Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2013
þótti það vel mælt og þarna var
bundin vinátta okkar fjögurra
sem aldrei brast.
Við Bonni lukum prófi frá við-
skiptadeildinni tveir einir í janúar
1965. Útskrift var þannig háttað
að prófessor Ólafur Björnsson
bauð okkur heim til sín. Þegar
hann kvaddi okkur gat hann þess
að prófskírteini gætum við fengið
með því að hringja í háskólaritara
og panta þau. Ég kvaðst mundu
gera það þegar einhver sýndi
áhuga á að sjá skírteinið. Það hef-
ur enn ekki gerst. Bonni hefur
vafalaust sótt sitt því það átti fyrir
honum að liggja að vera settur í
há embætti hjá Sameinuðu þjóð-
unum og þar sleppa menn ekki við
formsatriðin.
Sennilega hefur honum þótt
sem útskriftin mætti vera skraut-
legri því hann lagði til að við héld-
um upp á atburðinn með því að
fara hringferð með Gullfossi. Ég
tók því fálega í fyrstu enda blank-
ur, hættur hjá Seðlabankanum og
kominn með nýja vinnu sem beið
eftir mér. Skömmu seinna var þó
afráðið að fara þessa ferð og
sennilega hafa konur okkar þar
mestu um ráðið en þessi sigling
varð einhver mesta og besta
skemmtan sem við höfum tekið
þátt í.
Bonni var jafnan hrókur alls
fagnaðar í boðum og samkvæm-
um og fáa var jafn gott heim að
sækja og þau hjón. Þær eru marg-
ar gleðistundirnar sem við Inga
megum minnast og þakka fyrir og
raunar var það svo að ekki aðeins
við heldur einnig börn okkar og
barnabörn bundust þeim sterkum
vináttuböndum. Það eitt skyggði
á hve mikið þau voru erlendis. Við
hefðum viljað fá þau heim oftar og
loksins þegar þau hjón fluttu aftur
til landsins að lokinni langri dvöl í
Vín, London og New York auðn-
aðist Guðlaugu aðeins að lifa í eitt
ár hér heima.
Það var gæfa Bonna að kynn-
ast Eddu Bogadóttur, sem varð
seinni kona hans, og gæfa okkar
Ingu að hún skyldi rækta vináttu
við okkur af þeirri alúð sem hún
gerði. Edda tók upp þráðinn og
safnaði vinum hans saman á heim-
ili þeirra hjóna með þeim hætti að
allir máttu finna að vinir Bonna
voru vinir hennar. Það var
skemmtilegt hve Edda og Inga
náðu strax vel saman, eins og þær
hafi verið vinkonur frá unga aldri.
Um leið og við Inga Rósa og
raunar fjölskyldan öll þakkar fyr-
ir þá vináttu og gleði sem Sigurð-
ur Jónsson flutti inn í líf okkar
færum við Eddu og börnum
þeirra okkar innilegustu samúð-
arkveðjur með ósk um að lífið
megi aftur verða fullt af fögrum
tónum og lífsgleði með þeim hætti
sem Sigurður átti svo auðvelt með
að skapa.
Þorvarður Elíasson.
Mér er einkar kært að minnast
góðvinar míns, Sigga. Upphafið
að langri og einlægri vináttu okk-
ar má rekja til ársins 1980. Við
vorum báðir við störf hjá Samein-
uðu þjóðunum, hann í Vín en ég í
New York, og þetta tiltekna ár
kom Siggi í viðtal til höfuðstöðv-
anna í New York vegna starfs sem
hann hafði sótt um. Einhver hafði
bent honum á að hann ætti þarna
samlanda og setti hann sig í sam-
band við mig. Siggi fékk starfið og
flutti ásamt fjölskyldu sinni til
New York og áttum við hjónin
ótaldar gleðistundir með þeim
Guju þar vestra.
