Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2013 STOFNAÐ 1987 M ál ve rk : V ig n ir Jó h an n ss o n Úrval einstakra málverka og listmuna eftir íslenska listamenn | Skipholt 50a | Sími 581 4020 | www.galleri l ist. is einstakt eitthvað alveg Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Her Alsírs hóf í gær árásir á gas- vinnslustöð þar sem vopnaðir íslam- istar höfðu tekið marga starfsmenn í gíslingu. Haft var eftir mannræn- ingjunum að 34 gíslar og fimmtán íslamistanna hefðu beðið bana í árás- unum. Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi og Noregi staðfestu að alsírski her- inn hefði hafið árásir á gasvinnslu- stöðina sem er í eigu BP, Statoil í Noregi og alsírska orkufyrirtækisins Sonatrach. David Cameron, for- sætisráðherra Bretlands, kvartaði yfir því að hafa ekki fengið upplýs- ingar um hernaðinn fyrirfram. Hann sagði að forsætisráðherra Alsírs hefði skýrt honum frá árásunum eft- ir að þær voru hafnar. Fréttir um árásirnar voru mjög óljósar í gær. Alsírska fréttastofan APS sagði að tekist hefði að bjarga nær 600 alsírskum starfsmönnum gasvinnslustöðvarinnar og fjórum erlendum gíslum – tveimur Bretum, Frakka og Keníumanni. Áður höfðu fjölmiðlar í Alsír skýrt frá því að 30 Alsíringar og 15 erlendir gíslar hefðu sloppið úr gasvinnslustöðinni. Íslamistarnir réðust fyrst á rútu sem flutti starfsmenn gasvinnslu- stöðvarinnar. Lögreglumenn sem fylgdu rútunni hrundu árásinni. Hermt er að tveir menn, Breti og Alsíringur, hafi beðið bana í átökun- um og sex aðrir særst, tveir Bretar, Norðmaður, tveir lögreglumenn og öryggisvörður. Íslamistarnir réðust síðan á gas- vinnslustöðina og segjast hafa tekið 41 erlendan starfsmann hennar í gíslingu. Hermt var að á meðal þeirra væru Bretar, Japanar, Bandaríkjamenn og Norðmenn. Illræmdur hryðjuverkaforingi Stjórnvöld í Alsír segja að ill- ræmdur alsírskur íslamisti, Mokhtar Belmokhtar, hafi stjórnað gíslatök- unni. Belmokhtar tók þátt í barátt- unni gegn sovéska hernum í stríðinu í Afganistan á níunda áratug aldar- innar sem leið og missti þá annað augað. Hann tók síðan þátt í hryðju- verkum í Alsír eftir að hann sneri þangað aftur og hefur tengst hryðju- verkahreyfingunni al-Kaída í Ísl- ömsku Maghreb (þ.e. í múslímalönd- um í N-Afríku). Fregnir herma að hann hafi sagt skilið við hana á liðnu ári vegna deilna og stofnað nýja hreyfingu. Belmokhtar var dæmdur í fangelsi fyrir hryðjuverk í Alsír í réttarhöld- um sem fóru fram að honum fjar- stöddum. Hann hefur meðal annars stundað stórfellt sígarettusmygl til að fjármagna starfsemi sína og margir Alsíringar hafa því kallað hann „herra Marlboro“. Sagt er að íslamistarnir hafi lagt fram ýmsar kröfur, m.a. um að Frakkar hætti hernaði sínum í Malí gegn íslömskum öfgamönnum sem tengjast al-Kaída í íslömsku Mag- hreb. Þeir eru einnig sagðir hafa mótmælt þeirri ákvörðun stjórn- valda í Alsír að heimila frönskum herflugvélum að fljúga inn í lofthelgi landsins til að gera loftárásir á bæki- stöðvar íslamista í Malí. Mannræn- ingjarnir munu einnig hafa sakað Alsíringa um að hafa lokað landa- mærunum fyrir Malímönnum sem hafa flúið ófriðinn í heimalandi sínu. Mannræningjarnir hafa ennfrem- ur krafist þess að yfirvöld í Alsír láti tugi fanga úr röðum íslamista lausa. Hugsanlegt er einnig að mannræn- ingjarnir hafi tekið fólkið í gíslingu til að krefjast lausnargjalds. Hermt er að Belmokhtar hafi fengið sem svarar tugum eða hundruðum millj- óna króna á síðustu árum fyrir að sleppa fólki sem menn hans hafa tek- ið í gíslingu. Gíslatakan hefur kynt undir vangaveltum um að baráttan gegn íslamistum kunni að breiðast út um Norður- og Vestur-Afríku eftir að Frakkar sendu hersveitir til að að- stoða stjórnarherinn í Malí í barátt- unni við íslamista sem hafa náð rúm- um helmingi landsins á sitt vald. Yfirvöld í Alsír hafa átt í harðri baráttu við vopnaðar sveitir ísl- amskra öfgamanna í áratugi, einkum í norðurhluta landsins, en mjög sjaldgæft er íslamistarnir ráðist á olíu- og gasvinnslustöðvar. Segja tugi manna hafa fallið  Her Alsírs réðst á gasvinnslustöð eftir að starfsfólk var tekið í gíslingu BRETLAND KANADA FRAKK- LAND ÍTALÍA BELGÍA BANDAR. DANMÖRK DANMÖRK Bamako MALÍ ABU DABI N’DJAMENA TSJAD S.A.F. Ein Hercules- herflutningavél Ein Boeing C-17 Globemaster í eina viku Tvær Hercules-vélar Tvær sjúkra- ESB Tvær Globemaster-vélar Eru 1.400 nú en þeim verður fjölgað í 2.500 40 brynvagnar Sérsveitarmenn 500 BÚRKÍNA TÓGÓ 500 SENEGAL 500 NÍGER NÍGERÍA 600 BENÍN 300 Þrjár KC-135 FR- tankflugvélar Gervihnötturinn Pléiades 1B Hermenn Frakkar hafa óskað eftir aðstoð tankvéla til elds- neytisáfyllingar á flugi. Leyni- þjónustuaðstoð hugsanleg Frönsku hersveitirnar í Malí: Árásarþyrlur Hefur lofað aðstoð við flutninga 6 Mirage 4 Rafale 6 Rafale-vélar ÞÝSKALAND ÞÝSKALAND BELGÍA BRETLAND 75 hermenn flutninga- þyrlur Vill veita afrísku hersveitunum fjárstuðning ÍTALÍA 500 Tvær Transall- flutningavélar Felst aðallega í aðstoð við flutninga. Herlið frá grannríkjum Malí á að aðstoða stjórnarher landsins 400 km Aðstoðin við franska herinn og afrískar hersveitir í Malí Rafale-þotur með bækistöðvar í Frakklandi MALÍ NÍGER MÁRITANÍA Timbuktu VESTUR- SAHARA MAROKKÓ TÚNIS ALGEIRSBORG ALSÍR LÍBÍA 400 km Vopnaðir íslamskir öfgamenn réðust á gasvinnslustöð í Alsír í fyrradag Gíslataka íslamista í Alsír Gasvinnslustöð BP, Statoil og alsírska fyrirtækisins Sonatrach Tveir biðu bana í árásinni Þeir sögðust hafa tekið tugi útlendinga í gíslingu Í Amenas Heimildir : APS, Nouakchott-upplýsingastofnunin, Sahara Medias AFP/Statoil/Kjetil Alsvik Gasvinnsla Mynd af gasvinnslustöðinni í Alsír frá norska fyrirtækinu Statoil sem hefur rekið hana með BP og alsírsku orkufyrirtæki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.