Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2013 ✝ Bjarni Dag-bjartsson fæddist í Reykjavík 15. maí 1937, hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 2. janúar 2013. Foreldrar hans voru Aðalheiður Tryggvadóttir, f. 10.11. 1912, d. 22.9. 1994, og Dag- bjartur Bjarnason, f. 24.10. 1907, d. 20.5. 1974. Bræður Bjarna eru: Hjálm- týr, f. 5.6. 1941, maki Hjördís Bogadóttir, f. 5.12. 1941, og Jón Sverrir, f. 28.9. 1945, maki Þóra M. Bjarnadóttir, f. 2.3. 1940. Fyrri kona Bjarna var Þór- unn Einarsdóttir, f. 23.11. 1941 (skildu). Börn þeirra eru: 1) Guðbjörg, f. 1.8. 1959, maki Viðar Sigurðsson, f. 30.4. 1952. Seinni kona Bjarna var Sig- rún Jóhannsdóttir, f. 11.1. 1933, d. 20.1. 2004. Börn hennar: 1) Þórunn, f. 20.2. 1951, d. 14.6. 1994. Þórunn átti fjögur börn og barnabörnin hennar eru 10. 2) Margrét Þyri, f. 3.7. 1955. Margrét á þrjú börn og þrjú barnabörn, maður Jónas Eydal Ármannsson, f. 29.6. 1952 3) Jó- hann Haukur, f. 21.7. 1957, og á hann tvö börn, kona Guðrún Leósdóttir, f. 14.8. 1964. Bjarni ólst upp á Barónsstíg 59 í Reykjavík. Eftir hefð- bundna skólagöngu útskrifaðist hann frá Verslunarskóla Íslands árið 1956 og lauk framhalds- námi í London árið eftir. Að því loknu starfaði hann sem versl- unarstjóri á Þingeyri og síðan við ýmis verslunar- og sölustörf uns hann lauk starfsferli sínum árið 2004 sem yfirmaður hjá fjármáladeild varnarliðslins á Keflavíkurflugvelli. Hann vann að ýmsum félagsmálum m.a. fyrir Oddfellow-regluna og AA- samtökin. Útför Bjarna fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 18. janúar 2013, kl. 15. Börn a) Þórunn Eva, f. 10.7 1983, sem á tvö börn, maki Kjartan Ágúst Valsson, f. 12.8. 1986. b) Re- bekka Rós, f. 10.7 1983, sem á eitt barn, maki hennar Magnús Ísak Ás- bergsson, f. 18.9. 1983. 2) Dag- bjartur, f. 7.10. 1960, kona Guðrún Steinþórs- dóttir, f. 22.5. 1964. Börn a) Harpa Valdís, f. 19.4. 1984, á tvö börn, maki hennar Ólafur Stephensen, f. 10.7. 1977. b) Bjarni Snær, f. 2.12. 1986. 3) Aðalheiður, f. 8.8. 1964, maki Kristján Þór Ingvarsson, f. 28.10. 1965. Börn a) Einar Óli, f. 13.1. 1984, á eitt barn. b) Tanja Dagbjört, f. 9.6. 1990. c) Ingvar Kolbeinn, f. 19.11. 1998. Með söknuði en þó með gleði í hjarta sest ég niður og rita þér kveðjuorð, elsku pabbi minn. Söknuði eftir nánast dagleg samskipti okkar og samveru síð- ustu árin en með gleði að eiga allar þessar góðu minningar. Að sjálfsögðu hafa skipst á skin og skúrir hjá okkur báðum á þess- um tíma en þegar að lokum kemur verða jafnvel erfiðar stundir að ljúfum minningum þar sem við gátum sameinast í baráttu okkar. Við áttum oft skemmtilegar stundir þar sem við ræddum ýmis málefni og oftar en ekki ræddum við um fornbókmenntir, goð og ýmsa vætti og kom mað- ur sjaldnast að tómum kofanum hjá þér í þeim efnum. Andans mál voru líka oft til umræðu enda við bæði afar áhugasöm um öll trúmál og tilgang lífsins. Þú máttir aldrei neitt aumt sjá og það sem ég hef dáð mest að í fari þínu og er öðrum til eft- irbreytni er að aldrei heyrði ég þig segja styggðaryrði um nokk- urn af samferðamönnum þínum. Þú varst þó oft dómharður og skoðanaríkur þegar kom að op- inberum persónum sem áttu ekki upp á pallborðið hjá þér og áttum við oft fjörugar og skemmtilegar umræður um þau mál. Mig langar í þessum fáu orð- um að þakka fyrir allar sam- verustundirnar okkar og veit að nú líður þér betur á þeim góða stað sem þú ert á núna. