Morgunblaðið - 19.01.2013, Síða 2
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Noregur og Evrópusambandið ákváðu á fundi sem
lauk í gær að taka sér 90,38% af ráðlögðum mak-
rílkvóta ársins. Steingrímur J. Sigfússon atvinnu-
vegaráðherra lýsti í gær yfir vonbrigðum með
þessa einhliða ákvörðun ESB og Noregs. Kvótinn
er 542 þúsund tonn í samræmi við tillögur ráð-
gjafanefndar Alþjóða hafrannsóknaráðsins og er
um 15% samdrátt að ræða frá síðasta ári.
Í yfirlýsingu ráðherra segir að það valdi miklum
vonbrigðum að Evrópusambandið og Noregur
hafi einhliða skammtað sér ríflega 90% af ráð-
lagðri heildarveiði úr makrílstofninum. Sam-
kvæmt þessu ætli þeir Íslandi, Færeyjum og
Rússlandi innan við 10% veiðihlut. Makrílafli Ís-
lendinga tvö síðustu ár hefur verið um og yfir 150
þúsund tonn. Ekki náðist í Steingrím sjálfan í gær
en hann hefur ekki tilkynnt leyfilegan heildarafla
Íslendinga á þessu ári.
„Með þessu er horft framhjá breyttu göngu-
mynstri makrílstofnsins, en á árinu 2012 er áætlað
að um 1,5 milljónir tonna af makríl hafi verið í ís-
lensku lögsögunni, hafi þyngst þar um allt að 50%
og étið allt að 3 milljónum tonna af fæðu með til-
heyrandi áhrifum á lífríkið. Lykillinn að lausn
makríldeilunnar er að tekið verði fullt tillit til
þessara miklu breytinga á göngu makrílsins, að
allir aðilar fái sanngjarnan hlut og umfram allt að
veiðarnar byggist á vísindalegu mati á ástandi
stofnsins.
Við vonum að Evrópusambandið og Noregur
sjái að sér og verði tilbúin að setjast að samninga-
borðinu til þess að finna varanlega lausn sem
tryggi sjálfbæra nýtingu stofnsins. Það eru hags-
munir allra hlutaðeigandi aðila að lausn finnist
sem fyrst,“ segir í yfirlýsingu Steingríms.
Skammta sér einhliða
rúm 90% af makrílnum
Atvinnuvegaráðherra segir samkomulag ESB og Noregs mikil vonbrigði
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013
Við erum með húsin!
Sumarið er að koma...
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Aðdáendur Mary Poppins fylktu liði við Borg-
arleikhúsið í gær í tengslum við frumsýningu á
samnefndum söngleik. Yfir tvö hundruð manns
gengu um nágrennið með regnhlífar og stigu
léttan dans í anda töfrumgæddu barnfóstrunnar
með regnhlífina.
„Okkur langaði að gera eitthvað óhefðbundið
og skemmtilegt. Þetta voru allt sjálfboðaliðar
sem þarna tóku þátt og við æfðum saman nokkr-
ar hreyfingar með regnhlífar,“ sagði Hildur
Harðardóttir, markaðsfulltrúi Borgarleikhúss-
ins.
Hildur bætti við að söngleikurinn um Mary
Poppins væri sá stærsti og flóknasti sem þar
hefði verið settur upp. Forsala á miðum hefst á
miðvikudaginn 23. janúar. Söngleikurinn sjálfur
verður frumsýndur 22. febrúar. Með hlutverk
Mary Poppins fer Jóhanna Vigdís Arnardóttir.
Dansandi regnhlífar til dýrðar Mary Poppins
Morgunblaðið/Kristinn
Söngleikurinn Mary Poppins verður frumsýndur á næstunni í Borgarleikhúsinu
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
staðfest þá afstöðu slitastjórnar
Kaupþings banka að taka ekki kröfur
Irish Bank Resolution Corporation
Ltd. (IBRC) á kröfuskrá við slitameð-
ferð bankans. Kröfur IBRC voru þær
að felld yrði úr gildi ákvörðun slita-
stjórnarinnar um að hafna kröfum
vegna tveggja skuldabréfa, samtals
að fjárhæð 15.558.733 evrur, og sömu-
leiðis að kröfurnar tvær yrðu viður-
kenndar sem almennar kröfur við
slitameðferð Kaupþings.
