Morgunblaðið - 24.12.2012, Side 28

Morgunblaðið - 24.12.2012, Side 28
28 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulif MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2012 Munið að slökkva á kertunum Athugið hversu langur brennslu- tími er gefinn upp á umbúðum kerta Slökkvilið höfuborgasvæðisins Bandaríski jólasveinninn stendur í stórræðum í kvöld þegar hann sendist með ógrynni af gjöfum til góðu barnanna. Gjafirnar á jóladag eru þó aðeins endirinn á löngu rekstrarári og hefur bandaríska endurskoðendafyrirtækið ParenteBeard tekið saman lykiltölurnar í starfsemi Sveinka, frænda íslensku jólasvein- anna. Fyrst ber að nefna að fyrirtæki jólasveins- ins á norðurpólnum er stærsta góðgerðarfélag heims en reksturinn kostar heila 42,3 milljarða dala árlega eða ríflega 5.300 milljarða króna. 90-95% af kostnaðinum fara í að búa til gjafir fyrir samtals um 39,5 milljarða dala. Er sú tala fengin með því að áætla að um 526 milljón börn 14 ára og yngri fagni jólum og hvert barn fái gjöf sem kostar 75 dali. Vel gert við starfsfólkið Starfsmannahaldið kostar líka sitt. Viðskipta- fréttadeild Yahoo hefur eftir talsmanni Par- enteBeard að jólasveinnin sé sennilega með um 50.000 álfa að störfum en miðað við með- altekjur og launatengd gjöld í bandaríska leik- fangageiranum má ætla að kosti 2,7 milljarða dala árlega að manna fyrirtækið. Meira að segja rafmagnsreikningurinn er svimandi hár. Verksmiðjurými jólasveinsins er sennilega rétt tæpir 800.000 fermetrar, sem er tvöfalt stærra en stærsta verksmiðja heims í dag. Verksmiðja af þeirri stærð notar líklega 95.1 kWst árlega, sem myndi kosta 98 milljónir dala miðað við orkuverðið á norðlægustu slóð- um Bandaríkjanna. Ekki má gleyma hreindýrunum, níu talsins, sem draga sleðann góða. Ætla má að það kosti jafnmikið að halda Rúdólf ánægðum og hraustum og það kostar að reka hest, sem í Bandaríkjunum gerir um 6.000 dali yfir árið. Hreindýrahjörðin kostar því 54.000 dali árlega eða um 6,8 milljónir króna. ai@mbl.is Endurskoðendur rýna í jólasveininn AFP Duglegur Jólasveinninn kemur víða við. Á myndinni sést hvar hann hefur komið sér fyrir á markaði í Búkarest m.a. til að gleðja börnin sem búa á götum borgarinnar. Endurskoðendur gátu reiknað út kostnaðinn af starfsemi Sveinka sem gleður saklausar sálir vítt og breitt um heiminn.  Rekur umsvifamesta góðgerðarfyrirtæki heims með 42,3 milljarða dollara rekstur  50.000 álfar vinna í stærstu verksmiðju sem til er  Bara það að hugsa um hreindýrin kostar 6,8 milljónir króna Framleiðandi BlackBerry snjallsím- ans átti heldur betur slæman dag á markaði á föstudag en þá féllu hlutir í Research In Motion (RIM) um 23%. Verðhrunið stafar af því að RIM birti slæmar sölutölur á þriðja árs- fjórðungi. Dróst salan saman um 47% og nam samtals 2,7 milljörðum dala. Er það í samræmi við skoðana- könnun Thomson Reuters um vænt- ingar markaðsgreinenda. Notendum BlackBerry sima hefur fækkað um milljón úr 80 milljónum á 2. fjórðungi niður í 79 milljónir á þriðja fjórðungi. Ljósi punkturinn er að sala á PlayBook spjaldtölvunni hefur aukist, nam um 255.000 eintök- um á fjórðunginum sem er ekki há tala en þó tvöfalt hærri en á sama tímabili í fyrra. Á fundi með markaðsgreinendum sagði framkvæmdastjóri RIM, Thor- stein Heins, að fyrirtækið hygðist reyna að snúa óheillaþróuninni við með því að lækka verðið á Black- Berry 7 símanum og lækka einnig það þjónustugjald sem símafyrir- tækin þurfa að greiða fyrir hvert símtæki. Skattaívilnanir bjarga Hagnaður RIM nam 9 milljónum dala á fjórðunginum sem er mikill viðsnúningur frá sama tímabili í fyrra þegar tapið nam 235 milljónum dala. Viðsnúningurinn skýrist þó einkum af skattaívilnunum en án þeirra hefði tapið numið 114 millj- ónum dala. Nýr snjallsími BlackBerry 10 er væntanlegur á markað í janúar, ári seinna en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir. CNN greinir frá að vonir séu bundnar við að nýja sím- tækið hressi upp á reksturinn en tæknin í símanum á að geta keppt við aðra risa á markaðinum eins og iP- hone og Android. ai@mbl.is AFP Brattur Thorstein Heins, framkvæmdastjóri Research In Motion, á blaða- mannafundi fyrr á árinu. BlackBerry 10 síminn fer á markað í janúar. Hlutir í Research In Motion hrynja  Salan heldur áfram að dragast sam- an milli fjórðunga og tapið eykst

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.