Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2013
ÚTSALA
30-70% AFSLÁTTUR AF ÚTSÖLUVÖRU
Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - Sími 551 6646
Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga 11-15
ÚTSALA
50% afsláttur
ENN HÆGT AÐ GERA GÓÐ KAUP
ÁÐUR KR. 9.900,-
NÚ KR. 4.950,-
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is
Umbúðamiðlun ehf. hafði í gær bet-
ur í gengislánamáli sem Íslands-
banki höfðaði gegn fyrirtækinu, en
málið varðaði lán upp á 120 millj-
ónir í íslenskum krónum sem tekið
var árið 2006. Íslandsbanki segir að
dómurinn hafi áhrif á tæplega
1.000 lán hjá bankanum, að mestu
fyrirtækjalán.
Umbúðamiðlun ehf. höfðaði mál
gegn Íslandsbanka og krafðist við-
urkenningar á því að skuldbinding
fyrirtækisins við bankann á grund-
velli lánssamnings væri í íslenskum
krónum og bundin við gengi er-
lendra mynta með ólögmætum
hætti.
Orðalag dugir ekki eitt og sér
Í dómi Hæstaréttar var vísað til
þess að með tveimur dómum rétt-
arins frá því í júní 2010 hefði því
verið slegið föstu að ófrávíkjanleg
ákvæði laga um vexti og verðtrygg-
ingu kæmu í veg fyrir að lántaki
væri skuldbundinn af ákvæði í
samningi um að fjárhæð láns í ís-
lenskum krónum tæki breytingum
eftir gengi erlends gjaldmiðils.
Fram kemur í dómnum að frá
þeim tíma hafi Hæstiréttur kveðið
upp marga dóma þar sem reynt
hafi á hvort lán væru í íslenskum
krónum og bundin gengi erlendra
mynta með ólögmætum hætti eða í
erlendum myntum. Vísaði Hæsti-
réttur til nánar tilgreindra dóma
þar sem litið hefði verið svo á að
orðalag í tiltekinni tegund samn-
inga um slíka skuldbindingu dygði
ekki eitt og sér til að komast að nið-
urstöðu heldur yrði jafnframt að
líta einkum til þess hvernig aðilar
samnings hefðu í raun efnt hann
hvor fyrir sitt leyti.
Hæstiréttur taldi að enginn vafi
væri á að lánssamningurinn sem
um ræddi í málinu hefði verið í ís-
lenskum krónum og vísaði í því
samhengi til tilgreiningar láns-
fjárhæðarinnar. Var því fallist á
kröfu Umbúðamiðlunar. Þetta er
sama niðurstaða og varð í héraðs-
dómi.
Íslandsbanki sendi frá sér yfirlýs-
ingu í kjölfar dómsins þar sem segir
að sérfræðingar Íslandsbanka yf-
irfari nú niðurstöðu dóms Hæsta-
réttar í máli Umbúðamiðlunar en
ljóst sé að hann hefur áhrif á tæp-
lega 1.000 lán hjá bankanum, að
mestu fyrirtækjalán.
Fyrirtæki hafði sig-
ur í gengislánamáli
Dómurinn hefur áhrif á 1.000 önnur lán
Morgunblaðið/Ómar
Málaferli Íslandsbanki tapaði
málinu gegn Umbúðamiðlun ehf.
Hæstiréttur Íslands staðfesti í gær
sextán ára fangelsisdóm yfir Hlífari
Vatnari Stefánssyni en hann var
ákærður fyrir að hafa banað unnustu
sinni, Þóru Eyjalín, í febrúar í fyrra.
Hlífar játaði að hafa orðið unnustu
sinni að bana á heimili föður síns í
Hafnarfirði einhvern tíma á tíma-
bilinu síðdegis á fimmtudeginum 2.
febrúar til hádegis föstudaginn 3.
febrúar síðastliðinn. Ómögulegt var
að tímasetja morðið frekar sökum
fíkniefnaneyslu Hlífars en þó þykir
ljóst að hann hafi deilt herbergi með
líki Þóru í að minnsta kosti sólar-
hring.
„Af áverkum á líki hinnar látnu og
ummerkjum á vettvangi brotsins
verður ráðið að ákærði hafi haft ein-
beittan ásetning til að ráða henni
bana. Hann tilkynnti lögreglu fyrst
um verknaðinn eftir að A hafði að öll-
um líkindum verið látin í þrjá daga af
völdum áverkanna sem hann hafði
veitt henni,“ segir í dómi Hæstarétt-
ar frá því í gær. Þá var Hlífari einnig
gert að allan sakarkostnað málsins
fyrir Hæstarétti, þar með talin máls-
varnarlaun skipaðs verjanda síns.
Loks var honum gert að greiða for-
eldrum Þóru sem og syni hennar 75
þúsund krónur, hverju um sig, í
málskostnað fyrir Hæstarétti.
Staðfesti sextán ára dóm
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Fangelsi Hlífar var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að myrða unnustu sína.
Hlífar Vatnar Stefánsson dæmdur fyrir að myrða unnustu
sína á heimili föður síns Stakk fórnarlambið 30 sinnum
Hæstiréttur sýknaði í gær Lands-
bankann, Fjármálaeftirlitið og ís-
lenska ríkið af kröfum spænska bank-
ans Aresbank. Í málinu var tekist á
um túlkun á hugtakinu innlán. Þetta
er sama niðurstaða og varð í héraðs-
dómi.
Dómur Hæstaréttar var fjölskip-
aður í þessu máli, en sjö dómarar
dæmdu. Áður en dómurinn var kveð-
inn upp hafði EFTA-dómstóllinn
veitt ráðgefandi álit varðandi túlkun á
hugtakinu innistæða.
Árið 2008 millifærði Aresbank
samtals 30 milljónir evra og 7 þúsund
pund til Landsbanka Íslands. Eftir að
Landsbankinn hrundi ákvað Fjár-
málaeftirlitið að skuldbindingar
vegna lána frá fjármálafyrirtækjum
yrðu ekki fluttar til nýja Landsbank-
ans. Aresbank stefndi í kjölfarið nýja
Landsbankanum, Fjármálaeftirlitinu
og íslenska ríkinu til endurgreiðslu
fjármunanna sem hann hafði milli-
fært árið 2008. Aresbank byggði að-
alkröfu sína á því mati að fjármun-
irnir hefðu verið innlán en ekki lán og
því átt að vera lausir til útborgunar.
Landsbanki,
FME og ríkið
sýknuð