Mig langar til að rifja hér upp
skemmtilegt atvik sem við Siggi
upplifðum saman, vegna þess að
mér finnst það varpa einkar skýru
ljósi á persónuleika hans. Það var
eitt kvöld að við fórum út að borða
saman og stakk Siggi upp á írska
staðnum Neary’s á Manhattan,
sem hann þekkti vel en ég ekki.
Eigandinn Jim Neary opnaði
staðinn á St. Patricks Day árið
1967 og hefur verið haft á orði að
hann sé einn af best földu gim-
steinum New York-borgar. Þegar
við félagarnir gengum inn á nán-
ast troðfullan staðinn sáum við
Jim hefja höndina á loft þar sem
hann stóð innst inni í matsalnum.
Svo tók hann gleiðbrosandi á rás
beint til Sigga og sagði: „Hér er
kominn rétti maðurinn!“ Hann
upplýsti okkur um að inni sæti
Maureen O’Hara með vinkonu
sinni sem var í ábyrgðarstöðu hjá
Metrópólítansafninu, kvaðst ekki
vilja setja hvern sem væri við hlið-
ina á Maureen. Það var ekki laust
við að um okkur færi við tilhugs-
unina um slíka nálægð við stór-
stjörnu sem hafði leikið með
mörgum af helstu karlstjörnum
sögunnar, eins og Tyrone Power,
Errol Flynn, John Wayne, Henry
Fonda og Alec Guinness. Jim vís-
aði okkur til sætis við tveggja
manna borð við hlið þessara heið-
urskvenna. Maureen sat upp við
vegginn og bauð hann Sigga að
setjast við hlið hennar en vinkon-
an og ég sátum gegnt þeim. Mjög
lítið bil var á milli borðanna og
upphófust brátt kurteislegar við-
ræður sem fóru rólega af stað.
Maureen var ljóslega vör um sig
framan af. En á miðju kvöldi, þeg-
ar allir voru orðnir afslappaðir og
samræðurnar liðugar, voru borðin
færð saman. Var ekki staðið upp
og kvatt fyrr en síðla kvölds, svo
mikil var stemningin.
En af hverju er ég að segja
þessa sögu? Vegna þess að það
voru einstakir persónueiginleikar
Sigurðar Jónssonar sem urðu til
þess að við áttum þetta minnis-
stæða kvöld. Mannþekkjarinn
Jim vissi sem var að Siggi var
sannur heimsborgari. Hann var
glæsilegur á velli svo að eftir var
tekið, víðlesinn, áhugamaður um
fagrar listir, spænska tungu og
menningu og hafði yndi af músík,
ekki síst djassi og seiðandi tangó-
tónlist, fyrir nú utan hvað hann
var ljónskemmtilegur og skop-
skyn hans óbrigðult.
Við Halla kveðjum elskulegan
og hlýjan vin með djúpum söknuði
og sendum innilegar samúðar-
kveðjur til Eddu, Fríðu, Jóns og
fjölskyldna þeirra.
Herbert Haraldsson.
Kær vinur okkar hjóna er
kvaddur í dag. Sigurður Jónsson
eða Bonni eins og við vöndumst
snemma á að kalla hann varð að
láta í minni pokann fyrir illvígum
sjúkdómi, þrátt fyrir hetjulega
baráttu.
Þegar skarð myndast í hópnum
sem hefur átt áratuga langri vin-
áttu að fagna setur mann hljóðan.
Eftir sitja þó minningar um sanna
vináttu sem aldrei bar skugga á.
Það var ljúft að heimsækja
Bonna og Guju til Bandaríkjanna
meðan þau bjuggu þar og ekki
síðra að fá þau í heimsókn norður
til Akureyrar. Þá var alltaf slegið
upp veislu, vinum og kunningjum
smalað saman og notið samver-
unnar.
