Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTASKÝRING
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Leikskóli Seltjarnarness hlaut á dögunum
Grænfánann í fimmta sinn en fáninn er við-
urkenning fyrir störf og stefnumótun í þágu
umhverfis- og náttúruverndar. Umhverf-
ismennt er ein af megináherslum leikskóla-
starfsins en auk þess að fræðast um náttúruna
taka börnin virkan þátt í umhverfisvernd með
moltugerð, endurnýtingu pappírs og flokkun
sorps, svo einhver dæmi séu nefnd. Þá fara
þau vikulega í vettvangs- og upplifunarferðir
og stunda blómlega matjurtarækt.
Skólinn varð til árið 2010 þegar leikskól-
arnir Mánabrekka og Sólbrekka voru samein-
aðir en það var fyrir tilstuðlan starfsfólks á
Mánabrekku að umhverfisvernd var tekin inn í
skólastarfið og skólinn fékk Grænfánann árið
2004 í fyrsta sinn. Eitt af fyrstu verkefnunum
sem tekin voru upp var moltugerð og í dag er
lítil græn fata á öllum deildum leikskólans þar
sem börnin safna lífrænum úrgangi. Úrgang-
urinn fer síðan út í tunnur sem eru tæmdar á
vorin og afraksturinn borinn á trjábeð um-
hverfis skólann.
Starfsmenn sitja í umhverfisnefnd
„Börnin taka virkan þátt í þessu og þetta er
rosalega gaman. Alls kyns verkfæri eru notuð,
s.s. skóflur, fötur, vörubílar og hjólbörur, sem
við mokum moltunni í og börnin setja þetta í
trjábeðin. Þannig verður til einhvers konar
hringrás,“ segir Anna Harðardóttir aðstoð-
arleikskólastjóri, sem hefur haft umsjón með
umhverfisverkefninu.
Hún segir að til standi að virkja börnin enn
frekar, t.d. með því að skipa vikulega umsjón-
armenn úr þeirra hópi til að fylgjast með því
að ekkert fari til spillis. „Við kennum þeim að
fara vel með alla hluti, eins og bækur, pappír,
vatn og rafmagn. Að slökkva t.d. ljósið þegar
dagsbirtan nægir,“ segir Anna. Þá sé t.d. alltaf
prentað báðum megin á allan pappír.
Starfsfólk leikskólans tekur virkan þátt í
umhverfisverkefninu og segir Anna starfið
augljóslega farið að smita út frá sér; fólk sé
farið að huga að náttúruvernd heima fyrir og
skammist sín jafnvel ef það er ekki nógu dug-
legt við endurvinnsluna. „Allir starfsmenn
taka þátt í starfinu og við erum með svokall-
aða umhverfisnefnd þar sem einn starfsmaður
af hverri deild situr fundi með mér og leik-
skólastjóranum auk þess sem foreldrar taka
þátt og við förum saman yfir það hvað við er-
um að gera og hvað við gætum gert betur.“
Upp í munn og ofan í maga
Staðsetningu leikskólans á Seltjarnarnesi
segir Anna afar heppilega þar sem stutt sé að
sækja í fjölbreytt umhverfi. Vettvangsferðir,
stundum kallaðar ævintýraferðir, séu mik-
ilvægur þáttur í umhverfismenntun barnanna
og geri mikið til að efla tengsl þeirra við nátt-
úruna.
„Við erum svo heppin hérna á nesinu að það
eru svo margir fallegir og góðir staðir; fjaran,
Valhúsahæð, Bakkatjörn; við erum meira að
segja með lítinn skóg,“ segir Anna. „Það sem
mér finnst svo mikilvægt í þessu er að börn
sem búa í borg fái tækifæri til að tengjast nátt-
úrunni og ég vil meina að við sáum dýrmætum
fræjum þarna, því þegar maður fer oft á sama
staðinn fer manni að þykja vænt um hann,“
segir hún.
Börnin merkja árangur starfsins e.t.v.
hvergi betur en í matjurtagarði leikskólans,
þar sem þau rækta fjölbreytt úrval grænmetis.
Til að byrja með var efnt til hátíða til að fagna
uppskerunni en nú fá börnin að tína sitt sperg-
ilkál sjálf og beint í munninn. Það smakkast
nefnilega betur þannig.
„Við ákváðum að hafa þetta með öðru sniði í
fyrra þegar við sáum hvað börnin sóttu í
garðana,“ segir Anna. „Grænmetið var ekki
eins spennandi þegar við tíndum það, klippt-
um og hreinsuðum og settum í skálar. Þá var
það ekki eins gott.“
Endurvinnsla og ævintýraferðir
Grænfáninn Krakkarnir hafa sannarlega verið duglegir og lagt sitt af mörkum til að vernda
umhverfið og náttúruna. Anna segir næsta skref að virkja foreldrana betur í starfinu.
Leikskóli Seltjarnarness fær Grænfánann í
fimmta sinn Stór þáttur í skólastarfinu
Fjöruferð Börnin á leikskólanum fara viku-
lega í ævintýraferðir á Seltjarnarnesinu.
