Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 35
mig á bernskuheimili hans, í fé- lagsskap hans, við fróðleik um bif- reiðir millistríðsáranna, herflug- vélar, kynþáttaöfgar og Saint Louis-djass, sem nánast var sem hjartsláttur heimilisins þrátt fyrir vestfirsk einkenni móður og dótt- ur í glæsihúsi fjölskyldunnar við Fjölnisveg. Á hippatímanum var fjölmenni um nætur hjá þeim Konní í Hjalla- landi; gullkónginum eins og hinir yngri gestir kölluðu hann. Sjálfur ástundaði ég fyrr og síðar að sitja þar um nætur með þeim hjónum í raðhúsi þeirra í Fossvogi, og oft- sinnis einnig bernskuvininum Nonna, sem fór í fyrra; ég leitaði þessa vinskapar eftir einhæft skemmtanahald á einhverju af veitingahúsum borgarinnar. Ég var að leita að borgaraskap en kunni þeirri leit engin orð heldur sótti upplifunina til Magga og þess mannlífs sem ástundað hafði verið í nánasta umhverfi hans alla hans tíð; manns sem frá fæðingu hafði verið innrætt að taka við fjölskyldufyrirtæki; verða for- stjóri Gull- og silfursmiðjunnar Ernu. Hann varð með tíð og tíma framkvæmdastjóri verslunar við Laugaveg sem sérhæfði sig í sölu afurða þessa fyrirtækis sem faðir hans hafði komið á fót á árunum eftir stríð. Við áttum minningar sameiginlega sem urðu Magga kærari með árunum og eftir 2004, þegar Alzheimer-sjúkdómurinn var farinn að setja merki sín á hann, urðu þær hinar helstu sem hann bar upp við þá sem á hann vildu hlusta; frá héraðsskólanum á Laugarvatni þar sem við vorum saman einn vetur; frá flakki er- lendis eftir sumarskólann í Berke- shire suður til Parísar á puttan- um. Við ferðuðumst líka um landið saman á Ranger Rovernum hans; oftar var það ég sem átti frum- kvæðið. Hann svaraði: Til er ég og til er Bogi. Ég kvaddi hann á Eir, og naut þeirrar angurværðar að hann þekkti mig – en sjúkur hug- ur hans hafnaði að láta honum eft- ir framhald í minningum eða sam- lyndi eins og fyrrum var. Og nú er hann allur. Með kveðju til dætra hans tveggja. Ég vona að þær fyrirgefi mér hve oft ég hélt vöku fyrir þeim á heimili þeirra á bernskuár- unum. Ég hef mér það eitt til af- sökunar að mér var alltaf tekið sem aufúsugesti. Næturnar óteljandi liðu eins og gandreið um alstirndan himin. Þorsteinn Antonsson. Mig langar til að minnast Magnúsar, góðs vinar frá fyrri ár- um. Hann kvæntist síðar góðri vinkonu minni, Konný, þau voru alla tíð mjög samhent. Þau eign- uðust tvær dætur, Hönnu Sigríði og Maríu Hrönn. Konný varð bráðkvödd langt um aldur fram og var mikil eftirsjá að henni. Ég held að Maggi hafi aldrei náð sér fyllilega eftir það, varð mjög ein- mana, svo stórt var það högg. Nú kveðja þær systur pabba sinn eft- ir erfiðan sjúkdóm. Þau kynntust ung að árum, ég var svo lánsöm að eiga þau að vinum og var það góð- ur og skemmtilegur tími. Ég kynntist Konný þegar við vorum 13 ára. Í 3. bekk í gaggó stofnuðum við saumaklúbb ásamt fleirum og hittumst við stelpurnar enn reglulega. Nokkrum sinnum fór saumaklúbburinn í útilegur með allan barnahópinn og var þá glatt á hjalla. Þar fyrir utan áttum við góðar stundir saman ásamt mökum, en seinni árin hefur orðið minna um