Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 14
VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er stundum sagt að menn hafi kýrnar til að lifa af en sauðféð til skemmtunar. Það er kannski eitthvað til í því en ég hef líka þokkalega af- komu af sauðfjárbúskapnum,“ segir Eiríkur Jónsson, bóndi í Gýgjarhól- skoti í Biskupstungum. Sauðfjárbú hans var það afurðahæsta yfir landið á síðasta ári, þegar litið er á bú sem eru með meira en 100 ær, og var fyrsta búið sem skilaði meira en 40 kg kjöts eftir hverja á að meðaltali. „Árangur í sauðfjárræktinni verð- ur til þess að maður fær áhugann og metnaðinn. Þetta ýtir undir egóið. Ég er þrælmontinn af þessu,“ segir Ei- ríkur en þetta er annað árið í röð sem bú hans er það afurðahæsta yfir land- ið. Það er nýmæli að Sunnlendingar blandi sér í baráttuna efst á þessum lista sem sauðfjárbændur á Vatns- nesi og Ströndum hafa einokað, að ógleymdum Indriða Aðalsteinssyni á Skjaldfönn í Ísafjarðardjúpi sem oft hefur verið í efsta sætinu. Góður stofn af Ströndum Eiríkur og kona hans, Arnheiður Þórðardóttir, hófu búskap á Gýgjar- hólskoti 1989, fyrst með foreldum hans. Arnheiður lést fyrir tveimur ár- um. Hann er nú með 50 kýr og tæplega 390 kindur á fóðrum í vetur. Fénu hefur heldur verið að fjölga eftir að fé var tekið aftur eftir riðuniðurskurð 2004 og náði á síðasta ári þeim fjölda sem var fyrir niðurskurð. Féð sem Eiríkur hefur verið að rækta keypti hann vorið 2006 af Ströndum. „Það er búið að blanda miklu inn í fjárstofninn með sæð- ingum á undanförnum árum,“ segir Eiríkur. Hann segist hafa lagt áherslu á að minnka fitusöfnun. Það skipti máli þegar lömbin séu orðin það væn sem tölur um meðalafurður gefa til kynna. Þá segist hann vera að reyna að auka frjósemina. „Ég tel að ærnar í stofninum sem ég keypti hafi verið ágætlega mjólk- urlagnar. Það er grunnurinn að væn- leika lambanna,“ segir Eiríkur. Beitt á „auðnir“ Eiríkur telur að skýringa á miklum meðalafurðum sé ekki síst að leita í beit lambanna á grænfóðursökrum á haustin en nefnir einnig fleiri atriði. „Ég læt ærnar ekki bera mjög snemma, miðað við það sem tíðkast á Suðurlandi. Sauðburður byrjar oft 7. maí. Ég reyni að koma þeim eins fljótt og ég get út á tún. Féð er á túni þar til gróður er talinn sprottinn á út- jörð. Síðan er það flutt á afrétt um mánaðamótin júní og júlí,“ segir Ei- ríkur. Biskupstungnaafréttur og aðrir af- réttir Sunnlendinga eru ekki taldir þeir gróðursælustu. „Ætli þessi ár- angur náist ekki með því að beita auðnir?“ spyr Eiríkur með brosi á vör og vísar til umræðunnar. Hann bætir því við að afrétturinn sé ágætlega gróinn eftir undanfarin hlýindaár. Féð kemur af fjalli um miðjan sept- ember. Eiríkur tekur lömbin þá frá og beitir þeim á grænfóður. „Græn- fóðursræktin er kannski stærsti þátt- urinn í þessum miklu afurðum,“ segir Eiríkur. Hann segir að ræktun græn- fóðurs falli vel að ræktunarskipulagi búsins í Gýgjarhólskoti. Ekki er hægt að segja að land jarð- arinnar sé vel til ræktunar fallið. Það er grýtt og þarf að tína grjótið úr eða mylja það og tekur mörg ár að fá gott tún. Á móti kemur að ekki þarf að hugsa um framræslu. Eftir að nýtt land er brotið til ræktunar er grænfóðri sáð. Þá þarf ekki að slétta akurinn í upphafi. Eftir um það bil fimm ár er sáð korni og bygg ræktað í þrjú ár eða svo. Kornið er notað í kjarnfóður fyrir kýrnar. Eftir það er grasfræi sáð og túnið notað til heyöflunar fyrir skepnurnar. Það kostar sitt að rækta grænfóð- ur til að bata lömbin á haustin. Eirík- ur segir að þar sem það er liður í ræktunarskipulaginu hafi hann fjár- hagslegan hag af því. Virkur í ræktunarstarfinu Eiríkur segir að það fari ágætlega saman að reka kúabúa og fjárbú. „Það er talin meiri vinna að vera með blönduð bú en sérhæfð enda næst hagræðingin við sérhæfingu í vinnu- sparnaði. Á móti kemur að betri nýt- ing fæst á ýmsa þætti í blönduðu búi,“ segir Eiríkur og nefnir að hægt að nota hey sem hentar illa fyrir kýrnar til að gefa fénu. Gýgjarhólskot tekur