Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Atli Gíslason,alþing-ismaður,
gerði í sláandi
blaðagrein í
Fréttablaðinu út-
tekt á hver örlög
mikilvægt hug-
sjónamál hans
hlaut í meðförum þeirrar rík-
isstjórnar, sem hann gekk
glaðbeittur til stuðnings við
vorið 2009.
Hann hefur grein sína á
þessum orðum: „Ég gekk til
liðs við VG á sínum tíma eink-
um til að vinna að hugsjónum
um jafnrétti og umhverfi. Að
báðum þessum málaflokkum
hafði ég unnið sem lögmaður
en gerði mér vonir um að ég
næði meiri árangri á vettvangi
Alþingis og innan VG, sem
hefur kvenfrelsi og umhverf-
ismál að kjarnaatriðum í
stefnuskrá sinni.“ Síðar segir:
„Bjartar vonir vöknuðu við
samstarfsyfirlýsingu ríkis-
stjórnar Samfylkingarinnar
og Vinstrihreyfingarinnar -
græns framboðs í kjölfar al-
þingiskosninga vorið 2009,
með jafnaðar- og jafnréttis-
konuna Jóhönnu Sigurðar-
dóttur forsætisráðherra í far-
arbroddi. Í samstarfs-
yfirlýsingunni segir um
jafnréttismálin:
„Málaflokkur jafnréttis-
mála fái aukið vægi innan
stjórnkerfisins. Jafnréttis-
stofa verði efld og sjálfstæði
hennar aukið.
Jafnréttismál verði flutt í
forsætisráðuneytið. Áhrif
kvenna í endurreisninni verði
tryggð. Því mun ríkisstjórnin
beita sér fyrir því að jafna
hlutfall kvenna á öllum svið-
um samfélagsins og grípa til
sértækra aðgerða sé þess
þörf. Jafnframt verði kynja-
sjónarmið höfð að leiðarljósi í
aðgerðum til atvinnusköp-
unar, svo þær gagnist bæði
körlum og konum með fjöl-
breyttan bakgrunn.
Ríkisstjórnin grípi til að-
gerða til að útrýma kyn-
bundnum launamun í sam-
vinnu við hagsmunasamtök og
aðila vinnumarkaðarins. Lok-
ið verði við gerð jafnréttis-
staðla á kjörtímabilinu og
starf jafnréttisfulltrúa ráðu-
neyta verði efld. Unnið verði
úr tillögum jafnréttisvakt-
arinnar.
Ríkisstjórnin grípi til að-
gerða til að útrýma kyn-
bundnu ofbeldi.“
Nú undir lok kjörtímabils
ríkisstjórnar Samfylking-
arinnar og Vinstrihreyfing-
arinnar - græns framboð má
með sanni segja að vart standi
steinn yfir steini hvað þessi
loforð snertir. Niðurskurður í
heilbrigðis- og fé-
lagsmálum hefur
bitnað á konum og
landsbyggðinni,
en um 80% tap-
aðra starfa voru
kvennastörf. Fög-
ur fyrirheit um að
útrýma kyn-
bundnum launamun hafa snú-
ist upp í andhverfu sína, kyn-
bundinn launamunur hefur
aukist á kjörtímabilinu. Staða
kvenna í íslensku samfélagi
hefur versnað síðastliðin fjög-
ur ár. Þær hafa verið þolendur
endurreisnar fjármálakerf-
isins, forgangsverkefnis að
fyrirmælum Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins sem hafa falið í
sér eignatilfærslur frá skuld-
settum heimilum til fjár-
málastofnana og félagslegan
niðurskurð. Sjóðurinn verður
seint talinn velviljaður nor-
rænu velferðarsamfélagi. Var
það ekki þessi sjóður sem
stuðlaði að kynlífstengdri
ferðaþjónustu í Taílandi?
Fjárframlög til Jafnréttis-
stofu hafa í hlutfalli við verð-
lagsbreytingar lækkað um-
talsvert á kjörtímabilinu.
Jafnréttisstofa hefur ekki
verið efld, þvert á móti skorin
niður. Tillögur greinarhöf-
undar og Lilju Mósesdóttur
við þriðju umræðu fjárlaga
fyrir árið 2013 um tímabundin
75 milljóna króna framlög til
Jafnréttisstofu árin 2013 til
2015, samtals 150 milljónir, til
að vinna gegn kynbundnum
launamun voru felldar með at-
kvæðum allra stjórnarþing-
manna. Stjórnarliðar greiddu
einnig einbeitt atkvæði gegn
einkar hófsömum tillögum
okkar Lilju um 10 milljóna
króna viðbótarframlag til
Kvennaathvarfsins í Reykja-
vík, 5 milljóna króna til Stíga-
móta, sömu fjárhæð til Afls-
ins, samtaka gegn kynbundnu
ofbeldi á Norðurlandi, og UN
Women. Við forgangsröð-
uðum í þágu baráttu gegn
kynbundnum launamun og
kynbundnu ofbeldi í samræmi
við grunngildi VG. Sambæri-
legar tillögur okkar vegna
fjárlaga fyrir árið 2012 voru
einnig kolfelldar af stjórnar-
liðum. Af hverju hafna þeir
tillögum sem eru kjarnaatriði
í stefnuskrám ríkisstjórnar-
flokkanna?“
Lýsing Atla Gíslasonar hér
að framan er mjög trúverðug.