það. Maggi minn, ég veit að þér mun líða vel á þeim stað sem þú ert nú kominn á og elsku Konný þín tek- ur á móti þér og allt þitt fólk. Hanna Sigríður, María Hrönn og makar, ég bið góðan Guð að styrkja ykkur í sorginni. Hvíldu í friði, kæri vinur þú kominn ert í himnavist. Til þess er allar þrautir linar og þeirra er fyrr þú hefur misst. (I.K.) Freyja. MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2013 ✝ Ingveldur Ás-mundsdóttir fæddist á Akranesi 19. júlí 1919. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Höfða Akra- nesi 12. janúar sl. á 94. aldursári. Foreldrar henn- ar voru Ásmundur Jónsson, sjómaður og síðar rafvirkja- meistari á Akra- nesi, f. 28. maí 1892, d. 11. októ- ber 1945, og kona hans Sigurlaug Einarsdóttir, hús- móðir á Akranesi, f. 18. júní 1890, d. 23. desember 1974. Ingv- eldur átti fjögur systkini sem öll eru látin. Þau voru: 1) Margrét, f. 1916, d. 1999, var gift Garðari Viborg sem er látinn og eign- uðust þau sjö börn. 2) Áslaug, f. 1917, var gift Stefáni O. Magn- ússyni sem er látinn og eign- uðust þau þrjú börn. 3) Jón Ósk- ar, f. 1921, d. 1998, kvæntur Kristínu Jónsdóttur og eign- uðust þau eina dóttur. 4) Gísli, f. 1926, d. 2004, kvæntur Ölfu Hjálmarsdóttur sem er látin, þau voru barnlaus. Ingveldur giftist 20. sept- ember 1941 Ólafi Árnasyni ljós- hún giftist Ólafi. Hann rak ljós- myndastofu sína á þessum árum og vann hún ávallt við hlið hans og sinnti ýmsum störfum á stof- unni. Á sama tíma sinnti hún hús- móðurhlutverkinu af miklum myndugleik og eyddi frítíma sín- um í að rækta garðinn sinn, sem var verðlaunagarður ogfékk hún viðurkenningu frá Akranes- kaupstað fyrir hann. Ingveldur reyndist Guðmundi, fóstursyni sínum, einstaklega vel hans upp- vaxtarár og gerði allt sem hún gat fyrir hann, studdi og hvatti. Ingveldur átti ýmis áhugamál, t.d. lestur, garðrækt og elda- mennsku auk þess sem hún var mikil hannyrðakona og naut hún þess að hekla og prjóna. Eftir hana liggja margir veglegir hlut- ir. Eftir lát eiginmanns hennar 1997 hélt Ingveldur áfram að búa á Vesturgötunni og undi hag sínum þar vel. Hún var nokkuð virk í félagsstarfi eldri borgara á Akranesi og hafði gaman af að spila á spil og leika golf og pútta á golfvellinum. Einnig hafði Ingveldur ánægju af því að sækja bænastundir í Akra- neskirkju þegar hún átti tök á því. Síðustu ár ævi sinnar dvaldi hún á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi, og lét mjög vel af vist sinni þar, þar til kallið kom. Útför Ingveldar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 18. janúar 2013, kl. 14. myndara. Hann var sonur Árna Böðv- arssonar, ljósmynd- ara og sparisjóðs- stjóra á Akranesi, og Rannveigar Magnúsdóttur, hús- móður á Akranesi. Ingveldur og Ólafur eignuðust engin börn en fóst- ursonur þeirra og systursonur Ingv- eldar, Guðmundur Garðarsson, var alinn upp hjá þeim. Hann er fæddur 13. júní 1946. Maki Guð- mundar er Anna Björnsdóttir f. 17. september 1952, þeirra sonur er Ólafur Ingi, f. 30. mars 1981. Fyrir átti Guðmundur dótturina Hebu, f. 8. janúar 1974, sem bú- sett er í Bandaríkjunum. Sam- býlismaður