Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2013
Elísabetar Mai, Ísaks Mána,
Tobba, Völu og annarra fjöl-
skyldumeðlima.
Klara Íris Vigfúsdóttir.
Elsku Eva Lind okkar. Takk
fyrir allt sem þú gafst okkur, það
er bara til ein Eva Lind. Minning
þín lifir í hjörtum okkar.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Minningarnar um yndislegu
Evu Lind hjálpa okkur sem eftir
stöndum að finna lífinu á ný já-
kvæðan farveg.
„Fly on the wings of love.“
Þínar Gellur Jóns,
Birna Rún Pétursdóttir,
Erla Gunnarsdóttir, Guðrún
Halla Hafsteinsdóttir,
Karitas Sæmundsdóttir,
Kristíana Kristjánsdóttir
og Þórey Gunnarsdóttir.
Hvers vegna er lífið svona
ósanngjarnt? Af hverju er þessi
glaðlega, brosmilda stelpa hrifin
burt frá ungum börnum langt
fyrir aldur fram? Spurningum
sem þessum er erfitt að svara.
Eva Lind var glaðvær, frænd-
rækin, hjálpsöm og umfram allt
dugleg. Hún hreif alla með sér
með sinni einlægu framkomu og
hlýlegu nærveru.
Minningar um frænku okkar
eru góðar. Við hittumst alltaf
reglulega þó svo að þeim stund-
um hafi fækkað þegar árin liðu
og hver okkar fór á sinn stað í líf-
inu. En það er ekki alltaf magnið
sem skiptir málið heldur gæðin.
Þessir „frænkuhittingar“ eins og
við kölluðum þá voru svo sann-
arlega gæðastundir. Þar fór ekk-
ert á milli mála að Eva Lind lifði
lífinu til fulls og naut sín vel í
móðurhlutverkinu. Eva Lind var
einstaklega hjálpsöm og var
ávallt boðin og búin að leggja
fram hjálparhönd. Minnisstæð-
ast er þegar önnur okkar ákvað
að flytjast búferlum til Dan-
merkur en þá sá Eva um að allt
gengi sem best og teiknaði nán-
asta umhverfi fyrir ferðalanginn
svo hún myndi ekki villast, hjálp-
aði til við íbúðarleit og annað
sem til fellur þegar flutt er í nýtt
land.
Það varð ekkert úr frænku-
hittingnum okkar sem átti að
vera þessi jólin en hann verður
síðar. Þá teiknar þú fyrir okkar
mynd af nýja staðnum svo að all-
ir rati rétta leið.
Við sendum börnum, foreldr-
um, systkinum og öðrum ætt-
ingjum og vinum Evu Lindar
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Ásdís Björk og Erla Dögg
Kristjánsdætur.
Elsku uppáhalds.
Mér hefur alltaf fundist ég
vera heppnasta manneskja í
heimi að eiga þig að sem vin-
konu. Í dag finnst mér ég vera
óheppnasta manneskja í heimi.
Að þurfa að kveðja þig, bestu
vinkonu mína til tuttugu ára, er
óendanlega sárt. Ég talaði síðast
við þig í símann á afmælisdaginn
minn, 19. desember, þar sem þú
varst nýkomin inn á spítala.
Aldrei í lífinu hefði mér dottið í
hug að ég væri að skrifa minn-
ingargrein um þig tæpum mán-
uði síðar. Hraustu og heilbrigðu
vinkonu mína sem ég tók á móti í
mark eftir hálfmaraþon í Dan-
mörku síðasta sumar.
En minningarnar ylja mér um
hjartarætur. Ég er svo innilega
þakklát fyrir þær ótalmörgu
minningar sem ég á með þér.
Það var alltaf gaman hjá okkur
þegar við hittumst. Stóran hluta
af samverustundum okkar vor-
um við skellihlæjandi, gerandi
grín hvor að annarri og okkur
sjálfum og með sama aulahúm-
orinn. Að sama skapi varstu
mjög tilfinninganæm og skynjað-
ir það alltaf strax ef ég var ekki
alveg eins og ég átti að mér að
vera.
