Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2013 ✝ Helga Þórð-ardóttir var fædd 2. nóvember 1920 á Bjarnastöð- um í Ölfusi. Hún lést 7. janúar 2013 á Kumbaravogi. Foreldrar henn- ar voru Ásta María Einarsdóttir, f. 11. júlí 1900 á Gríms- læk í Ölfusi, d. 28. maí 1981, og Þórð- ur Jóhann Símonarson, f. 6. júlí 1891 á Bjarnastöðum í Ölfusi, d. 12. apríl 1980. Systkini Helgu voru Unnur, f. 1922, Klara Guðrún, f. 1923, Soffía, f. 1924, Hjalti, f. 1927, Ingvar Pétur, f. 1929, og Axel, f. 1930, þau eru öll látin nema Hjalti. Helga giftist 11. maí 1940 Gunnari Jónssyni mjólkurfræð- ingi, f. 10. des. 1916, d. 17. júlí 2007. Börn þeirra eru Eygló Jóna, f. 26.3. 1941, gift Ingvari Helga ólst upp á Bjarnastöð- um við venjuleg sveitastörf, hún var elst, svo ýmis störf komu í hennar hlut. Hún var í sveitaskóla eins og þá tíðk- aðist, hún lagði sig fram í nám- inu og fékk góðar einkunnir, seinna var hún svo á Héraðs- skólanum á Laugarvatni í tvo vetur. Hún var í vist í Fagra- hvammi í Hveragerði þegar hún kynntist Gunnari, þau settu upp hringana 1. des. 1939 og giftu sig hjá sýslumanni og hófu búskap í Hveragerði vorið 1940. Þau fluttu upp í Borg- arnes 1943 og voru þar í 12 ár, en fluttu þá á Selfoss og áttu heimili þar síðan. Helga vann ýmis hlutastörf; var í Slát- urhúsinu á haustin, vann í Þvottahúsi K.Á. í sumarafleys- ingum, þá var hún verkstjóri á Prjónastofu Selfoss í nokkur ár og síðustu starfsárin vann hún hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Hún var einnig í Kvenfélagi Selfoss og virkur félagi í Inner Wheel. Útför Helgu fer fram frá Selfosskirkju í dag, 18. janúar 2013, og hefst athöfnin kl. 13.30. Daníel Eiríkssyni, f. 13.8. 1938, Ásta María, f. 22.5. 1942, gift Sveini Aðalbergssyni, f. 2.9. 1936, Oddrún Svala, f. 16.3. 1944, gift Stefáni Jónssyni, f. 13.11. 1942, Símon Ingi, f. 21.12. 1946, kvæntur Kolfinnu Sigtryggsdóttur, f. 11.8. 1950, Þórður Jóhann, f. 31.10. 1948, d. 30.8. 1989, Gunnar Óðinn, f. 2.10. 1952, kvæntur Gyðu Steindórsdóttur, f. 29.4. 1958, Erla Bára, f. 4.6. 1956, gift Magnúsi Þorsteins- syni, f. 18.10. 1950, Trausti Viðar, f. 24.4. 1960, kvæntur Margréti Gunnarsson, f. 3.6. 1961, látin. Helga átti 84 af- komendur, 8 börn, 26 ömmu- börn, 47 langömmubörn og 3 langalangömmubörn. Mamma var einstök kona og margt kemur upp í hugann þegar ég minnist hennar. Þau pabbi byrjuðu sinn búskap í Hveragerði árið 1940 og þar fæddumst við Ásta. 1943 flytjum við í Borgarnes og þar fæðast Oddrún, Símon Ingi, Þórður og Gunnar. Árið 1955 flytjumst við á Sel- foss og þar fæðast síðan Erla Bára og Trausti. Í dag eru afkom- endur mömmu og pabba orðnir 84. Mamma hafði mikinn metnað fyrir hönd okkar systkinanna og vildi okkur allt það besta. Hún keypti píanó og sendi okkur í pí- anótíma, en það lá samt ekki fyrir okkur að ná árangri á því sviði. Hún sendi okkur í skátana og saumaði á sínum tíma skátakjóla á mig og okkur. Mamma gat allt! Allt var bakað heima og unnið heima, tekið slát- ur, gerð rúllupylsa, kæfa, lunda- baggar o.fl. Mamma saumaði og prjónaði allt á okkur systkinin og svo síðar á barnabörn og lang- ömmubörn. Við systkinin vorum alltaf í fallegum og góðum fötum. Þá man ég eftir að mamma væri að klippa, fyrir