hennar er Torrey John, þeirra dætur eru Brianna Berglind og Katelyn Eva. Anna átti áður soninn Sveinbjörn Frey, f. 17. nóvember 1972, sambýlis- kona hans er Birna Guðmunds- dóttir og synir þeirra eru Björn Magnús og Arnaldur Bjarni. Ingveldur stundaði nám við Barnaskólann á Akranesi og Héraðsskólann í Reykholti. Eftir það vann hún almenn störf þar til Mig langar með nokkrum orð- um að kveðja tengdamóður mína Ingveldi Ásmundsdóttur eða Ingu eins og hún var alltaf kölluð og þakka henni samfylgdina síðustu 40 ár. Hún var einstaklega hlý og traust kona og þótti mér ávallt mjög gott að leita til hennar. Vin- átta okkar var einstök og það er gulls ígildi að eiga góðan vin. Söknuður minn er mikill en ég á margar góðar minningar um ynd- islega konu sem var mér mjög kær. Að leiðarlokum vil ég þakka henni samfylgdina og kveðja með þessum ljóðlínum: Ljósið flæðir enn um ásýnd þína: yfir þínum luktu hvörmum skína sólir þær er sálu þinni frá sínum geislum stráðu veginn á. Þú ert áfram líf af okkar lífi: líkt og morgunblær um hugann svífi ilmi og svölun andar minning hver – athvarfið var stórt og bjart hjá þér. Allir sem þér unnu þakkir gjalda. Ástúð þinni handan blárra tjalda opið standi ódauðleikans svið. Andinn mikli gefi þér sinn frið. (Jóhannes úr Kötlum) Þín tengdadóttir, Anna. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Mig langar með nokkrum orð- um að kveðja einstaka konu sem nú er búin að kveðja hið jarðneska líf. Inga amma, eins og ég kallaði hana, var ástrík og yndisleg kona sem ávallt var til staðar fyrir mig og tilhlökkunarefni að líta til hennar og afa á Vesturgötu. Þar var oft tekið á móti mér með pönnukökum sem voru með ein- dæmum góðar og þekktar sem al- gjört lostæti í fjölskyldunni. Hún reyndist mér mjög vel í barnæsk- unni og áttum við margar góðar stundir þar saman á uppvaxtarár- um mínum. Inga amma var stálminnug kona sem lá ekki á skoðun sinni og stóð við orð sín. Hannyrðir og garðrækt voru meðal þeirra hluta sem hún naut að sinna í sínum frí- stundum auk þess sem hún vann ávallt með afa á ljósmyndastofu Ólafs Árnasonar. Hún var hjálp- söm og góðhjörtuð kona sem vildi allt fyrir mig gera og naut ég góðs af leiðsögn hennar í gegnum árin. Ég kveð því einstaka konu með söknuði en á sama tíma er ég þakklátur fyrir að hafa átt hana að svo lengi. Hvíldu í friði. Ólafur Ingi. Halldóra Ingveldur var hún skírð, en var oftast kölluð Inga. Hún var í miðjunni af fimm systk- inum sem ólust upp í húsinu Dvergasteini við Vesturgötu á Akranesi. Ásmundur faðir Ingu var sjómaður lengi framan af, en lærði síðan rafvirkjun, og móðirin, Sigurlaug, vann í fiski fyrir utan heimilisstörfin. Það var ekki auð- ur í búi fjölskyldunnar, en þau hjónin, sem ekki höfðu sjálf átt kost á menntun, lögðu mikið á sig svo að börnin gætu menntast. Eldri systkinin fjögur fóru í Hér- aðsskólann í Reykholti í Borgar- firði, og yngsti bróðirinn, Gísli, nam við Verzlunarskólann í Reykjavík. Ég tengdist þessari fjölskyldu þar sem eldri bróðirinn, Jón Ósk- ar, varð maðurinn minn á 7. ára- tugnum. Við kynntumst í útlönd- um og það leið því nokkuð