Það var mikið áfall þegar Guja
greindist með krabbamein
skömmu eftir 60 ára afmælið sitt
og lést réttum þremur mánuðum
síðar. Þau rétt flutt heim eftir ára-
tuga fjarveru við störf á vegum
Sameinuðu þjóðanna. Nú átti að
njóta eftirlaunanna, ferðast og
njóta lífsins. Það varð því miður
ekki.
Það birti samt til í lífshlaupi
Bonna þegar hann kynntist eftir-
lifandi konu sinni Eddu Bogadótt-
ur. Það var gaman að fylgjast með
hve þeim leið vel saman og voru
samtaka í að gera sér glæsilegt
heimili í Reykholtsdalnum. Húsið
þeirra og garðurinn var hreinn
sælureitur. Þeim fannst alveg
nauðsynlegt þegar við sveitafólkið
að norðan vorum á leið suður að
við kæmum við og gistum. Þá var
slegið upp veislu, setið saman
langt frameftir og spjallað um alla
heima og geima.
Við fórum í ógleymanlega ferð
saman austur á land, heimsóttum
m.a. æskuslóðir í Neskaupstað,
sigldum inn Mjóafjörð og litum
inn til gamalla vina. Alls staðar
var Bonna fagnað eins og týndum
syni. Vel skipulögð ferð saman til
Suður-Karólínu fyrir ári var því
miður aldrei farin. Þá var þrekið
farið að minnka svo löng ferðalög
voru lögð á hilluna í bili.
Bonni var mikill heimsmaður,
smekkmaður mikill og glöggur
mannþekkjari, hæfileikar sem
nýttust vel í starfi sem leik. Hann
hafði sérstaka útgeislun sem fékk
samferðafólk til að líða vel í návist
hans.
Bonni naut þess að sjá barna-
börnin sín vaxa úr grasi og var
stoltur afi.
Hann var einstakur vinur sem
skilur eftir mikið tómarúm í hjört-
um okkar.
Hafðu þökk fyrir allt kæri vin-
ur.
Við sendum eftirlifandi eigin-
konu, börnum og barnabörnum
innilegar samúðarkveðjur.
Margrét Kristinsdóttir
og Gunnar Sólnes.
Það verður bara til einn Bonni
og ég var svo lánsamur að fá að
kynnast honum. Heimili Bonna
stóð mér og síðar fjölskyldu minni
ávallt opið og þangað var gott að
koma hvort sem var sem gutti í
pössun á Íslandi eða í höfn seinna
úti í hinum stóra heimi þegar ég
var við nám eða vinnu. Þar var
alltaf á vísan að róa. Hlýjan og
gestrisnin var slík að á ferðalög-
um var stopp á heimili Bonna og
Guju sérstakt tilhlökkunarefni.
Það var aldrei nein lognmolla í
kringum Bonna þar sem hann fór
og gamansögur og hlátrasköll óm-
uðu veggja á milli þegar hann kom
í heimsókn. Foreldrar mínir áttu
sennilega sérstaklega erfitt með
að koma okkur systkinunum tím-
anlega í rúmið þegar hann kom í
mat enda vildi enginn missa af
veislu með Bonna.
Þau voru ófá skiptin sem Bonni
stökk til og hjálpaði okkur Katr-
ínu þegar hann og Guja bjuggu í
NY með því að skjóta yfir okkur
skjólshúsi, lána bíl eða útvega
húsnæði þar í borg á ótrúlegum
stað á ennþá ótrúlegri kjörum.
Engin vandamál – „bara reddum
þessu“ eins og hann sagði. Og eft-
ir að Guju naut ekki lengur við
fyllti Edda stórt skarð í lífi Bonna
og bjó þeim yndislegt heimili í
Reykholti.
Um leið og ég þakka sam-
veruna bið ég Guð að styrkja
Eddu, börnin og fjölskyldur
þeirra þegar þau minnast þess
góða manns sem nú er okkur horf-
inn. Megi góðar minningar fljótt
verða söknuðinum yfirsterkari.
Bjarni K. Þorvarðarson.