utan að klippa hárið á okkur fjölskyld- unni, þá var hún stundum að klippa ókunnuga, en um tíma var enginn hárskeri í Borgarnesi. Það er því ekki skrítið þó að tvö af börnum hennar hafi lært hár- skeraiðn, þau Ásta og Þórður. Hjá mömmu hafa alltaf gengið yfir ákveðin tímabil í lífinu. Þegar við bjuggum í Borgarnesi var hún oft að sauma, ekki bara á okkur, heldur saumaði hún líka fyrir Pét- ur og Pál. Svo bættust við fleiri tímabil, til dæmis harðangurs- og klausturtímabil, en á því tímabili saumaði hún harðangurssvuntur á dætur og tengdadætur og svo á basar Kvenfélags Selfoss í nokkur ár. Svo var það hekltímabilið, út- saumstímabilið, en það eru til „Drottinn blessi heimilið“ myndir á mörgum heimilum eftir hana. Svo var það tímabilið að prjóna dúka og kjólatímabilið, útskurður í tré, leðurvinna, glerlist, að smíða körfur, mála á tré og postulín og ekki má gleyma mála olíumál- verkatímabilinu, en olíumálverk eru mörg til eftir hana og prýða heimili barna og barnabarna og annarra ættingja. Hún prjónaði lopapeysur og svo kenndi hún einnig á nokkrum prjónaámskeiðum. Einhvern tím- ann sagði hún að hún hefði prjón- að potta, því þegar hún vann sér inn peninga fóru þeir alltaf í eitt- hvað sérstakt. Hún saumaði þann- ig eða prjónaði borðstofuhúsgögn og gólfteppi á stofuna. Þá hefur mamma merkt allan sængufatn- að, handklæði, viskustykki og dúka og hafa öll barnabörnin eignast merkt sængurföt eftir hana. Mamma var mjög ánægð að vera á Kumbaravogi, hún þekkti sig vel þar síðan pabbi var þar og vildi helst fara þangað þegar hún þyrfti að fara á elliheimili. Þegar mamma kom niður á Kumbaravog vakti hún áhuga starfsfólks og vistmanna á prjónaskap og langar mig að þakka starfsfólkinu þar kærlega fyrir góða nærveru og vinsemd við mömmu mína. Hún var ótrúlega dugleg kona. Ég er þakklát fyrir þær góðu minningar sem ég á um hana mömmu, ég veit að pabbi og Þórð- ur bróðir taka vel á móti henni. Eygló Jóna. Það voru margar hugsanir sem leituðu á hugann þegar móðir mín, Helga Þórðardóttir, lést í hárri elli, 92 ára, hinn 7. janúar sl. Það er ekki öllum gefið að ná þessum aldri. Síðasta spölinn, í tvö og hálft ár, var hún á Dvalar- og elliheim- ilinu Kumbaravogi við Stokkseyri og vil ég nota tækifærið og þakka starfsfólki þar frábæra umönnun. Efst í huga mér á þessari stundu er þakklæti til mömmu og pabba fyrir gott uppeldi og reglu- semina í heimilislífinu. Þegar pabbi var ekki í vinnu var hann heima og tók virkan þátt í heim- ilishaldinu, mamma var ávallt til staðar. Maturinn var alltaf á rétt- um tíma, oftast fiskur í hádeginu og kjöt á kvöldin og alltaf eftir- matur. Ég þakka fyrir hvað þið reynd- ust börnunum okkar Gyðu vel. Það er sama hvort það var að passa þau, spila við þau, tefla, fara í krikket eða bara vera til staðar. Ég þakka fyrir ferðalögin, sumarbústaðaferðirnar og líka bíltúrana, þegar skroppið var eitt- hvað upp í sveit og sest út í móa og borðað nesti. Mamma hafði afskaplega gam- an af því að rifja upp alls konar bernskubrek okkar krakkanna, ég man náttúrlega best það sem mér viðkemur. Það fyrsta sem ég man eftir er þegar ég þriggja ára gamall reyndi að hugga Erlu Báru litlu systur sem þá var aðeins nokk- urra daga gömul. Hún grét í