gaddur kemur varla að sök eða hefur mikil áhrif á kristnihald- ið hér,“ segir sr. Örnólfur Jóhannes Ólafsson, sóknar- prestur í Mývatnssveit. Hefðinni samkvæmt verður messað á Skútustöðum á jóladag og hefur bekkurinn þar jafnan verið þétt set- inn. „Sjálfsagt slær gufu frá vitum og kinnar verða eplarjóðar þegar fólk gengur til kirkju, en mætingin verður efalaust góð því hefðin hér í sveit fyrir að mæta til jólamessu er afar sterk,“ segir Örnólfur, sem á öðrum degi jóla messar á Þverá í Laxárdal. Örnólfur hefur þjónað nyrðra í um það bil fimmtán ár. Er nú þegar bú- inn að skrifa drög að jólaræðum sínum. Segir inntak þeirra liggja í augum uppi; að atburðirnir á Betlehemsvöllum og fæðing frelsarans fyrir tvö þúsund árum sé til vitnis um að lífið sé gott. Breyti þar engu þótt stund- um sé kalt í veðri og frost bíti kinnar. Lífið gott þótt stundum sé kalt BÝST VIÐ GÓÐRI MESSUSÓKN ÞRÁTT FYRIR FROSTIÐ Sr. Örnólfur Jóhannes Ólafsson 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2012 Skógarhlíð 18 sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. • 5. janúar í 10 nætur Verð frá 79.900,- til Kanarí Verð frá 79.900,- Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og eitt barn í búð á Roque Nublo. Verð m.v. 2 fullorðna í íbúð kr. 98.200. Sértilboð 5. janúar í 10 nætur. Sé rti lbo ð Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér sæti í sólina í byrjun janúar. Fleiri gistimöguleikar í boði á afar hagstæðu verði Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Frostið sem spáð er norðanlands næstu daga verður ekki jafngrimmt og gefið hefur verið til kynna,“ seg- ir Einar Sveinbjörnsson, veð- urfræðingur hjá Veðurvaktinni. Spár Veðurstof- unnar um kulda- kast á Norður- og Austurlandi næstu daga eru hressilegar. Skv. útreikningum er gert ráð fyrir því að gaddurinn fari í allt að 40 gráð- ur. Þar er eink- um átt við þekkta kulda- polla, svo sem Bárðardal, Mývatns- sveit, Hólsfjöll, Möðrudalsöræfi og Jökuldal. Í veðurspám síðustu daga hefur Mývatnssveit sérstaklega verið nefnd. Sjálfvirkar spár og reikni- líkön gefa til kynna að þar gæti frostið farið í 40 gráður og 20 gráð- ur á Möðrudal á Fjöllum. Forritin fara á flug „Það eru engar forsendur fyrir þessu,“ segir Einar Sveinbjörnsson. „Sjálfvirkar spár eiga til að ýkja snöggar hitasveiflur. Þær byggjast á ákveðnum grunnspám sem koma frá reiknimiðstöð evrópskra veð- urstofa í Reading á Englandi. Svo- kölluð leiðréttingarforrit fara nán- ast á flug þegar gert er ráð fyrir kuldaskotum. Þetta er til dæmis þekkt um spár við upphaf kuldat- íðar í norðanverðri Skandinavíu. Staðreyndin er sú að veðursaga síð- ustu vikna á Norðurlandi er ekki nema að takmörkuðu leyti inni í forritunum, þótt hún sé stór áhrifa- þáttur. Að gaddurinn fari í fjörutíu gráður er alls ekki inni í myndinni.“ Um jólin er gert ráð fyrir norð- lægum áttum. Í dag, aðfangadag, verður éljagangur frá Vestfjörðum og um landið réttsælis austur á firði, einkum út til nesja og stranda. Á jóladag gæti þó komið þétt hríð. En síðan fer að kólna. Í innsveitum norðanlands er á öðrum og þriðja degi jóla 20 stiga frost líklegt, en fimm til tíu stig við ströndina. Metið verður ekki slegið Þess má geta að kuldamet í sögu íslenskra veðurmælinga er 38 stig á Grímsstöðum á Fjöllum og Möðru- dal 21. janúar 1918, á þeim fræga frostavetri. „Og ég get nánast full- yrt að þótt frostköld jól séu fram- undan verði þetta tæplega aldar- gamla met ekki slegið,“ segir Einar Sveinbjörnsson. Ljósmynd/Einar Sveinbjörnsson Kuldi Stillur í Mývatnssveit þar sem gufustrókur frá Kröfluvirkjun steig hátt til lofts í brunagaddi á dögunum. Frostspá fyrir Norð- urland sögð vera ýkt  20 stiga gaddur í innsveitum líklegur  Met fellur ekki Einar Sveinbjörnsson Skúli Hansen skulih@mbl.is Þingmenn Suðurkjördæmis fund- uðu síðastliðinn föstudag ásamt sveitarstjóra Skaftárhrepps, tveim- ur sveitarstjórnarmönnum úr hreppnum, umhverfisráðherra og fulltrúa úr umhverfisráðuneytinu um sorpbrennsluna í Skaftár- hreppi. Að sögn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, óskuðu þing- menn kjördæmisins eftir þessum fundi í ljósi synjunar umhverf- isráðherra á undanþágu fyrir starfsleyfi sorpbrennslunnar. „Það var mjög fínt að ná þessum fundi og ég er allavega sannfærðari um það en áður að þetta er mál sem hægt er að leysa ef viljinn er fyrir hendi,“ segir Ragnheiður Elín og bætir við: „Umhverfisráðherra hefur það í hendi sér og hreppurinn hefur and- mælarétt til 11. janúar.