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu og fjölskyldu minnar. Ég vil þakka öllu því góða fólki sem kom að umönnun og aðstoð við þig og sérstaklega starfsfólki Eirhamra sem ég veit að gerði oft betur og meira en efni stóðu til. Þín dóttir, Aðalheiður. Bjarni frændi er farinn. Leið- ir okkar bræðrasonanna lágu saman allt frá bernsku til full- orðinsára. Samheldnin í fjöl- skyldunni var gífurlega mikil. Afi okkar Bjarni og amma Jó- hanna höfðu í kreppunni flutt austan frá Stokkseyri til að fóta sig á mölinni með báðar hendur tómar og börnin sex. Með sam- eiginlegu átaki tókst að reisa þak yfir hópinn og koma börn- unum til mennta og starfa. Það var reynsla sem þjappaði fjöl- skyldunni þétt saman. Á stríðs- árunum var reistur sumarbú- staður austur í Hrunamannahreppi og við börn þriðju kynslóðarinnar nutum þar leikja og ævintýra sumar- langt, í öruggu skjóli fjölskyld- unnar og í yndislegu umhverfi. Bjarni rifjaði gjarnan upp þessa fjölskyldusögu. Ég minnist Bjarna frá þess- um tíma sem uppörvandi og skaplétts félaga, sem var fund- vís á skoplegar hliðar tilverunn- ar og naut þess að vera með sínu fólki. Þessir eiginleikar voru honum eðlislægir allt lífið og því átti hann alltaf auðvelt með að ná sambandi við annað fólk. Okkar leiðir lágu oft saman síðar. Við hittumst í fjölskyldu- boðunum, urðum samferða í gegnum Versló, unnum í fríum hjá Sameinuðum verktökum á Keflavíkurflugvelli, þar af um tíma á skrifstofunni. Ég leit upp til Bjarna, hann var árinu eldri, þroskaðri og eldklár. Nú síðasta áratuginn áttum við erindi upp í Hrunamanna- hrepp til fundar við heimamenn út af sameiginlegum málefnum. Komu sér þá vel eiginleikar Bjarna. Um leið og menn komu saman spurði hann gjarnan upp- hátt með bros á vör: „Má ekki bjóða ykkur í nefið félagar.“ Um leið færðist bros yfir mannskap- inn, margir tóku tilboðinu, og léttleiki fundarins var tryggður. Bjarni átti einnig auðvelt með að koma auga á aðalatriðin í því sem ræða þurfti á þessum fund- um. Síðustu árin voru Bjarna mót- dræg, heilsan brostin, og var þá færra til að gleðjast yfir. En góða skapinu hélt þó Bjarni allt til loka. Aðalheiði, Dagbjarti og Guð- björgu, fjölskyldum þeirra, öðr- um ættingjum, og fjölskyldu Sigrúnar vottum við Karin inni- lega samúð okkar. Björtu minn- ingarnar um Bjarna munu lifa með okkur öllum. Hróbjartur Hróbjartsson. Nú er komið að kveðjustund. Bjarni frændi minn lést 2. jan- úar síðastliðinn, eftir erfið veik- indi í nokkur ár. Stutt er síðan við Ella frænka heimsóttum hann. Þá var Bjarni glaður og kátur eins og hann hafði alltaf verið og það þrátt fyrir mikil veikindi. Við Bjarni höfum fylgst að og verið vinir alla tíð. Fyrstu minn- ingar mínar um okkur Bjarna eru frá því að við vorum lítil. Til er mynd af okkur á Baróns- stígnum, ég rétt um þriggja ára að passa hann og keyra í kerru. Næst vorum við að leika okkur í sveitinni, sumarbústaðnum við