vögg- unni. Mamma var með hrærivél- ina í gangi og tók ekki eftir þessu strax. Hvernig huggar maður lítið barn? Jú, að sjálfsögðu gefur maður því kóngabrjóstsykur, Hvað annað? Þetta þrælvirkaði, Erla Bára hætti að gráta. Hins vegar brá mömmu mjög þegar hún kom að barninu og það láku rauðir taumar úr munnvikunum. Ég var sjö ára þegar Trausti fæddist. Ég spurði hvort nýfædda barnið væri strákur eða stelpa. Einhver sagði: „Þetta er hrútur“. Ég þurfti ekki meira, fór um allt og sagði þeim krökkum sem ég hitti að mamma hefði eignast hrút! Einnig sagði ég frá þessu í skólanum. Það endaði með því að kennarinn þurfti að útskýra þetta fyrir bekknum. Um þetta leyti var ég rauð- hærður, sem þá taldist náttúrlega hálfgerð fötlun. Til að útskýra háralitinn sagði ég skólasystkin- unum að ég hefði fæðst um borð í Eldborginni, sem þá sigldi milli Reykjavíkur og Borgarness. Þess vegna væri hárið rautt. Reyndar bætti ég því við að eldur hefði komið upp í Eldborginni og hún sokkið og við mamma ein komist af. Það var oft mikið hlegið að alls konar svona sögum þegar setið var á kvöldin á Birkivöllum 8 og alltaf mjólk eða kakó og smákökur fyrir svefninn. Þetta var fyrir tíma sjónvarpsins, þegar fólk gaf sér betri tíma til að tala saman. Ég hef oft hugsað um hvað hún mamma hefur verið ofboðslega dugleg kona. Það er ærinn starfi að koma átta börnum á legg, en geta samhliða stundað prjóna- og saumaskap, auk annars hand- verks t.d. tréskurð, postulínsmál- un, glerlist, myndlist o.fl o.fl. og allt af fullum krafti. Mamma. Þakka þér allt og ég vona svo sannarlega ef um ein- hvers konar framhaldslíf er að ræða að þú finnir pabba og Þórð og að þar sé nóg að gera. Gunnar. Mamma var alltaf heima! Það var alltaf matur kl. 12 og kl. 19 og það var skylda að mæta í mat. Það var bara einn réttur í boði og hann skyldi borðaður. Það var líka allt- af eftirmatur í hádeginu; sætsúpa, makkarónugrautur, kakósúpa, brauðsúpa, brauðsúpa með þeyttu eggi, tvíbökumjólk, eggjasúr- mjólk, bananasúrmjólk, skyr, skyrsúpa, skyr með vanilludrop- um, rabarbaragrautur, sveskju- grautur, rauðgrautur, frómas, búðingur og stundum ís, hún mamma kunni sko að gera ofsa- lega marga eftirrétti. Mamma saumaði og prjónaði öll föt á okkur og hún hefði líka saumað skóna ef hún hefði átt græjur í það. Mikið langaði mig oft í búðarföt en ég held að ég hafi samt oft verið í fallegustu fötun- um. Mamma prjónaði fyrir utan- landsferðum og ýmsum raftækj- um. Hún saumaði skyrpoka fyrir MBF í áraraðir og við systkinin unnum líka fyrir launum með því að rífa af pokunum en við fengum 10 aura fyrir hvern poka. Oft var handagangur í öskjunni hver gat rifið flesta poka en ég var oftast með fæstu pokana, það kom til af því að strákarnir gátu rifið í einu handtaki en ég þurfti tvö handtök en oft laumuðu þeir poka í minn stafla. Ég minnist þess aldrei að við systkinin rifumst, það var mik- ið talað og oft allir í einu en alltaf stóðu allir upp sáttir. Ég ólst upp með fjórum bræðrum þar sem systur mínar þrjár voru farnar að heiman þegar ég man eftir mér, kannski var ég svolítil prinsessa, ég þurfti allavega aldrei að vaska upp (sem betur fer, það var svo mikið uppvask). Mamma gat allt eða næstum allt, ég man aðeins eitt sem hún