Það er fátt sem við höfum ekki
gert saman. Á menntaskólaárun-
um vörðum við öllum frístundum
saman. Við vorum algjör sam-
loka og það voru ófá skiptin sem
ég gisti á sófanum í Álfaskeiðinu.
Sumarið 2000 er sérstaklega
minnisstætt þegar við fórum til
Marbella á Spáni í spænsku-
skóla. Við höfðum engan tíma til
að læra spænskuna því sólbekk-
irnir á ströndinni heilluðu meira
en þar lágum við, kjöftuðum og
hlógum. Það endaði á því að við
vorum færðar niður um bekk í
skólanum en okkur var alveg
sama. Við vorum himinlifandi
með þetta og áttum frábæran
tíma saman úti í fimm vikur.
Þegar þú fluttist til Danmerk-
ur fannst mér alltaf mjög erfitt
að hafa þig svona langt í burtu.
Það var því hvert tækifæri nýtt,
síðustu tvö ár, þegar við bjugg-
um í Kaupmannahöfn til að hitt-
ast. Við létum enga 200 km sem
voru á milli stoppa okkur og á ég
margar skemmtilegar og góðar
minningar frá samverustundum
okkar bæði í Kaupmannahöfn og
úti á Jótlandi. Við þræddum
hvern skemmtigarðinn á fætur
öðrum með krakkana okkar sem
gátu kynnst svo vel. Það var því
okkur báðum mjög erfitt þegar
við fjölskyldan fluttumst aftur til
Íslands síðasta sumar.
Ég kveð þig með miklum
söknuði og sorg. Alltaf svo glað-
lynd, jákvæð og yndisleg. Stórt
skarð hefur myndast í vinkvenn-
ahópinn okkar, allt of snemma.
Ég trúi því að þú sért komin til
afa Kela sem þú varst svo mjög
náin og þótti afar erfitt að kveðja
fyrir þremur árum. Ég votta
Ísak Mána og Elisabeth Mai
samúð mína alla, að missa ynd-
islegu mömmu sína allt allt of
snemma.
Við sjáumst seinna.
Þín uppáhalds.
Karen Íris Bragadóttir.
Það er ólýsanleg tilfinning að
þurfa að kveðja æskuvinkonu
sína svona unga. Eva Lind var sú
stúlka sem öllum líkaði við.
Hress og kát og alltaf stutt í hlát-
urinn. Vesen og vandræði var
eitthvað sem var ekki til í hennar
orðabók og breytti hún öllum
erfiðleikum í gleði. Hún var mikil
draumóramanneskja og lét ekk-
ert stöðva sig í að reyna að fá þá
uppfyllta. Síðasti draumur henn-
ar var að verða rithöfundur, enda
mjög góður penni. Hún var farin
að skrifa smásögur fyrir blað úti
í Danmörku og stefndi á frekara
nám þar áður en að lífið tók
skyndilega enda.
Það er svo skrýtin tilfinning
að þú sért farin, Eva mín. Í huga
mínum ertu enn þá fullfrísk og
geislandi af gleði úti í Danmörku.
Ég bið góðan Guð að blessa þig
og varðveita. Yndislegar minn-
ingar um þig munu vara að eilífu.
Elsku Ísak Máni, Elísabet
Maí, Nonni, Jóga, Vala, Tobbi og
aðrir ástvinir; Guð styrki ykkur
og gefi að sorgin víki með tím-
anum og góðu minningarnar fylli
huga ykkar í staðinn.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast
ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir,
sem ung á morgni lífsins staðar
nemur,
og eilíflega, óháð því, sem kemur,
í æsku sinnar tignu fegurð lifir?
Sem sjálfur Drottinn mildum lófum
lyki
um lífsins perlu í gullnu augnabliki.
(Tómas Guðmundsson.)
