Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2013
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Í leiðangri sem er nýlokið mældust
aðeins um 320 þúsund tonn af kyn-
þroska loðnu sem er langt undir því
sem búist var við miðað við mælingar
sem gerðar voru við góðar aðstæður í
október síðastliðnum. Útbreiðsla og
dreifing loðnunnar var jafnframt
óvenjuleg og því verður haldið fljót-
lega til loðnumælinga að nýju.
Í kjölfar mælinga síðasta haust
var gert ráð fyrir að hrygning-
arstofninn á yfirstandandi vetr-
arvertíð yrði um 720 þúsund tonn. Að
teknu tilliti til þess að um 400 þúsund
tonn kæmu til hrygningar reiknaðist
veiðistofninn vera rúm 300 þúsund
tonn fyrir vertíðina. Hafrann-
sóknastofnun gerði því tillögur þess
efnis í október, en tilkynnti jafnframt
að tillögur um heildaraflamark yrðu
endurskoðaðar gæfu niðurstöður
mælinga nú í janúar-febrúar tilefni
til.
Loðna á öllu svæðinu
Leiðangur Hafrannsóknastofn-
unar hófst 4. janúar, en auk rann-
sóknaskipsins Árna Friðrikssonar
tóku átta loðnuveiðiskip þátt í leit
fyrir Austur- og Norðausturlandi
3.-4. janúar. Að loknum mælingum
frá svæði djúpt norður af Langanesi
vestur í Grænlandssund hélt skipið
austur um aftur og leitaði gróflega
úti fyrir Austfjörðum.
Loðna fannst á öllu svæðinu en
var víða mjög dreifð. Austast og allt
vestur að svæði norðan við Grímsey
var nánast eingöngu um hrygningar-
loðnu að ræða, en þaðan og vestur
um var loðnan blönduð við ókyn-
þroska loðnu. Vestast á svæðinu var
blöndunin mest.
Mælingar langt undir væntingum
Aðeins um 320 þúsund tonn af kynþroska loðnu mældust Útbreiðsla og
dreifing loðnunnar var jafnframt óvenjuleg Haldið til mælinga fljótlega aftur
Ljósmynd/Börkur
Óvissa Hafró fór til mælinga í byrjun janúar. Mæla þarf loðnuna aftur.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Tvær gerðir tjalda eru nefndar í
frumvarpi til nýrra laga um náttúru-
vernd sem umhverfisráðherra mælti
fyrir í vikunni, almenn viðlegutjöld
og göngutjöld. Guðlaugur Þór Þórð-
arson alþingismaður gagnrýndi
þessi ákvæði við umræður á Alþingi
og Ferðaklúbburinn 4x4 gerði það
einnig í umsögn við drög að frum-
varpi.
Í umræddum greinum frumvarps-
ins sem eru að mestu efnislega sam-
hljóða núgildandi lögum er gerður
greinarmunur á heimildum til að
tjalda við alfaraleið og utan alfara-
leiðar. Við alfaraleið í óbyggðum er
heimilt að setja niður hefðbundin
viðlegutjöld en utan alfaraleiðar er
heimilt að setja niður göngutjöld. Í
greinargerð er nefnt að með hefð-
bundnum viðlegutjöldum sé átt við
tjöld sem eru veigameiri en svo að
hægt sé að bera þau á göngu og tekið
fram að ekki sé átt við tjaldvagna
eða fellihýsi.
Ferðaklúbburinn 4x4 mótmælir
því í umsögn að ákveðin gerð tjalda
sé tilgreind í lögum. Algengast sé að
ferðalög um landið séu blanda af bíl-
ferð og gönguferð. Samkvæmt lög-
unum þurfi ferðamaðurinn að hafa
með sér tvö tjöld, ekki dugi að hafa
göngutjaldið eitt því ekki megi nota
það við alfaraleið. Ef ferðamaðurinn
eigi aðeins jöklatjald þurfi hann að
kaupa sér tvö tjöld til viðbótar ef
hann hefur hug á að gista bæði við al-
faraleið og utan. „Hvað ef einhverj-
um dettur í hug að búa til nýja gerð
af tjöldum sem kallast fistjald? Þá
væri ekki hægt að nota það á Ís-
landi,“ segir í athugasemdum 4x4.