var ekki góð í og það var að keyra bíl. Ég var alltaf hrædd í bíl með henni en það var kannski vegna þess að hún var orðin rúmlega fer- tug þegar hún tók bílpróf. Góð er sagan þegar við fórum í Skíða- skálann að borða og það var borð- vín með matnum. Mamma ákvað að hún skyldi keyra heim og við fengum vín með matnum, allt í lagi með það, svo var lagt af stað heim. Það var einn bíll aftarlega á bílastæðinu sem er mjög stórt og svo X77, mamma sest undir stýri og við festum okkur í sætisbeltin. Svo er haldið af stað en mamma setti í R og gaf hraustlega í og bakkaði á eina bílinn á bílastæð- inu! Já, hún mamma gerði alltaf allt með trukki. Takk mamma fyrir lífið, núna ertu komin til pabba og Þórðar, sé ykkur síðar. Kveðja, Erla Bára. „Ég er bara svo heppin – það er bara eins og að vinna í happdrætti að vera hérna“ sagði amma í hvert skipti sem ég heimsótti hana á Kumbaravog, en þar eyddi hún ævikvöldinu um leið og hún kenndi starfsfólki og heimilisfólki að prjóna. Loksins var stjanað í kringum hana, en hún hafði sjálf stjanað í kringum fólk alla sína ævi – sér til mikillar ánægju. Amma var búin að skila sínu æviverki og rúmlega það. Hún og Gunnar afi voru einstaklega sam- rýmd hjón, þau eignuðust átta börn og þegar amma dó áttu þau 84 afkomendur. Afi dáði ömmu og alltaf þegar við komum í heim- sókn byrjaði hann á að hrósa henni og sýna okkur hvað hún var að gera; mála myndir, skera út listaverk, prjóna nú eða vinna heimilisverkin af alúð. Eitt sinn, þegar þau voru komin hátt á ní- ræðisaldur og við komum í heim- sókn, þá var afi að hrósa ömmu fyrir skúringar og lýsa því hvern- ig hún hefði skriðið um gólfin til að gera allt fínt fyrir jólin. Já, hann afi var stoltur af ömmu. Hann sagðist líka (með glott á vör) hafa bjargað henni frá ástandinu, en þau giftu sig 11. maí 1940, deg- inum áður en hernám á Íslandi hófst og voru gift í 67 ár, eða þar til afi lést 17. júlí 2007. Afkomendur ömmu hafa notið góðs af iðjusemi hennar í gegnum áratugina, fallegir vettlingar, mál- verk, tréútskurður, útsaumaðar svuntur og dúkur undir jólatréð er meðal þess sem prýðir mörg heimili fjölskyldunnar. Öll handa- vinnan hennar ömmu var einstak- lega falleg og vönduð. Þegar ég fór í minn fyrsta prjónaklúbb í Kaupmannahöfn hitti ég Ástu Maríu Hjaltadóttur frænku okkar frá Bjarnastöðum. Hún kynnti mig fyrir hópnum og sagði að ég væri komin af miklum handa- vinnuættum. Svo prísaði hún ömmu í bak og fyrir og dró upp út- prjónaða fingravettlinga eftir ömmu sem hún hafði ákveðið að prjóna eftir, því henni fannst þeir svo fallegir. Ég var að rifna úr stolti. Ásta María sagði mér síðan að hún hefði hitt ömmu vorið 2009, en þá hafði amma komið að Bjarnastöðum á X-77 og þegar hún fór úr hlaði, reykspólað hún svo duglega að það var far í plan- inu allt sumarið. Þetta fannst mér lýsandi fyrir ömmu, alltaf svolítið að flýta sér og skilur eftir sig skemmtilegar minningar hvort sem það er á planinu á Bjarna- stöðum eða í hugum okkar fjöl- skyldunnar. Amma hafði góðan húmor og ég gleymi því ekki þegar við feng- um eitt sinn hláturskast í miðri messu í Selfosskirkju, þegar presturinn líkti gömlum skól- plögnum við meltingarkerfi eldri borgara. Ég heyrði ömmu aldrei kvarta, það var