Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2013
✝ Sigurður Jóns-son fæddist í
Neskaupstað 31.12.
1938. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja í Kefla-
vík 11.1 .2013.
Foreldrar hans
voru Jón Svan Sig-
urðsson, f. 1913, d.
1986, og Jóna Ingi-
björg Jónsdóttir, f.
1913, d. 1992.
Systkini Sigurðar eru: 1) Jón B.,
f. 1934, d. 1998. 2) Sigrún, f.
1937. 3) Grétar H., f. 1941. 4)
Jóna Svana, f. 1948.
Sigurður kvæntist Guðlaugu
Benediktsdóttur hjúkr-
unarfræðingi, 20.9. 1960, f.
1937, d. 9.9. 1998. Kjörforeldrar
hennar voru Benedikt Gutt-
ormsson, f. 1899, d. 1983, og
Fríða A. Hallgrímsdóttir, f.
1906, d. 1991, frá Eskifirði. For-
eldrar Guðlaugar voru Jóhann
H. Angantýsson, f. 1898, d.
1990, og Hildur Pálsdóttir, f.
1906, d. 1987. Börn Sigurðar og
Guðlaugar eru: 1) Fríða, f. 1960,
gift Axel V. Gunnlaugssyni, f.
1958. Börn: Anna Dóra, Andri
Freyr og Aníta Guðlaug. 2) Jón
Svan, f. 1965, sambýliskona
Rakel Rut Valdimarsdóttir, f.
1971. Dætur: Guðlaug Díana og
tók hann við starfi forstjóra
Skýrr til 1977. Þá snéri hann
aftur til SÞ sem forstöðumaður
innkaupa og samningagerðar í
Vín til 1981 eða þar til Sigurður
flutti sig um set innan SÞ sem
yfirmaður innkaupa og samn-
ingagerðar í New York. Árið
1993, í ársleyfi frá SÞ starfaði
Sigurður fyrir Evrópubankann í
London en snéri aftur að því
loknu til SÞ í New York og
starfaði þar til 1997, þar sem
farsælum ferli hans lauk hjá
Sameinuðu þjóðunum. Sigurður
sinnti ýmsum sérfræðiverk-
efnum 1998-2005, m.a. fyrir
World Bank/SIDA og sem ráð-
gjafi hjá Norræna fjárfesting-
arbankanum í Helsinki frá
2001-2003. Árið 2005 hóf hann
störf sem ráðgjafi hjá Alcoa
Fjarðaáli og vann þar fram á
síðasta ár.
Sigurður var lífskúnstner,
sjentilmenni, lífsglaður heims-
borgari, sjálfmenntaður alfræð-
ingur og áhugamaður um öll
svið mannlegrar tilveru. Hann
var fróðleiksfús, ungur í anda
og mikill gleðigjafi. Alþjóðamál,
pólitík, efnahagurinn, menning
og hin stóru viðfangsefni voru
honum ofarlega í huga. Þá hafði
hann unun af klassískri tónlist
og sér í lagi djassi. Fjölskyldan
var honum dýrmæt og ræktaði
hann og treysti vinaböndin vel í
gegnum árin.
Útför Sigurðar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 18.
janúar 2013, og hefst athöfnin
kl. 13.
Sara Ísabel. Börn
Rakelar: a) Birg-
itta, maki Örn
Enok. Barn: Askja
Bjargey. Dætur
Birgittu: Hekla
Berglind og Katla
Bryndís. b) Valdi-
mar Brynjar. c)
Kristjana Rut.
Árið 2003 hóf
Sigurður sambúð
með Eddu Björk
Bogadóttur, f. 1944, fv. stöðv-
arstjóra Icelandair í London.
Þau gengu í hjónaband 5.6.
2010. Edda Björk var áður gift
Ólafi O. Jónssyni, sóknarpresti í
Keflavík, þau skildu. Synir
þeirra: Birgir Örn, maki Helga
Ragnarsdóttir. Börn: Edda
Björk, Jón Gestur Ben og Sæ-
rún. Ólafur Ragnar, maki
Minna Hartvigsdóttir. Kristinn
Jón, maki Halldóra Víðisdóttir.
Sigurður varð stúdent frá
MA árið 1960 og síðar við-
skiptafræðingur frá HÍ 1965.
Eftir nám starfaði hann hjá
Loftleiðum til 1969 þegar hann
hóf störf hjá Iðnþróunarstofnun
Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Vín.