einnig þátt í skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar og telur Eiríkur að þar sé búið nær meðaltalinu. Hann segir hægt að taka þátt í sameiginlegu kerfi í naut- griparæktinni án þess að setja sig ná- kvæmlega inn í alla þætti. Þar sé ákveðinn grunnur sem allir byggi á. Í sauðfjárræktinni verði bóndinn sjálf- ur að velja kynbótagripina og sæð- ingahrúta sem henta stofninum best. Hann segist því setja mark sitt meira á ræktunarstarfið á sauðfjárbúinu en kúabúinu. Námið nýtist við búskapinn Eiríkur fór í búfræðinám á Hvann- eyri og lauk BS-prófi í búvísindum. Það gerði einnig Arnheiður kona hans og sonur þeirra er nú í því námi. Þrjú elstu börnin eru í burtu í skólum en vinna við búskapinn á sumrin og raunar í öllum skólafríum. „Það kom alveg til greina að fara í leiðbeiningaþjónustu,“ segir Eiríkur um hvort annað en búskapur hafi ver- ið í spilunum að námi loknu. Hann segir að námið nýtist vel við búreksturinn. „Maður veit frekar hvað maður er að gera, telur sig geta greint á milli þess hvað af leiðbein- ingum er byggt á staðreyndum og hvað menn halda að sé gott. Búfræðin er gagnlegt nám sem allir bændur ættu að reyna að fara í. Það er um- deilanlegra hvort bæta á framhalds- náminu við en þróunin í samfélaginu er öll til aukins háskólanáms,“ segir Eiríkur. Sauðféð til skemmtunar  Eiríkur Jónsson bóndi í Gýgjarhólskoti í Biskupstungum er með afurðahæsta sauðfjárbú landsins  Fyrsta búið sem nær 40 kg markinu  Grænfóðursrækt gerir gæfumuninn við að auka fallþunga Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Í fjárhúsunum Vel er hugsað um féð í Gýgjarhólskoti og ærnar þakka fyrir sig með miklum afurðum. Þessar kindur fá hey úr hefðbundnum heyböggum en féð í hinu fjárhúsinu étur hey úr rúllum. Fjárstofninn er af Ströndum og hefur verið ræktaður áfram í Gýgjarhólskoti í tæp sjö ár með góðum árangri. Afurðahæstu sauðfjárbúin 2012 Bú með fleiri en 100 ær Fædd lömb Nr. Nafn Býli Fjöldi áa Kjöt (kg) eftir hverja á 1 Eiríkur Jónsson Gýgjarhólskot 316 41,3 1,91 2 Indriði og Lóa Skjaldfönn 204 38,3 1,88 3 Guðbrandur og Lilja Bassastaðir 208 38,1 1,92 4 Þormóður og Borghildur Sauðadalsá 508 38 2,08 5 Sigríður og Sævar Arnarholt 195 37,8 2,02 6 Félagsbúið Lundur Lundur 518 37,6 1,98 7 Guðbrandur og Björn Smáhamrar 296 37,4 2,01 8 Fjölnir Torfason Hali 104 37,3 2,03 9 Ragnar og Sigríður Heydalsá 454 37,2 2,05 10 Inga Ragnheiður Magnúsd. Svínafell 3, Bölti 361 37,2 2,04 11 Gunnar og Doris Búðarnes 228 37 1,95 12 Ellert Gunnlaugsson Sauðá 404 36,7 2,1 13 Guðni og Arna Dögg Teigur 1 125 36,1 2,06 14 Ína G. Gunnlaugsdóttir Víkingsstaðir 347 35,9 1,85 15 Jón Kristinsson Klúka 177 35,8 2,02 Heimild: bondi.is Bóndi Eiríkur Jónsson í Gýgjarhólskoti eflist allur þegar afrakstur kyn- bótastarfsins kemur fram. Hann segir hana einnig gera búið arðsamara. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2013 „Það er fyrir löngu ljóst að það væri raunhæft markmið að fara yf- ir 40 kg markið og ég hef haft það í huga að gaman væri að ná því,“ segir Eiríkur Jónsson í Gýgjarhól- skoti. Hann var með 316 skýrslu- færðar ær á síðasta ári sem skil- uðu að meðaltali 41,3 kg kjöts. Er þetta í fyrsta skipti sem bú fer yfir 40 kg, miðað við þær vigtunar- aðferðir sem sláturhúsin nú nota, og er því nýtt Íslandsmet, þegar litið er til alvörubúa. Fyrra metið áttu Indriði og Lóa á Skjaldfönn, 39,5 kg. Eiríkur tekur fram að hann hafi ekki reiknað með því í vor að ná markmiði sínu á þessu ári vegna áfalla sem urðu í sauðburði. „En þau lömb sem komust upp urðu feikna væn.“ Tómstundabændur og bændur sem eru með innan við 100 skýrslufærðar ær og lenda því ekki á aðallistanum hafa fyrir löngu sýnt að hægt er að fá ótrúlega miklar afurðir eftir féð. Dæmi eru um meira en 50 kg eftir hverja á. Á síðasta ári skiluðu kindur Henn- ings Jóhannessonar á Ytri- Grenivík 47,2 kg af kjöti að með- altali. Átti ekki von á Íslandsmeti FRÍSTUNDABÆNDUR NÁÐ 50 KG EFTIR HVERJA Á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.