Bent er á að þetta flækjustig sé al-
ger óþarfi og ekki til þess fallið að
hægt sé að fara eftir lögunum. Spurt
er hver eigi að framfylgja þessum
ákvæðum og hvaða refsing liggi við
því ef ferðamaður tjaldar jöklatjald-
inu sínu utan alfaraleiðar.
Má ekki nota göngutjald við alfaraleið?
Morgunblaðið/RAX
Tjald Ákveðnar reglur gilda um hverskonar tjöld skuli nota í óbyggðum
Heimilt að nota hefðbundin viðlegutjöld við alfaraleið í óbyggðum en göngutjöld utan alfaraleiðar
Ef maður á aðeins jöklatjald gæti hann þurft að kaupa tvö tjöld til viðbótar fyrir ferðalagið
Útför Stefáns Péturs Eggertssonar verkfræðings var gerð frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík í gær. Birgir Ásgeirsson, prestur í Hallgrímskirkju, jarð-
söng og kammerkórinn Schola cantorum söng við athöfnina. Organisti var
Hörður Áskelsson. Líkmenn voru f.v. Jóhannes M. Gunnarsson, Brynjólfur
Bjarnason, Finnur Björgvinsson, Eggert Tryggvason, Ásgeir Haraldsson,
Þorbergur Karlsson, Björn Thors og Björn Vignir Sigurpálsson.
Morgunblaðið/Ómar
Stefán Pétur Eggertsson jarðsunginn
„Í fyrsta skipti
frá hruninu árið
2008 flytjast nú
umtalsvert fleiri
til landsins en frá
því. Um er að
ræða verulegan
viðsnúning á síð-
asta ársfjórðungi
eins og fram
kemur í gögnum
sem Hagstofa Ís-
lands birti í dag. Þá fluttu 630
manns til landsins umfram þá sem
fluttu af landi brott,“ segir í frétta-
tilkynningu sem ríkisstjórnin sendi
frá sér í gærkvöldi.
Þá kemur fram í tilkynningunni
að alls hafi 1.630 manns flutt til Ís-
lands á síðasta ársfjórðungi 2012 en
hins vegar 1.000 manns flutt af
landi brott. Þá hafi flestir þeirra
sem fluttu til landsins komið frá
Dannmörku (220), Noregi (170) og
Svíþjóð (100). „Reyndin er sú að
ástandið hefur farið batnandi mörg
undanfarin misseri. Árið 2011 fóru
liðlega 1.400 af landi brott umfram
þá sem fluttu til landsins. Í fyrra
fluttu aðeins 250 fleiri af landi brott
en fluttu til landsins,“ segir jafn-
framt í tilkynningu ríkisstjórn-
arinnar. skulih@mbl.is
Fleiri flytja
til landsins
en frá því
Umskipti á síðasta
ársfjórðungi
Umskipti Fleiri
flytjast til Íslands
en frá landinu.
Náttúruverndarfrumvarpið gekk
til annarrar umræðu og um-
hverfis- og samgöngunefndar
að lokinni fyrstu umræðu sl.
þriðjudag. Nefndin hefur óskað
eftir umsögnum og veitir til
þess frest til 8. febrúar.
Svandís Svavarsdóttir um-
hverfisráðherra vonast til að
frumvarpið verði að lögum á
þessu þingi. Frumvarpið hafi
lengi verið til umræðu og kapp-
kostað að sverfa af því sem
flesta ágreiningsfleti.
Til umsagnar
FRUMVARP Í NEFND
Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í
Suðvesturkjördæmi samþykkti ein-
róma framboðslista flokksins í Suð-
vesturkjördæmi í komandi alþingis-
kosningum á kjördæmisþingi sem
fram fór í húsi Samfylkingarinnar í
Hafnarfirði í gærkvöldi.
Engar breytingar voru gerðar á
röð efstu manna eftir prófkjör í
haust. Listann skipa: Árni Páll
Árnason alþingismaður, Reykjavík,
í 1. sæti, Katrín Júlíusdóttir, fjár-
mála- og efnahagsráðherra, Kópa-
vogi, í 2. sæti, Magnús Orri Schram
alþingismaður, Kópavogi, í 3. sæti,
Margrét Gauja Magnúsdóttir, kenn-
ari og forseti bæjarstjórnar, Hafn-
arfirði, í 4. sæti og Lúðvík Geirsson
alþingismaður, Hafnarfirði, er í því
fimmta.
Árni Páll
og Katrín
leiða listann
Engar breytingar
á röð efstu manna