Árið 1974 flutti fjölskyldan
heim og Sigurður tók við starfi
forstjóra hjá Heild hf., sam-
tökum heildsala til 1976, en þá
Þau kynntust í Osló, þau Bonni
og mamma. Hann vissi strax hvað
hann vildi og hikaði ekki við hlut-
ina, enda einstakur karakter.
Ekki leið á löngu þar til sambúðin
á Kristnibrautinni hófst. Eitt sinn
lágu leiðir hans og pabba heitins
saman. Þá gekk Bonni upp að
honum, tók í höndina, brosti og
sagði: „Sæll vertu. Ég er maður
konunnar þinnar.“ Bonni var ekki
feiminn. Hann var mikill húmor-
isti, sbr. þetta skeyti sem hann
sendi á undirritaðan: „Vona að allt
sé í góðu gengi í Kabúl, þrátt fyrir
ryk, svifryk (?) sem er eitt af þess-
um góðu nýyrðum sem skýra sig
sjálf. Hvað eigum við að kalla ryk
sem svífur ekki, sem er ósvifið eða
búið að svífa? Staðryk, legryk, lig-
gryk, kyrrryk (hljómar eins og
tyrkneskur snaps), setryk?
Dunno.“
Bonni var „man’s man“ af
gamla skólanum. Hann var flottur
í tauinu og hinn fágaðasti smekk-
maður á mat og drykk. Hann naut
þess að grilla en ítrekaði: „We
don’t grill; we Weberize!“ Kjöt-
hitamælirinn var ætíð á lofti því
ekki mátti steikja um of. Bonni
kunni að njóta lífsins: „Í önn dags-
ins er alveg bráðnauðsynlegt að
halla sér annað kastið aftur, setja
sig í stellingar Búdda (þeir sem
það enn geta), lyfta höfði og and-
anum hátt, njóta fegurðar mann-
lífsins og þeirra forréttinda að
vera yfirhöfuð til í mannlegu
formi – þótt misjafnt sé – fremur
en kónguló í Kongó; fá sér síðan
góðan maltaðan skota og dæsa:
Er ekki tilveran yndislegt ævin-
týr?“ Bonni naut mest hinna ein-
lægu lífsgæða sem felast í sam-
böndum fjölskyldu og vina. Hann
ræktaði þau af alúð. Hann lét sig
ekki varða þótt einhver hefði ekki
haft samband lengi: „Það er undir
sjálfum þér komið að hlúa að vin-
um þínum.“ Basta.
Bonni var viðræðuhæfur um
allt sem lá manni á hjarta, sama
hvað var. Hann hafði einstakt lag
á því að sjá hlutina í betra ljósi og
róa okkur hin sem voru yngri,
óreyndari, reiðari og áhyggju-
fyllri: „Yesterday was good.
Today is great. Tomorrow will be
fantastic. Yeah!“ Bonni var ein-
lægur framfarasinni og bjartsýnn
á ástand heimsins. Ef svartsýni og
sjálfsafneitun var við það að ná
tökum á manni vísaði Bonni leið-
ina til baka: „Þetta er flótti,
„fuga“. Þú flýrð ekki sjálfan þig,
vinur.“
Bonni var broshýr, glaðlyndur
og léttur á brá. Þær voru óteljandi
hamingjustundirnar í samverunni
á Kristnibrautinni og seinna í
Reykholti. Hann stormaði inn í líf
okkar, fyllti það elsku og gerði
það gæfuríkara. Síðustu misserin
urðu honum þungbærari vegna
heilsunnar, en þó var hann síðast-
ur til að kvarta. Hann tapaði aldr-
ei gleðinni. Fram undir það síð-
asta spaugaði hann við mömmu:
„Nú tökum við mambó.“
Elsku Fríða og Jón Svan, pabbi
ykkar tók okkur strákunum henn-
ar mömmu og fjölskyldum okkar
opnum örmum. Faðmlagið var
innilegt og hlýtt, hláturinn mildur
og brosið breitt. Nú þegar Bonni
er farinn er margs að minnast,
þakklætið er efst í huga. Minning-
arnar eru ljúfar og sætar, sökn-
uðurinn mikill. Elsku mamma,
megi Guð styrkja okkur öll á þess-
um erfiðu tímum. Guð blessi
minningu Sigurðar Jónssonar.
Ólafur Ragnar Ólafsson
og Minna Hartvigsdóttir.
