Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 25
Rigning Regnhlífar komu höfuðborgarbúum að góðum notum í gær en utan stöku
hverfandi snjóskafla er ósköp fátt í þessari hlýindatíð sem minnir á veturinn.
25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2013
Ómar
Aðfaranótt 22. desember sl. sam-
þykkti Alþingi frumvarp til laga um
loftlagsmál sem varðar skráningarkerfi
losunarheimilda. Málinu hafði ítrekað
verið frestað og endaði sem síðasta mál
þingsins fyrir jólahlé. Minni hluti um-
hverfis- og samgöngunefndar skilaði 17
blaðsíðna faglegu lögfræðilegu áliti
ásamt fylgiskjölum um að frumvarpið
fæli í sér framsal á fullveldi Íslands, á
framkvæmdavaldi og dómsvaldi til ESB
og bryti gegn stjórnarskránni. Í nið-
urstöðu minni hlutans segir orðrétt:
„Ljóst er að núgildandi stjórnarskrá heimilar
ekki framsal opinbers valds til alþjóðlegra stofn-
ana. Minnt er á þá megin lögskýringarreglu að
túlka beri alla vafa stjórnarskránni, lýðveldinu og
einstaklingum í hag. Túlkun meirihlutans er and-
stæð þessari grundvallar lögskýringarreglu. Hún
felur í sér þrönga lagahyggju sem gagnrýnd var í
skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og skýrslu
þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rann-
sóknarnefndar Alþingis.“
Með öðrum orðum, þessi þrönga lagahyggja
sniðgengur stjórnarskrána. Niðurstaða minni-
hlutans er beinlínis viðurkennd í frumvarpi til
stjórnskipunarlaga sem Alþingi hefur til umfjöll-
unar. Þar er brugðist við „vandanum“ með
ákvæði sem heimilar valdframsal með ákveðnum
skilyrðum. Og niðurstaða einnig afdráttarlaust
samþykkt í „Greinargerð um breytingar á stjórn-
arskrá sem tengjast mögulegri aðild að Evrópu-
sambandinu og leiðir til að leita samþykkis þjóð-
arinnar fyrir aðild.“ Þessi greinargerð var unnin
af ESB-samningahópi utanríkisráðherra um laga-
lega málefni og er dagsett 22. október 2012. Ut-
anríkisráðherra hefur hvorki hampað þessari
greinargerð né blásið til fjölmiðla, enda ekki
bjart yfir Betlehemsumsókn að ESB samkvæmt
greinargerðinni. Í lokaorðum greinargerðarinnar
segir meðal annars orðrétt:
„Mikilvægasta álitaefnið lýtur að breytingum
sem nauðsynlegt er að gera á stjórnarskránni,
einkum varðandi heimild til að framselja vald til
alþjóðastofnana, hvaða skilyrði skuli setja fyrir
slíku framsali og hvaða reglur skuli gilda um
málsmeðferð við slíka ákvörðun.“ Síðar segir:
„Eðlilegt að undirbúningur verði þegar hafinn að
breytingu á stjórnarskrá í þessu skyni og miðað
við að þær yrðu samþykktar í síðasta lagi á vor-
þingi 2013 áður en næstu reglulegu kosningar
fara fram. Setja ætti þetta mál í forgang, án til-
lits til þess hvort víðtækari breytingar verði
gerðar á stjórnarskránni samkvæmt tillögum
stjórnlagaráðs eða hvort samningaviðræðum við
ESB verði lokið við það tímamark. Þegar aðild-
arsamningur liggur fyrir mun
málsmeðferð um samþykki Al-
þingis fylgja þeim reglum sem
koma fram í hinu nýja stjórn-
arskrárákvæði.“
Þrátt fyrir þessa afdrátt-
arlausu niðurstöðu var frum-
varpið um loftslagsmál, sem felur
í sér skýrt valdframsal, keyrt í
gegnum Alþingi að næturlagi og
samþykkt umræðulítið. Stjórn-
arskráin var fótum troðin þessa
nótt. Minnihluti umhverfis- og
samgöngunefndar krafðist þess
að málið fengi ítarlega umfjöllun
nefndarinnar, utanríkismálanefndar, stjórnskip-
unar- og eftirlitsnefndar, stjórnskipunarsérfræð-
inga, réttarfarsnefndar og skrifstofu Alþingis.