Grafarbakka. En það var draumur ömmu okkar, Jóhönnu frá Grafarbakka, að fjölskyldan myndi alltaf eiga sumarhúsið. Það er þannig í dag að við eig- um hann öll systkinabörnin og njótum þess að vera þar í sátt og samlyndi. Bjarni stóð fyrir því fyrir nokkrum árum að láta ljós- myndara taka mynd af okkur systkinabörnunum. Myndin er uppi á vegg í sumarbústaðnum og sést þar vel hversu skemmti- legt og gaman er hjá okkur og hvað við njótum þess að vera saman. Bjarni var skapgóður maður, léttur og vinsæll enda átti hann mikið af vinum og hafði góða nærveru. Hef ég heyrt að mörg- um hafi fundist gott að fá hann í heimsókn því það fylgdi honum alltaf gleði og jákvæður kraftur. Bjarni var mikill félagsmaður og gekk í Oddfellowregluna á unga aldri eins og pabbi hans og Halli frændi. Þegar hann flutti til Keflavíkur vegna vinnu sinn- ar hjá hernum færði hann sig í Oddfellowstúkuna Njörð í Kefla- vík og gegndi æðstu embættum þar. Í henni áttum við sameig- inlegt áhugamál, höfðum bæði mikinn áhuga á Oddfellowregl- unni og gátum oft talað um hana. Fyrir stuttu fór ég á stú- kufund hjá stúkunni Steinunni í Keflavík og þá heyrði ég hvað systrunum þar þótti vænt um hann. Þær vildu vita hvernig honum liði. Daginn eftir hringdi ég í hann til að skila kveðju frá þeim. Þá hló hann og sagði að ég þyrfti þess ekki því ein stúkusystir sæti hjá honum. Það sést á þessu hvað þeim þótti vænt um hann. Við Bjarni vorum alla tíð góð frændsystkin og náin enda bara eitt ár á milli okkar. Ég bið guð að blessa minn- ingu Bjarna Dagbjartssonar. Thelma Jóhanna Grímsdóttir. Haustið 1990 stofnuðum við nokkrir félagar leshring sem hlaut nafnið Sturlungar, enda hefur aðalverkefnið verið Sturl- unga saga og tengt efni. Aðrar fornsögur hafa einnig komið við sögu, bæði Íslendingasögur og konungasögur. Við hittumst hálfsmánaðarlega yfir veturinn, og á vordögum lauk dagskránni jafnan með ferð á söguslóðir. Hefur það löngum verið eftir- minnilegasti hluti samverunnar. Aðrar fastar athafnir hafa verið svo sem gleðskapur á aðvent- unni og sviðaveisla á þorranum. Bjarni Dagbjartsson var reyndar ekki í upphaflega hópn- um, en við kynntumst honum og konu hans á fornsagnanámskeið- um Jóns Böðvarssonar, og í ferðum sem farnar voru á sögu- slóðir, m.a. til útlanda. Tókust þar góð kynni. Haustið 1996 kom Bjarni með sem gestur í ferð okkar um Strandir og vet- urinn eftir varð hann einn af Sturlungum. Lét hann sig ekki muna um að sækja leskvöld og aðrar samkundur, þó að hann væri búsettur í Keflavík og vetr- arveðrin misjöfn á Reykjanes- brautinni. Á meðan heilsan leyfði kom hann einnig í ferð- irnar með okkur. Eftirminnileg er t.d. ferð um Suðurland vorið 2002, þegar hann var gestgjafi okkar í sumarbústað sínum á Flúðum. Naut hann sín þar vel, enda maðurinn hlýr og skemmtilegur í viðkynningu. Með hrakandi heilsu hans fækk- aði því miður samverustundum, því að hann átti erfitt með gang. Seinast tók hann þátt í ferð okk- ar um Suðurnes vorið 2008, und- ir leiðsögn Jóns Böðvarssonar. Lagði Bjarni þar ýmislegt til mála, enda gjörkunnugur því svæði. Upp úr því mun hann hafa hætt að sækja leskvöldin. Nú þegar komið er að leið- arlokum viljum