Morgunblaðið - 19.01.2013, Page 8

Morgunblaðið - 19.01.2013, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. 11–16, sunnud. lokað Listmunauppboð Erum að taka á móti verkum á næsta uppboð Vegna góðrar sölu á síðustu uppboðum leitum við að verkum eftir frumherjana í íslenskri myndlist og þá sérstaklega eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Kristínu Jónssdóttur, Louisu Matthíasdóttur, Þórarinn B. Þorláksson, Svavar Guðnason og Nínu Tryggvadóttur. Ennfremur er mikil eftirspurn eftir verkum Georgs Guðna, Gunnlaugs Blöndal og Gunnlaugs Scheving. Myndlistar- uppboð 12. – 28. janúar Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 Í könnun sem Fréttablaðið slærupp á forsíðu í gær segir: „Nærri helmingur vill ljúka aðildarvið- ræðum við ESB“. Fyrir aðildarsinna var þetta jákvæðasta mögulega framsetningin á frétt af þessari könnun. Sömu sögu er að segja af framhaldsfrétt inni í blaðinu þar sem segir í fyrirsögn: „Fáir styðja tillögur stjórnarandstöðunnar“.    Stóra fréttin í þessari könnunFréttablaðsins, sé mark á henni takandi, fór af einhverjum ástæðum framhjá blaðinu. Hún er að á rúmu ári hefur afstaðan til þess hvort halda eigi áfram viðræðum eða ekki snúist alveg við.    Nú er meirihlutinn þeirrar skoð-unar að stöðva eigi viðræð- urnar, ýmist varanlega eða að minnsta kosti þar til þjóðin hefur tek- ið afstöðu til þess hvort halda skuli áfram.    Fyrir rúmu ári vildi meirihlutinnhalda viðræðunum áfram, þó að þá eins og nú væri mikill meirihluti andvígur inngöngu.    Annað sem vekur athygli er aðfleiri innan Samfylkingarinnar eru að átta sig á að ekkert vit er í að halda viðræðum áfram. Þrátt fyrir þetta er Samfylkingin enn einangruð í íslenskri pólitík með því að mikill meirihluti stuðningsmanna allra ann- arra flokka vill hætta viðræðum.    Nema að vísu ef Litla Samfylk-ingin er talin með. Hún er auð- vitað sammála móðurflokknum þó að hún muni fram að kosningum reyna að láta líta svo út sem hún sé sjálf- stæður stjórnmálaflokkur. Fréttamat Fréttablaðs STAKSTEINAR Veður víða um heim 18.1., kl. 18.00 Reykjavík 4 léttskýjað Bolungarvík 5 léttskýjað Akureyri 5 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 4 rigning Vestmannaeyjar 5 skýjað Nuuk -8 léttskýjað Þórshöfn 5 alskýjað Ósló -11 skýjað Kaupmannahöfn -2 skýjað Stokkhólmur -12 heiðskírt Helsinki -18 heiðskírt Lúxemborg -2 skýjað Brussel -1 léttskýjað Dublin 0 snjókoma Glasgow 1 léttskýjað London -2 snjókoma París -2 skýjað Amsterdam -1 léttskýjað Hamborg 0 skýjað Berlín -2 skýjað Vín -2 snjókoma Moskva -12 snjókoma Algarve 16 skýjað Madríd 12 skýjað Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 7 léttskýjað Aþena 11 léttskýjað Winnipeg -16 alskýjað Montreal -16 léttskýjað New York -3 skýjað Chicago -2 alskýjað Orlando 9 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 19. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:45 16:34 ÍSAFJÖRÐUR 11:13 16:15 SIGLUFJÖRÐUR 10:57 15:57 DJÚPIVOGUR 10:20 15:57 Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort óskað verði eftir að gæslu- varðhald yfir Karli Vigni Þor- steinssyni verði framlengt. Hann var dæmdur í tveggja vikna gæsluvarðhald en það rennur út á miðvikudag. Björgvin Björgvinsson, yfirmað- ur kynferðisbrotadeildar lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að nýjar kærur gegn Karli Vigni hafi borist í kjölfar umfjöllunar um kynferðisbrot hans, sumar þeirra í þessari viku. Bæði sé um að ræða nýleg brot og nokkurra ára gömul sem lögregla telur að séu ekki fyrnd. kjartan@mbl.is Karl Vignir Þorsteinsson Gæsluvarðhaldið yfir Karli Vigni renn- ur út á miðvikudag Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is „Við höfum áhyggjur af því að þetta muni stöðva uppbyggingu nútíma- legs verslunarhúsnæðis í miðborg- inni og sérstaklega við Laugaveg, segir Björn Jón Bragason, fram- kvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, um ný lög um menningarminjar sem tóku gildi um áramótin. Samkvæmt lögunum eru öll hús og mannvirki sjálfkrafa friðuð þegar þau ná hundrað ára aldri en með gildistöku laganna fjölgaði friðuðum byggingum í landinu úr um 480 í allt að 5.000. Björn segir miðborgina hafa liðið fyrir ofstæki í húsafrið- unarmálum og það sé áhyggjuefni hversu víðtæk lögin séu. „Við höfum ekki sett okkur upp á móti því að hús séu friðuð en mér finnst það lágmarkskrafa að það sé þá rökstuðningur fyrir því. Þessi aldursregla í lögunum er ekki rök- studd að neinu marki. Það eitt og sér að hús er gamalt gerir það ekki að merkilegum minjum,“ segir hann. Minjastofnun Íslands, sem varð til með gildistöku laganna um áramót- in, er heimilt að afnema aldurs- tengda friðun húsa en óheimilt er að breyta, rífa eða flytja friðuð hús nema með leyfi stofnunarinnar. Björn segir að velta megi því fyrir sér hvort menningarminjalögin stangist á við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, þ.e.a.s. hvort meðalhófs hafi verið gætt. „Ég veit ekki hvort verið er að vinna húsafriðun gagn með því að setja öll gömul hús undir sama hatt með þessum hætti, í stað þess að hlúa þá betur að þeim sem sann- arlega eru menningarminjar,“ segir hann. „Megnið af þessum húsum var byggt af miklum vanefnum og þjón- ar ekki hlutverki sínu í nútímanum.“ Björn segir samtökin hafa bent á leiðir til að standa að uppbyggingu þannig að nýbyggingar falli vel að umhverfi sínu. Hægt hafi hins vegar gengið að fá leyfi til breytinga en mörg gömlu timburhúsanna við Laugaveg, sem flest falla undir hundrað ára regluna, henti illa undir þá starfsemi sem í þeim er starf- rækt. „Laugavegurinn er verslunargata og það hlýtur að skipta máli að húsin geti þjónað hlutverki sínu.“ Uggandi vegna nýju laganna Morgunblaðið/Ómar Lög Björn segir flest timburhúsanna við Laugaveg falla undir hundrað ára regluna en þau henti mörg illa undir starfsemina sem í þeim er starfrækt.  Segir ofstæki hafa hamlað uppbyggingu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.