Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 43
Birgir hefur starfað mikið í Blæð- arafélagi Íslands, hefur setið í stjórn þess frá 2008 og er formaður félagsins frá 2010. Hann hefur starfað í Sjálfstæðisflokknum um árabil, situr í stjórn Félags sjálf- stæðismanna í Háaleitishverfi frá 2000 og er formaður félagsins frá 2010. Þá situr hann í stjórn Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík og í utanríkismálanefnd flokksins. Hann situr auk þess í stjórn Heimssýnar frá 2011. Skólameistari í Skák Birgir er fljótur að svara þegar hann er spurður um áhugamál. Hann hefur áhuga á skák, brids og lestri góðra bóka: „Ég var nú ekk- ert undrabarn í skák því ég hef lík- lega verið orðinn 12 ára þegar ég byrjaði að tefla. En svo tefldi ég töluvert mikið á unglingsárunum og ég man að ég náði að verða skóla- meistari í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Með árunum dró ég svo úr tafl- mennskunni og það var orðið hend- ing að maður tefldi þó að maður fylgdist alltaf með því sem var efst á baugi í skákheiminum og hefði gaman af skákþrautum. Í seinni tíð hef ég hins vegar far- ið að tefla aftur, hef teflt töluvert á netinu og tefldi t.d. með Skák- sambandi Sauðárkróks á síðasta Ís- landsmóti félagsliða. Ég var svo heldur ekkert bráð- þroska í spilamennskunni því ég byrjaði ekki að spila brids fyrr en um tvítugt. En ég hef haldið mig betur að spilamennskunni en skák- inni, hef verið meðlimur í Bridge- félagi Kópavogs um árabil, spila þar reglulega, hef oft keppt fyrir félagið og nokkrum sinnum orðið Reykja- nesmeistari með því í tvímenningi og sveitakeppni.“ Og svo lestu góðar bækur seg- irðu. En hvað eru „góðar bækur“? „Það eru þær bækur sem vekja áhuga minn. Það er líklega fulldjúpt í árinni tekið að segja að ég sé alæta á bækur. En ég hef verið sí- lesandi frá því ég var krakki og á það til að detta ofan í rit um hin ólíklegustu efni, allt frá eðlisfræði til guðfræði. Svo les ég mikið glæpareyfara en þar er Yrsa Sigurðardóttir í uppá- haldi hjá mér.“ Fjölskylda Systkini Birgis eru Sigurður Þór Steingrímsson, f. 21.3. 1961, flug- virki, búsettur í Reykjavík en kona hans er Fjóla Karlsdóttir kennari og eru börn þeirra Brynjar, Birkir og Hinrik; Eva Matthildur Stein- grímsdóttir, f. 20.1. 1964, hjúkr- unarfræðingur, búsett í Reykjavík, en maður hennar er Ágúst Ólafsson vélvirki og eru börn þeirra Elva, Steingrímur og Arnar Logi; Einar Már Steingrímsson, f. 1.1. 1966, byggingatæknifræðingur í Noregi en kona hans er Sigþrúður Karls- dóttir tækniteiknari og eru börn þeirra Hilmar, Lilja og Finnur. Foreldrar Birgis eru Steingrímur Th. Þorleifsson, f. 27.4. 1932, bygg- ingatæknifræðingur, og Ethel Ma- rita Þorleifsson, f. 17.2. 1934, ljós- móðir. Úr frændgarði Birgis Arnar Steingrímssonar Birgir Örn Steingrímsson Agnes Serafina Bark Jäderholm húsfr. í Åbu Leonard Jäderholm verksmiðjuverkst. í Åbu í Finnlandi Ethel Marita Þorleifsdóttir ljósmóðir, af finnskumættum Anna Sigríður Jónsdóttir vinnuk. í Geitaskarði Sigurlaug Hansdóttir húsfr. í Sólheimum Þorleifur Ingvarsson b. í Sólheimum Steingrímur Th. Þorleifsson byggingatæknifræðingur Kristín Gísladóttir húsfr. í Sólheimum Ingvar Þorleifsson hreppstj. í Sólheimum Fjóla Þorleifsdóttir ljósm. á Sauðárkróki Ingvar Þorleifsson b. í Sólheimum Guðmundur Örn Ingólfsson líffræðingur Þorleifur Ingvarsson b. í Sólheimum Afmælisbarnið Birgir Örn Steingrímsson spókar sig á götu í New York. ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2013 Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I linan.is Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 I laugardaga 11 - 16 afsláttur FAMA 3ja sæta sófi 230 cm áður kr. 254.400 nú kr. 199.900 ÚTSALA Frábært úrval af púðum á 20 - 50% afslætti METRO leðurstóll áður kr. 121.900 nú kr. 85.330 TAKMARKAÐ MAGN AF HVERRI VÖRU 20% afsláttur 30% afsláttur 30 ára Teitur ólst upp á Akureyri, hefur stundað sjómennsku um árabil og er nú bílstjóri hjá Land- flutningum á Akureyri. Dóttir: Aníta Líf Teits- dóttir, f. 2006. Systur: Tinna Ösp, f. 1991, og Berglind Ösp, f. 1994. Foreldrar: Kamilla Han- sen, f. 