Eftir lestur hennar vaknar
óneitanlega óþægileg hugsun
með lesandanum. Fyrst ríkis-
stjórn þeirra Jóhönnu og
Steingríms fór þannig með
mál sem flestir töldu að stæði
mjög nærri hinu pólitíska
hjarta þeirra, hvernig hefur
þá verið farið með önnur?
Atli Gíslason horfir
á sviðna jörð þegar
hann lýsir meðferð
ríkisstjórnarinnar á
eigin loforðum um
jafnréttismál}
Hvað þá um minni mál?
V
onir standa nú til þess að fríversl-
unarsamningur á milli Íslands og
Kína kunni að verða að veruleika
á þessu ári en viðræður um hann
hafa staðið yfir frá árinu 2007.
Mjög mun hafa hægst á viðræðunum í kjölfar
þess að íslensk stjórnvöld sóttu um inngöngu í
Evrópusambandið sumarið 2009 en undanfarin
misseri hefur aftur færst kraftur í þær og svo
mjög að gert er ráð fyrir að samningur liggi
fyrir á þessu ári sem fyrr segir.
Til þessa hafa Kínverjar aðeins gengið frá
fríverslunarsamningi við eitt vestrænt ríki en
slíkur samningur á milli Kína og Nýja-Sjálands
var undirritaður árið 2008 og hefur hann skilað
sér í mikilli aukningu á viðskiptum á milli land-
anna. Samningurinn hefur þó ekki verið óum-
deildur frekar en annað og hafa þannig verið
uppi áhyggjur af áhrifum hans á nýsjálenskan vinnu-
markað, aukinni samkeppni við kínverska framleiðslu og
áhuga Kínverja á kaupum á landsvæði á Nýja-Sjálandi.
Hins vegar verður ekki annað séð en að reynslan af
samningnum til þessa hafi á heildina litið verið jákvæð.
Samningaviðræðurnar við Kína fara fram í krafti þess
að Ísland er sjálfstætt og fullvalda ríki sem hefur fullt
frelsi til þess að hefja slíkar viðræður við ríki hvar sem er
í heiminum út frá eigin hagsmunum. Eins og staðan er í
dag mun landið vera aðili að fríverslunarsamningum við
samtals 58 ríki, annaðhvort í gegnum aðild þess að Frí-
verslunarsamtökum Evrópu (EFTA) eða alfarið á eigin
forsendum. Ennfremur er beðið fullgildingar
á samningum við sjö ríki og viðræður standa
yfir við 13 ríki í gegnum EFTA auk viðræðna
Íslands við Kínverja. Með verunni í EFTA
framselur Ísland enda ekki fullveldi sitt til
þess að gera samninga um viðskipti eða annað
við önnur ríki eins og yrði til að mynda raunin
ef landið yrði hluti af Evrópusambandinu.
Ennfremur myndu þeir fríverslunarsamn-
ingar sem Ísland er aðili að í dag falla úr gildi
við inngöngu í Evrópusambandið og samn-
ingar þess taka við en EFTA hefur í seinni tíð
farið fram úr sambandinu við gerð slíkra
samninga.
Frelsi í alþjóðlegum viðskiptum leiðir al-
mennt til aukinnar hagsældar og er það ekki
síst fámennum þjóðum í hag með til þess að
gera einfaldan útflutning eins og raunin er í
tilfelli okkar Íslendinga. Mikilvægt er því að halda sem
flestum leiðum opnum í þeim efnum og þá ekki síst til
markaða þar sem fyrirséð er að mestur vöxtur verði í
framtíðinni. Flestar rannsóknir benda til þess að sú verði
raunin, einkum í austanverðri Asíu en einnig til að mynda
í Suður-Ameríku. Rannsóknir benda ennfremur til þess
að Bandaríkin muni standa nokkurn veginn í stað en útlit-
ið þykir hins vegar dekkra fyrir Evrópusambandið. Þann-
ig hafa rannsóknir bent til þess að hlutur þess í alþjóða-
viðskiptum eigi eftir að minnka á komandi áratugum og
þá ekki síst vegna fækkunar íbúa í mörgum ríkja þess og
hækkandi meðalaldurs. hjorturj@mbl.is
Hjörtur J.
Guðmundsson
Pistill
Fríverslun til framtíðar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Heimir S. Guðmundsson
heimirs@mbl.is
Um þessar mundir er veriðað hrinda af stað átaks-verkefninu Liðsstyrkur.Verkefninu er beint að
einstaklingum sem hafa þegar full-
nýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta
eða munu fullnýta hann á árinu 2013.