langur tími þar til ég hitti fólkið hans. Hann var þó búinn að segja mér mikið um systkini sín sem hann var tengdur nánum böndum. „Gréta er gáfuð og les mikið, hjálpsemi Ásu og greiðvikni á sér engin takmörk, en Inga er kátust og allt leikur í höndunum á henni,“ sagði hann um systur sín- ar. Ég velti fyrir mér hvernig þeim mundi lítast á þessa nýju mágkonu sem var nærri 20 árum yngri en þær og kunni hvorki að prjóna né hekla. Aldrei var minnst á það og öll fjölskyldan tók mér einstaklega vel. Ég minnist fyrstu ferðar okkar Jóns upp á Skaga til að heimsækja Ingu og Óla, mann hennar, sem var ljósmyndari. Þau bjuggu þá, ásamt Guðmundi fóst- ursyni sínum sem var þeim alltaf mikill gleðigjafi, í fremur lítilli ris- íbúð við Vesturgötu. Heimilið var hlýlegt og listfengi þeirra hjónanna leyndi sér ekki. Á veggj- unum héngu handlitaðar lands- lagsljósmyndir Óla og snilldar- lega gerð handverk Ingu: prjónuð, saumuð eða unnin á ann- an hátt. Mér hafði skilist á Jóni að þau systkinin væru öll fremur hlé- dræg og seintekin, en ég gleymi aldrei glaðværð og hlýju Ingu við mig þennan dag sem reyndar var afmælisdagurinn minn, en um það mátti Inga alls ekki vita. Hún hélt mér þó dýrindis afmælisveislu svona alveg óvart og hafði greini- lega haft mikið fyrir matargerð- inni. Þetta var fyrsta veislan sem ég sat hjá þeim hjónum, en þær áttu eftir að verða fjölmargar, einkum í nýja húsinu sem þau byggðu við hliðina á því gamla. Þar var falleg íbúð þeirra á efri hæðinni, en ljósmyndastofa Óla niðri, og þar vann Inga líka mikið með Óla sem um skeið var eini ljósmyndarinn á Skaganum. Margan góðan grip bjó Inga til og gaf fjölskyldunni við ýmis tækifæri. Á nýliðnum jólum hugs- aði ég til Ingu þegar ég setti upp fagurlega gert jólaskraut eftir hana. Ég sá fyrir mér fínlegar og liprar hendur hennar og fannst ég heyra dillandi hlátur hennar og skæra rödd. Mig grunaði að þetta yrðu hennar síðustu jól. Það var stutt á milli Ingu og eldri systur hennar Ásu sem lést háöldruð í október. Þær voru líkar í útliti, en ólíkar um margt, en milli þeirra var sterkur strengur sem aldrei slitnaði. Nú kveð ég þær báðar með söknuði og miklu þakklæti fyrir liðna tíð. Inga hverfur héðan síðust af syst- kinunum frá Dvergasteini á Akra- nesi. Það er bjart yfir minningu þeirra allra. Kristín Jónsdóttir. Nú kveðjum við hana Ingu, konuna hans Óla frænda, en hann kvöddum við árið 1997. Ingu, sem var samofin lífi fjölskyldu okkar og lífi okkar systkinanna frá fæð- ingu. Inga var einstök kona, smá vexti, en kná í hugsun. Hún var vinkona mömmu okkar frá barn- æsku, báðar voru fæddar á Vest- urgötunni á Akranesi, sem er lengsta gata bæjarins, gata fjöru og kartöflugarða. Svo giftist hún Óla, eina bróður mömmu, þau þrjú voru bekkjar- systkin og vinir. Inga og Óli byrj- uðu sinn búskap í Ívarshúsum á Akranesi, en fluttu síðan í Ás, hús afa og ömmu á Vesturgötunni. Þau bjuggu fyrst á neðri hæðinni, þangað sem Guðmundur kom, og við horfðum á spriklandi í vöggu, en hann er systursonur Ingu, og þau Óli ólu hann upp sem sinn eig- in son. Seinna fluttu þau í risíbúðina, þangað til