Þín vinkona.
Heiðdís.
✝ Hafsteinn Guð-mundsson raf-
virki fæddist 9. júlí
1938 á Brennistöð-
um í Borgarfirði.
Hann lést á Land-
spítalanum að
kvöldi 11. janúar á
deild 11G.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Breiðfjörð Jó-
hannsson, sjómað-
ur frá Stykkishólmi, f. 4. júlí
1907, d. 4. mars 1987, og Sæma
Hafliðadóttir frá Bergsholtskoti
í Staðarsveit, f. 8. október 1910,
d. 7. júlí 1941. Þriggja ára fór
hann í fóstur til kjörforeldra
sinna, Helga Sigurðssonar
byggingaverkfræðings og hita-
veitustjóra í Reykjavík, f. 15.
mars 1903, d. 22. september
1971, og Guðmundínu Gutt-
ormsdóttur yfirhjúkrunarkonu
frá Köldukinn í Holtum, f. 25.
september 1893, d. 3. febrúar
1980. Systur hans voru Jóhanna
ar Þór, f. 17. október 1994. Unn-
usta hans er Kristín Helga
Kristinsdóttir, f. 15. febrúar
1995, og Birna Ósk, f. 23. maí
1999.
2) Guðmundur, f. 23. sept-
ember 1969, maki Stefanía
Björnsdóttir, f. 26. apríl 1969.
Dætur þeirra eru Karen, f. 20.
júní 2000, og Íris, f. 20. nóv-
ember 2002.
Æskuheimili hans voru á Ás-
vallagötu og Öldugötu í Reykja-
vík. Árið 1968 flutti hann í
Brekkugerði 20 ásamt kjörfor-
eldrum, eiginkonu og eldri syni.
Árið 1998 fluttu þau hjón í Of-
anleiti 5 og bjó hann þar til dán-
ardags. Hafsteinn nam rafvirkj-
un við Iðnskólann í Reykjavík
árið 1961. Hann var í meist-
aranámi hjá Bræðunum Orms-
son. Hafsteinn stofnaði fyr-
irtækið Samvirki árið 1973
ásamt fleirum, og starfaði þar
til 66 ára aldurs. Hann var fé-
lagsmaður í KFUM og gekk í
Oddfellow-reglunna 1972. Fyrst
gekk hann í Þorgeir, en árið
1995 stofnaði hann Ara Fróða,
ásamt fleirum.
Útför Hafsteins fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, föstudag-
inn 18. janúar 2013, og hefst at-
höfnin kl. 13.
Guðný Guðmunds-
dóttir, f. 8. sept-
ember 1932, d. 8.
maí 1947 á Vífils-
stöðum, og Erla
Guðmundsdóttir, f.
18. nóvember 1933,
d. 6. nóvember
2009.
Hin 10. mars
1962 kvæntist hann
eftirlifandi eig-
inkonu sinni Sól-
veigu Þóru Ragnarsdóttur frá
Vestmanneyjum, f. 29. október
1935. Foreldrar hennar voru
Ragnar Þorvaldsson, sjómaður í
Vestmannaeyjum, frá Simbakoti
á Eyrarbakka, f. 24. janúar
1906, d. 3. janúar 1991, og Ingi-
björg Runólfsdóttir frá Haust-
húsum á Stokkseyri, f. 13. jan-
úar 1907, d. 7. mars 1997. Synir
Hafsteins og og Sólveigar Þóru
eru 1) Helgi rafvirki, f. 26. maí
1965, maki Hildur Elfa Björns-
dóttir leikskólakennari, f. 26.
apríl 1960. Börn þeirra eru Elf-
Það var 9. ágúst 2011 sem
æskuvinur minn og svili hringdi
og skýrði frá því að hann hefði
greinst með bráða-hvítblæði.
