Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2013 Langtímaleiga www.avis.is 52.100 kr. á mánuði og allt innifalið nema bensín!* Hafðu endilega samband við okkur í síma 591 4000 eða kíktu á avis.is og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig. *Hyundai l10, árgerð 2011, í 36 mánaða leigu. Komdu í langtímaleigu Avisog láttu dæmið ganga upp! ● Flugmálayfirvöld og flugfélög víða um heim kyrrsettu í gær flestar Boeing 787 Dreamliner-vélar heimsins þangað til búið er að koma í veg fyrir hættuna á eldsupptökum vegna bilunar í rafgeym- um vélanna. Tvö stærstu flugfélög Jap- ans kyrrsettu í fyrradag farþegavélar sínar af gerðinni Dreamliner af öryggis- ástæðum eftir að nauðlenda þurfti slíkri vél í eigu flugfélagsins All Nippon Airl- ines, ANA, í Takamatsu í suðvesturhluta Japans. Áhyggjur vegna bilana í Boeing 787 Dreamliner AFP BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Landsbankinn hefur samið við Pálm- ar Harðarson um kaup á Hljómalind- arreit, Brynjureit og Vatnsstígsreit, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Ekki er búið að ganga frá kaup- unum heldur vinnur Pálmar nú að því að ganga frá fjármögnun til kaupanna. Hann mun standa einn að kaupunum, samkvæmt heimildum, en hann á fasteignaþróunarfélagið Þingasel. Landsbankinn er við- skiptabanki Pálmars og munu þeir reyna að ná samkomulagi um fjár- mögnun. Þetta eru mikilvægir reitir í mið- borginni og er fyrirhuguð mikil upp- bygging á þeim. Landsbankinn fékk þá í fangið í hruninu og auglýsti til sölu fyrir skemmstu. Ákveðið var að hefja viðræður við þrjá áhugasama fjárfesta en Pálmar átti besta tilboð- ið. Reitunum fylgja ýmsar fasteignir, bæði heimili og atvinnuhúsnæði. Og horfir Pálmar til þess að þróa svæð- ið, byggja fasteignir og að svo búnu selja þær. Pálmar sérhæfir sig í fast- eignaþróun; hann kaupir fasteignir eða lóðir, þróar svæðið áfram, t.d. með því að rífa byggingu og reisa nýja, og selur svo áfram. Stefnan er því ekki að eiga eignirnar til lengri tíma og vera leigusali. Líta má á þetta sem þróun og framleiðslu á húsnæði. Stórtækur Pálmar hefur að undanförnu haft mikla trú á fasteignageiranum: Hann byggði nýtt hótel á Akureyri, Icelandair hótel Akureyri, og seldi síðan eignina. Auk þess er Pálmar að byggja á svokölluðum Lýsisreit og hyggst reisa þar um 100 íbúða fjöl- býlishús. Á þeirri lóð stóð fyrirtækið Lýsi áður en það flutti út á Granda. Lóðin er fyrir aftan JL-húsið. Pálmar hefur unnið í byggingar- bransanum frá blautu barnsbeini, þá við hlið föður síns Harðar Jónssonar. Faðir hans á hlut í Strokk Energy, sem Eyþór Arnalds fer fyrir. Strokk- ur á t.d. hlut í aflþynnuverksmiðju Becromal á Krossanesi við Eyjafjörð og í GMR Endurvinnslu, sem mun annast stálendurvinnslu á Grundar- tanga. Fram hefur komið að fjárfest- ingin á Grundartanga muni nema tveimur milljörðum króna. Brynjureitur afmarkast af Lauga- vegi, Vatnsstíg, Hverfisgötu og Klapparstíg. Þar verður gert ráð fyr- ir blandaðri byggð íbúðarhúsnæðis og verslunar-, atvinnu- og þjónustu- húsnæðis, samkvæmt tillögu sem sagt var frá í Morgunblaðinu í haust, og verða 12-40 íbúðir á reitnum. Reiknað er með nýbyggingum ásamt eldri byggð við Hverfisgötu 40-46, nýbyggingum á lóðunum Laugaveg- ur 27a og 27b og nýbyggingu við Laugaveg 23 og tengingu við Klapp- arstíg 31. Hljómalindarreitur af- markast af Laugavegi, Klapparstíg, Hverfisgötu og Smiðjustíg. Keypti verðmæta reiti í 101  Pálmar Harðarson hefur samið um kaup á verðmætum reitum í miðbænum sem féllu í fang Landsbankans og hyggur á umfangsmikla uppbyggingu á svæðinu Stendur í stórræðum » Pálmar Harðarson hefur sam- ið við Landsbankann um kaup á Hljómalindarreit, Brynjureit og Vatnsstígsreit. Þar er mikil upp- bygging fyrirhuguð. » Enn