þau byggðu sitt eigið hús við hliðina á húsi afa og ömmu. Þar var líka ljósmynda- stofa þeirra til húsa, þar sem þau unnu hlið við hlið. Inga sinnti af- greiðslu og framköllun mynda af brosandi ungum og öldnum Ak- urnesingum, en Óli hafði sérstakt lag á að kalla fram bros hjá fyr- irsætunum. Þau handmáluðu líka myndirnar sem allar voru teknar í svarthvítu. Þótt Óli væri fagmað- urinn, þá lagði Inga hönd á plóg, enda var Inga með eindæmum hög og gerði svo margt skemmti- legt í höndum. Þar fór líka skálda- gáfa sem þarf til, svo að hlutir verði einstakir. Þau hjón áttu fleira sameigin- legt og það var garðrækt. Við hús- ið sitt á Vesturgötunni, þar sem ekkert átti að vera hægt að rækta, komu þau sér upp undurfögrum garði, sem þau hlutu verðlaun fyr- ir. Hvert handtak var þeirra og Óli steypti m.a.s. hellurnar í stíg- ana og sólpallinn í garðinum. Það má með sanni segja að þau hafi verið ævifélagar, Inga og Óli. Eitt gerðu þau sem ég vissi um og man, og ég veit að dæmin af svip- uðum toga voru fleiri. Þau fóru alltaf með jólamat til einstæðrar konu á Skaganum fyrir jólin. Ég man að ég hugsaði sem unglings- stelpa, að þetta gerðu Inga og Óli um hver jól. Eftir lát Óla, hélt Inga áfram heimili í húsinu þeirra á Vestur- götunni. Þangað var gott að koma og þar tók Inga á móti okkur með sama hlýleika og vinarhug og áð- ur, með heimagerðum kræsingum og skemmtilegum samræðum um menn og málefni. Inga hélt sinni frjóu hugsun þótt aldurinn færðist yfir og var ekki á því að láta í minni pokann fyrir elli kerlingu. Heima á Vesturgötunni vildi hún helst vera til dauðadags. Á Dval- arheimilið Höfða varð hún að fara, þó að hún væri ekki yfir sig hrifin, mest reið út í sjálfa sig fyrir að sigrast ekki á ellinni eins og öllu öðru. Minningar okkar geyma mynd af góðri konu, sönnum Íslendingi, konunni hans Óla frænda, vin- konu mömmu okkar og mömmu hans Guðmundar. Innilegar samúðarkveðjur okk- ar til Guðmundar, Önnu, Óla Inga, Sveinbjarnar og fjölskyldu. Brynhildur og Heiðrún Þorgeirsdætur. Þegar ég var lítil var Inga frænka á Akranesi einn af hinum föstu punktum tilverunnar. Við fórum alltaf reglulega upp á Akra- nes að heimsækja hana og Óla, mann hennar. Hann var ljós- myndari og ljósmyndastofan var á 1. hæð, en íbúðin á 2. hæð. Ég sé Ingu alltaf fyrir mér þar sem hún stendur á stigapallinum og tekur á móti okkur og það skín úr andliti hennar að hún er ánægð að sjá okkur. Hún hafði gaman af að taka á móti gestum. Inga var ein af þremur systrum pabba míns og á Akranesi höfðu þau systkinin alist upp í húsinu Dvergasteini við Vesturgötu. Inga sagði mér að hún hefði verið mikill jarðvöðull þegar hún var lít- il og ekki verið að súta það þótt kjóllinn hennar rifnaði þegar hún klifraði yfir grindverk. Ég var svolítið undrandi því þetta hljóm- aði ekki líkt þeirri snyrtilegu fyr- irmyndarhúsmóður sem ég þekkti. Hinar systurnar giftust mönn- um úr öðrum byggðarlögum og fluttu burt frá Akranesi, en Inga var ekki að leita langt yfir skammt. Hún giftist piltinum úr þarnæsta húsi og svo fluttu þau í hús sem var á milli húsanna sem þau höfðu alist upp