Það er haustið 1956. Nýbúið er
að setja Menntaskólann á Akur-
eyri í 76. sinn. Eitt af sérkennum
skólans er, að þangað komu nem-
endur frá öllum bæjum og sýslum
landsins. Óhætt að fullyrða að
þarna hafi verið saman komin fjöl-
breyttasta flóra af ungmennum á
öllu landinu og þótt víðar væri
leitað. Hefðir skólans voru fjöl-
margar og í föstum skorðum og
voru m.a. það sem treysti sam-
stöðu þessa hóps.
Þrengjum nú sviðið aðeins.
Einn Akureyringur, tveir Sigl-
firðingar og einn Norðfirðingur
eru mættir til leiks. Heimamað-
urinn er að hefja sinn þriðja vetur
í skólanum, Siglfirðingarnir ann-
an veturinn, en Norðfirðingurinn
er að koma í fyrsta skipti og sest í
þriðja bekk skv. þeirra tíma
bekkjarskipan. Norðfjörður var
annálað kommabæli og fór sú
kviksaga náttúrlega strax á kreik
að þarna væri kominn einn af
þeim, og ekki sá linasti í trúnni.
Hinir voru allir heiðbláir eins og
þeir áttu ættir og kyn til. En þrátt
fyrir þessa gjá sem hér var á milli
og þrátt fyrir að vera í mismun-
andi árgöngum lágu leiðir þessara
fjögurra nemenda strax saman og
með þeim bundust kunningja- og
síðar vinabönd, sem aldrei hafa
rofnað.
Norðfirðingurinn var Sigurður
Jónsson, á milli okkar alltaf kall-
aður Bonni. Við kveðjum hann í
dag og eru þá liðin 56 ár síðan við
hittumst, eins og áður greinir.
Þessir „við“ erum Gunnar, Mar-
inó og Sveinn og áttum við ásamt
Bonna eftir að fylgjast að í námi í
viðskiptafræði við Háskóla Ís-
lands þar sem vináttubönd okkar
hnýttust enn betur. Bonni hóf
störf hjá Loftleiðum hf. og fékk
þar góðan grundvöll fyrir það sem
á eftir fylgdi. Hann hafði löngum
haft áhuga á að leita út fyrir land-
steinana og það varð úr að hann
réðst til Sameinuðu þjóðanna (SÞ)
þar sem hann starfaði nær allan
sinn starfsaldur bæði í Vínarborg
og svo síðar í aðalstöðvunum í
New York. Þar stýrði hann um
árabil stærstu innkaupadeild SÞ.
Var hann búinn að fá mikla þekk-
ingu og víðtæka reynslu á því
sviði, sem kom sér vel, þegar hann
eftir starfslok þar sneri aftur til
Íslands og hóf störf á innkaupa-
sviði Alcoa Reyðaráls.
Við söknum þess mikið að hafa
Bonna ekki lengur á meðal okkar.
Það leið varla sú vika, þegar hann
bjó erlendis, að við ekki hringdum
okkur saman. Þegar hann var
fluttur aftur til landsins vorum við
allir í næstum daglegu sambandi.
Margar stundir áttum við á heim-
ili Bonna og Guju í Greenwich og
Tarrytown skammt utan við Man-
hattan. Guðlaug Benediktsdóttir
var fyrri eiginkona Bonna, en hún
féll frá á besta aldri fyrir allmörg-
um árum. Hann eignaðist síðan
trausta og góða eiginkonu, Eddu
Björk Bogadóttur, sem stóð með
honum og hvikaði hvergi í veik-
indum hans, sem stóðu í nær þrjú
og hálft ár. Þau tókust bæði á við
þann vágest af þolinmæði og
æðruleysi.
Um leið og við biðjum algóðan
Guð að blessa minningu Bonna
vinar okkar sendum við Eddu,
börnunum og allri stórfjölskyld-
unni innilegar samúðarkveðjur.
Megi minningin um góðan dreng
vera þeim styrkur.
