Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2013
Járnskortur
getur verið
ein ástæðan
Vandaðar bætiefnablöndur
úr lífrænni ræktun,
fyrir börn og fullorðna.
Þreytt og
slöpp?
Nánar á heilsa.is
Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum.
• Einkenni járnsskorts geta verið
t.d. mæði, þreyta svimi, kulsækni,
hjartsláttaróregla og höfuðverkur.
• Floradix og Floravital hjálpa fólki
til að viðhalda góðri heilsu og
heilbrigði.
• Blandan byggist upp á fljótandi
lífrænu járni, sérvöldum jurtum,
ávaxta djús og blöndu af c- og
b-vítamíni, til að auka járnbúskap
líkamans.
TREFJARÍKAR PRÓTEINSTANGIR
FYRIR KREFJANDI AÐSTÆÐUR
Hundar, kettir,
og önnur gælu-
dýr fóru í kirkjur
víða á Spáni í
gær til að fá
blessun á degi
heilags Ant-
óníusar,
verndardýrlings
dýra. Biðröð
myndaðist í Kirkju heilags Ant-
óníusar í miðborg Madrídar þar
sem prestur blessaði dýrin og úðaði
helgu vatni yfir þau. Mörg dýranna
skörtuðu sínum fegursta vetrar-
fatnaði. Gæludýrin og eigendur
þeirra gengu síðan fylktu liði um
götur í grennd við kirkjuna. Bless-
unarhátíðin hefur verið haldin í
Madríd frá nítjándu öld. Sagt er að
dýr hafi laðast að heilögum Ant-
óníusi sem fæddist í Portúgal árið
1195. Í málverkum af honum er
hann oft sýndur umkringdur dýr-
um sem hlusta á hann með athygli.
SPÁNN
Gæludýrin blessuð
í kirkjum
Eldgos hófst á ítölsku eyjunni Stromboli á mánudaginn
var en yfirvöld sögðu að íbúar hennar væru ekki í
hættu. Stromboli er norðan við Sikiley og íbúar eyj-
unnar eru um 500. „Við erum hrædd,“ hafði fréttastof-
an ANSA eftir einum íbúanna. Enginn hefur sagt okk-
ur hvernig ástandið er og hvað við eigum að gera.“
AFP
Eldgos vekur ugg meðal íbúanna
Áhorfendur fylgjast með hanaslag í Saint-Amand-les-Eaux í norðanverðu
Frakklandi. Hanaat hefur verið stundað í um 6.000 ár og elstu heimildir
um það eru frá Persíu. Hanaat er enn stundað víða um heim þótt dýra-
verndarsamtök hafi barist gegn því. Atinu lyktar oft með því að annar han-
inn liggur dauður. Oft er efnt til veðmála í tengslum við hanaslagina.
AFP
Hönum att saman
Ástrali, sem hef-
ur stundað gull-
leit í tóm-
stundum, varð
fyrir óvæntu
happi í fyrradag
þegar hann fann
um fimm kíló-
gramma þungan
gullmola í
Viktoríuríki í
Ástralíu. Maðurinn notaði málm-
leitartæki þegar hann fann gullið
sem var á um 60 sentimetra dýpi í
jörðinni nálægt bænum Ballarat, að
sögn fjölmiðla í Ástralíu. Cordell
Kent, eigandi gullverslunar í bæn-
um, staðfesti að hann hefði fengið
gullmolann til sölu. Hann áætlaði
að verðmæti gullsins væri 300.000
ástralskir dalir, sem svarar rúmum
40 milljónum króna. Hann kvaðst
hafa rekið verslunina í rúm 20 ár
og aldrei áður hafa fengið gullmola
sem vægi meira en 100 únsur, eða
2,8 kíló.
ÁSTRALÍA
Fann 40 milljóna
króna gullmola
Gullmolinn stóri.
Þingmenn á Evrópuþinginu gagn-
rýna það að flugfélög fái að krefja
flugfarþega um greiðslu fyrir
handfarangur. Telja þeir að
Evrópusambandið eigi að hlutast til
um að samræma reglur sem gilda
um hvað flugfarþegar eiga að
greiða fyrir.
Georges Bach, þingmaður Kristi-
legra demókrata (EPP), segir að
vernda þurfi neytendur fyrir þeim
vinnubrögðum sem flugfélög stundi
til þess að auka hagnað sinn. Undir
þetta tekur þýski Evrópuþing-
maðurinn Wolf Klinz, sem segir að
almenningur sé að missa trúna á
Evrópusambandið. Nú sé lag að
breyta því.
Mjög ólíkar reglur gilda meðal
flugfélaga fyrir hvað farþegar
þurfa að greiða. Hjá sumum flug-
félögum, einkum lággjaldafélögum,
þurfa farþegar að greiða fyrir allan
farangur. Jafnframt eru gjöldin
mismunandi mikil.
guna@mbl.is
EVRÓPUÞINGIÐ
Gjöldum á hand-
farangur mótmælt