Morgunblaðið - 19.01.2013, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 19.01.2013, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013 Kostnaður vegna hreinsunar eftir strand Goðafoss á Óslóarfirði 17. febrúar fyrir tæpum tveimur árum er í norskum fjölmiðli sagður nema 88 milljónum norskra króna eða rúmum tveimur milljörðum ís- lenskra króna. Fylkisstjórnir við Óslóarfjörð komu saman til fundar í gær til þess að ræða um fyrirkomulag ör- yggis- og umhverfismála í firð- inum. Fram kom á fundinum, að sögn fréttavefjarins Tb.no, að kostn- aður vegna hreinsunar eftir strand Goðafoss, gámaflutningaskips Eimskips, á Óslóarfirði 17. febrúar árið 2011 næmi 88 milljónum norskra króna eða rúmum tveimur milljörðum íslenskra króna. Norsk yfirvöld hafa nú sent reikninginn til tryggingafélags Eimskips sam- kvæmt fréttinni. Ólafur Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, segist ekki geta staðfest þessa tölu enda hafi hún ekki kom- ið inn á borð hjá fyrirtækinu. Um sé að ræða tryggingamál og sé leyst á milli tryggingafélags Eim- skips og norskra yfirvalda. Hreinsunin sögð kosta 2 milljarða Goðafoss Á strandstað í Óslóarfirði. Bæjarstjórinn í Norðurþingi treystir því að stjórnvöld tryggi fjármagn til reksturs flugvallarins í Aðaldal á næsta ári. Sveitarfélagið hefur sam- þykkt samstarfssamning við Flug- félagið Erni um rekstur vallarins næstu tólf mánuði. Sveitarfélagið leggur til andvirðis hálfs stöðugildis. Isavia hefur engar fjárheimildir til að reka flugvöllinn við Húsavík á þessu ári. Áður en Flugfélagið Ernir hóf flug þangað í apríl voru mörg ár liðin frá því Flugfélag Íslands hætti flugi til Húsavíkur. „Þetta er tímabundin ráðstöfun sem gerð er í ljósi þeirrar góðu þjón- ustu sem Ernir hefur veitt hér á svæðinu,“ segir Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri. Hann segir að flugið hafi verið mikið notað enda spari það íbúunum tíma og kostnað. Þá fjölgi ferðafólki. Bergur segir að þátttaka sveitar- félagsins skapi flugfélaginu svigrúm til að auka markaðsstarf á árinu og sé liður í að tryggja að áfram verði flogið á staðinn. Hann segist treysta því að í fram- haldinu verði Isavia tryggt fjármagn til að reka flugvöllinn með sama hætti og aðra flugvelli á sambæri- legum stöðum. Þegar atvinnuupp- bygging hefjist skapist mikil verk- efni fyrir flugið sem tryggi tilverugrundvöll þess til framtíðar. helgi@mbl.is Styrkja rekstur flugvallar Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Flugstöð Flug til Húsavíkur hefur gengið vel og áhugi er á að efla það frekar.  Norðurþing leggur fjármagn í rekstur flugvallarins í Aðaldal til að hjálpa til við uppbyggingu flugleiðarinnar Kristján Oddsson hefur verið ráð- inn yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameins- félagsins og tekur við starfinu 1. apríl. Kristján er sérfræðingur í fæðingar- og kvenlækningum, heimilislækningum, heilbrigðis- stjórnun og embættislækningum. Kristján hefur starfað sem heim- ilislæknir víða um land og rekið stofu sem kvensjúkdómalæknir. Hann vann hjá landlæknisembætt- inu í rúm fjögur ár, meðal annars sem aðstoðarlandlæknir. Kristján Sigurðsson hefur gegnt starfi yfirlæknis Leitarstöðvarinnar síðan 1982. „Stjórn félagsins metur starf hans mikils og þann mikla ár- angur sem hefur náðst á starfstíma hans,“ segir í tilkynningu. Ráðinn yfirlæknir Leitarstöðvar Kristján Oddsson 100% ekta ostur rifnir ostar auðvelda matseldina og gera matinn girnilegri. Þú finnur frábærar uppskriftir á gottimatinn.is. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.