Mig setti hljóðan og við hjónin
settumst út á pallinn í Hestvík-
inni og ræddum véfréttina yfir
kaffibolla. Það var yndislega fal-
legt veður en að okkur setti
ónotalegan hroll. Æðrulausri
baráttu hans lauk að kvöldi 11.
janúar í faðmi fjölskyldunnar.
Það er margs að minnast eftir
áratuga vináttu sem aldrei bar
skugga á. Æsku- og uppvaxt-
arárin á Öldugötunni voru ljúf
og góð. Sumarstörfin í sveitinni,
hjá þeim sómakonum, frú Guð-
rúnu Jónasson og frk. Gunnþór-
unni Halldórsdóttur, voru okkur
afar lærdómsrík og veiðiferðirn-
ar með Gunnþórunni á Þing-
vallavatni urðu ógleymanlegar.
Um fermingu gekkst hann
undir erfiða aðgerð í baki hjá dr.
Bjarna á Landakoti og þurfti að
liggja þar í gifsi í marga mánuði.
Aldrei var kvartað heldur litið
jákvætt á þessa fyrirbyggjandi
aðgerð. Eftir nám í rafvirkjun
starfaði hann hjá bræðrunum
Ormsson og fleirum uns þeir fé-
lagarnir 4 stofnuðu Samvirkja.
Þegar hann giftist Þóru, mág-
konu minni, 1962, efldust vin-
áttu- og fjölskylduböndin og bú-
skapur beggja hófst í
foreldrahúsum á Öldugötunni en
seinna byggðu þeir feðgar sam-
an hús við Brekkugerði hér í
Reykjavík.
Hann tók við merki fóstur-
föður síns, Helga Sigurðssonar
hitaveitustjóra, í Oddfellow-
stúkunni og starfaði í reglunni
meðan kraftar leyfðu.
Reglusemi, dugnaður og ósér-
hlífni voru hans aðalsmerki,
tilbúinn að leysa hvers manns
vanda, væri þess nokkur kostur,
og ætíð var fjölskyldan í fyr-
irrúmi. Konu sína dáði hann
mjög og voru þau afar samrýmd
og hamingjusöm, nutu þess að
ferðast saman, innanlands og ut-
an. Síðasta utanlandsferðin var í
tilefni gullbrúðkaupsins.
Hin síðari ár skipaði sum-
arbústaðurinn Sólhlíð, við Far-
braut í Grímsnesi, stóran sess í
tilverunni og þar leið honum sér-
staklega vel. Alltaf var verið að
huga að, laga og bæta til að búa
sem best í haginn fyrir framtíð-
ina. Því miður auðnaðist þeim
ekki að eiga fleiri stundir í sveit-
inni, en árin þar voru þeim ham-
ingjurík og friðsæl.
Að leiðarlokum viljum við
Guðný þakka einstaka samfylgd,
vináttu og tryggð.
Jón Steindórsson.
Góður vinur er gulls ígildi og
það var hann Hafsteinn svo
sannarlega. Það fækkar enn í
hópnum okkar, nú sjáum við á
eftir honum Hafsteini, þessum
hægláta öðlingsmanni. Hópurinn
okkar samanstendur af vinkon-
um sem kynntust í Húsmæðra-
skóla Reykjavíkur fyrir meira en
hálfri öld. Við vorum ungar þá
og það var gaman að lifa. Flest-
ar áttum við kærasta á þessum
tíma sem seinna urðu eiginmenn
okkar. Þóra og Hafsteinn voru í
þessum hópi. Það myndaðist
strax mikil vinátta innan hópsins
og þrátt fyrir barneignir, hús-
byggingar og annað brauðstrit,
höfðum við alltaf tíma til hittast
og skemmta okkur saman.
Saumaklúbburinn okkar hitt-
ist tvisvar í mánuði og síðan fór-
um við að hittast með eigin-
mönnunum og þá byrjaði fjörið
fyrir alvöru. Fyrstu árin fórum
við saman út að borða og dansa.
