Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2013
–– Meira fyrir lesendur
Þorrinn
SÉRBLAÐ
:
Katrín Theódórsdóttir
Sími 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 12, mánudaginn 21. janúar.
Þetta sérblað verður með
ýmislegt sem tengist
þorranum s.s:
Matur, menning,
hefðir, söngur,
bjór, sögur
og viðtöl.
Þann 25. janúar gefur Morgunblaðið
út sérblað tileinkað Þorranum
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Engin breyting hefur orðið á afla-
hlutdeild HB Granda síðustu sex ár-
in, að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar
forstjóra. Fyrirtækið hefur hvorki
keypt né selt aflaheimildir á þessu
tímabili, en ástæða þess að fyrirtæk-
ið er eigi að síður komið yfir 12%
leyfilegt hámark aflahlutdeildar er
útreikningur á þorskígildisstuðlum.
Vilhjálmur segir að fyrirtækið hafi
samkvæmt lögum sex mánuði til að
bregðast við þessari stöðu.
Sterkir í tegundum
sem hafa hækkað
Heildarverðmæti aflahlutdeildar
HB Granda hf. er nú 12,14% sam-
kvæmt samantekt Fiskistofu en var
11,6% í byrjun þessa fiskveiðiárs.
Upp úr áramótum var tilkynnt afla-
mark í norsk-íslenskri síld, kol-
munna, úthafskarfa og fleiri tegund-
um, þar sem HB Grandi er með
drjúga hlutdeild. Fiskveiðiárið 2008/
2009 var HB Grandi með 10,6% verð-
mæti aflahlutdeildar, en breyting
hefur ekki orðið á aflahlutdeild fyrir-
tækisins frá þeim tíma.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir
að helsta ástæða breytts hlutfalls sé
sú að verðmæti aflahlutdeildar taki
breytingum eftir þorskígildisstuðl-
um. Stuðlar tegunda sem HB Grandi
hf. sé með tiltölulega háa hlutdeild í
hafi hækkað verulega.
„Dæmi um það er að þorskígildis-
stuðull karfa sem var 0,42 fyrir fisk-
veiðiárið 2008/2009 er nú 0,82 fyrir
gullkarfa og 1,03 fyrir djúpkarfa.
Þorskígildisstuðull úthafskarfa var
þá 0,41 en er nú 1,09. Samkvæmt
þorskígildisstuðlum er því meira
verðmæti í djúpkarfa og úthafskarfa
en þorski,“ segir í tilkynningunni.
Það er ekki aðeins í karfa sem
stuðullinn hefur hækkað, því einnig
hefur stuðull norsk-íslenskrar síldar
hækkað. Stuðull hennar er nú 0,25,
en var 0,16 í fyrra og 0,09 fiskveiði-
árið 2008/09. Stuðull kolmunna er nú
0,10, en var 0,13 á síðasta fiskveiðiári
og 0,06 fiskveiðiárið 08/09.
Yfir hámarki vegna út-
reikninga á virði tegunda
Meira verðmæti í djúpkarfa og úthafskarfa en þorski
Miðað við þorsk
» Þorskígildi eða þorskígildis-
tonn eru orð sem notuð eru til að
bera saman afla af mismunandi
tegundum sjávarfangs.
» Þorskígildistonn er það afla-
magn eða veiðikvóti af tiltekinni
tegund sem telst jafnverðmætt
og eitt tonn af þorski.
» Miðað við að þorskígildis-
stuðull fyrir kolmunna sé 0,1 þarf
tíu tonn af kolmunna til að ná
verðmæti eins tonns af slægðum
þorski.
» Atvinnuvegaráðuneytið gefur
árlega út svokallaða þorskígild-
isstuðla og er tafla um þá birt á
vefsíðu Fiskistofu.
» Stuðlarnir breytast frá ári til
árs vegna breytinga á verð-
hlutföllum.
» Ráðuneytið skal reikna þorsk-
ígildi fyrir 15. júlí ár hvert fyrir
hverja tegund og taka mið af tólf
mánaða tímabili sem hefst 1. maí
næstliðið ár og lýkur 30. apríl.