Gunnar Ragnars,
Marinó Þorsteinsson,
Sveinn Gústavsson.
Minningabrotin hrannast upp
og reyna að mynda heillega mynd.
Hár og myndarlegur menntskæl-
ingur heilsar feimnum, ungum
dreng í SVA í Gilinu sem ekki er
enn kennt við list. Ný Miles Dav-
is-plata dregin fram sem verður
nýr og ögrandi samhljómur. Svo
og John Coltrane. Eitthvað ferskt
og nútímalegt. Fjölskylduboð full
af húmor og andvari breyttra
tíma. Ferðalag í litlum bíl út á
land og tiltekið sjónarhorn. Fund-
ir í fjarlægum löndum sem þó eru
svo nálæg þótt svo virðist ekki
endilega við fyrstu sýn. Eitthvað
óvenjulegt og heillandi en getur
þó vakið efa og óöryggi heima fyr-
ir hjá ungum og öldnum. En þetta
er ekki spurning um einhver lönd
eða einstaka atburði heldur styrk,
tengingar og heildarmynd sem
smám saman birtist. Að opna dyr
og ganga yfir þröskuld.
Ég var svo heppinn að tengjast
Sigurði Jónssyni nánum fjöl-
skylduböndum er hann giftist föð-
ursystur minni, Guðlaugu Bene-
diktsdóttur. Og ég eignaðist um
leið traustan vin. Ég vil lýsa Guju
og Sigurði sem einstaklega hlýj-
um, léttum en jafnfram nútíma-
legum hjónum. Það átti ekki síst
við Sigurð. En í sígildri merkingu
orðsins nútímalegur. Þar ruddi
hann kannski brautina, a.m.k. út á
við. Störf erlendis fyrir Samein-
uðu þjóðirnar og síðan fleiri stofn-
anir styðja þessa sýn þótt hún
virðist í dag aðeins hefðbundnari
en þá. Heimsþorpið var ekki til
eða hvað? En kannski sá hann Ís-
land einmitt skýrt – nægilega
skýrt og óbundið strax og skýrara
en margur hér heima fyrir?
Löngu fyrir daga Nets og Skype.
Hann horfði bæði að heiman og
heim.
Ég tel að Sigurður hafi í raun
verið á undan sinni samtíð að
mörgu leyti. Ekki bara hvað varð-
ar starfsvettvang heldur hug-
myndir og sýn. Alþjóðlega sýn
sem er ekki hlekkjuð. Og á end-
anum fer heildarmyndin að birt-
ast smám saman. Já, á endanum
komu þau Guja auðvitað heim því
leiðin að heiman er leiðin heim.
Tíminn líður og við horfum til
Guju og kveðjum. Enn líður hann.
Kannski hægt, kannski hratt, ég
veit ekki. Og Sigurður hittir nýjan
lífsförunaut, Eddu Björku, og þau
setjast að í íslenskum dal. Íslensk-
um dal.
Blik og blikk í auga og alltaf er
húmorinn nálægt. Ómissandi
smurning gangverksins. En þó í
allt of stuttan tíma. Er tíminn
nokkuð til? Hann er alltaf til. Við
kveðjum og minningin lifir. Enn
er kveðjustund.
Ég þakka fyrir allt. Og við Ás-
laug færum Eddu Björgu, Fríðu,
Jóni Svan og fjölskyldum innileg-
ustu samúðarkveðjur. Já minning-
in um góðan dreng og góðan vin
lifir.
Egill Benedikt Hreinsson.
Góður vinur minn og nafni, Sig-
urður Jónsson, er látinn. Við höf-
um þekkst frá því að við störfuð-
um saman á sjöunda áratug
síðustu aldar. Alla tíð síðan hefur
nafni haldið utan um reglubundið
samband og samskipti okkar í
milli og þannig höfum við vitað
hvor af öðrum, þótt hann hafi
starfað erlendis meirihluta þess
tíma. Við þessi áramót er þökkuð
sú væntumþykja.