Ég heyri hlátrasköll. Af for-
vitni fikra ég mig í áttina að þess-
um innilega gleðióm. Ég mæti
glotti í augunum hjá Óla bró. Við
stöndum fyrir utan herbergið hjá
mömmu, ég opna dyrnar og kíki
inn: „Hvað er svona fyndið,
mamma mín?“ „Ég er að lesa ynd-
islegt bréf frá honum Sigurði. –
Hver er þessi maður,“ spurði hún
sjálfa sig með gleðitár í augum og
breitt bros á vör. Stuttu síðar fóru
rósir að flæða inn á heimilið. Þetta
var upphafið að Bonna-Eddu.
Vængmaðurinn Björg skrifaði
formála þessa ævintýris og á
miklar þakkir skildar fyrir. Ég
kynntist fljótt sjentilmanninum
Bonna. Hann auðgaði líf mömmu
og okkar bræðranna með hlýju,
gleði, virðingu og sannri vináttu
„galore“. Fjölskyldan hafði
stækkað og samheldnin var mikil.
„Fegursta kona norðan Alpa-
fjalla“ mælti Bonni hátt og snjallt
til „mamitu“ við hvaða tilefni sem
var. Þau voru ástfangin og hann
óragur við að sýna það. Í fyrstu
þótti mömmu það skrýtið, en með
tímanum náði Bonni hefðarfrúnni
út úr skelinni. Hún hætti að kippa
sér upp við koss á kinn í marg-
menni og var farin að glotta þegar
Bonni hrópaði á eftir henni sem
stoltur eiginmaður á strætum
heimsborganna: „Hæ, baby.“
Áhugamál okkar Bonna lágu
saman á mörgum sviðum. Það
voru ófáar skemmtilegar stundir
sem við áttum saman þar sem við
ræddum um nýjungar, tækifæri
og framtíðina. Hann var fram-
sýnn og algjör græjufíkill: „Sjáðu
Kiddi minn, ég er kominn með að-
stoðarkonu“; „The steak is about
to be ready“, hljómaði úr einni
græjunni. „Yeahhh“ ómaði um allt
Reykholtssetrið og með fylgdi
klapp „a la Bonna style“.
Bonni var gangandi tungu-
mála- og alfræðiorðabók, þá kunni
hann listina að hlusta. Hann var
stuðningsmaður nr. 1 í hverju sem
ég tók mér fyrir hendur og var
ávallt gott að leita til hans. Bonni
var með eindæmum úrræðagóður
og jákvæður. Í augum hans voru
aldrei nein vandamál til, aðeins
lausnir: „Tilveran er undarlegt
ferðalag. Stundum blæs á móti og
stundum með. Það er eðlilegt,
that is life og hluti af tilverunni og
því að vera til sem Homo sapiens.
Damn the torpedoes, full speed
ahead,“ mælti hann af mikilli yf-
irvegun eftir að hafa verið greind-
ur með sinn sjúkdóm. Nú þegar
sakna ég ráðlegginga hans og um-
hyggju.
Metsölusagan Bonna-Edda sló
í gegn. Bonni var mér afar góð
fyrirmynd og mun ég minnast
ráðlegginga og lífsspeki hans um
ókomna tíð. Ríkari og fullur af
þakklæti, ég er svo heppinn að
hafa átt tvo yndislega pabba.
Ég kveð þig eins og við kvödd-
umst alltaf, HAKIS,
Kristinn Jón.
Elsku afi, það er sárt að þurfa
að kveðja þig núna og vita að við
eigum ekki eftir að hittast á næst-
unni. Við eigum margar góðar
minningar sem munu minna okk-
ur á þig. Það var alltaf gaman að
koma í Reykholt til þín og Eddu
ömmu og tvisvar komst þú til að
hitta okkur í Danmörku. Þegar
mamma átti afmæli fórum við út
að borða og við fórum líka á kaffi-
hús niðri við höfnina. Þú gafst
okkur pening og við máttum fara
og kaupa okkur hvað sem okkur
langaði til og síðan hittumst við öll
aftur og löbbuðum saman heim í
góða veðrinu. Seinna komst þú
með Eddu ömmu og hittir okkur í
Kaupmannahöfn og bauðst okkur
í Tívolí, þú varst of veikur til að
koma með í tívolíið en við borð-
uðum saman um kvöldið á ítalska
veitingahúsinu sem þú varst svo
hrifinn af. Í þeirri ferð laumaðir
þú líka að okkur pening og sendir
okkur út í fataleiðangur. Þessir
staðir munu alltaf minna okkur á
þegar við vorum öll saman og átt-
um góðar stundir.
