Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2013 Það er svo fallegt,“ segirhún.„Hvað þá?“ spyr hann.„Lífið,“ er svarið. Ást eftir Michael Haneke er mögnuð kvikmynd. Þar er saga aldraðra hjóna í París, Anne og George, sögð af miskunnarlausu og stundum óþægilegu raunsæi. Anne veikist og aðgerð til að bjarga henni mistekst. Hún lamast öðrum megin og smám saman fjarar lífskraftur hennar út. Maður hennar annast hana af fórnfýsi og nærfærni. Það er aldrei spurning hvernig fer því að í upphafi myndar sjáum við hvar Anne liggur látin í rúmi sínu. Ást er ástarsaga, en hún fjallar ekki um turtildúfur í tilhugalífi, heldur ást við endastöð, tvær mann- eskjur sem á efri árum hafa í raun aðeins hvor aðra til að styðjast við. Hlutverk Anne og George eru í höndum frábærra leikara. Emm- anuelle Riva, sem lék í fjölda mynda og sennilega þekktust fyrir leik sinni í myndinni Hiroshima, mon amour, er stórkostleg í hlutverki eiginkonunnar, sem reynir að halda reisn sinni í klóm sjúkdóms, sem sviptir hana allri virðingu. Jean-Louis Trintignant, sem hef- ur leikið í yfir hundrað myndum, er ekki síðri í hlutverki hins þolinmóða eiginmanns, sem hjúkrar og annast veika konu sína. Þá er Isabelle Huppert sterk í hlutverki dóttur þeirra, sem býr á Bretlandi og hefur fjarlægst for- eldra sína, en vill taka stjórnina af föður sínum þegar móðir hennar veikist. Haneke, sem er einn athygl- isverðasti leikstjóri samtímans, seg- ir söguna hægt og bítandi. Smásjá hans eirir engu. Myndin gerist nán- ast öll í íbúð hjónanna, menningar- heimili, sem á stundum virkar eins og fangelsi þeirra. Einu vísbending- arnar um framvindu tímans eru hrakandi heilsa Anne. Við fáum að vita að þau hafi verið tónlistarkennarar, en litlar vísbend- ingar koma fram um ævi þeirra eða hjónaband. „Þú ert skrímsli,“ segir Anne á einum stað, „en þú ert góð- hjartaður.“ Meira er ekki gefið upp, en áhorfandinn hlýtur að velta fyrir sér hvað búi að baki. Þessi áhrifaríka mynd hefur verið tilnefnd til óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin og hlýtur að vera sigurstrangleg. Ást minnir sumpart á Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson. Báðar snú- ast myndirnar um gamalt í fólk í samfélagi, sem vill sem minnst af ellinni vita. Ást er mun raunsærri, en í tvígang brýst Haneke út úr raunsæinu með áhrifaríkum hætti. Í Ást er tekist á við ýmsar lykil- spurningar. Anne tekur loforð af George um að leggja sig ekki inn á sjúkrahús eða stofnun. Hún segist ekki vilja lifa lengur, hann reynir að færa rök fyrir lífinu. Að baki býr spurningin um það hvort lífið sé þess virði að lifa því alveg sama hvernig fyrir manni er komið. Stórleikur George horfir í tóm augu Anne, konu sinnar. Jean-Louis Trin- tignant og Emmanuelle Riva eru frábær í Ást eftir Michel Haneke. Ástin, ellin og lífið undir smásjánni Frönsk kvikmyndahátíð Ást bbbbm Leikstjóri: Michael Haneke. Leikarar: Emmanuelle Riva, Jean-Louis Trintign- ant og Isabelle Huppert. Frakkland, 2012. 127 mín. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR Tökulið bandarískrar kvikmyndar um uppljóstrunarvefinn WikiLeaks og stofnanda hans Julian Assange er statt hér á landi og verður í dag tek- ið upp atriði á Austurvelli þar sem mótmæli í upphafi árs 2009 koma við sögu og þingkonan Birgitta Jóns- dóttir. Kvikmyndin ber vinnutitilinn The Man Who Sold the World, leik- stjóri hennar er Bill Condon og breski leikarinn Benedict Cumber- batch fer með hlutverk Assange. Með hlutverk Birgittu fer hollensk leikkona, Carice van Houten. Birgitta kynntist Assange þegar hún var sjálfboðaliði fyrir Wiki- Leaks og átti m.a. þátt í því að koma á framfæri við almenning mynd- bandi sem sýndi árás bandarískra hermanna á óbreytta borgara í Bag- dad árið 2007. Birgitta veitti hand- ritshöfundi kvikmyndarinnar, Josh Singer, ráðgjöf við skrifin en hand- ritið er byggt á tveimur bókum, In- side WikiLeaks: My Time with Juli- an Assange at the World’s Most Dangerous Website eftir Daniel Domscheit-Berg og WikiLeaks: In- side Julian Assange’s War on Sec- recy, eftir Luke Harding. Birgitta segir WikiLeaks mjög mikilvægt og merkilegt fyrirbæri sem hafi haft ótrúlega mikil áhrif á heimssöguna. Því hafi hún viljað hafa áhrif á handritið og ekki síst vegna þess að það sé byggt á bókum sem hafi verið skrifaðar í skiln- aðarferli Assange og samstarfs- manna hans. Hún hafi verið í mikl- um samskiptum við handritshöf- undinn og komið með tillögur að endurbótum. Í handritinu séu at- burðir ekki í réttri tímaröð þar sem um Hollywood-mynd sé að ræða en ekki heimildarmynd. Assange ekki sáttur En hversu stór er hennar hlutur í myndinni? „Hann er ekki mjög stór,“ svarar Birgitta. „Það er tekið fullt af atriðum sem ég gerði og öðr- um eignað, þannig að þetta er ekkert raunveruleg mynd heldur „fiction“ byggð á raunveruleikanum. Ég verð að viðurkenna að þegar ég var að lesa handritið var ég með lítinn fók- us á sjálfa mig í því, ég var miklu meira fókuseruð á heildarmyndina og hvaða áhrif ákveðnar senur í henni myndu hafa á almannaálit á WikiLeaks.“ – Heldurðu að þetta verði sann- gjörn lýsing á störfum Assange? „Það held ég, ef breytingarnar sem ég lagði til koma með. En ég finn að það er mikil virðing gagnvart hans verkefni hjá þeim sem eiga hlut að, sérstaklega leikstjóranum og leikurunum og líka handritshöfund- inum. Ég hef alveg gengið á hann, þú getur ímyndað þér hvað það er gaman að eiga hart samtal við mig um siðferði,“ segir Birgitta og hlær. En hvað finnst Assange um mynd- ina? „Hann er mjög óhress með þetta og lítur á þetta sem aðför að sér en það er náttúrlega út af því að hann dregur þá röngu ályktun að þetta sé einvörðungu byggt á bók- unum.“ – Hvernig finnst þér að vera orðin persóna í Hollywood-mynd? „Mér finnst það frekar skrítið og óraunverulegt,“ segir Birgitta kím- in. Það hafi þó orðið öllu raunveru- legra í fyrradag þegar hún sat fund með talþjálfa og leikkonunni sem mun túlka hana, van Houten. „Við vorum í stökustu vandræðum því hún var búin að búa sig undir að tala eins og Björk en ég tala alls ekki ensku þannig,“ segir Birgitta og hlær. helgisnaer@mbl.is „Skrítið og óraunverulegt“  Birgitta Jónsdóttir persóna í Hollywood-mynd um Wiki- Leaks  Skáldskapur byggður á raunverulegum atburðum Birgitta Jónsdóttir Carice van Houten Julian Assange Benedict Cumberbatch ÍSL. TEXTI SÉÐ OG HEYRT/VIKAN ÍSL. TEXTI -EMPIRE - V.J.V., SVARTHÖFÐI.IS RYÐ OG BEIN OPNUNARMYNDIN ÁST ENSKURTEXTI ÍSL. TEXTI STÓRLAXARNIR 3 ÓSKARSTILNEFNINGAR SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS DJANGO KL. 5.40 - 9 16 THE MASTER KL. 5.20 14 LIFE OF PI 3D KL. 6 - 9 10 STÓRLAXARNIR KL. 5.50 L / ÁST KL. 8 L GRIÐARSTAÐUR KL. 10.20 L / RYÐ OG BEIN KL. 8 L JARÐARFÖRIN HENNAR ÖMMU KL. 10.10 L 2 GOLDEN GLOBE TILNEFNINGAR GOLDEN GLOBE BESTA ERLENDA MYNDIN 3 ÓSKARSTILNEFNINGAR 11 ÓSKARSTILNEFNINGAR DJANGO KL. 6 - 9 16 THE HOBBIT 3D KL. 6 - 9 12 DJANGO KL. 4.30 - 8 - 9 - 11.20 16 DJANGO LÚXUS KL. 4.30 - 8 - 11.20 16 THE MASTER KL. 6 14 HVÍTI KÓALABJÖRNINN KL. 3.30 L GOÐSAGNIRNAR FIMM KL. 3.50 L THE HOBBIT 3D KL. 4.30 - 8 - 11.20 12 LIFE OF PI 3D KL. 5.15 - 8 - 10.40 10 “SKOTHELD MYND Í ALLA STAÐI!” - Þ. Þ., FRÉTTATÍMINN “BRÁÐSKEMMTILEG.” - H.S.S., MBL -H.V.A., FBL JARÐARFÖRIN HENNAR ÖMMU DJANGO UNCHAINED sýndkl. 6-10 JACK REACHER Sýndkl.8-10:30 THE HOBBIT 3D (48 ramma) Sýndkl.6 THE HOBBIT 3D Sýndkl.10 LIFE OF PI 3D Sýndkl.4 HVÍTI KÓALABJÖRNINN Sýndkl.4 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar 12 12 12 10 16 L L 11 ÓSKARSTILNEFNINGAR „Life of Pi er mikil bíóveisla og ekta jólamynd, falleg og upplífgandi“ -H.S.S., MBL „Life of Pi er töfrum líkust” - V.J.V., Svarthöfði.is 3 óskarstilnefningar SÝND Í 3D OG Í 3D(48 ramma) “Ekta hátíðarævintýri fyrir alla famelíuna.” -Séð & Heyrt/Vikan The Hollywood Reporter EMPIRE “Tom Cruise Nails it.” - The Rolling Stone “It’s part Jason Bourne, part Dirty Harry.” - Total Film -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is - H.S.S MBL Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.