alveg sama hvort hún fótbrotnaði eða fékk lungna- bólgu – það tók því nú ekki að tala um það. Það var hægt að tala um allt við ömmu, hún var alltaf með puttann á púlsinum hvort sem rætt var um eyrnabólgu, stjórnmál eða önnur málefni. Hún saknaði afa mikið eftir að hann dó og fannst leiðin- legt að geta ekki rætt um málefni líðandi stundar við hann. Nú geta þau haldið áfram að ræða heims- málin á æðra plani. Ömmu fannst hún heppin, en mér finnst við enn heppnari að hafa átt ömmu. Guð veri með þér, elsku amma mín – minningin um þig mun lifa. Lísa Björg. Minningarnar streyma fram um þessa mögnuðu konu, ömmu. Orðin sem lýsa henni hvað best eru: dugnaðarforkur, orkubolti, jákvæð, glöð, hreinskilin og frá- bær fyrirmynd. Svo dugleg að fáir geta komist með tærnar þar sem hún hafði hælana. Alltaf svo já- kvæð og ekki vantaði húmorinn og hreinskilnina. Hún var algjör of- urkona sem kvartaði aldrei. Tók hún alltaf fagnandi á móti manni og það var aldrei neitt mál í aug- um ömmu. Það skipti engu þótt maður kæmi dag eftir dag til ömmu og afa; alltaf velkominn, og fljótlega var hún búin að snara fram einhverju handa manni að borða. Ég fór mjög oft beint eftir skóla til þeirra eða í hádegismat. Alltaf var líka tími til að spila, amma var þá ekki lengi að ganga frá og skella svo spiladúknum á borðið. Suma daga var spilað al- veg þangað til leiðarljós byrjaði í sjónvarpinu, það var fastur liður. Það þótti líka sport að fá að gista, sérstaklega í skotinu eins og það var alltaf kallað, amma var manna fyrst á fætur, búin að fara að synda, og græja morgunmat og jafnvel baka kleinur þegar við hin fórum á fætur. Hún gerði það alla tíð, að fara eldsnemma á fætur og gera allt klárt. Já þetta gera sko bara ofurkonur. „Ég get bara sof- ið þegar ég er dauð,“ sagði hún gjarnan. Vitna ég oft í ömmu með þessari gullnu setningu. Ef eitthvað nýtt kom í tísku, húfur, hattar, peysur eða hvað annað, þá fór maður beint til ömmu til að athuga hvort hún gæti gert svona. Það var ekkert mál, hún reddaði því helst sam- dægurs. Ég man eftir því að ég bað hana að gera fyrir mig peysu fyrir þjóðhátíð 1999. Þetta átti að vera svona til að grípa í ef hún hefði ekkert annað að prjóna. Hún hringdi í mig tveimur dögum seinna og bað mig að koma og máta. Síðan rétti hún mér vett- linga í stíl. Ótrúleg kona hún amma. Allt sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún vel og á ótrúleg- um hraða. Fyrir rúmum fimm árum fór ég til ömmu og vildi læra að prjóna og hún var nú ekki lengi að kenna mér það frekar en annað, og við nöfnurnar sátum saman dag eftir dag og prjónuðum. Amma hjálp- aði mér líka við að föndra ýmislegt fyrir brúðkaupið mitt 2009, hún var með lausnina við öllum hug- myndunum mínum. Við áttum ómetanlegan tíma saman þá og ræddum um allt milli himins og jarðar. Amma sagði mér ýmislegt sem ég hafði aldrei heyrt áður. Hún lagði sjaldan frá sér prjón- ana og þegar hún rann eitt sinn í hálku og handleggsbrotnaði á báðum prjónaði hún samt sjö lopapeysur á meðan hún var í gifsi. Henni fannst nú ekki hægt að gera ekkert. Amma var ein mín stærsta fyrirmynd í lífinu og þykir mér mikill heiður að vera skírð í höfuðið á henni og að vera oft líkt við hana. Það er ekki leiðum að líkjast. Elsku amma, ég þakka þér fyr- ir allt, þú kenndir mér svo margt og fyrst og fremst þakka ég þér fyrir ómetanlega tíma í gegnum árin. Ég veit að þú ert komin aftur í faðm afa og sé ég ykkur í anda spila saman. Hvíldu í friði, elsku amma, þín verður sárt saknað. