Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 11
Lilli klifurmús og hin dýrin í Hálsa-
skógi, eftir Thorbjørn Egner, kemur
nú út á íslensku í þriðja sinn. Hún
kom fyrst út í íslenskri þýðingu
Huldu Valtýsdóttur og Kristjáns frá
Djúpalæk árið 1978. Þá þegar var
leikritið vel þekkt, var sett upp í
fyrsta sinn í Þjóðleikhúsinu 1962.
Egner var afkastamikill rithöf-
undur, myndlistarmaður, vísnaskáld,
tónskáld og ritstjóri. Fyrsti vísirinn
að frásögnum hans úr Hálsaskógi er
stutt saga um tvo litla veiðimenn
sem birtist í Nýju barnabókinni (Den
nye barneboka) sem kom út 1941.
Næst var Afmælissöngur bangsa-
pabba fluttur í barnatíma norska rík-
isútvarpsins í ársbyrjun 1952 og síðar
sama ár var Piparkökusöngurinn al-
þekkti fluttur í sama barnatíma.
Dýrin í Hálsaskógi á íslensku
Leiksýning Hér er Lilli klifurmús
flúinn upp í tré undan Mikka ref.
Öll dýrin í
skóginum vinir
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2013
Æfingin
hjá okkur
tekur aðeins
30 mínútur
… Heilsurækt fyrir konur
Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is
Ég vinn á hjúkrunarheimili sem félagsliði.
Ég byrjaði að æfa í Curves fyrir ári síðan, af því ég vildi léttast og
styrkja mig. Ég hef æft ca. 3x í viku og líkar rosalega vel. Á þessum
tíma hef ég losnað við 10 kg og er miklu hressari núna. Curves er
frábær staður með frábæru starfsfólki. Ég þarf ekki að panta tíma,
kem að æfa þegar það passar mér best.
Paula HolmPaula Holm, 40 ára
Hringdu og fáðu frían prufutíma
Ég er hárgreiðslumeistari og stunda nám í H.Í., er að taka kennslu-
réttindi fyrir iðnmeistara.
Ég byrjaði að æfa í Curves haustið 2007 og hef æft þar 3-4x í viku.
Ástæðan fyrir að ég vel að æfa hjá Curves er sú að þar líður mér
mjög vel. Þetta er fyrsti staðurinn þar sem ég get æft vegna gigtar
en ég er með slitgigt í hnjám og baki og einnig vefjagigt. Með þessu
æfingaprógrammi hef ég getað haldið mér góðri og liðið miklu betur
í líkamanum. Vil ég þakka það góðri æfingaaðstöðu hjá Curves að
ógleymdu frábæru starfsfólki sem hefur hvatt mig áfram og stutt frá
upphafi. Á þessum sama tíma hef ég verið að taka mig á og létta mig
og hafa æfingarnar hjá Curves hentað mér vel.
Rósa G. Svavarsdóttir
Rósa G. Svavarsdóttir,
nýorðin fimmtug
Fyrir
Eftir
Nýtt!
bjóðum
nú einnig
upp á tri
mform
Ný
r
lífs
tíll
á n
ýju
ári
Morgunblaðið/Ómar
Að eilífu Einar Hér tekur stelpubandið lagið og þær njóta þess heldur betur, enda vita þær fátt skemmtilegra.
eitt frumsamið sem heitir Eina
stund eftir ár. „Þetta er lag um ást-
vin sem hefur fallið frá, en ég missti
frænda minn á síðasta ári,“ segir
Helga sem sá að mestu um að semja
textann en Lísa samdi lagið. „Það
fylgja því aðrar tilfinningar að flytja
okkar eigið lag, við tengjum miklu
betur við það heldur en þegar við
flytjum „cover“ lög,“ segir Selma og
bætir við að þær hafi frumflutt lagið
sitt í haust í Iðnó á árlegum tón-
leikum hljómsveitar sem heitir Stað-
aruppbótin en pabbi Lísu er með-
limur í henni. „Það var rosalega
gaman því það var mikið stuð á
þessum tónleikum, allir að dansa og
mikil gleði. Á efri hæðinni í Iðnó var
þetta sama kvöld árshátíð Söng-
listar og okkur var boðið að syngja
þar líka, sem við og gerðum.“
Ávanabindandi að radda
Karen og Helga hafa lært söng
hjá Söngskóla Maríu Bjarkar frá því
þær voru litlar stelpur, Karen hefur
verið þar í ellefu ár og Helga í sjö
ár. Selma syngur í kór Fjölbrauta-
skólans í Garðabæ en Lísa lætur
vera að syngja, hún sér alfarið um
undirleikinn á gítarinn. „Angantýr
pabbi minn hefur kennt mér á gít-
arinn, en hann lærði á gítar í mörg
ár.“ Þær sjá sjálfar um að radda lög-
in sem þær syngja en taka þó fram
að Regína Ósk hafi hjálpað þeim við
röddun og útfærslu atriðisins fyrir
Hæfileikakeppni Íslands síðastliðið
vor. „Okkur finnst ekkert mál að
radda og það verður nánast ávana-
bindandi, við röddum hin ólíkleg-
ustu hljóð sem við heyrum, til dæm-
is ef uppþvottavélin pípir á meðan
við erum að æfa okkur, þá röddum
við pípið í henni.“
Við elskum að koma fram
Stelpurnar hafa í hyggju að
taka lagið sitt upp og senda það á
útvarpsstöðvar í spilun. „Við ætlum
líka að semja fleiri lög, það er ekki
spurning. Við viljum komast sem
lengst.“ Framtíðarplön þeirra eru
margskonar, Helgu langar til að
starfa við söngkennslu en förð-
unarfræðin heillar hana líka og hún
hefur alltaf séð um að farða þær all-
ar þegar þær koma fram. Selma er
ákveðin í að fara í leiklist í Listahá-
skólanum og hún hefur verið und-
anfarin þrjú ár í Leikfélagi Kópa-
vogs og tekur núna þátt í sjöttu
uppsetningunni sinni þar. Lísa hef-
ur verið harðákveðin í að læra lækn-
isfræði alveg frá því hún var tíu ára,
en Karen er aftur á móti á kafi í
golfinu og stefnir langt á þeirri
braut. „Markmið mitt er að komast í
golfháskóla í útlöndum, en bróðir
minn Guðmundur Ágúst er í slíkum
skóla. Ef ég kemst ekki í golfhá-
skóla þá ætla ég í læknisfræði. En
hvað sem ég læri þá mun ég á
stunda tónlistina meðfram, rétt eins
og við allar. Við elskum að koma
fram og syngja, þetta er það
skemmtilegasta sem við gerum,
blanda af tilhlökkun og kvíða. Og
það er svo gaman að sjá fólkið í saln-
um njóta tónlistarinnar. Það er
virkilega gaman að fá hrós og hvatn-
ingu.“
Hægt er að sjá og hlusta á
stelpurnar syngja frumsamda lag-
ið sitt Eina stund, á mbl.is, undir
flipanum Fólkið.
Þeir sem hafa áhuga á að fá
stelpurnar til að koma fram geta
haft samband við þær í gegnum
netfang: adeilifueinar@gmail.com