í. Inga bjó því mestalla ævi sína nokkurn veginn á sama blettinum og var órjúfan- lega tengd Akranesi í mínum huga. Inga var snjöll hannyrðakona og oft voru gjafir tilbúnar af henni sjálfri í jólapökkunum til systkina hennar, t.d. gaf hún foreldrum mínum einu sinni stóran jóladúk sem hún hafði þrykkt og var hann alltaf á jólaborðinu síðan. Þau Óli gáfu mér einu sinni brúðu, sem ég skírði Ingu Dóru Ólínu í höfuðið á þeim. Skömmu seinna sýndi Inga mér í blaði mynd af brúðufötum sem hún ætlaði að hekla á brúð- una. Það var dökkblár kjóll með leggingum og golftreyja og buxur í sama lit fylgdu með. Brátt fékk ég fötin send, en það var þá ekki aðeins þetta þrennt, Inga hafði líka saumað á brúðuna ljósbláan sparikjól með blúndum, mér til mikillar hrifningar. Í fjölskylduboðunum var oft þrasað um pólitík, en Inga tók sjaldan mikinn þátt í því, hún var glaðlynd og róleg og lítið fyrir þras. Ég man aðeins eftir einu skipti sem hún lét í sér heyra. Það var svona tveimur árum eftir að Vigdís Finnbogadóttir varð for- seti. Einhver í veislunni fann henni allt til foráttu, en Inga sagði mynduglega að hún hefði orðið landi og þjóð til meiri sóma en sig hefði órað fyrir. Eftir að ég var orðin fullorðin og búin að eignast maka skrupp- um við oft upp á Akranes að heim- sækja Ingu og gistum þá gjarnan eina nótt. Mér fannst næstum ekkert hafa breyst frá bernskuár- um mínum, stigagangurinn var sá sami og enn stóð Inga uppi á pall- inum og tók á móti gestunum með hæglátu brosi. Svo fór þó að lok- um að Inga varð of veik til að geta búið ein á Vesturgötu og fór á dvalarheimilið Höfða. Við heim- sóttum hana þangað í síðasta skipti í desember og nú er hún dá- in, við komum ekki framar á Vest- urgötuna og horfum upp til henn- ar þar sem hún stendur brosandi á stigapallinum. En kannski á hún eftir að taka á móti okkur á öðrum stigapalli hinum megin. Una Margrét Jónsdóttir. Ingveldur Ásmundsdóttir Í dag er varla hægt að heyra tónlist án þess Svana komi uppi í hugann. Þar sem var söngur var Svana. Tónlist og minningar um Svönu eru órjúfanlegur hlutur. Já, það var glatt á hjalla hjá Svönu og alltaf fullt af fóllki í kringum hana. Hún hafði ein- stakt lag á því að hvetja fólk áfram og óbilandi áhuga á öllu því sem fólk tók sér fyrir hendur. Sí- Svanlaug Sigurjónsdóttir ✝ Svanlaugfæddist á heim- ili sínu, Þórsgötu 4, í Reykjavík, 20. júní 1923. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut á aðfangadag jóla. Útför Svanlaug- ar fór fram frá Há- teigskirkju 9. jan- úar 2013. fellt að spyrja alla um alla. Svana var sterk sem klettur og það var sama hvernig áföllin dundu á henni, alltaf hafði hún áhyggjur af öll- um hinum. Því vilj- um við nýta tæki- færið og þakka yndislegu Svönu fyrir að fá að kynn- ast henni og fyrir að hafa haft hana svona nálægt okkur. Þetta er mikill missir fyrir okkur öll en sérstaklega hennar nánustu en við vitum að sú ást, kærleikur og trú sem Svana skildi eftir hjálpar þeim að takast á við lífið án henn- ar. Takk fyrir allt, elsku Svana. Rósa, Friðrik, María og Grímur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.