Við eigum eftir að sakna þess
að þú hringir í okkur til að spyrja
hvernig gangi í skólanum og
íþróttunum og þú vildir líka vita
við hverja við vorum að leika og
hvað við vorum að gera á daginn.
Það var líka gott að heyra að þú
værir stoltur af okkur og þú sagð-
ir það mjög oft við okkur. Með
söknuði kveðjum við þig elsku afi
en vitum að englarnir munu gæta
þín þangað til við hittumst aftur.
Ástarkveðjur. Þínar afastelp-
ur,
Guðlaug Díana,
Sara Ísabel
og Kristjana Rut.
Það er fyndið hvað tíminn flýg-
ur án þess að maður geri sér grein
fyrir því. Það er ekki svo langt síð-
an við vorum lítil í kjöltunni hans
afa og nú aðeins eldri að skrifa um
hann minningargrein.
Bonni afi var enginn venjuleg-
ur afi – hann var þessi blanda af
spænskum Indiana Jones sem var
samt að taka aukavaktir hjá Sam-
einuðu þjóðunum og skreppa í saf-
arí í frítíma sínum.
Elsku afi okkar hafði marga
mikla og góða eiginlega og flæða
minningarnar fram þegar við
hugsum aftur, eins og hvað hann
var alltaf ótrúlega spenntur að fá
að vita allt sem við gerðum í lífinu,
og sama hvað þá var hann ávallt
stoltur, og var líka duglegur að
segja það. Eins og þegar systir
mín var í framhaldsskóla á leið á
böll komu afi og amma við bara til
að sjá hana í kjólnum áður en hún
færi, og ef þau komumst ekki var
sko alltaf skylda að taka mynd af
henni í kjólnum og sýna honum og
ömmu Guju.
Hann í stríðnisskapi var Am-
eríkaninn mættur, en hann endaði
alltaf með að segja eitthvert
óskiljanlegt enskuslangur og hló
svo sínum eftirminnilega grallara-
hlátri.
Afi átti líka til að taka styttri
leiðina þegar hann var undir stýri,
eða það hélt hann. Sú leið var nú
örugglega alltaf jafnlöng, eða
jafnvel lengri! En hann vildi bara
það besta fyrir sig og sína, á ferða-
lögum … hótelum … Það var allt-
af verið að reyna að fiffa upgrade
á hlutina, og það kom líka ekkert
annað til greina. Þannig var þessi
elsku snillingur.
Bonni afi sýndi það statt og
stöðugt að hann var stoltur af sínu
fólki og fann maður alltaf fyrir
mikilli umhyggju frá honum.
Hans verður sárt saknað.
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er
jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag,
því alltaf bætast nýir hópar í skörðin.
Og til eru ýmsir, sem ferðalag þetta
þrá,
en þó eru margir, sem ferðalaginu
kvíða.
Og sumum liggur reiðinnar ósköp á,
en aðrir setjast við hótelgluggann og
bíða.
(Tómas Guðmundsson)
Þín barnabörn,
Aníta Guðlaug,
Andri Freyr
og Anna Dóra.
Látinn er kær vinur og mágur
eftir baráttu við krabbamein. Sig-
urður kom inn í líf fjölskyldunnar
fyrir rúmum níu árum þegar leiðir
hans og Eddu systur minnar lágu
saman. Þau hrifust strax hvort af
öðru og máttu fljótlega ekki hvort
af öðru sjá. Þau gengu í hjóna-
band og var samband þeirra þeim
báðum gæfuspor, enda margt líkt
með þeim. Þau nutu þessa að gera
skemmtilega hluti saman. Bæði
voru þau heimsborgarar, höfðu
búið erlendis við krefjandi störf
um árabil.
Bonni (eins og við kölluðum
hann) var alltaf glaðsinna og
hrókur alls fagnaðar. Hann mátti
ekkert aumt sjá án þess að hann
tæki til sinna ráða. Börnin mín
löðuðust að honum vegna þess að
hann sýndi þeim áhuga og litlu
barnabörnin voru alveg hissa þeg-
ar hann gaf sig að þeim með nafni:
„Hvernig veit hann hvað ég
heiti?“ sagði eitt sinn ein lítil og
ljóshærð við mig. Það lýsir per-
sónuleika Bonna að hann lét sig
alla varða sem voru í hans hring.
