Morgunblaðið - 24.12.2012, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2012
Óskum landsmönnum
gleðilegra jóla
og farsældar
á komandi ári
Sími 571 2000 | hreinirgardar.is
Í landi Úlfarsfells
Kl. 14.30
Kjalarnes við Kléberg
Kl. 20.30
Suðurfell
Kl. 20.30
Í Gufunesi
Kl. 20.30
Geirsnef
Kl. 20.30
Í Suðurhlíðum
Kl. 20.30
Við Ægisíðu
Kl. 20.30
Fylkisbrenna við Rauðavatn
Kl. 20.30
Við Valbjarnarvöll
Kl. 20.30
Ullarnesbrekkur
Kl. 20.30
Við Tjarnarvelli
Kl. 20.30
Við Skildinganes
Kl. 20.30
Á Valhúsahæð
Kl. 20.30
Við Sjávargrund
Kl. 21.00
Við Dalsmára í Smárahvammi
Kl. 20.30
R E Y K J A V Í K
MOSFELLSBÆR
KÓPAVOGUR
GARÐABÆR
HAFNARFJÖRÐUR
ÁLFTANES
SELTJARNARNES
Norðan við Gesthús
Kl. 20.30
Áramótabrennur
á höfuðborgarsvæðinu2012
Stór
brenna
Lítil
brenna
Munið að flugeldar
eiga ekki erindi á
brennurnar!
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Áramótabrennur eru með hefðbundnu sniði í Reykjavík en alls
verða þær tíu talsins og verður eldur borinn að bálköstunum kl.
20:30 að kvöldi gamlársdags. Eina undantekningin er köst-
urinn við Úlfarsfell sem kveikt verður í kl. 14:30. Borgarbúar
eru hvattir til að fjölmenna á brennur í tilkynningu frá Reykja-
víkurborg þar sem fólk er beðið að mæta frekar með góða
skapið en það vonda og skilja skotelda eftir heima.
Brennurnar verða á sömu slóðum og undanfarin ár, en í
Laugardal verður brennustæðið fært vegna byggingar þjón-
ustuhúss í nágrenninu og er það gert í samráði við Eldvarnaeft-
irlitið.
Byrjað verður að safna í borgarbrennurnar fimmtudaginn
27. desember og hætt að taka á móti efni þegar þær eru orðnar
hæfilega stórar samkvæmt viðmiðunum Eldvarnaeftirlitsins,
þó í síðasta lagi kl. 12:00 á gamlársdag.
„Það er liðin tíð að fólk komi með drasl úr geymslum enda er
þar margt sem ekki má fara á brennurnar,“ segir Þorgrímur
Hallgrímsson, brennukóngur og rekstrarstjóri hjá Reykjavík-
urborg. Hann segir að plast, gúmmí og unnið timbur eigi ekki
erindi á köstinn. „Hérna áður fyrr var öllu hent á brennurnar,“
segir hann. „Þá gerðu bara krakkarnir í hverfinu brennur út
um allt en nú þarf að sækja um leyfi fyrir þeim. Það er komin
reglugerð um stærð bálkastanna og um fjarlægð frá húsum og
þess háttar. Byggðin hefur þést svo mikið á undanförnum árum
að það verður að gæta fyllsta öryggis. Það hafa annars ekki
orðið nein alvarleg slys í nokkuð langan tíma. Ég held ég muni
það rétt að það séu um tíu til fimmtán ár síðan síðast varð slys.
Það var á þeim tíma sem brennurnar voru látnar brenna út, en
núna slökkvum við í þeim,“ segir Þorgrímur.
Starfsmenn hverfastöðva Reykjavíkurborgar standa brennu-
vaktina. Þeir taka á móti efni í brennurnar og verða svo á vakt
við þær fram eftir nýársnótt þar til slökkt hefur verið í glæð-
unum.
Árið brennt burt undir eftirliti
Starfsmenn hverfastöðva Reykjavíkurborgar standa brennuvaktina Bálkestirnir orðnir minni
Einstaklingar í félögum Þjóðrækn-
isfélagsins í Vesturheimi söfnuðu
fyrir jólin sem samsvarar um 625
þúsund krónum til styrktar Mæðra-
styrksnefndunum í Reykjavík,
Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri og
á Vesturlandi. Gail Einarson-
McCleery, fráfarandi formaður IN-
LofNA, afhenti fyrir helgi Mæðra-
styrksnefndinni í Reykjavík gjöfina
og tók Guðlaug Aðalsteinsdóttir,
varaformaður nefndarinnar, við
henni. Þetta er þriðja árið í röð sem
framlög berast Mæðrastyrksnefnd
frá félögum fyrir vestan og er
framlagið á þessum tíma tæpar 2,3
milljónir króna. steinthor@mbl.is
Ljósmynd/Ásta Sól Kristjánsdóttir
Styrkur Gail Einarson-McCleery og Guð-
laug Aðalsteinsdóttir hjá nefndinni.
Tæpar 2,3 milljónir
hafa safnast