Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013 eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. F ÍT O N / S ÍA Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Óvísindalegt slembiúrtak á meðal formanna aðildarfélaga Samfylking- ar bendir til að Árni Páll Árnason hafi yfirhöndina í formannskjöri flokksins. Leitað var til 22 félaga og náðist að leita álits 20 formanna. Ekki náðist í tvo formenn ungliða og urðu framkvæmdastjóri annars veg- ar og varaformaður hins vegar því til svara. Þá var rætt við bæði formann og varaformann Samfylkingar- félagsins á Akureyri og eru svörin því alls 23. Af þessum 23 trúnaðarmönnum Samfylkingar lýsa sjö yfir stuðningi við Árna Pál auk þess sem sá áttundi er þekktur stuðningsmaður hans. Þá sagðist sá níundi líta svo á að Árni Páll væri að sækja í sig veðrið. Tals- vert færri, eða tveir, segjast styðja Guðbjart. Meirihlutinn, eða 12, er ekki búinn að gera upp hug sinn eða vildi ekki tjá sig opinberlega um af- stöðu sína til formannskjörsins. Fulltrúar um 19.000 félaga Leitað var álits hjá formönnum fé- laganna í gær og í fyrradag en þeir fara fyrir 22 af 43 aðildarfélögum Samfylkingar og eru fulltrúar fyrir um 18.500-19.400 flokksfélaga, af alls rúmlega 20.000, ef marka má upp- gefnar tölur þeirra um félagafjölda. Niðurstöðurnar eru birtar í graf- inu á síðunni hér til vinstri en eins og sjá má eru félögin sem formennirnir fara fyrir í öllum landshlutum. Skal ítrekað að hér er á ferð slembiúrtak og að könnunin er óvísindaleg. Spurt var hvaða mál yrðu efst á baugi í kosningabaráttunni og var niðurstaðan afgerandi. Allir nema tveir nefndu ESB en gátu þó um gjaldmiðilsmál, málaflokk sem er tengdur ESB-aðild órofa böndum í hugum samfylkingarfólks. Er þetta í takt við það stöðumat nokkurra þingmanna Samfylkingar í Morgun- blaðinu fyrir helgi að kosningabar- átta flokksins muni snúast um ESB. Formenn félaganna eru almennt bjartsýnir á gengi flokksins í kom- andi þingkosningum og eru margir andvígir því að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Þá horfa margir til Bjartrar framtíðar. Samfylkingin kaus sér síðast for- mann á landsfundi árið 2009, þegar Jóhanna Sigurðardóttur var kjörin með nær öllum greiddum atkvæðum af um 1.700 gestum landsfundar. Til þess að allsherjaratkvæða- greiðsla fari fram þarf að óska eftir því innan tiltekins tíma. Árni Páll og Guðbjartur óskuðu eftir því í sam- einingu í byrjun desember að slík at- kvæðagreiðsla færi fram. Árni Páll virðist hafa yfirhöndina Morgunblaðið/Golli Formannsefni Samfylkingarinnar Guðbjartur Hannesson og Árni Páll Árnason fyrir framboðsfund á Seltjarnarnesi.  Sjö formenn aðildarfélaga Samfylkingarinnar segjast vilja Árna Pál Árnason sem næsta formann  Sá áttundi er sama sinnis  Tveir vilja Guðbjart Hannesson  12 af 23 aðspurðum tjá sig ekki Afstaða þingmanna » Samfylkingin er nú með 19 þingmenn, að Árna Páli og Guðbjarti meðtöldum. » Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra tjáir sig ekki um það hvorn hún styður. » Jónína Rós Guðmundsdóttir, Oddný Harðardóttir, Ólína Þor- varðardóttir, Lúðvík Geirsson og Sigríður Ingibjörg Ingadótt- ir styðja Guðbjart. » Sigmundur Ernir Rúnarsson og Valgerður Bjarnadóttir styðja Árna Pál. » Mörður Árnason, Magnús Orri Schram og Helgi Hjörvar vildu ekki tjá sig í gær, né held- ur Skúli Helgason, Katrín Júl- íusdóttir og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, en ekki náðist í Björgvin G. Sigurðsson eða Össur Skarphéðinsson. » Kristján Möller er í veik- indaleyfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.