Sigurður ólst upp austur á
Fjörðum þar sem ekki var vítt til
veggja og á dimmum vetrardög-
um sást þar varla til sólar. Lauk
hann stúdentsnámi á Akureyri og
síðan námi í viðskiptafræði við
Háskóla Íslands. Þegar litið er til
baka var strax í upphafi starfsfer-
ils Sigurðar ljóst, að áhugi og vilji
hans beindust einkum að því að
starfa á alþjóðavettvangi. Eftir að
hafa lokið námi hóf hann störf hjá
Loftleiðum, við hagdeild félagsins,
en störfin þar tengdust m.a. er-
lendum samskiptum. Starfaði
hann eftir það hjá Iðnþróunarsjóði
Sameinuðu þjóðanna í Vín og í að-
alstöðvum Sameinuðu þjóðanna í
New York. Þá hjá Evrópubankan-
um í London og síðast hjá Nor-
ræna þróunarsjóðnum í Helsinki.
Var starf Sigurðar á sviði inn-
kaupa og við ráðgjöf og mat á
verkefnum og var honum falið for-
ystuhlutverk hjá þessum stofnun-
um. Oft á tíðum kölluðu þessi
verkefni á mikil ferðalög um heim-
inn.
Framganga Sigurðar og frami
á erlendum vettvangi eru aðdáun-
arverð. Þar fór einstaklingur sem
ávann sér traust og trúnað með
vinnu sinni og voru falin mikilvæg
verkefni. Í því sambandi má nefna,
að hann var yfirmaður þeirrar
skrifstofu í höfuðstöðvum Samein-
uðu þjóðanna sem sá um innkaup
fyrir samtökin. Í samtölum við
Sigurð kom fram að hann fylgdist
vel með alþjóðamálum og var víð-
lesinn. Sigurður Jónsson er einn
þeirra Íslendinga sem hafa með
störfum sínum á erlendum vett-
vangi átt þátt í að auka hróður
lands og þjóðar í augum alþjóða-
samfélagsins án þess að þau væru
tíunduð á síðum dagblaðanna. Eft-
ir að Sigurður kom heim starfaði
hann hjá álfyrirtækinu Alcoa sem
ráðgjafi við innkaupamál.
Nú þegar Sigurður Jónsson er
kvaddur og hans lífsgöngu er lok-
ið, verður ekki annað sagt, þótt
máttarvöldin hafi ekki gefið hon-
um grið í erfiðum veikindum, en
að lífsganga hans hafi verið björt
og göfug. Hann var traustur mað-
ur og velviljaður öllum sem honum
kynntust.
Ég votta Eddu, börnum Sig-
urðar og börnum Eddu og fjöl-
skyldum þeirra samúð mína og
kveð Sigurð og þakka samfylgd-
ina. Vertu sæll, nafni.
Sigurður Þórðarson.
Við Sigurður hittumst fyrst fyr-
ir tæpum níu árum. Ég var ný-
byrjaður hjá Fjarðaáli og starfs-
mannaskráin taldi tvo þegar hann
birtist í dyragættinni og bað um
að fá að spjalla við mig. Samtalið
hófst einhvern veginn svona:
Heyrðu vinur, ég held að það sé
best fyrir þig að ráða mig í vinnu
og ef þú hefur tíma skal ég segja
þér af hverju. Mörgum kaffiboll-
um seinna stóðum við upp og ég
sýndi honum nýja skrifborðið
hans.
Sigurður, eða Bonni eins og ég
fékk að kalla hann, réði sig sem
sagt sjálfur til starfa hjá Fjarða-
áli, og var hann sá fyrsti og síðasti
sem fékk að hafa þann háttinn á.