Eins og Morgunblaðið greindi frá í
október sl. hafði héraðsdómur óskað
eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstóls-
ins á því hvort ákvæði 1. mgr. 86. gr.
laga nr. 21/1991 samrýmdist efni til-
skipunar 2001/24/EB. Niðurstaða
EFTA-dómstólsins var sú að íslensk
útgáfa 14. gr. fyrrnefndrar tilskipun-
ar væri efnislega ólík öðrum tungu-
málaútgáfum ákvæðisins.
Var þekktur lánardrottinn
Þá taldi EFTA-dómstóllinn að
ákvæðið útilokaði landsreglur sem
heimiluðu niðurfellingu á kröfum
þekktra erlendra lánardrottna sem
ekki hefur verið lýst þrátt fyrir að
ekki hafi hver og einn þessara lán-
ardrottna fengið sérstaka tilkynningu
og landslög krefjist þess að kröfunni
sé lýst til að hún fáist viðurkennd.
Héraðsdómur féllst á þau rök
IBRC að hann hefði verið þekktur er-
lendur kröfuhafi við slitameðferð
Kaupþings. Einnig taldi dómurinn að
slitastjórn Kaupþings hefði ekki sýnt
fram á að henni hefði verið ógerlegt
að leita sérstaklega vitneskju um
hvort sóknaraðili kynni að telja til
kröfu á hendur varnaraðila. Þrátt fyr-
ir þá staðreynd að slitastjórnin hafi
við upphaf slitameðferðar ekki sent
IBRC sérstaka tilkynningu í sam-
ræmi við áðurgreind lagafyrirmæli,
gat dómurinn ekki fallist á að það eitt
ætti að leiða til þess að líta skyldi með
öllu fram hjá ákvæðum gjaldþrota-
skiptalaga um áhrif vanlýsingar.
Kröfum Irish Bank í bú
Kaupþings banka hafnað
Afstaða slitastjórnar bankans til krafnanna staðfest
Sjálfstæðisflokkurinn fengi 41% at-
kvæða ef gengið yrði til kosninga
nú, samkvæmt skoðanakönnun sem
gerð var fyrir Fréttablaðið og Stöð
2. Frá þessu var greint í kvöld-
fréttum Stöðvar 2 í gær.
Þá fengi Samfylkingin næst flest
atkvæði en hún mælist með 19%
fylgi samkvæmt könnuninni. Þar á
eftir kæmi síðan Björt framtíð með
13% atkvæða, Framsóknarflokk-
urinn með 12% og Vinstri grænir
með 7% atkvæða, en flokkurinn
hlaut um 22% fylgi í síðustu þing-
kosningum. Björt framtíð væri eina
nýja framboðið sem næði manni inn
á þing. Svarhlutfall í könnuninni
var um 59% en úrtakið var 1.342
manns úr þjóðskrá.
Sjálfstæðisflokk-
urinn fengi 41%
Ökumenn hafa tekið eftir því að
farið er að blæða úr vegaklæðingu
um norðvestanvert landið. Lög-
reglan á Blönduósi segist kannast
við málið og vita til þess að öku-
menn hafi ekið á tjöruköggla sem
myndast hafi á vegum.
Magnús Valur Jóhannsson, svæð-
isstjóri vestursvæðis hjá Vegagerð-
inni, sagði í samtali við mbl.is í gær-
kvöldi að þetta væri þekkt
fyrirbrigði og hið versta mál fyrir
umferðina. „Við höfum ekki fundið
ráð við þessu,“ sagði Magnús Valur.
Tjörukögglar á
Norðvesturlandi
„Það voru eng-
in vandamál.
Þeir voru kurt-
eisir og höguðu
sér vel,“ sagði
Brevik, lög-
reglumaður á Gardermoen flugvell-
inum, við Morgunblaðið í gær-
kvöldi. Lögreglan meinaði sex
Outlaws-meðlimum frá Íslandi inn-
göngu í Noreg við komuna til Gar-
dermoen-flugvallar í fyrradag. Out-
laws-meðlimirnir fóru með flugi
heim í gær. Þetta staðfesti Brevik.
Hann sagði að þótt þeim hefði
verið meinuð innganga í þetta
skipti þýddi það ekki endilega að
slíkt yrði gert aftur ef þeir kæmu
aftur til Noregs.
Hann vísaði til þess að handtakan
byggðist á ákvæðum laga í Noregi
um að heimilt væri að meina dæmd-
um mönnum inngöngu í landið.
Norska lögreglan skilgreinir Out-
laws sem glæpasamtök.
Samkvæmt frétt á norska miðl-
inum rb.no voru íslensku Outlaws-
liðarnir á leið í veislu á vegum
norsku samtakanna.
thorunn@mbl.is
Outlaws-liðar farnir
burt frá Noregi