Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2013 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Hljóðfæri Ukulele í úrvali, verð frá kr. 6.900. Gítarinn ehf, Stórhöfði 27 S:552 2125 www.gitarinn.is, gitarinn@gitarinn.is Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Til sölu Útsala - útsala - útsala, Kristal ljósakrónur, kristal glös, vasar og handgerðar trévörur og matarsett. Á útsölu í nokkra daga Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Saumavélar- saumavélaviðgerðir Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Viðgerðir á flestum gerðum sauma- véla. Skoðaðu úrvalið á saumavelar.is eða hringdu í s. 892 3567 eftir hádegi alla daga. PIPAR OG SALT Klapparstíg 44 • Sími 562 3614 ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA Óska eftir Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir, Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is, s. 551 6488. KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Ýmislegt Blómaskór. Margir litir. Eitt par 1.400 kr., tvö pör 2.500 kr. Einnig hvítir. Póstsendum. Skarthúsið, Laugavegi 44. Sími 562 2466. Kristall, hreinsisprey Hreinsisprey fyrir kristalljósakrónur og kristal. Kaldasel ehf., Dalvegi 16 b, Kópavogi, sími 544 4333. Fáðu þér plastmódel fyrir helgina. Nethyl 2, sími 587 0600, www.tomstundahusid.is Finnið okkur á facebook. Bílaþjónusta Húsviðhald Sími 555-1947 Gsm 894-0217 Húsaviðgerðir www.husco.is Hreinsa þakrennur laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Sími 847 8704, manninn@hotmail.com Byssur Útsala á skotfærum Bjóðum út janúar 20% afslátt af skotfærum í riffla, ýmis caliber í boði. Tactical.is, Verslunarmiðstöðinni Glæsibæ, sími 517 8878. Opið alla virka daga frá kl. 11-18. kom ég ein með drenginn minn sem þá var rúmlega eins árs og var fallega heimilið þeirra Sigga og Eddu himnaríki fyrir svona gaur. Við áttum ágæta samveru- stund þótt tíminn hafi farið í að eltast við drenginn. Í seinna skipt- ið komum við fjölskyldan við hjá þeim á ferðalagi okkar um landið sumarið 2011. Sú heimsókn var í yndislegu sumarveðri og sást þá glöggt á garðinum í kringum hús- ið við Hallveigartröð að þar hafði natni Eddu og áhugi komið við enda blómgaði garðurinn einstak- lega fallega og var unun að sitja þar úti með þeim hjónum. Það er gott að eiga ljúfar minn- ingar um góðan vin og félaga til að hjálpa sér í gegnum kveðjustund og með þessu ljóði Davíðs Stef- ánssonar sendum ég og maðurinn minn, Ásgrímur Sigurðsson, okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Meinabætur margar minningarnar geyma. Til eru ljós, sem lýsa langt inn í æðri heima. Hvíld er hverjum heitin hvað sem yfir dynur, Guð og góðir englar gæti þín elsku vinur. (Davíð Stefánsson) Harpa Vilbergsdóttir, Reyðarfirði. Bonni var hlaðinn reynslu og þekkingu af langri dvöl utan land- steinanna, bæði austan hafs og vestan. Til eru margir alþjóða- sinnar en fáir heimsborgarar eins og Bonni. Hann kunni þá list að veita viðmælandanum af andríki sínu og það litaði samverustund- irnar; þær voru kannski ekki margar en þær voru góðar. Ég man eftir sólardegi í garð- inum hjá þeim Eddu systur í Reykholti. Við ræddum um frelsi og