Sonum Eddu sinnti hann sem
besti faðir þó að þeir væru komnir
á fullorðinsár þegar hann kom inn
í líf þeirra.
Þau hjónin létu draum Eddu
rætast þegar sú ákvörðun var tek-
in að flytja í sveitina. Reykholts-
dalurinn varð fyrir valinu. Þar
undi Edda sér við garðræktina og
Bonni sat við tölvuna og sinnti
sinni vinnu en kom þó út með
jöfnu millibili til að dást að verk-
um frúarinnar. Garðurinn fékk til-
nefningu til verðlauna enda gladdi
hann augað svo sannarlega og á
heimili þeirra var allt afar smekk-
legt og bóndinn stoltur af sinni
konu og garðinum. Þarna áttu þau
góða daga og tóku gjarnan á móti
stóra hópnum sínum, börnum
Bonna og sonum Eddu með fjöl-
skyldur og var þá oft glatt á hjalla.
En vágesturinn gerðist æ nær-
göngulli og tók sinn toll. Bonni var
æðrulaus í veikindum sínum og
áhugi hans á samferðafólkinu
breyttist ekki þó að hann glímdi
við miklar þrautir. Edda vék ekki
frá honum og alltaf var sama hlýj-
an á milli þeirra. Nú eigum við eft-
ir minningarnar um góðan vin og
erum ríkari eftir. Sárt er fyrir
systur mína að sjá á eftir sínum
kæra manni, árin hefðu getað orð-
ið mun fleiri, en enginn fær umflú-
ið sitt skapadægur.
Ég kveð elsku Bonna með
þakklæti fyrir allar góðu stund-
irnar sem við áttum með honum.
Hrafnhildur Bogadóttir.
Einstakur vinur er fallinn frá.
Okkar kynni hófust fyrir alvöru
þegar ég heimsótti Sigga og Guju
frænku mína til New York um
páskana 1990. Ég var þá aðeins 12
ára að fara í mína fyrstu utan-
landsferð einsamall. Ferðin til
New York var einstök í alla staði,
ekki síst fyrir félagsskap Sigga.
Ég átti að vísu erfitt með að skilja
Sigga í upphafi sökum þess hve
hraðmæltur hann var og ósjálf-
rátt var ég fljótlega farinn að tala
hratt líka. Okkur varð vel til vina,
Siggi var einfaldlega svo jákvæð-
ur og skemmtilegur. Hann tók sér
frí frá vinnu til þess að sinna þess-
um verðandi unglingi og sýndi
mér New York-borg á einstæðan
hátt. Þar borðaði ég bragðsterkan
indverskan mat í fyrsta skipti, við
heimsóttum vinnustað Sigga hjá
Sameinuðu þjóðunum og hann
sýndi mér salinn þar sem allsherj-
arþingin fara fram. Við snæddum
hádegisverð á næstefstu hæð í
öðrum tvíburaturnanna og há-
punkturinn var síðan ferð í Madis-
on Square Garden að horfa á
Knicks spila. Áhugi minn á NBA-
körfuboltanum átti sér engin tak-
mörk og þegar Siggi hugðist
kaupa miða voru einungis miðar
eftir uppi í rjáfri hússins en Siggi
dó ekki ráðalaus. Hann hafði sam-
band við atvinnufjárhættuspilara
sem hann kannaðist við og sá
vann tvo miða á besta stað í pók-
erkeppni í borginni. Þetta var
ekta Siggi, hann var svo mikill
heimsborgari og dó aldrei ráða-
laus. New York-ferðinni mun ég
aldrei gleyma.
Síðast þegar við hittumst var
hann á leiðinni til Helsinki þar
sem ég er búsettur. Því miður var
ég staðsettur á Íslandi og gat því
ekki hitt hann í Helsinki, þótt það
hefði nú bara verið til að endur-
gjalda þá einstöku gestrisni og
vinskap sem hann hafði sýnt mér
rúmum tuttugu árum áður. Það
hefði sko verið „alveg geggjað
maður“ eins og hann hefði eflaust
sjálfur orðað það.
Samband okkar var ætíð gott
og miklir fagnaðarfundir þegar
við hittumst, sem var því miður
ekki nógu oft. Við áttum síðast
gott spjall nú í desember þar sem
hann gaf mér góð ráð varðandi
framtíðina. Það var alltaf svo gott
að spjalla við Sigga og ég er ein-
faldlega betri manneskja eftir að
hafa kynnst honum. Þakklæti er
mér efst í huga. Við eigum svo
sannarlega eftir að hittast aftur
fyrir handan, það verður gaman,
það verður alveg geggjað.