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2013
Framboð til setu í
stjórnum málefnanefnda
Sjálfstæðisflokksins
Málefnanefndir eru skipaðar með hliðsjón af nefndaskipan Alþingis
á hverjum tíma og eru sem hér segir:
Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir eftir framboðum til stjórna málefnanefnda
í samræmi við skipulagsreglur flokksins. Kosið verður á landsfundi
Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður 21. til 24. febrúar. Allir flokksmenn
geta boðið sig fram. Nánari upplýsingar má finna á XD.is.
Nánari upplýsingar á www.xd.is Sjálfstæðisflokkurinn
∑ Allsherjar- og menntamálanefnd
∑ Atvinnuveganefnd
∑ Efnahags- og viðskiptanefnd
∑ Fjárlaganefnd
∑ Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
∑ Umhverfis- og samgöngunefnd
∑ Utanríkismálanefnd
∑ Velferðarnefnd
Framboðum skal skilað á netfangið frambod@xd.is í síðasta lagi sunnudaginn
10. febrúar nk. og skal skýrt tekið fram til stjórnar hvaða nefndar framboðið er.
Fram skal koma nafn, kennitala, starfsheiti og heimilisfang. Öllum frambjóðendum
býðst einnig að kynna sig með því að senda 200 orða texta ásamt mynd.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Gerð var viðhorfskönnun innan Fé-
lags vélstjóra og málmtæknimanna
um hvort segja ætti gildandi kjara-
samningum upp við endurskoðun
þeirra sem nú stendur yfir.
Niðurstaða könnunarinnar varð sú
að 42,4% þátttakenda sögðust vilja
segja upp samningum en 57,6% voru
andvíg uppsögn.
Í framhaldi af þessu samþykkti
fulltrúaráð VM á fundi sl. miðviku-
dag að framlengja gildandi kjara-
samninga. Á fundi fulltrúaráðsins
var samþykkt sérstök ályktun þar
sem segir að fulltrúaráðið telji ekki
forsendur til annars en að fram-
lengja kjarasamninga svo umsamdar
launahækkanir komi til fram-
kvæmda hinn 1. febrúar næstkom-
andi.
„Fulltrúaráð VM óttast verðhækk-
anahrinu þar sem ekki tókst að setja
hömlur á verðhækkanir inn í fram-
lengingu kjarasamninga. Þeim sam-
eiginlegu markmiðum um að halda
aftur af og ná tökum á verðbólgunni
verður ekki náð nema að fyrirtæki,
verslun, ríki og sveitarfélög haldi aft-
ur af verðhækkunum og Seðlabank-
inn sýni getu sýna og leiti allra leiða
til að styrkja gengi krónunnar,“ segir
í ályktun félagsins.
Sækja með öllum ráðum kjara-
bætur í næstu samningum
Jafnframt hefur fulltrúaráð VM
lýst því yfir að félagið muni koma
óbundið að næstu kjaraviðræðum og
sækja með öllum ráðum þær kjara-
bætur sem félagið telur að verði að
nást í næstu kjarasamningum.
„Enda sýnir könnun meðal fé-
lagsmanna mikla óánægju þar sem
stór hluti þeirra hefur ekki notið
sömu kaupmáttaraukningar og aðrir
á vinnumarkaði. Það verða allir að
axla ábyrgð og leggjast á árarnar til
að koma á stöðuleika sem fyrst, en
það er grunnurinn að raunverulegri
kaupmáttaraukningu launafólks á Ís-
landi.“
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær hefur stéttarfélagið
Efling samþykkt fyrirliggjandi drög
að samkomulagi vegna endurskoðun-
ar kjarasamninga.
Skýr niðurstaða á fundi SGS
Þá hefur samninganefnd Starfs-
greinasambandsins samþykkt drög-
in og var það skýr niðurstaða fundar
samninganefndarinnar að gera það
að því er fram kemur í frétt SGS.
Samninganefndina skipa fulltrúar 13
verkalýðsfélaga innan SGS.
Samkomulagsdrögin gera ráð fyr-
ir styttingu samningstímans til 30.
nóvember 2013, hækkun iðgjalda til
fræðslumála auk fleiri þátta. Með
þessu móti koma umsamdar launa-
hækkanir til framkvæmda 1. febr-
úar. Í dag mun miðstjórn og samn-
inganefnd Samiðnar koma saman
þar sem taka á afstöðu til þess hvort
Samiðn leggi til að kjarasamningum
verði sagt upp eða ekki og stjórn og
trúnaðarráð VR taka afstöðu til
samningsdraganna á fundi næstkom-
andi sunnudagskvöld.
57,6% í VM á
móti uppsögn
Stéttarfélög samþykkja framlengingu
Morgunblaðið/Eggert
Kjaramál Verkalýðsfélög taka af-
stöðu til endurskoðunar samninga.
Myndin er frá þingi ASÍ fyrr í vetur.