1964, hjúkrunar- fræðingur, og Viðar Frosti Pálmason, f. 1963, verk- taki á Akureyri. Teitur Örn Viðarsson 30 ára Heiðrún lauk próf- um frá háskólabrú Keilis og stundar nú kennara- nám við HA. Systkini: Sólrún P. Garð- arsdóttir, f. 1981; Björgvin A. Garðarsson, f. 1991, og Kristófer D. Garðarsson, f. 1997. Foreldrar: Garðar Jóns- son, f. 1964, málara- meistari á Akranesi, og Lára Hagalín Björgvins- dóttir, f. 1963, leikskóla- kennari. Heiðrún Sif Garðarsdóttir 30 ára Helgi fæddist í Grindavík og er lyfjafræð- ingur við Lyfju í Keflavík. Maki: Íris Thordersen, f. 1982, nemi í næringar- fræði. Sonur: Heimir Gamalíel, f. 2007. Stjúpdóttir: Elísa, f. 2009. Foreldrar: Helgi Gam- alíelsson, f. 1947, starfsm. við Hitaveitu Suðurnesja, og Svandís Guðmundsdóttir, f. 1949, verslunarmaður. Helgi Már Helgason 90 ára Dóra Magnúsdóttir Kristín Eyvindsdóttir Sigríður Þórðardóttir 85 ára Einar Þ. Hjaltalín Árnason Tryggvi Árnason 80 ára Sigrún Jónsdóttir 75 ára Guðrún Ágústa Sigurðardóttir Sigrún Sigurðardóttir 70 ára Alma V. Sverrisdóttir Edda M. Halldórsdóttir Jónína Á. Hallgrímsdóttir Kjartan Kjartansson Kristín Hermannsdóttir Margrét Schram Sigurður Jóhannsson Tómas Sigurðsson 60 ára Ásta Friðjónsdóttir Guðný Anna Tórshamar Guðrún Björnsdóttir Ingibjörg Bryndís Árnadóttir Sesselja Svava Svavarsdóttir Þorbjörg Ingvadóttir 50 ára Aðalbjörg Þorvarðardóttir Anna Kristín Halldórs- dóttir Barbara Lewocz Guðlaugur Pálsson Guðmundur Sigurðsson Hjördís Aðalsteinsdóttir Kristín Vilhjálmsdóttir Snorri Örn Hilmarsson Særún Steinunn Bragadóttir Þórunn Jóhanna Sigurðardóttir 40 ára Auður S. Arndal Bjarki Guðmundsson Engilbert Gylfason Grétar Aðils Maríuson Gunnlaugur Jónsson Ingibjörg Guðlaugsdóttir Kristborg Erla Bjarnadóttir Sigurbjörn Knudsen Sigurður Freyr Hafstein Viðar Ágústsson Yrma Luz Rosas Rengifo 30 ára Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg Atli Geir Gunnarsson Björn Ingi Björnsson Dagný Sverrisdóttir Davíð Ingi Ragnarsson Dröfn Sæmundsdóttir Edda Katrín Einarsdóttir Guðrún Lára Sveinbjörnsdóttir Guðrún Ólafsdóttir Boyd Jonathan Leslie King Van Cam Vu Þorlákur Helgi Hilmarsson Til hamingju með daginn Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Jóhannes fæddist að Vallakoti íReykjadal í Suður-Þingeyjar-sýslu 18.1. 1874. Jóhannes var einn merkasti at- hafnamaður og framfarasinni síð- ustu aldar. Hann stundaði trésmíða- nám á Akureyri og síðan þriggja ára framhaldsnám í Kaupmannahöfn. Heim kominn festi Jóhannes ráð sitt og settist að í Hafnarfirði, stund- aði húsbyggingar, reisti verksmiðju við Lækinn í Hafnarfirði, keypti til landsins átta fullkomnar trésmíða- vélar og lét vatnsorkuna knýja vél- arnar. Hjá honum störfuðu að jafn- aði 12 manns. Næsta skref þessa eldhuga var að nýta vatnsorkuna betur með raf- orku. Hann festi kaup á rafal í Nor- egi, fékk fyrsta íslenska raffræðing- inn, Halldór Guðmundsson, til að koma honum fyrir en einn af tré- smiðum Jóhannesar sá um raflagnir. Hér var komin til sögunnar fyrsta virkjun og rafstöð til almennings- nota á Íslandi en hún tók til starfa 12.12. 1904. Ljós voru kveikt í verk- smiðjunni, Góðtemplarahúsinu, Barnaskólanum og þrettán öðrum húsum og á fjórum götuljósum í Hafnarfirði. Rafvæðing var hafin á Íslandi. Jóhannes átti eftir að bæta nýju vatnshjóli við virkjunina og reisa síð- an nýja rafstöð á Hörðuvöllum sem þá fullnægði allri eftirspurn eftir rafmagni í Hafnarfirði. Hún tók til starfa haustið 1906 og framleiddi 37 kW. Jóhannes seldi Hafnarfjarðarbæ virkjanirnar og trésmiðunum verk- smiðjuna en keypti sjálfur jörðina Setberg og hóf þar myndarbúskap. Hann var lengi með 20 kýr í fjósi og um 200 ær, keypti fystu mjaltavélina sem kom til landsins og fyrstu drátt- arvélina, en hún var með framdrifna vél sem hægt var að tengja við ýmis vinnutæki. Jóhannes reisti síðan enn eina rafstöðina við Lækinn, árið 1917. Þá reisti hann timburverslun og trésmiðju við Setbergsbæinn og loks reisti hann íshús í Hafnarfirði sem framleiddi ís fyrir togara Hafn- firðinga. Merkir Íslendingar Jóhannes Reykdal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.