Eddu og allri fjölskyldunni
sendi ég mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Þórhallur Eggert
Þorsteinsson.
Bonni kom skyndilega inn í til-
veru okkar, fyrir tíu árum, þegar
amman í fjölskyldunni ákvað að
tími væri kominn til að kynna okk-
ur. Óþægindahnútur var óneitan-
lega í maganum. Skrýtið að hitta
kærasta ömmu allt í einu.
Fyrstu kynni voru á rólegum
nótum. Létt spjall, Bonni var yf-
irvegunin uppmáluð. Okkur létti.
Seinna lærðum við að hann hafði
virkilega vandað sig við þessi
fyrstu kynni. Framhaldskynni
okkar af kappanum einkenndust
sjaldan af rólegheitum.
Samverustundum með Bonna
fjölgaði. Fyrst í Grafarholti, síðar
í Reykholti. Hann var alltaf í ess-
inu sínu. Reytti af sér brandara,
ræddi málin, dáðist að ungunum,
tók dansspor, skipulagði ferðalög
og hældi ömmu fyrir eldamennsk-
una. Andrúmsloftið á heimili
ömmu og Bonna var afslappað og
notalegt, eins og þau.
Bonni var börnunum okkar
góður. Ræddi við þau um lífið og
tilveruna og hvatti þau í námi og
leik. Hann var fljótur að fá þau á
sitt band og græddi á því vænt-
umþykju þeirra og virðingu. Þau
kunna af Bonna ótal skemmtileg-
ar sögur þar sem eyrnatappar,
fjarstýringar, símar og annar
óþarfi kemur gjarnan við sögu.
Við fórum í ferðalög með
Bonna. Það eftirminnilegasta var
til Helsinki þar sem hann þekkti
hverja þúfu. Hverjum öðrum en
Bonna datt þó í hug að flækja að-
eins ferðalagið með því að fljúga
til Stokkhólms og taka þaðan
ferju. Einhverjir urðu sjóveikir
við tilhugsunina eina saman að
dvelja næturlangt í skipi á sigl-
ingu. Hann vissi þó betur, enginn
varð sjóveikur. Þetta þurfti ekk-
ert að ræða frekar. Ferðin var
ákveðin. Hún gleymist seint.
Þótt Bonni hafi glatt okkur
með tilveru sinni þessi tíu ár
gladdi hann engan jafnmikið og
Eddu ömmu. Henni leið sjaldan
betur en með honum. Hann sitj-
andi undir sólhlífinni í Reykholti,
hún rótandi í moldinni. Hann við
skrifborðið, hún í eldhúsinu. Tím-
inn stóð í stað. Hún naut þess að
stjana við hann. Hann elskaði að
láta hana stjana við sig. Saman
nutu þau þess að bjóða vinum og
vandamönnum heim.
Viðmót Bonna var hressilegt
en um leið var hann hlýr. Hann
var duglegur að hrósa og hvatti
fólkið sitt óspart áfram. Hann
kunni að meta góðan húmor og
bjó yfir honum sjálfur. Hann setti
marmelaði út á ísinn og borðaði
sinnep með öllum mat. Enginn í
okkar fjölskyldu hefur fyrr fengið
sinnep í jólagjöf.
Við minnumst Bonna með gleði
og þakklæti í huga og hughreyst-
um Eddu ömmu í sorg sinni.
Birgir Örn og fjölskylda.
Kynni okkar Bonna hófust í
MA þar sem við lukum stúdents-
prófi 1960. Báðir hófum við síðan
nám við viðskiptadeild HÍ og juk-
ust samskipti okkar mjög við það.
Bonni var nokkru eldri og bjó með
konu og barni, sem ekki var mjög
algengt meðal nýstúdenta í þá
daga. Við Guðlaug kona hans urð-
um strax miklir vinir og þegar ég
fór að vera með Ingu Rósu, konu-
efni mínu, var hún fljótlega kynnt
fyrir þeim hjónum í samkvæmi á
heimili þeirra. Kvöldið endaði á
Hótel Borg og þegar út var komið
og við á heimleið snéri Guðlaug
sér að mér og sagði. „Varði, þú átt
að kvænast þessari stúlku.“ Mér
Sigurður
Jónsson