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Ég mun halda minningu þinni á lofti þannig að börnin mín viti hversu mögnuð langamma var. Þín Helga Dóra. Elsku amma. Núna síðustu daga eftir að þú kvaddir þennan heim komu ótal minningar upp í hugann. Allar stundirnar sem ég eyddi heima hjá ykkur; að spila kana og hin mörgu spil sem þið afi kennduð mér, í gróðurhúsinu, að klifra í klifurtrénu, að prjóna, hekla, að horfa á Leiðarljós og spjalla um hvað myndi gerast næsta dag. Þetta voru svo góðir tímar, tímar sem ég gleymi aldrei. Þú varst alltaf svo gestrisin, all- ir velkomnir heim til ykkar og áð- ur en maður vissi af var búið að fylla borðstofuborðið af alls kyns kræsingum. Mér er sérstaklega minnisstætt hvað það var gaman þegar við fórum rúnt og ætluðum í Bláa lónið, afi vildi endilega fara einhverja aðra leið en þessa venjulegu sem endaði með því að við villtumst, þá var mikið hlegið og það var svo yndislegt að heyra ykkur afa tala saman með stríðni hvort til annars, sem maður heyrði oft og hló að. Elsku amma, takk fyrir allar dýrmætu stundirnar og takk fyrir allt sem þú kenndir mér. Ég á eft- ir að sakna þín mikið, en ég veit að þið afi eruð sameinuð á ný og vak- ið yfir okkur. Minning um ein- staklega duglega, áreiðanlega, skipulagða og góða konu lifir. Ljóð til ömmu Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín Margrét Elísa Gunnarsdóttir. Elsku amma, nú er komið að kveðjustund í bili. Ég á eftir að sakna þess að keyra austur með mömmu og heimsækja þig eins og við gerðum oft við mæðgur. Það var alltaf svo gaman að koma til þín, þú varst alltaf svo hress og stutt í hláturinn. Þú mundir allt svo vel og það var svo gaman að hlusta á þig segja frá því sem á daga þína hafði drifið. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að skrifa ferðasögurnar ykkar afa og einnig æviágrip sem afi hafði skrifað. Þið ferðuðust mikið þið afi og ekki bara alltaf á sama staðinn heldur fóruð um allan heiminn og hélduð dagbók um allar ferðirnar þannig að ég fékk að upplifa þetta með ykkur þegar ég skrifaði ferðasögurnar fyrir afa. Í mínum augum voruð þið afi miklar fyrirmyndir. Afi var alltaf svo ánægður með þig og var alltaf að hæla þér fyrir dugnaðinn. Enda vantaði ekki orkuna og dugnaðinn í þig, alltaf á þönum, þú varst búin að svara símanum áður en hann hringdi. Ég sé þig alveg fyrir mér stökkva upp og hlaupa í símann. Það var alveg sama hvað þú tókst þér fyrir hendur þú gerðir það allt svo vel og gast allt og eftir þig liggur mikið handverk. Ég á ullarpeysu, málverk, glerlista- verk, útsaumaða mynd og leður- veski sem þú gerðir, amma mín. Þér féll aldrei verk úr hendi og allt gert með svo miklum krafti og þannig minnist ég þín, amma mín. Vertu sæl, mér svífur yfir, sífellt blessuð minning þín. Vertu sæl, ég veit þú lifir, veit þú hugsar enn til mín. (Ólína Andrésdóttir.) Kveðja, Hófí Sandra Magnúsdóttir. Helga Þórðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.