“ Þá segir Ragnheiður Elín að staða Skaftárhrepps í þessu máli sé sérstök, einkum í fjárhagslegu til- liti. „Þetta er svo sérstakt tilfelli, jafnvel þó að þessi reglugerð hafi gilt um fleiri stöðvar í Vest- mannaeyjum og Ísafirði og þó að þau sveitarfélög séu búin að grípa til aðgerða þá er staða Skaftár- hrepps einfaldlega svo sérstök og þá ekki síst í fjárhagslegu tilliti,“ segir Ragnheiður Elín og bætir við: „Þarna er pínulítið sveitarfélag sem berst í rauninni í bökkum með afar fáa íbúa og er undir hand- leiðslu eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga og er þar í góðu sam- starfi við innanríkisráðuneytið og fulltrúa þess um að koma fjár- málum sveitarfélagsins í gott horf.“ Of stór baggi Að sögn Ragnheiðar Elínar er þetta hreinlega of stór baggi fyrir sveitarfélagið. Bendir hún þannig á að það muni reynast sveitar- félaginu mjög kostnaðarsamt að loka sorpbrennslustöðinni og slíkt verði til þess að sveitarfélagið geti ekki kynt sundlaugina, íþróttahúsið og skólahúsin á svæðinu nema með rafmagni, sem þau fái ekki niður- greitt. Funduðu um sorpbrennslustöð Skaftárhrepps  Ragnheiður Elín segist sannfærðari en áður um að hægt sé að leysa málið Morgunblaðið/Árni Sæberg Sorp Ráðherra hefur synjað um und- anþágu fyrir sorpbrennslustöðina. Aðfaranætur laugardags og sunnudags heim- sóttu lög- reglumenn flest veitingahús í miðbænum. Í kjölfarið lokaði lögreglan fjórum veitingahúsum en 10-20 veitingastaðir verða kærðir fyrir ýmis brot er varða rekstur veitingahúsa, að því er kemur fram í tilkynningu sem lög- reglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér í gær. Nánari upplýs- ingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. Lögreglan lokaði fjórum veitinga- stöðum um helgina Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Fæðingar- og foreldraorlof mun lengjast og greiðslur munu hækka, frumvarp þess efnis var samþykkt frá Alþingi á síðasta þingdegi fyrir jól. Þakið, hámarksgreiðslur til for- eldra, mun hækka úr 300 í 350 þúsund krónur. Þá verður fæðingarorlofið lengt úr 9 mánuðum í 12. Það verður gert í skrefum og tekur fullt gildi árið 2016. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og for- maður velferðarnefndar segir að meirihluti nefndarinnar sé samþykk- ur frumvarpinu en vill breyta fyrir- komulagi lengingarinnar. „Þannig að sjálfstæður réttur foreldra sé fimm mánuðir og sameiginlegur réttur tveir, þegar lögin hafa tekið gildi að fullu,“ segir Sigríður. Hún segir það mæta betur jafnréttishugsjón lag- anna en jafnframt veita fjölskyldum sveigjanleika í því hvernig þær taka fæðingarorlofið. Frumvarpið gerir ráð fyrir fjórum mánuðum fyrir foreldri, hvort um sig og fjórum sameiginlegum mánuðum. Velferðarnefnd leggur einnig til að einhleypar mæður sem fara í tækni- frjóvgun, og einhleypir einstaklingar sem ættleiða börn eða taka barn í var- anlegt fóstur fái fullt fæðingarorlof. „Við viljum að þau börn njóti sömu tækifæra til samvista við foreldra og önnur börn,“ segir Sigríður og áréttar að þessi breyting hafi verið lögð fram í frumvarpi sem Guðfríður Lilja Grét- arsdóttir lagði fram á síðustu þingum. Þá bendir nefndin einnig á að erfitt sé fyrir foreldra að brúa bilið frá því barn nær 18 mánaða aldri og þar til það kemst inn á leikskóla, oftast við tveggja ára aldur. Hún telur því æski- legt að foreldrar geti tekið orlof með barninu til 24 mánaða aldurs í stað fyrstu 18 mánaða. Fært til fyrra horfs Gripið var til sparnaðaraðgerða í kjölfar efnahagshrunsins en með þessu frumvarpi er stigið skref í átt að því að færa reglur um fæðingaror- lof aftur til fyrra horfs. Frumvarpið bíður nú undirskriftar ríkisstjórnar svo það verði að lögum. 31 þingmaður samþykkti frumvarpið en 19 greiddu ekki atkvæði, 13 voru fjarstaddir. Fæðingarorlof verður lengt  Fer úr 9 mánuðum í tólf  Fjórir mánuðir fyrir hvort foreldri og fjórir sameiginlegir mánuðir  Hámarksgreiðslur hækka úr 300 í 350 þúsund krónur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.