Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2013 Því er reglulega haldið fram aðaðildarferlið gangi vel og er þá átt við að góður gangur sé í aðlögun Íslands að Evrópusambandinu. Þetta heyrist frá forystumönnum ríkisstjórnarinnar og öðrum sölu- mönnum aðildar.    Þegar málið erskoðað kemur allt annað á daginn. Ekkert ríki í sam- bærilegri stöðu hef- ur þurft jafn langan tíma til viðræðna um aðild, sem sýnir hversu fráleitt er að láta eins og allt sé með felldu.    Annað sem af-hjúpar spunann er það sem heitustu stuðningsmenn aðildar sögðu áður en sótt var um. Árni Páll formanns- frambjóðandi taldi í apríl 2009 unnt að klára samninga á innan við einu ári.    Jóhanna formaður hans vonaðist ásama tíma til að Ísland gæti ver- ið orðið fullgildur aðili á innan við ári eða kannski 18 mánuðum.    Um leið sagði Baldur Þórhallsson,varaþingmaður Samfylking- arinnar og prófessor, forystumenn ESB „tilbúna til að semja við okkur um inngöngu á 9 til 12 mánuðum“.    Í júlí 2009 sagði Stefán Haukur Jó-hannesson, formaður „samn- inganefndar“ Íslands við ESB, að að- ildarviðræður gætu tekið eitt til eitt og hálft ár. Hann situr þó enn við „samningaborðið“.    Er nokkur von til að einhverjirþeirra sem afvegaleiddu þing og þjóð muni axla ábyrgð á gjörðum sínum? Jóhanna Sigurðardóttir Alvarlegum blekk- ingum var beitt STAKSTEINAR Baldur Þórhallsson Veður víða um heim 17.1., kl. 18.00 Reykjavík 8 rigning Bolungarvík 3 rigning Akureyri 0 skýjað Kirkjubæjarkl. 6 rigning Vestmannaeyjar 7 súld Nuuk -7 snjókoma Þórshöfn 6 skýjað Ósló -7 snjókoma Kaupmannahöfn -2 heiðskírt Stokkhólmur -5 snjókoma Helsinki -12 heiðskírt Lúxemborg -3 skýjað Brussel -6 þoka Dublin 6 súld Glasgow 2 heiðskírt London 2 léttskýjað París -1 léttskýjað Amsterdam -5 þoka Hamborg -1 heiðskírt Berlín 0 skýjað Vín 0 snjókoma Moskva -10 snjóél Algarve 16 skýjað Madríd 12 heiðskírt Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 12 léttskýjað Róm 7 léttskýjað Aþena 15 skýjað Winnipeg -26 skýjað Montreal -12 léttskýjað New York 4 heiðskírt Chicago -3 heiðskírt Orlando 23 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 18. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:47 16:30 ÍSAFJÖRÐUR 11:17 16:11 SIGLUFJÖRÐUR 11:00 15:53 DJÚPIVOGUR 10:23 15:54 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Til er eintak af 2. tölublaði skop- tímaritsins Spegilsins frá árinu 1983 í hirslum Landsbókasafns - há- skólasafns í Þjóðarbókhlöðunni. Að- gangur að því er hins vegar lokaður, jafnvel fyrir fræðimenn. Einnig er lokað fyrir aðgang að blaðinu á vefnum tímarit.is. Lögregla lagði hald á blaðið á sín- um tíma og ritstjóri þess, Úlfar Þor- móðsson, var dæmdur í sekt fyrir guðlast. Ríkissaksóknari lét leggja hald á blaðið en það þótti brjóta í bága við almennt velsæmi þess tíma. Hæstiréttur staðfesti síðar að hald- lagningin hefði verið réttmæt. Að sögn Ingibjargar Steinunnar Sverrisdóttur landsbókavarðar er eintakið geymt í sérstakri geymslu sem örfáir hafa aðgang að. Hún seg- ir málið sérkennilegt og að hún efist um að blaðið yrði bannað kæmi það út í dag. „Ef aðilar málsins eru sam- mála um að þessi dómur eigi ekki lengur við og sætta sig við að efnið sé fyrir allra augum þá myndum við skoða það gaumgæfilega að birta það,“ segir Ingibjörg. Frumkvæðið að því að fá blaðið birt þyrfti að hennar mati að koma frá ritstjóra þess eða öðrum sem málið viðkom. Myndu skoða það vel að birta blaðið Guðlast Mynd sem birtist í Spegils- blaðinu sem lagt var hald á.  Bannað tölublað af skoptímaritinu Speglinum er til hjá Landsbókasafni Kosning til formanns Samfylking- arinnar hefst í dag og stendur kjörið yfir til mánudagsins 28. janúar, þeg- ar frestur til að skila inn atkvæðum rennur út kl. 18.00. Kosningarnar eru rafrænar og eru í gegnum vefsetur Samfylk- ingar, xs.is. Þeir sem þess óska geta fengið atkvæðaseðil sendan í bréf- pósti á lögheimili og þarf beiðni um slíkt að berast skrifstofu flokksins í síðasta lagi kl. 18.00 á mánudaginn komandi, 21. janúar. Í tilkynningu frá flokknum segir að hér sé á ferð stærsta rafræna kosning sem farið hafi fram á vegum stjórnmálaflokks hér á landi. Kosn- ingarétt hafa skráðir félagar í flokknum og eru rúmlega 18.000 á kjörskrá. Kjöri formanns verður lýst á landsfundi Samfylkingarinnar laugardaginn 2. febrúar. Formanns- kjör að hefjast Guðbjartur Hannesson Árni Páll Árnason www.gilbert.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.