við þakka Bjarna dýrmætar samveru- stundir, kryddaðar kímni og innilegum hlátri, sem oft var innsiglaður með því að taka í nefið. Við sendum börnum hans og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Sturlunga, Sigurjón Páll Ísaksson og Tryggvi Sigurbjarnarson. Kær vinur er látinn. Ég var svo lukkuleg að kynnast Bjarna þegar ég fékk mína fyrstu föstu vinnu hjá varnarliðinu í febrúar 1981. Hann starfaði þá sem deildarstjóri hjá Comptroller og var yfirmaður minn þar. Það má segja að okkar samstarf hafi haldið áfram allt þar til ég hætti hjá varnarliðinu 2004 þótt við færðumst til í starfi bæði tvö á þessu tímabili. Ég man hvað ég var stolt af að fá að keyra bílinn hans, risa- stóran amerískan sleða á þess- um fyrstu árum sem við unnum saman. Það var eitthvað annað en litla Corollan mín. Hann talaði oft um börnin sín, hvað þau væru að starfa, maka þeirra og börn. Það var gaman að fá að fylgjast með í gengum hann hvað Dæi, Gugga og Alla voru að taka sér fyrir hendur. Oft fékk maður líka að heyra frá Jóni bróður og Halla bróður. Mamma Bjarna fylgdi oft og iðulega með í umræðunni. Hann var stoltur Oddfellow- maður og um aldamótin kynnti hann regluna fyrir mér og Rut, sem var þá orðin samstarfskona hans í bókhaldsdeildinni. Það var gæfuspor að fá að komast í þennan félagsskap og hafa Bjarna okkur til halds og trausts. Bjarna var annt um regluna og vildi veg hennar sem mestan og bestan. Hann hafði byrjað að hanna grunn til að halda utan um félagabókhald sinnar stúku og fór svo að hann dró mig inn í þá vinnu. Við áttum marga góða vinnufundi þar sem margt var skrafað og pælt. Kynntum við þetta fyrir öðrum stúkum og var þetta mjög ánægjulegur tími. Veit ég að Bjarni var ánægður með það sem hann hafði lagt til þróunar þessu mikilvæga verk- efni. Bjarni og Sigrún voru ynd- isleg hjón og var það honum mikill missir þegar hún féll frá. Hann var alltaf tilbúinn að fylgja henni það sem hún þurfti að fara. Samt var Sigrún ekki kona sem lét blinduna hefta sig og glöggt mátti heyra hvað Bjarni var stoltur af henni. Eftir að Bjarni flutti á Aðal- götuna tókum við Rut upp þann sið að hittast heima hjá honum, nokkuð reglulega, í hádeginu. Bjarni var hættur að vinna og við Rut komnar á sitthvorn vinnustaðinn og var þetta til- valið til að viðhalda vináttunni okkar. Hann bauð upp á kaffi og við komum með brauðið og ann- að bakkelsi. Oft urðu fjörlegar umræður hjá okkur þremur enda búin að þekkjast í mörg ár og vorum öll Oddfellow-ar. Bjarni var okkar „date“ þegar á þurfti að halda enda var hann alveg tveggja manna maki með sína kæti og bros. Hann var maður sem var auðvelt að tala við um allt milli himins og jarðar og hann var trúr sínum vinum. Fjölskylda hans hefur misst mikið og viljum við votta þeim okkar dýpstu samúð. Góður maður er fallinn frá. