Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 18
Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Miklar umræður spunnust á Alþingi í gær um umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið. Bæði í óundir- búnum fyrirspurnum og í umræðum um störf þingsins sem fram fóru í kjölfarið. Þar sagði Jóhanna Sigurðardótt- ir, forsætisráðherra, meðal annars að þróunin varðandi vinnulag við umsóknina hefði líklega orðið sú sama þó að ekkert samkomulag hefði verið gert um það á milli stjórnarflokkanna. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hafði spurt for- sætisráðherra um samkomulagið og ennfremur hvort tilgangur þess hefði meðal annars miðað að því að svæfa í utanríkismálanefnd Alþing- is tillögu um að viðræðurnar við Evrópusambandið yrðu lagðar til hliðar og þær ekki hafnar aftur nema með samþykki í þjóðarat- kvæðagreiðslu sem Jón Bjarnason, fulltrúi VG í nefndinni, stóð meðal annarra að. Ekki opnað fyrir kosningar Gunnar Bragi Sveinsson, þing- flokksformaður Framsóknarflokks- ins, spurði Jóhönnu hvers vegna slíkt samkomulag hefði verið gert á milli stjórnarflokkanna ef það skipti engu máli hvort það hefði verið gert. Hann spurði ennfremur hvers vegna hóta hefði þurft Vinstrihreyf- ingunni - grænu framboði stjórnar- slitum vegna málsins ef það var í góðum farvegi. Forsætisráðherra svaraði því til að sjávaraútvegs- og landbúnaðar- kaflar viðræðnanna hefðu hvort sem er ekki verið opnaðir fyrir kosningarnar í vor. Að öðru leyti hefði verið samkomulag um það á milli stjórnarflokkanna samkvæmt stjórnarsáttmálanum með hvaða hætti ætti að halda á málinu. Undraðist að þurfa að stafa hlutina ofan í þingmenn Þá snerust umræður í þinginu að talsverðu leyti um Jón Bjarnason og þá ákvörðun að víkja honum úr utanríkismálanefnd áður en tillagan væri tekin fyrir í nefndinni. Jón beindi þeirri fyrirspurn til forsætisráðherra hvort það væri ekki enn í fullu gildi sem kveðið væri á um í stjórnarsáttmála VG og Samfylkingarinnar að stjórnarþing- menn hefðu rétt á sinni sannfær- ingu í ESB-málinu og til þess að berjast fyrir henni innan og utan þings. Hann lagði ennfremur áherslu á að umsóknin um aðild að ESB hefði ekki verið ríkisstjórnarmál enda hefði það verið lagt fram sem þing- mannamál þar sem hluti þingmanna VG hefði ekki getað stutt það. Forsætisráðherra svaraði því til að hún vissi ekki betur en að sam- þykkt hefði verið í flokksstofnunum ríkisstjórnarflokkanna að málið yrði sett í þann farveg sem gert hefði verið og kveðið væri á um í stjórnarsáttmálanum og umsóknin síðan samþykkt á Alþingi með drjúgum meirihluta atkvæða. Þá sagðist hún ekki vita til þess að mál- frelsi hefði verið tekið af Jóni eða öðrum þingmönnum vegna málsins. Hitt væri svo annað mál að stjórn- arsáttmálinn væri skýr um máls- meðferðina. Jón sakaði forsætisráðherra um ofríki gagnvart Alþingi og að beita sér gegn því að málið færi aftur til Alþingis eins og tillagan í utanrík- ismálanefnd kvæði á um. Lagði hann áherslu á að þingið réði fram- vindu málsins en ekki ráðherrann. Jóhanna ítrekaði að stjórnarsátt- málinn væri skýr í þessum efnum og sagðist hún ekki skilja hvers vegna þyrfti að stafa hann fyrir þingmenn. Tillagan í utanríkismálanefnd hefði gengið gegn sáttmálanum ef hún hefði náð fram að ganga. Hafnaði ásökunum Þá lagði forsætisráðherra áherslu á að þingsályktunartillagan sem samþykkt var á Alþingi sumarið 2009 um að sótt yrði um aðild að ESB gerði ráð fyrir því að málið héldi áfram á næsta kjörtímabili á meðan henni hefði ekki verið breytt. Gunnar Bragi tók málið síðan upp í umræðum um störf þingsins og sagði forsætisráðherra hafa viður- kennt í umræðunni að hafa beitt hótunum til þess að hindra að til- lagan í utanríkismálanefnd næði fram að ganga. Fór hann fram á það við forseta Alþingis að hann tæki málið upp við forsætisráðherra. Þessum ásökunum hafnaði Jóhanna alfarið. Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra sagði að tillaga eins og sú sem komið hefði fram í utanríkis- málanefnd hefði þegar verið felld á Alþingi síðastliðið sumar. Þingvilj- inn hefði þar með komið fram. ESB-málið hefði þróast eins án samkomulagsins  Jón Bjarnason sakaði forsætisráðherra um ofríki gegn Alþingi í umræðum Morgunblaðið/Eggert Ræða Jón Bjarnason í ræðustól Alþingis. Honum var vikið úr utanríkismálanefnd fyrir skömmu. Myndin er úr safni. 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2013 Alþjóðlegur snjódagur verður hald- in hátíðlegur víða um heim á sunnu- dag, þar á meðal á Ísafirði. Ókeypis verður á skíðasvæði Ís- firðinga og 25% afsláttur af skíða- leigu. Þjálfarar og æfingalið Skíða- félagsins ætla að bjóða þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref ókeypis aðstoð. Þá verða brekkur við allra hæfi í boði. Troðnar verða brautir á Selja- landsdal fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna, til viðbótar við sér- staka ævintýrabraut. Þar verður einnig í boði aðstoð fyrir þá sem vilja prufa. Fram kemur í tilkynningu frá Ísafjarðarbæ að góð veðurspá sé fyrir sunnudaginn og ættu allir að geta átt góðan dag á svæðinu. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Snjór Ísfirðingar hafa fengið drjúgan skammt af snjó í vetur eins og sjá má. Alþjóðlegur snjó- dagur á Ísafirði Landspítali fékk nýlega gjöf frá Ólöfu Októsdótt- ur til kaupa á berkjuómspegl- unartæki. Ólöf greindist með útbreiddan sarklíkissjúkdóm árið 2007 og hef- ur náð góðum bata með meðferð, að því er kemur fram í tilkynningu frá Landspítala. Berkjuómspeglunartækið nýtist vel til rannsókna á sjúklingum með sjúkdóma í brjóstholi eins og lungnakrabbameini og sarklíki, sem er bólgusjúkdómur af óþekkt- um orsökum. Svona tæki hefur ekki verið til á Íslandi en með því er mögulegt að gera ómspeglun í gegnum öndunarveginn. Tækið var formlega afhent spít- alanum 15. janúar 2013. Gaf berkjuóm- speglunartæki Við tækið Ólöf Októsdóttir og Hrönn Harðardóttir lungnalæknir. Stofnuð hefur verið ný OA-deild fyrir unglinga en fundir deild- arinnar eru sérstaklega fyrir ung- menni sem glíma við stjórnlausar matarvenjur. Fundirnir eru á miðvikudögum kl. 16.30-17.30 í Skógarhlíð 8 í húsi Krabbameinsfélagsins. OA-deild stofnuð fyrir unglinga STUTT Þingmenn Sjálfstæðisflokksins mótmæltu því harðlega í umræðum á Alþingi í gær að verið væri að keyra umsagnarferli um frumvarp að nýrri stjórnarskrá á allt of mikl- um hraða í gegnum nefndir þings- ins og án þess að eðlileg umræða gæti farið fram í þeim um málið. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ljóst að þingið hefði runnið út á tíma fyrir nokkru til þess að fara í heildar- endurskoðun á stjórnarskránni. Vísaði hann þar meðal annars í gagnrýni sérfræðinga á málið. „Ég vil bera það upp við hæst- virtan forsætisráðherra hvort það sé virkilega svo að það sé ein af hennar helstu kröfum til þingsins að málið verði í heild sinni klárað núna bara á næstu dögum vegna þess að þetta setur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í þá vandræðalegu stöðu að þurfa núna bara næstu sólarhringana að fara að senda frá sér algerlega ófullkomið og illa ígrundað álit undir stöðugum ábendingum sérfræðinga um að málið sé ekki nægjanlega vel und- irbúið,“ sagði hann. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagði málið í höndum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. „Mér er kunnugt um það að for- ystumenn stjórnskipunar- og eft- irlitsnefndar hafa verið í samtölum við forystumenn stjórnarandstöð- unnar um þetta mál og hvernig best sé að halda á því. Ég leyni því ekki að ég tel að það sé skyn- samlegast að halda á því með þeim hætti að menn setji niður tímaplan í þessu máli þar sem lagt verður upp með hvernig þetta mál verður rætt hér á Alþingi og síðan verður bara að leiða það í ljós hvort menn klári þetta mál endanlega en það er mín eindregin ósk að svo verði,“ sagði hún. Á allt of miklum hraða  Tekist á um stjórnarskrármálið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.