Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 10
bros til flestra þeirra sem verða á
vegi mínum. Ég lagði enn fremur
nokkra skothelda brandara á minnið
og læði þeim að vinum og kunn-
ingjum til að létta lundina. Fundur
sem var boðaður á dögunum virtist
satt að segja ætla að verða bæði lang-
ur og leiðinlegur og ég ákvað þess
vegna að baka súkkulaðismákökur og
færa fundarmönnum. Ótal mörg
dæmi eru um viðleitni af þessum
toga. Verum örlát á knúsin, bjóðum í
kvöldmat í miðri viku, skiljum súkku-
laðimola eftir á kodda, hrósum
þeim sem eiga það skilið, kaup-
um happaþrennur, setjum
extra rjóma í sveppasósuna,
rifjum upp skemmtilegar
minningar, kveikjum á kert-
um, bjóðum í veislur, setjum
glimmer á neglurnar og
glans á varirnar, verum
hress, búum til ban-
anasplitt í eftirmat á
mánudegi og sofum út
um helgar. TÆKLUM
þetta skammdegi í sam-
einingu, kæru Íslend-
ingar, oft veltir lítil þúfu
þungu hlassi og með sam-
eiginlegu átaki verður
skammdegið liðið áður en
við vitum af.
Eins dásamlegt og landiðokkar er verður að segjastí fullri hreinskilni að þaðer ekki í sínu besta formi
á þessum tíma árs. Jól og áramót eru
liðin og flestir Íslendingar voru sam-
taka í að henda út jólatrjám og rífa
niður jólaljós um leið og þrettándinn
rann upp. Nú um stundir er ekki
margt sem yljar eða fær hjartað til að
slá hraðar. Skammdegið er skollið á
af fullri hörku og ekkert annað í boði
en að vakna með kaldan nebba,
skríða undan hlýrri sæng og skunda
út í kuldann og myrkrið til að takast á
við verkefni dagsins. Við hljótum öll
að vera sammála um að þetta er
temmilega ömurlegt ástand og ég
lagði höfuðið í bleyti til að at-
huga hvort ekki væru til leiðir
til að lágmarka vesöldina.
Ég komst að þeirri niður-
stöðu að með sameiginlegu
átaki allra Íslendinga ættum
við að geta gert lífið talsvert
bærilegra með því einu
að vera vina-
leg, tillitssöm
og leggja
okkur smá-
vegis aukalega
fram við að kæta
hvert annað. Ég
byrja á smáum
skrefum: Reyni
að vera brosmild
og láta á það reyna
hvort það geti ekki
dimmu í dagsljós
breytt, þannig er
ég farin að splæsa í
»Verum örlát á knús-in, bjóðum í kvöld-
mat í miðri viku …
Heimur Guðrúnar Sóleyjar
Guðrún Sóley Gestsdóttir
gudrunsoley@mbl.is
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2013
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Útsalan heldur áfram
Peysur - toppar - bolir
töskur - treflar - skart
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
V
ið stofnuðum bandið fyr-
ir ári þegar fé-
lagsmiðstöðvarnar voru
með keppni sem hét
Breiðholt got Talent og
við lentum í þriðja sæti. Lísa tók svo
upp hjá sjálfri sér án þess að spyrja
okkur, að senda æfingamyndbandið
okkar inn í Hæfileikakeppni Íslands
sem var í fyrravor. Sem var frá-
bært, því við komumst í úrslit,“
segja stelpurnar sem skipa stelpu-
bandið Að eilífu Einar. Þetta eru
þær Lísa Margrét Rúnarsdóttir,
Selma Rán Vilhelmsdóttir Lima,
Helga Sæunn Þorkelsdóttir og Kar-
en Ósk Kristjánsdóttir. Lísa, Helga
og Karen eru allar fimmtán ára og í
tíunda bekk Ölduselsskóla en Selma
er árinu eldri og er í Fjölbraut í
Garðabæ. Nafnið á hljómsveitinni
segja þær vera vísun í Svínasúpuna,
sjónvarpsþátt þar sem Einar frændi
kemur oft fyrir.
Frumflutningur í Iðnó
„Við höfum verið að spila og
syngja helling frá því keppnin var,
við höfum sungið í brúðkaupi og
fermingarveislum og við munum
koma fram á þorrablóti ÍR á morg-
un. Við höfum komið fram í Smára-
lindinni í tengslum við Samfés og
líka á vegum Söngskóla Maríu
Bjarkar. Við höfum sungið heilmikið
fyrir hönd Ölduselsskóla og á jóla-
hlaðborði kennaranna þar. Við kom-
um líka fram í Hörpunni nýlega, en
þá án Selmu, því hún er ekki lengur
í grunnskóla.“ Þær eru með helling
af lögum á söngskránni, bæði fjör-
ugum og rólegum og þar á meðal er
Radda líka píp í
uppþvottavél
Þeim finnst gaman að koma fram og hafa sungið í brúðkaupi, fermingarveislum
og ýmsum öðrum viðburðum. Stelpurnar í stelpubandinu Að eilífu Einar fara létt
með að radda sjálfar lögin sem þær syngja og þær hafa líka samið sjálfar eitt lag.
Morgunblaðið/Ómar
Stór stund Hér eru úrslitin kunngerð í Hæfileikakeppni Íslands sl. vor.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vinkonur Helga, Karen, Lísa og Selma saman á góðri stundu.
Þeir sem eru að læra á hljóðfæri
eða bara að prófa sig áfram á eigin
vegum sækja sér eflaust margir
ýmsilegt á netið. Ein er sú vefsíða
sem hentar vel fyrir fólk með
áhuga á hljóðfæraleik, en það er
síðan ultimate-guitar.com. Þó að
nafnið gefi til kynna að þarna sé
einungis hægt að sækja sér nótur
fyrir gítar, þá er raunin sú að á
þessari síðu er hægt að sækja nót-
ur fyrir nánast hvaða hljóðfæri
sem er og einnig eru þarna nánast
til nótur fyrir hvaða lag sem er.
Ekki eru einungis nótur á síðunni
heldur eru þar líka viðtöl við tón-
listarmenn og ýmislegt fleira.
Vefsíðan www.ultimate-guitar.com
Grip Það er auðvelt að sækja sér nótur á netið og æfa sig heima.
Nótur fyrir nánast hvað sem er
Í aðalsafni Borgarbókasafns Reykja-
víkur eru sunnudagar barnadagar og
hefst dagskráin klukkan 15. Næst-
komandi sunnudag 20. janúar klukk-
an 15 verður haldið námskeið í ori-
gami. Origami er ævaforn japönsk
listgrein sem felst í því að brjóta
saman litskrúðugan pappír eftir
kúnstarinnar reglum og búa þannig
til fugla eða önnur dýr, blóm eða í
raun hvað það sem manni dettur í
hug.
Laugardagar og sunnudagar eru
líka barnadagar í Gerðubergssafni og
því nóg um að vera á bókasaöfnunum
fyrir börn og fjölskyldur þeirra.
Endilega …
… búið til
origami
Morgunblaðið/Ómar
Origami Litríkt pappírsskraut.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á vef-
síðuna.