Svo var farið að ferðast saman,
fyrst í sumarbústaði innanlands
en síðan til útlanda. Í mörg ár
var fjölmennt til Kanaríeyja á
veturna og þá var alltaf kátt á
hjalla. Eitt árið sigldum við um
Karíbahafið og fannst mörgum
það toppurinn á tilverunni.
Seinna komum við á þeim sið að
fara saman í eina sumarferð inn-
anlands sem tók þrjá til fjóra
daga og höfum við ferðast vítt og
breitt um landið, skoðað áhuga-
verða staðið og notið samver-
unnar. Ein ferð er mér minn-
isstæðari en aðrar, þá buðu
Hafsteinn og Þóra okkur í sum-
arbústað sem þau áttu við
Reykjalund. Þarna var mikil
náttúruparadís, þetta var um há-
sumar, sól og blíða langt fram á
kvöld. Mikil stemning var í
hópnum sem náði hámarki þegar
flestir voru komnir í heita pott-
inn, sem var þetta fína fiskikar,
þar var þröng á þingi en það
kom ekki að sök. Hafsteinn og
Þóra stóðu fyrir utan pottinn
með veitingar sem kættu mann-
skapinn enn meira. Lífið var
ljúft.
En lífið er ekki alltaf dans á
rósum. Hópurinn okkar hefur
misst eina vinkonu og Hafsteinn
er þriðji eiginmaðurinn sem
kveður, hans verður sárt saknað.
Það var ótrúlegt að fylgjast með
hvernig Hafsteinn og Þóra tók-
ust á við veikindi hans sem stóðu
í tæpt eitt og hálft ár. Þau voru
alltaf jákvæð, bjartsýn og þakk-
lát fyrir allt sem fyrir hann var
gert. Þau nýttu allar stundir
sem best; voru í sumarbústaðn-
um í Grímsnesinu í allt sumar,
þrátt fyrir endalausar lyfjameð-
ferðir. Hún Þóra hefur svo sann-
arlega sýnt okkur hvað í henni
býr. En nú er komið að leið-
arlokum, Hafsteinn er farinn í
sína hinstu för, við söknum góðs
vinar.
Elsku Þóra, megi Guð styðja
þig og styrkja og alla fjölskyld-
una. Missir ykkar er mikill.
Mundu að þú átt vini.
Sigríður, Elsa,Halldóra,
Sigrún, Björg, Hertha
og makar.
Takk fyrir tímann sem með þér áttum,
tímann sem veitti birtu og frið.
Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram,
lýsa upp veg okkar fram á við.
Gefi þér Guð og góðar vættir
góða tíð yfir kveðjuna hér,
þinn orðstír mun lifa um ókomna
daga,
indælar minningar í hjarta okkar ber.
(P.Ó.T.)
Traustur vinur og samstarfs-
maður til margra ára er fallinn
frá. Við kynntumst Hafsteini
fyrir meira en fjörutíu árum.
Hann var einstaklega þægilegur
í viðkynningu og var annálað
ljúfmenni, einlægur og hafði
góða kímnigáfu og sagði
skemmtilega frá.
Í byrjun áttunda áratugarins
stofnuðum við saman fyrirtækið
Samvirki ásamt fleirum. Haf-
steinn gegndi þar ýmsum störf-
um var m.a. verkstjóri og síðar
verslunarstjóri. Allt sem hann
kom að var framkvæmt af
snyrtimennsku og útsjónarsemi.
Þá sat hann í stjórn fyrirtæk-
isins í fjölda ára, og á þeim vett-
vangi var hann úrræðagóður og
framsýnn.
Hafsteinn kynnti fyrir okkur
starfsemi Oddfellow-reglunnar
og treystum við þá enn betur
vináttuböndin. Stúkan okkar
hefur komið víða að hjálparstarfi
í þjóðfélaginu og ætíð var Haf-
steinn tilbúinn að leggja gjörva
hönd á plóginn í því starfi. Haf-
steinn gegndi ýmsum störfum
fyrir stúkuna og sat m.a. í stjórn
stúkunnar nr. 18, Ara fróða.