Þessi krafa var hunsuð. Þess í stað var þingfundi
að kvöldi 21. desember sl. frestað og sameig-
inlegur fundur utanríkismálanefndar og umhverf-
is- og samgöngunefndar haldinn með gestum frá
Icelandair, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum
iðnaðarins og áliðnaðarins og sérfræðingum utan-
ríkismálaráðuneytisins sem viðruðu miklar fjár-
hagslegar áhyggjur. Ný lögskýringarregla kom
fram. Réttlætanlegt sé að brjóta stjórnarskrána
ef miklir meintir fjárhagslegir hagsmunir eru í
húfi. Þetta var hótanafundur skipulagður af
framkvæmdavaldinu sem slíkur. Þannig var um
hnúta búið og þeir héldu. Fjórir þingmenn
greiddu atkvæði gegn frumvarpinu og með
stjórnarskránni en þingmenn Sjálfstæðisflokksins
o.fl. sátu hjá. Eftir fundinn velti ég því fyrir mér
hvernig lönd utan Evrópu, Kína, Bandaríkin,
Indland, Ástralía, ríki Suður-Ameríku og svo
mörg fleiri gætu lifað án ESB.
Eitt er víst, umsóknarferlið að ESB er í öng-
stræti. Það verður ekki lengra gengið í aðlögun
íslenskra laga að regluverki ESB án þess að
breyta stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Össur,
bakdyraleiðin sem farin hefur verið til þessa við
ESB-umsóknarferlið dugir ekki lengur. Hættum
að blekkja þjóðina og horfumst í augu við stað-
reyndir.
Fróðleiksfúsum bendi ég á álit minnihluta um-
hverfis- og samgöngunefndar á heimasíðu Al-
þingis, þingskjal 812 – 381 mál.
Eftir Atla Gíslason
» Það verður ekki lengra
gengið í aðlögun íslenskra
laga að regluverki ESB án
þess að breyta stjórnarskrá
lýðveldisins Íslands.
Atli Gíslason
Höfundur er alþingismaður.
Össur, víglína
ESB-umsóknarinnar
er um stjórnarskrána
Samþykkt Alþingis
14. janúar sl. á þings-
ályktun um vernd og
orkunýtingu land-
svæða, svonefnd
Rammaáætlun, telst til
tíðinda, bæði í þing-
sögunni og í vinnu að
náttúruvernd og skipu-
lagi hérlendis. Sam-
þykktin byggist á
stefnumarkandi ferli
sem staðfest var með
lögum sem samþykkt voru sam-
hljóða vorið 2011. Þótt ekki hafi ríkt
jafn mikil eindrægni um þingsálykt-
unina fékk hún þó meiri stuðning en
búist var við fyrirfram, 36 þingmenn
greiddu atkvæði með en 21 á móti.
Ég hygg að sjaldan eða aldrei hafi
jafn margir innan og utan Alþingis
komið að undirbúningi máls og látið
sig það varða á mótunarstigi þann
röska áratug sem Rammaáætlun
hefur verið í mótun. Þessi áhugi fer
saman við aukin kynni fólks af land-
inu, einkum óbyggðunum, og vax-
andi skilning á gildi náttúruverndar.
Sögulegt baksvið
Rætur Rammaáætlunar liggja
rösk 40 ár til baka og eru í senn
rammíslenskar og alþjóðlegar. Deila
mývetnskra bænda við
stjórn Laxárvirkjunar
um vatnsmiðlun í Mý-
vatni og sprenging
Miðkvíslarstíflu í ágúst
1970 féllu saman við
náttúruverndarár Evr-
ópu og setningu nýrrar
löggjafar um nátt-
úruvernd. Nátt-
úruverndarráð undir
formennsku Eysteins
Jónssonar 1972-1978
tók strax upp viðræður
við yfirvöld orkumála
og næstu áratugina
starfaði Samstarfsnefnd iðn-
aðarráðuneytisins og Náttúruvernd-
arráðs um orkumál (SINO-nefndin).
Ráðið sendi árið 1975 tvo fulltrúa,
undirritaðan og Vilhjálm Lúðvíks-
son, til Noregs til að kynna sér sam-
spil náttúruverndar- og iðnaðar-
stefnu þarlendis. Norðmenn höfðu
þá nýlega komið á fót umhverf-
isráðuneyti og fyrir forgöngu þess
og Stórþingsins varð til fyrsta „Ver-
neplan for vassdrag“ þarlendis sem
síðan hefur verið þróað í áföngum. Á
Alþingi veturinn 1984-1985 flutti ég
tillögu um úrbætur í umhverf-
ismálum og náttúruvernd þar sem
sagði m.a.:
„Náttúruverndarráð undirbúi í
samráði við yfirvöld orkumála áætl-
un um verndun vatnsfalla og jarð-
hitasvæða, fossa og hvera. Slík áætl-
un verði lögð fyrir Alþingi til
kynningar og staðfestingar.“
Endurflutt tillaga um sama efni
var samþykkt sem ályktun Alþingis
vorið 1989. Það tók framkvæmda-
valdið hins vegar áratug að hefjast
handa á grundvelli hennar og veita
fé til vinnu að verkefninu sem fékk
nafnið Rammaáætlun.