ánauð, réttlæti og ranglæti. Þarna fannst mér koma í ljós hvað karakterinn var stór; þverstæður frjálshyggju og jafnaðarmennsku stóðu ekki í honum. Hann hafði engan skilning á skriffinnsku og forræðishyggju; menn áttu að fá að gera það sem hugur þeirra stóð til – og það helst strax. Á hinn bóginn skein samúð hans með smælingjum skýrt. Hann sagði að í æsku sinni fyrir austan hefðu sumir verið öðruvísi og átt bágt. Þessu fólki var auðsýndur skilningur og það fékk hjálp. Og Bonni bætti við: „Því það gat ekk- ert að þessu gert.“ Bonna er sárt saknað. En hann skilur mikið eftir; maður sem valdist til vandasamra verka hér á landi og beggja vegna Atlants- ála. Ingi Bogi Bogason. Sigurður Jónsson var heims- borgari og húmanisti af guðs náð. Fjölfræðingur sem ekkert mann- legt var óviðkomandi, glaðvær og drengur góður, vinmargur og með allra skemmtilegustu mönn- um. Hann átti að baki glæsilegan embættisferil hjá Sameinuðu þjóðunum og síðar fleiri alþjóða- stofnunum um áratuga skeið. Sigurður giftist árið 1960 uppáhaldsfrænku minni, Guð- laugu, dóttur heiðurshjónanna Benedikts Guttormssonar, bankastjóra á Eskifirði, ömmu- bróður míns, og Fríðu Austmann. Ég kynntist Guju frænku vel er ég dvaldi hjá þeim hjónum nokkr- ar ógleymanlegar vikur sumarið 1955, þá 10 ára hnokki, en þá þeg- ar var uppi orðrómur um að heimasætan og strákur í Nes- kaupstað væru farin að draga sig saman. Hjónaband Guju og Sigurðar var einstaklega farsælt. Ég minn- ist ljúfra samverustunda með þeim er þau höfðu flutt á Aragötu 10 upp úr 1965 í kjallarann hjá tengdaforeldrunum og Hreini Benediktssyni, prófessor, bróður Guju. Þá hafði Sigurður lokið prófi í viðskiptafræðum og hafið störf hjá Loftleiðum við góðan orðstír. Á Aragötunni var oft glatt á hjalla og næstu árin kom ég þar oft á tíðum í heimsókn þegar ég var við nám í HÍ enda Guja frænka mín skemmtileg kona. Mér þótti strax mikið til Sigurðar koma sakir mannkosta hans, frjórrar hugsunar og jákvæðni. Hann gaf mér ungum manni ráð um lestur góðra bóka og tímarita, sem áttu hug hans allan. Enn- fremur er mér minnisstætt ráð sem hann gaf mér. Það var það að vera aldrei lengi í sama starfi og helst ekki lengur en 3-5 ár. Því ráði fylgdi ég síðan. Hann hafði því mótandi áhrif á líshlaup mitt sem ég hef ætíð verið þakklátur fyrir. Gaman var að heimsækja Guju og Sigurð erlendis, bæði í New York og Vín, en þá sveif andi lif- andi áhuga hans á samtíma, sögu og alþjóðamálum yfir vötnum. Drjúgur tími hjá húsbóndanum í þeim heimsóknum fór í að lesa sunnudagsútgáfu New York Tim- es eða Wiener Zeitung og ræða málefni líðandi stundar. Guðlaug frænka mín lést langt fyrir aldur fram árið 1998 og var öllum sem hana þekktu harm- dauði. Sigurður var fagurkeri og bók- elskur, en undir glaðværu yfir- bragði hafði hann til að bera ríkar tilfinningar sem hann fór fínt með. Hann var skarpur greinandi á samtímann, hógvær og gumaði ekki af verkum sínum eða starfs- frama. Lífsviðhorf hans byggðist á víðsýni og umburðarlyndi enda var hann upplýstari en flestir hans samferðamenn. Fyrir 10 árum kynntist Sigurð- ur eftirlifandi eiginkonu sinni, Eddu Björk, og má segja að það hafi orðið ást við fyrstu sýn, eða eins og Shakespeare lætur Kleóp- ötru segja við Antoníus í sam- nefndu leikriti: „Eternity was in our lips and eyes, Bliss in our brows.