Morgunblaðið/Ómar
Karfi Verðmætið hefur aukist.
BAKSVIÐ
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
Kynferðislegt ofbeldi í bernsku og
áfallið af völdum þess veldur börnum
mikilli streitu sem getur bælt ónæm-
iskerfið og brotið niður almennt
heilsufar fram á
fullorðinsár og
gert einstakling-
inn berskjaldaðan
fyrir endurtekn-
um áföllum síðar á
lífsleiðinni. Í heil-
brigðiskerfið
vantar hins vegar
oft að tenging sé
gerð milli áfalla og
líkamlegra sjúk-
dóma.
Þetta er meðal niðurstaðna rann-
sóknar sem Sigrún Sigurðardóttir,
lektor við heilbrigðisvísindasvið Há-
skólans á Akureyri, kynnti á málstofu
við skólann í gær. Tilgangur rann-
sóknarinnar var að kanna heilsufar
konu sem varð fyrir ítrekuðu kynferð-
islegu ofbeldi í æsku og hefur átt við
flókin heilsufarsvandamál að stríða.
Um svokallaða tilfellarannsókn var að
ræða, þar sem flókið tilfelli er krufið
til mergjar.
Þegar Sigrún kynnti niðurstöðurn-
ar áréttaði hún að ekki væri reynt að
alhæfa heldur sé markmiðið að dýpka
skilninginn út frá skoðun á einum ein-
staklingi og ná fram upplýsingum
sem erfitt geti verið að fá með meg-
indlegum rannsóknum. Rannsóknina
nefnir hún „Þegar líkaminn tjáir það
sem við komum ekki í orð“.
Ofbeldi frá tveggja ára aldri
Rannsóknir hafa áður sýnt að kyn-
ferðislegt ofbeldi í bernsku getur haft
víðtækar afleiðingar fyrir heilsufar og
líðan. Sigrún hefur unnið talsvert með
þolendum kynferðisofbeldis og m.a.
stýrt tilraunaverkefninu Gæfuspor-
inu þar sem þátttakendur voru konur
sem áttu það allar sameiginlegt að
hafa verið beittar kynferðisofbeldi í
æsku og glímt við margvísleg heilsu-
farsleg vandamál allar götur síðan.
„Þegar ég sá hversu líkamleg áhrif
voru algeng og hversu sterkt þau
komu fram vaknaði áhugi á að vinna
meira með það,“ sagði Sigrún þegar
hún kynnti niðurstöður rannsóknar-
innar. Konan sem um ræðir og kölluð
er Rut í rannsókninni var beitt kyn-
ferðisofbeldi af föður sínum frá
tveggja til níu ára aldurs. Í kjölfarið
var hún beitt ofbeldi af föður vinkonu
sinnar og á unglingsárum af stjúpföð-
ur sínum og frænda.
Strax í æsku glímdi Rut við kvíða
og félagsfælni sem á unglingsárum
þróaðist yfir í ofsakvíða og þunglyndi.
Á fullorðinsárum hefur hún glímt við
erfiðleika í nánum samböndum, átt
erfitt með að treysta auk þess sem
hún fann fyrir fæðingarþunglyndi og
tengsl hennar við börnin voru erfið.
„Það sem gerist oft er að fólk lokar á
tilfinningar sínar og reynslu og það er
það sem hún gerði, hún lokaði algjör-
lega á þetta og fer fyrst um 15 ára ald-
ur að muna og fær þá „flashback“ sem
hún ræður ekkert við,“ sagði Sigrún.
Rut hafi einnig brugðist við sem barn
með svokölluðu hugrofi. „Hún fór út
úr líkamanum sem hún segir að hafi
bjargað sér frá þessari erfiðu reynslu,
að vera ekki til staðar.“
Stöðugir líkamlegir kvillar
Auk hinnar andlegu vanlíðunar
byrjuðu líkamlegir kvillar einnig að
koma fram strax í æsku. Rut fékk allt-
af hita og varð veik þegar hún var
send heim til föður síns. Hún var allt-
af þreytt, fór að missa sjón og heyrn á
unglingsárum og fann fyrir miklum
en óútskýrðum verkjum. Á fullorðins-
árum voru verkirnir orðnir langvinn-
ir, hún þjáðist af vefjagigt, melting-
arfæravandamálum, svefnvanda-
málum og fékk æxli í kalkkirtil.