er eftir að ganga frá fjár- mögnun á kaupunum og því er samningurinn ekki í höfn. » Pálmar byggði fyrir skemmstu Icelandair hótel Ak- ureyri og seldi síðan fasteignina. » Hann er að byggja á svoköll- uðum Lýsisreit og hyggst reisa þar um 100 íbúða fjölbýlishús. Lóðin er fyrir aftan JL-húsið. » Faðir hans, Hörður Jónsson, á hlut í Strokk Energy sem Eyþór Arnalds fer fyrir. Strokkur á hlut í Becromal og GMR Endur- vinnslu. Laugavegur Kl ap pa rs tíg ur Va tn ss tí gu r Deiliskipulagstillaga fyrir Brynjureit Grunnmynd: Arkitektur.is Nýjar byggingar Ný göngugata Deiliskipulagstillaga fyrir Hljómalindarreit Grunnmynd: Arkitektur.is La ug av eg ur Sm iðjustígur Hve rfis gat a Nýjar byggingar Markaðstorg ● Árabilið sem birtist með grafi í opnu- viðtali í Viðskiptablaðinu í gær sem sýn- ir hve margir vinna í sjávarklasanum auk framtíðarspár er rangt. Tímabilið átti að vera 2000-2023 en ekki 2000- 2013. Við árslok 2011 unnu 25 þúsund í sjávarklasanum og níu þúsund í sjávar- útvegi. Spáð er að starfsfólki í sjáv- arklasanum fjölgi í 45 við árslok 2023 en í útgerð fækki þeim í 7.800. Mynd um þróun verðs var ekki rétt: 250% aukning átti að vísa á evrópska þorsk- inn en ekki þann íslenska. 45 þúsund í vinnu 2023 ● Þýska fjarskiptafyrirtækið Deutsche Telekom ætlar að fækka stjórnendum um 1.200 í Þýskalandi fyrir lok júní, samkvæmt upplýs- ingum frá fyrirtækinu, sem AFP greindi frá í gær. Með fækkun starfa á að spara 100 milljónir evra á ári í rekstri fyrirtæk- isins, eða sem nemur rúmum 17 millj- örðum króna. Um er að ræða starfs- menn í bókhaldi, á endurskoðunar- sviði, markaðsdeild og starfsmanna- haldi. Ekki verður um beinar uppsagnir að ræða heldur verða gerðir starfs- lokasamningar við starfsmenn sem eru að nálgast eftirlaunaaldur. Ætla að fækka um 1.200 STUTTAR FRÉTTIR                                         !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 ,10.0- +,2.-, ,,.234 ,/.120 +2.323 +/3.-/ +.4/02 +23./5 +3+.45 +,-.55 ,15.1- +/1., ,/.14+ ,/.+5/ +2.-00 +/-.,, +.441+ +23.20 +3+.24 ,//.20+- +,-.23 ,15.0- +/1.0- ,/.+1- ,/.,/+ +2.2+/ +/-.5+ +.444/ +2-.04 +3,.4, Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Ný hraðþjón- usta sem kallast eBOX hefur verið tekin í notkun hjá Eimskip og er ætlunin að bjóða þar með upp á hraðari og einfaldari lausnir til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Ís- lands. Þessar sendingar fara þannig seinastar um borð í skipin, en fyrst út hér á Íslandi, samkvæmt því sem fram kemur í til- kynningu frá Eimskip. Matthías Matt- híasson, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptaþjónustu Eimskips, segir að aukin áhersla sé á lausnir með stutt- um fyrirvara og minna lagerhald. eBOX var kynnt á afmælisdegi félags- ins í gær, en Eimskipafélag Íslands var stofnað 17. janúar 1914 og varð félag- ið því 99 ára í gær. Ný hraðþjónusta kynnt Afmælisbarn Eim- skip er 99 ára. ● Félag í eigu Árna Péturs Jónssonar hefur keypt 51% hlut í fyrirtækinu Ís- land-Verslun hf. sem á og rekur mat- vöruverslanirnar Iceland hér á landi. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Hluturinn er keyptur af Jóhannesi Jónssyni sem eftir söluna á 12% hlut í Ísland-Verslun. Annar hluthafi í Ís- land-Verslun hf. er félag í eigu Ice- land Foods í Bretlandi, sem á 37% hlut. Samhliða sölunni lætur Jóhann- es Jónsson af störfum sem fram- kvæmdastjóri félagins og tekur við sem stjórnarformaður, samkvæmt fréttatilkynningu. Haft er eftir Jóhannesi að veikindi hans hafi tekið sig upp aftur og hann þurfi að verja tíma sínum og kröftum í að takast á við þau. Því geti hann ekki áfram sinnt uppbyggingu á Ice- land. Jóhannes Jónsson selur meirihlutann í Iceland

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.