“ Það varð Sigurði mikil gæfa að kynnast Eddu Björk, þeirri glæsi- legu og hæfileikaríku konu. Harmur Eddu er því djúpur og sár við fráfall hans. Henni og börnum þeirra og fjölskyldum sendi ég innilegar samúðarkveðj- ur. Ég kveð að lokum góðan vin með orðum Jónasar: Flýt þér vinur í fegra heim krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morguroðans meira að starfa Guðs um geim. Þorsteinn Ólafsson. Það eru blendnar tilfinningar sem koma upp við fráfall Sigurð- ar Jónssonar vinar míns. Fyrst og fremst er það sorg yfir fráfalli ómetanlegs félaga og hugsanir um glötuð tækifæri herja á hug- ann. Samt get ég ekki annað en glaðst yfir þeirri heppni að hafa kynnst Sigga, enda á ég margar minningar um glaðværðina sem einkenndi hann og þann mikla höfðingja sem hann hafði að geyma. Ég hitti Sigga fyrst á skrif- stofu Alcoa í Reykjavík sumarið 2006. Ég var þá nýráðinn sum- arstarfsmaður og það féll í hend- ur Sigga að finna fyrir mig verk- efni. Þann dag hefur Siggi þó ekki talið slíkt vera ofarlega í for- gangsröðinni og eftir að ég hafði leyst nokkur lítilfjörleg verkefni rétti Siggi mér 1.100 blaðsíðna handbók um tölvuforrit sem hann bað mig um að kynna mér. Sem betur fer hef ég aldrei þurft á við- komandi forriti að halda. Það leið þó ekki langur tími þar til við Siggi urðum góðir vinir og mikið traust skapaðist við lausn þeirra verkefna sem við unnum að. Þar var mikil reynsla og staðfesta Sigga gagnleg. Samstarfið við Sigga var mjög lærdómsríkt og verð ég honum ætíð þakklátur fyrir öll hans ráð og hvatningar- orð. Ævi Sigga var viðburðarík, eins og allir sem til hans þekktu vita, og uppspretta að óteljandi sögum sem gáfu innsýn í þann einstaka persónuleika sem hann hafði að geyma. Hvort sem var frá uppvaxtarárunum í Neskaup- stað, menntaskólaárunum á Ak- ureyri eða frá langri starfsævi sem virtist hafa að geyma ótelj- andi viðkomustaði um heim allan. Sögurnar hans Sigga gátu raunar tengst öllu frá veislum með fyr- irmönnum í Úkraínu til vinnu við gerð manntals í Kína. Ég gleymi því seint þegar ég var að segja Sigga frá ferðalagi mínu til smá- bæjar sem stendur við Kivu-vatn í Rúanda. Siggi hafði að sjálf- sögðu komið í umræddan bæ. Hann hafði verið að aðstoða þar við samningagerð við austurrískt fyrirtæki sem hugðist byggja orkuver sem gekk fyrir blómum. Það kom mér því ekki á óvart þegar ég sagði Sigga að ég hygð- ist flytja til Lundúna, að hann hafði búið þar og þekkti borgina inn og út. Þegar við Siggi hittumst var ávallt mikið sem þurfti að ræða. Ekki einungis þau verkefni sem við unnum að á þeim tíma. Gera þurfti upp bæði innanlands- og al- þjóðastjórnmálin. Á þeim hafði Siggi brennandi áhuga, en nálg- aðist þau ætíð með lítillæti og sínu gagnrýna hugarfari. Hann hafði mestan áhuga á því að kynna sér sjónarmið annarra, en lítinn áhuga á því að predika sínar eigin skoðanir. Alltaf var þó stutt í kímnigáfuna og gamansamar sögur úr hans eigin lífi, sem gáfu undirstöðum umræðuefnisins töfra- og þversagnakenndan blæ. Ég sendi fjölskyldu og að- standendum Sigurðar innilegar