Um er að ræða samstarfsverkefni
ríkis, sveitarfélaga og samtaka á
vinnumarkaði. Með verkefninu á að
tryggja að allir sem fullnýti rétt sinn
á áðurnefndu tímabili fái tilboð um
starf á árinu, skrái þeir sig til þátt-
töku í átakinu. Með hverju starfi
greiðir Atvinnuleysistryggingasjóður
186 þúsund krónur á mánuði, í þá sex
mánuði sem hverjum einstaklingi
býðst úrræðið. Áætlað er að 2.200
manns muni nýta sér vinnumarkaðs-
úrræðið og heildarkostnaður er áætl-
aður um 2,6-2,7 milljarðar króna.
Þeir sem hafa þegar fullnýtt bótarétt
sinn og verið skemur en 42 mánuði á
bótum geta sótt um svokallaðan bið-
styrk, og fengið framfærslu þar til
boð um starf eða starfsendurhæfingu
berst.
200 störf að verða til
Atvinnurekendur og sveitarfélög
hafa tekið vel við sér og þegar útveg-
að 200 störf að sögn Runólfs Ágústs-
sonar, verkefnastjóra Liðsstyrks.
Vinna við undirbúning hefur staðið
yfir í nokkrar vikur og þegar er búið
að taka stóran hluta atvinnuleitenda
sem falla undir aðgerðirnar í viðtal.
Aðspurður segir Runólfur viðtölin
hafa gengið mjög vel. Það sem standi
upp úr sé að þeir sem hafa komið í
viðtal vilji í langflestum tilfellum fá
tækifæri til að vinna. „Vissulega er
hluti hópsins sem mun þurfa aðstoð
og starfsendurhæfingu en það virðist
smærri hluti en menn gerðu ráð fyr-
ir,“ segir Runólfur og nefnir að þegar
hafi ráðningar átt sér stað innan
átaksins.
Þessa dagana er verið að auglýsa
átakið og segir Runólfur meginmark-
miðið að reyna að höfða til atvinnu-
rekenda. „Við sjáum að víða hefur
skapast ráðningarþörf hjá fyr-
irtækjum. Mörg þeirra hafa hins-
vegar aukið yfirvinnu í stað þess að
fjölga starfsfólki. Í átakinu felst að
fyrirtæki fær mótframframlag og í
raun erum við að niðurgreiða stofn-
kostnað við ný störf að því gefnu að
fyrirtækið ráði fólk úr umræddum
hópi,“ segir Runólfur.
Samkvæmt áætlunum er reiknað
með að skapa eigi 275 starfstengd
vinnumarkaðsúrræði fyrir 1. febrúar.
Samkomulagið felur í sér að sveit-
arfélögin skapi 30% starfanna, ríkið
10% og almenni vinnumarkaðurinn
60%.
Því er ljóst að hinn almenni vinnu-
markaður þarf að bera þungar byrð-
ar í þessu mikla átaksverkefni. Vil-
hjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, segist bjart-
sýnn á að hinn almenni vinnumark-
aður geti borið sínar byrðar sam-
kvæmt samkomulaginu. Atvinnulífið
og fyrirtækin séu þeir aðilar sem
þurfi að koma að lausn málsins. „Við
erum að hvetja fyrirtæki til að leggja
verkefninu lið, við teljum að það sé
atvinnulífinu mjög í hag að fólk lendi
ekki alveg til hliðar á vinnumark-
aðnum,“ segir Vilhjálmur en leggur
þó áherslu á að verkefnið sé nýfarið
af stað, verið sé að stíga fyrstu skref-
in, ná utan um verkefnið og heild-
armyndina.
Hjörleifur Þórðarson, tengiliður
SA vegna átaksins, segist finna
áhuga hjá fyrirtækjum, þau vilji taka
höndum saman og séu opin fyrir því
að skoða þátttöku í verkefninu. Hann
nefnir að töluvert sé um að minni fyr-
irtæki beini fyrirspurnum til hans og
hafi áhuga á verkefninu.
Þurfa að skapa allt
að 2.200 störf á árinu
Morgunblaðið/Golli
Samstarf Átaksverkefnið felur í sér að almenni vinnumarkaðurinn skapi
1.320 störf á árinu til handa þeim sem misst hafa rétt til atvinnuleysisbóta.
Sveitarfélögin þurfa að standa
sína plikt og skapa 660
starfstengd úrræði á árinu,
þar af 83 fyrir mánaðamót.
Sólveig Gunnarsdóttir er
fulltrúi Sambands íslenskra
sveitarfélaga í verkefnastjórn
Liðsstyrks. Aðspurð segir hún
andann í sveitarfélögunum
góðan, þau séu þó mislangt á
veg komin enda verkefnið á
fyrstu metrunum. „Reykjavík
og Akureyri hafa t.d. verið
með stór atvinnuátaksverk-
efni í gangi,“ segir Sólveig og
tekur fram að ekkert bendi til
annars en að sveitarfélögin
nái að skapa þau störf sem
þeim ber skv. samkomulaginu
fyrir mánaðamótin.
Sólveig segir að sveitar-
félögin muni leitast við að
finna starf sem henti hverjum
og einum, þau muni miðast
við menntun, reynslu og
hæfni hvers og eins.
Skapa störf
við hæfi
ÞÁTTUR SVEITARFÉLAGA