Það var alltaf ánægjulegt að
njóta gestrisni þeirra hjóna í
sumarbústað þeirra í Mosfells-
sveit, í þessari yndislegu vin sem
þau áttu þar. Þar undi Hafsteinn
sér vel enda mikill náttúruunn-
andi, hann naut þess að fylgja
gestum sínum um þetta fallega
svæði.
Svo, vinur kæri, vertu sæll,
nú vegir skilja að sinni.
Þín gæta máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu, bljúgu þeli þér
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan dreng
ég geymi minninguna.
(Höf. ók.)
Við þökkum Hafsteini sam-
fylgdina og sendum Þóru og fjöl-
skyldu, okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Eyþór Steinsson.
Ásgeir Eyjólfsson.
Þitt er menntað afl og önd,
eigirðu fram að bjóða
hvassan skilning, haga hönd,
hjartað sanna og góða.
(Stephan G. Stephansson)
Þessi vísuorð finnst okkur vel
viðeigandi sem kveðjuorð til
Hafsteins Guðmundssonar. Þeg-
ar við fluttum í Ofanleitið tóku
þau hjónin mjög elskulega á
móti okkur, eins og þeim var
lagið, og betri nágranna er ekki
hægt að fá.
Við sendum Þóru og fjölskyld-
unni allri innilegar samúðar-
kveðjur og biðjum góðan Guð að
styðja þau og styrkja á þessum
erfiðu tímum.
Hannes og Ragnheiður.
Hafsteinn
Guðmundsson
Kær fjölskylduvinur og góður
starfsmaður er látinn. Óttar kom
til starfa hjá verktakafyritæki
okkar árið 1992. Það kom fljótt í
ljós hversu góður starfsmaður
hann var, hann var ekki bara bíl-
stjóri, það var alveg sama hvaða
verk honum var falið að vinna,
jarðvinna eða á verkstæðinu,
múra, mála, smíða, allt lék í hönd-
um hans, svokallaður „þúsund-
þjalasmiður.
Óttar bjó hér á Laugarvatni í
rúm 10 ár. Það er óhætt að segja
að öllum líkaði vel við hann, aldr-
ei sagði hann styggðaryrði um
nokkurn mann, sannkallað gæða-
blóð. Óttar hafði mikinn áhuga
fyrir bílum, ekki segjum við að
hann hafi verið með bíladellu, en
þegar hann eignaðist Ford Merc-
ury Cugar, með flottu merki á
Óttar Símon
Einarsson
✝ Óttar SímonEinarsson
fæddist 11. október
1943 á Akranesi.
Hann lést á heimili
sínu, Landakoti,
föstudaginn 4. jan-
úar sl.
Útför Óttars fór
fram frá Akra-
neskirkju 14. jan-
úar 2013.
húddinu, sá maður
geislabaug yfir vin-
inum.
Hann hafði íbúð
út af fyrir sig, en
ekki kom annað til
greina en hann
kæmi heim til okkar
í mat. Í margan
manninn hef ég eld-
að mat á minni ævi,
en ég held að Óttar
minn hafi verið sá
ánægðasti af öllum.
Lífið fór ekki alltaf um hann
mildum höndum, en Óttar var
hraustmenni að eðlisfari. Líkam-
inn þoldi ekki endalaust álagið
sem lagt var á hann, en hann
dreif sig alltaf af stað aftur og aft-
ur.
Það eru margar góðar minn-
ingar sem fjölskyldan á um veru
hans á Laugarvatni. Innilegar
þakkir fyrir allt og allt, kæri Ótt-
ar. Við vottum fjölskyldu Óttars
innilega samúð.
Loks beygði þreytan þína dáð,
hið þýða fjör og augnaráð;
sú þraut var hörð – en hljóður nú
í hinsta draumi brosir þú.
(Jóhannes úr Kötlum)
Dóra, Sigurður
og fjölskylda.