samúðarkveðjur. Þorbjörn Björnsson. Sigurður Jónsson eða „Siggi Senior“ eins og við mörg kölluð- um hann hóf störf sem aðalráð- gjafi í innkaupum hjá Alcoa Fjarðaáli sumarið 2005. Alþjóð- leg fjölbreytt reynsla hans á sviði innkaupa er einstök hjá Íslend- ingi og var hann einn af reynd- ustu íslensku stjórnendum í inn- kaupum á alþjóðlega vísu. Þessi bakgrunnur kom sér ákaflega vel í aðdraganda gangsetningar og síðar rekstri hjá Fjarðaáli. Marg- ir starfsmenn Fjarðaáls kynntust Sigurði vegna þess að hann kom við sögu sem lykilmaður við mót- un og gerð á mörgum af mikil- vægustu þjónustu- og vörukaupa- samningum fyrirtækisins. Það var gott að eiga Sigurð að í samn- ingum, hann var margreyndur og klókur samningamaður gæddur þeim hæfileika að segja hlutina eins og þeir eru án þess að móðga eða meiða. Hann var lausnamið- aður og það reyndur að hann vissi vel hvenær átti að láta brjóta á í samningum og hvenær átti að halda sig til hlés. Vald hans á samningstexta og flóknum skil- málum var einstakt og hann hafði fádæma tök á enskum texta sem er forsenda í fjölmörgum alþjóð- legum samningum sem Fjarðaál er aðili að. Sigurður var fæddur og uppal- inn á Norðfirði og lék okkur nýju austfirsku samstarfsfélögunum forvitni á að vita hvað hans gömlu sveitungar hefðu um manninn að segja. En það var sama hvern maður spurði, enginn kannaðist við Sigurð Jónsson. Þar kom að Sigurður færi austur í samninga- lotu, þá gætu menn litið hann augum og voru nokkrir samtíða- menn hans að austan væntanleg- ir til fundar. Það var eins og við manninn mælt, varla var hann stiginn inn í fundarherbergið þegar hrópað var upp: „Bonni! Hvað ert þú að vilja hér?“ Auðvit- að vissu menn hver hann var. Það vorum bara við þetta unga lið sem uppnefndum hann Sigurð. Bonni var heimsborgari, lífs- kúnstner, fróður og víðlesinn. Það sópaði að honum og hann kallaði fram stemningu hvar sem hann kom. „Alltaf stuð í innkaup- um“ voru einkunnarorð hans í vinnunni. Hann var heillandi per- sónuleiki, hress, skemmtilegur og „séntilmaður par excellance“. Sigurður var vel kynntur, þekkti marga og hafði gaman af því að ræða heimsmálin. Ferskur í anda og glúrinn við að tileinka sér nýj- ungar í tækni og þannig nokkurs- konar eilífðarunglingur, alltaf til í að prufa nýtt. Hann átti gott með að setja sig inn í flókin mál, skilja kjarnann frá hisminu og ljúka verkinu. Við munum sakna þess að eiga Sigurð að. Getum víst ekki lengur hringt út stórskota- liðið eins og við kölluðum það að kalla hann til aðstoðar eða ráð- gjafar. Við erum ákaflega þakk- lát fyrir þann tíma sem við unn- um með honum. Hann markaði spor inn í framtíðina hjá Fjarða- áli með framlagi sínu. Það er táknrænt fyrir Sigurð að koma aftur á þennan hátt til upphafsins á Norðfirði. Þar endaði hann glæsilegan feril með því að deila þeirri þekkingu sem hann aflaði sér á lífsleiðinni til að tryggja framtíð og viðgang æskuslóð- anna. Við vottum Eddu og fjöl- skyldunni okkar dýpstu samúð. Við munum góðu stundirnar og þann góða og hreinskiptna dreng sem Sigurður Jónsson hafði að geyma. F.h. samstarfsfólks hjá Alcoa Fjarðaáli, Óskar Borg. Sigurður Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.