Margslungið ferli
Vinnan að Rammaáætlun hefur
þróast og tekið breytingum stig af
stigi frá því fyrsta verkefnisstjórnin
hóf störf um síðustu aldamót. Fram-
an af var áherslan nær eingöngu á
vatnsföll en vinna að mati á jarð-
varmasvæðum hófst fyrst að marki
árið 2005. Jafnframt færðust
áherslur stjórnar og faghópa yfir á
að meta verndargildi svæða án
orkunýtingar. Í tengslum við starfið
kom æ betur í ljós þörfin á meiri
upplýsingum um náttúrufar, jafn-
framt því að nýir matsþættir eins og
landslag bættust við og kölluðu á
breytta aðferðafræði og nýjar
áherslur. Gagnrýni ýmissa alþing-
ismanna að undanförnu, einkum í
stjórnarandstöðu, um að í meðförum
ráðuneyta og meirihluta umhverfis-
og samgöngunefndar Alþingis hafi
verið horfið frá „vísindalegum nið-
urstöðum“ verkefnisstjórnar og fag-
hópa, er að mínu mati á misskilningi
byggð. Hér er um flókið og gagn-
virkt ferli að ræða, þar sem saman
tvinnast náttúrufræðilegir og sam-
félagslegir þættir sem og sið-
fræðileg álitamál. Í þeim efnum er
ekki komið á neina endastöð, en
mikilvæg leiðsögn um verkferlið
felst í lögum nr. 48/2011.
Jarðvarminn í óvissu
Það hefur smám saman komið í
ljós hve mikið skortir á fullnægjandi
aðferðafræði í mati á jarðvarma há-
hitasvæða landsins, ekki síst til raf-
orkuframleiðslu. Varðar það m.a.
spurningar um sjálfbæra notkun
slíkra svæða, svo og mengun og
meðferð affallsvatns. Veigamesta
gagnrýnin á lokatillögur um flokkun
orkukosta snertir þá málsmeðferð
að setja jarðhitasvæði eins og
Bjarnarflag og háhitasvæði Reykja-
nesskaga frá Krýsuvík út á Reykja-
nestá í orkunýtingarflokk í stað þess
að þau ættu flest heima í verndar-
eða biðflokki. Slík stefna getur að
mínu mati ekki staðist til fram-
búðar. Hvað jarðhitann snertir bíð-
ur því stórt viðfangsefni næstu
verkefnisstjórnar. Annar þáttur,
sem að mestu hefur legið utan við
verksvið Rammaáætlunar hingað til,
eru flutningslínur raforku sem þó
hafa síst minni umhverfisáhrif en
einstakar virkjanir. Brýnt er því að
orkuflutningur verði metinn jafn-
hliða hugmyndum um verndun og
röðun virkjanakosta. Jafnhliða þarf
að verða til vitræn orkustefna, þar
sem leitast er við að skilgreina tak-
mörk vinnslu og ná víðtækri sátt um
sem flesta þætti.
Margir lagt hönd á plóg
Í vinnu að mati á vernd og orku-
nýtingu hafa fjölmargir komið síð-
ustu áratugi. Þar hafa tekist á miklir
hagsmunir, ólík sjónarmið og oft
heitar tilfinningar. Verndarhugs-
unin hefur upp á síðkastið verið í
sókn og áhugamenn um virkjanir og
orkufrekan iðnað þurft að draga í
land. Slíkt er heilbrigt og end-
urspeglar styrk í lýðræðislegu ferli.
Við Íslendingar búum vel að end-
urnýjanlegum en takmörkuðum
orkulindum. Það sama á við um
landið sjálft, víðerni þess og töfra.
Um leið og við fögnum góðum
áfanga skulum við strengja þess heit
að gera enn betur næst.
Eftir Hjörleif
Guttormsson » Sjaldan eða aldrei
hafa jafn margir
komið að undirbúningi
máls og látið sig það
varða á mótunarstigi.
Hjörleifur
Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
Rammaáætlun – Áfangi á langri leið