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur Bjarni. Þínar vinkonur, Hrefna og Rut. Ég var svo lánsamur að kynntast Bjarna fyrir tæpum þrjátíu árum. Við áttum margt sameiginlegt, leiðir okkar lágu víða saman og fljótlega mynd- aðist sterk vinátta sem aldrei bar skugga á. Margs er að minnast, námskeið í Íslendinga- sögum hjá Jóni Böðvarssyni, ótal ferðir á söguslóðir bæði inn- anlands og utan með það að leið- arljósi að skylt sé að hafa það sem skemmtilegra reynist. Í einni slíkri ferð árið 1991, á söguslóðum Jómsvíkinga í Pól- landi, deildum við herbergi í tvær nætur á stúdentagarði í Stettin, Bjarni, Guðmundur heitinn Ágústsson og ég. Þeir voru báðir einstaklega skemmti- legir félagar og hláturmildir enda var mikill galsi og fjör rétt áður en við náðum að sofna. Seinna kvöldið kviknaði líka hugmyndin að stofnun hins ágæta Pálnatókavinafélags, áhugafélags um íslenskar forn- sögur og ferðalög á söguslóðir. Pálnatókavinafélagið starfaði með reisn í nokkur ár og kannski táknrænt fyrir aðstand- endur þess að einn aðalfundur- inn var haldinn út í Geirshólma í Hvalfirði og var vel sóttur af áhugasömum félagsmönnum. Seinasta utanlandsferð okkar Bjarna var söguferð til Skot- lands, Suðureyja og Orkneyja í september 2010. Bjarni hafði lengi látið sig dreyma að fara þangað og þrátt fyrir að heilsan færi farin að gefa sig naut hann sín vel og lék við hvern sinn fingur. Í fyrra fór ég með hóp til Írlands og eyjunnar Manar og ég veit að Bjarni minn hefði vilj- að vera með í för og rifja upp góðar minningar frá Mön, þeirri sögufrægu eyju. Þar var hann unglingur í sveit hjá íslenska at- hafnamanninum Jóni Oddssyni, sem rak tvö stórbýli á Mön, í Ballamore og Ballakellen. Fyrir framan glæsilega heimreiðina á Ballamore náði ég að hringja í Bjarna og segja honum í hvaða sporum ég stæði akkúrat þá stundina. Guðmundur Hagalín segir sögu Jóns Oddssonar í bókinni Í Vesturvíking. Við Bjarni áttum líka góðar stundir í leshringnum Sturlungum, við pældum í Sturlungu, fórum á söguslóðir, lásum upp viðeigandi kafla og deildum skoðunum okk- ar um efnið. En efst í huga mér eru minningar um einstaka sam- veru okkar Margrétar, Bjarna og Sigrúnar í sumarbústað þeirra við Flúðir, ef til vill var farinn golfhringur á Selvellinum og oftar en ekki áttum við svo góða kvöldstund heima í bú- staðnum. Það er sárt að kveðja góðan vin en dýrmætar minningar og smitandi hlátur Bjarna berg- mála í vitund minni. Blessuð sé minning hans. Magnús Jónsson. Bjarni Dagbjartsson ✝ Eiginmaður minn, GÚSTAF ADOLF GUÐMUNDSSON, Skógarbæ, áður Fiskakvísl 1, verður jarðsunginn frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 19. janúar kl. 14.00. Guðný Helga Björnsdóttir og fjölskylda. ✝ Kæru vinir og vandamenn, hjartans þakkir fyrir samúðarkveðjur og samverustund við útför konu minnar, mömmu, tengdamömmu, ömmu og langömmu, ÞÓRUNNAR JÓNASDÓTTUR, Hellu. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Lundar fyrir einstaka alúð og umönnun. Guð blessi ykkur. Guðni Jónsson, Hrafnhildur Guðnadóttir, Friðrik Magnússon, Hjördís Guðnadóttir, Auðun Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir okkar og mágur, GUÐMUNDUR REYNIR JÓHANNSSON, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju í Kópavogi miðvikudaginn 23. janúar kl. 11.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Hildur Ósk Jóhannsdóttir, Jón Bjarni Jóhannsson, Anna Ingibjörg Benediktsdóttir, Lóa Björg Jóhannsdóttir, Bergsteinn Karlsson. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.