Hann bjó yfir mikilli reynslu í
starfi sem nýttist vel við uppbygg-
ingu innkaupa, gerð samninga um
aðföng og þjónustu auk þess sem
hann kom að úrlausn fjölbreyttra
verkefna bæði hér heima og er-
lendis. Við uppbyggingu Fjarða-
áls miðlaði hann ríkulega af
reynslu sinni og fagmennsku til
okkar hinna en það var einnig
stutt í létta lund og áhuga á öllu
því sem mannlegt er og skemmti-
legt. Og þegar hitinn var sem
mestur, flækjustigið hæst og
verkefnið því sem næst óleysan-
legt var hann fenginn til, dreginn
á flot eins og hann orðaði það
sjálfur, og náði iðulega lendingu
sem sátt náðist um.
Það var mikil gæfa fyrir okkur
samstarfsfólk Sigurðar að fá að
kynnast honum og vinna með hon-
um þennan bráðum áratug. Já-
kvæðni, þrautseigja og vilji til að
ná árangri og leita lausna í bland
við fagmennsku og yfirvegun sem
fylgir gjarnan svo sigldum mönn-
um var smitandi og skilaði sér til
allra þeirra sem umgengust Sig-
urð og unnu með honum. Þannig
birtist hann okkur líka í sínu
einkalífi og þannig sáum við hann
líka takast á við sinn síðasta slag.
Ég votta fjölskyldu Sigurðar
einlæga samúð mína á þessum
erfiðu tímum. Megi minningin um
farsælan og góðan dreng veita
þeim styrk.
Tómas Már Sigurðsson.
Það voru sorgleg tíðindi sem
bárust síðastliðinn föstudag að
Sigurður Jónsson, samstarfs-
félagi til margra ára, væri fallinn
frá eftir erfið veikindi. Mér þykir
leitt að hafa ekki tök á að fylgja
Sigga til grafar og langar mig að
kveðja hann með nokkrum minn-
ingarorðum.
Ég kynntist Sigga þegar ég
kom til starfa í mars 2007 á skrif-
stofu Alcoa Fjarðaáls í Reykjavík.
Frá upphafi urðum við Siggi
perluvinir og góðir vinnufélagar.
Fljótlega eftir kynni okkar fórum
við að ræða saman um ættir og
tengingar og kom í ljós að Siggi
hafði verið til sjós sem unglingur á
Neskaupstað og verið þar um
borð í bát sem afi minn, Hjalti
Gunnarsson, stýrði. Siggi bar
honum vel söguna og sagði að afi
hefði verið sá eini um borð sem
hefði borið virðingu fyrir sér, ung-
um peyjanum. Mikið sem ég var
glöð að heyra það en Siggi var ein-
mitt svona, sagði bara gott um þá
sem hann þekkti.
Eftir að ég flutti austur aftur,
rúmu ári eftir að kynni okkar
Sigga hófust, hitti ég hann reglu-
lega hér fyrir austan þegar hann
kom til að sinna vinnunni. Hann
var alltaf jafn kátur og glaður og
gott að eiga við hann samskipti,
en einnig vorum við dugleg að
heyrast í síma eða senda hvort
öðru línu, bara rétt til að sjá hvort
ekki væri allt í góðu.
Í gegnum Sigga kynntist ég
konunni hans, Eddu Björk, sem
lifir sinn mann. Það var gaman að
hlusta á hann þegar hann talaði
um konuna sína, hann ljómaði all-
ur og talaði svo fallega um Eddu
sína. Ég hitti Sigga fljótlega eftir
brúðkaup þeirra sumarið 2010 og
mikið sem hann var hamingju-
samur. Hann leyfði mér að lesa yf-
ir ræðuna sem hann flutti við at-
höfnina og þar skein í gegn sá
maður sem Siggi var, yndislegur,
hlýr og góður.
Siggi og Edda voru yndisleg
hjón sem var gott að hitta. Ég
hafði tækifæri til að heimsækja
þau í sæluna í Reykholt í Borg-
arfirði þar sem þau áttu heimili,
fjarri borginni. Í fyrra skiptið
SJÁ SÍÐU 40