Sigrún bendir á að þegar fólk verði
fyrir áfalli verði spenna í líkamanum,
heilinn geti brugðist við með því að
senda röng skilaboð og allt kerfið
komist í uppnám. Fyrstu viðbrögð
séu yfirleitt annaðhvort að berjast
eða flýja, en börn sem verði fyrir kyn-
ferðislegu ofbeldi á eigin heimili geti
hvorugt gert. „Þau flýja ekki neitt,
þau bara frjósa. Barn getur ekkert
gert til að komast út úr þessu um-
hverfi. Við þekkjum það sjálf að ef við
erum undir álagi hefur það áhrif á lík-
amsstarfsemina og ef það er síend-
urtekið inni á heimili, þar sem barnið
er alltaf í ótta og kvíða, þá er þetta
ekki áfall sem líður hjá heldur viðvar-
andi og byggist upp, líkaminn er í
stanslausri spennu og þar með koma
verkir.“
Í erindinu vitnaði Sigrún til orða
Rutar sjálfrar um að það eitt að geta
sagt frá og verið trúað væri stórt
skref. „Það sem var svo magnað var
að finna það að fólk trúði mér. Það
sem felst í að segja frá er að geta tjáð
sig, að manni sé trúað, að tekið sé
mark á manni, það einhvern veginn
heilar mann,“ sagði Rut.
Geta ekki barist eða flúið
Kynferðislegt ofbeldi í æsku getur brotið niður almennt heilsufar fram á fullorð-
insár Tengingu milli áfalla og líkamlegra sjúkdóma skortir í heilbrigðiskerfinu
Morgunblaðið/Kristinn
Ofbeldi Rut var beitt kynferðisofbeldi í æsku af föður sínum, stjúpföður, frænda og föður vinkonu sinnar.
Sigrún
Sigurðardóttir „Síldinni finnst gott að vera þarna [í
Kolgrafafirði] en liði eflaust betur ef
það væri ekki svona mikið af hval.
Það er mikið af háhyrningi á svæð-
inu. Síldin fer þess vegna þarna inn
öðru hverju, hugsanlega til að flýja
hvalinn,“ segir Guðmundur Ólafs-
son, fiskifræðingur hjá Hafrann-
sóknastofnun.
Sérfræðingar frá Hafrannsókna-
stofnuninni fóru í Kolgrafafjörð í
gær að kanna ástandið.
Mikið líf er í firðinum. Enn er fullt
af dauðri síld sem laðar til sín fjölda
fugla. Jafnframt er töluvert af lif-
andi síld einnig á svæðinu. Þrátt fyr-
ir að síldin komi inn í fjörðinn hefur
ekki aftur orðið viðlíka dauði, segir
Guðmundur.
Fuglarnir keppast við að hreinsa
til og nær mávurinn sér í síldina sem
er í sjónum. Hann er minna fyrir
hana þegar hún skolast upp á fjör-
una, að sögn Guðmundar.
Spurður um ástandið sagði Guð-
mundur að þetta liti út eins og við
hefði verið að búast og hann gæti
ekki sagt neitt nýtt um ástandið eins
og staðan væri nú. Spurður um or-
sakir síldardauðans segir hann að
þær séu líklega lágt súrefni í sjónum
eins og fram hefur komið. „Við vor-
um að mynda í gær og eigum eftir að
skoða myndirnar,“ segir Guð-
mundur. thorunn@mbl.is
Síld Hvalurinn sækir í síldina og
flýr hún þá gjarnan inn í fjörðinn.
Síldin sæk-
ir í Kol-
grafafjörð
Fullt af lifandi og
dauðri síld í firðinum
Skannaðu kóðann
til að lesa greinina
í heild sinni.