Morgunblaðið - 19.01.2013, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 19.01.2013, Qupperneq 24
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Guðbjartur Hannesson velferðar- ráðherra hefur haft minni tíma en hann kysi til að sinna framboði sínu til embættis formanns Samfylking- arinnar. Hann notast því mikið við netið til að ná til sem flestra. Keppi- nautur hans, Árni Páll Árnason, hef- ur haft rýmri tíma, auk þess að hafa greint frá framboði sínu fyrr, en reiðir sig engu að síður mikið á net- ið. Ólafía B. Rafnsdóttir er kosninga- stjóri Árna Páls. Hún var kosninga- stjóri Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur þegar hún bar sigurorð af Össuri Skarphéðinssyni í formanns- kjörinu 2005, með 7.997 atkvæðum gegn 3.970. Rúmlega 20.000 voru þá á kjörskrá hjá Samfylkingunni og greiddu um 60% þeirra atkvæði. Sex framboð, sex sigrar Hún var einnig kosningastjóri Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, 1996, auk þeirra skipta sem hann endurnýjaði umboð sitt 2000, 2004, 2008 og 2012 og hefur því gengið í gegnum sex sigra og aldrei beðið ósigur sem kosningastjóri. „Sjö er happatalan,“ segir Ólafía spurð um þetta. Spurð hvaða aðferðum framboð Árna Páls beiti í formannskjörinu segir Ólafía að reynt sé að ná til fólks á samskiptamiðlum og í símtöl- um. „Fólk er jafnvel líklegra til að svara ef það er haft samband við það í gegnum Fésbókina. Það er oftar en ekki þannig enda nota svo margir orðið Fésbókina og svörunin verður betri. Svo er alltaf ákveðinn hópur sem þarf að hringja í og það gerum við líka. Þá hringjum við í fólk sem við þekkjum til.“ Alltaf að verða tölvuvæddari – Hvað hefur breyst í aðferða- fræðinni síðan í formannsslag Ingi- bjargar Sólrúnar og Össurar? „Við erum alltaf að verða tölvu- 24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013 Skrifstofa borg- arstjóra og borgarritara mun flytja starf- semi sína tíma- bundið í Breið- holt. Markmiðið er að borgar- stjóri og emb- ættismenn kynn- ist víðtækri starfsemi borgarinnar í Breiðholti frá fyrstu hendi, segir í frétt frá borginni. Skrifstofan borgarstjóra og borgarritara mun hefja starfsemi í Gerðubergi frá og með mánudeg- inum 21. janúar og vera staðsett þar í þrjár vikur eða til 7. febrúar og halda fundi sína þar. Borgar- ráð mun einnig funda í Breiðholti. Þá mun borgarstjóri gera víðreist í öllum hverfum Breiðholts til að kynna sér starfsemi borgarinnar í þessu fjölmennasta hverfi borg- arinnar. Í Breiðholti búa 20.600 íbúar, en þar af er hlutfall inn- flytjenda 10,2%. Í öðrum hverfum er hlutfall innflytjenda um 8% að meðaltali. Borgarstjóri fundar þessar vik- urnar með íbúum í hverfum borg- arinnar og er fundur áætlaður með íbúum Breiðholts þriðjudag- inn 23. janúar í Gerðubergi. Borgarstjóri til starfa í Breiðholti Jón Gnarr Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur hefur samþykkt að ganga til sam- starfs við Fjölskyldu- og hús- dýragarðinn um fræðslu- og þróun- arstarf. Markmiðið er að styrkja fræðslu í starfsemi garðsins, s.s. á sviði náttúrufræði, og þar með þann grunnþátt menntunar í aðal- námskrá leik- og grunnskóla sem snýr að sjálfbærni. Þá samþykkti ráðið að leita leiða til að nýta Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinn meira yfir veturinn til leiks og upplifunar og verður stofnað teymi til að skipuleggja slíka starfsemi. Skóla- og frístundaráð vill jafnframt að leitað verði leiða til að nýta Naut- hólsvíkina og Ylströndina betur í útinámi. Leita samstarfs um aukið fræðslustarf Raddir fólksins boða til útifundar um stjórnarskrármálið í dag, laug- ardaginn 19. janúar, klukkan 15.00 á Austurvelli. Ræðumenn eru Illugi Jökulsson, rithöfundur og blaðamaður, og Sig- ríður Ólafsdóttir lífefnafræðingur. Á undan fundinum flytur Svavar Knútur nokkra söngva. Fundarstjóri verður Hörður Torfason tónlistarmaður. Raddir fólksins halda útifund STUTT TIL KYNNIS- OG NÁMSFERÐA Um er að ræða ferðastyrki til þeirra sem vinna að sam- starfsverkefnum sem varða tvö af löndunum þremur hið minnsta. Hámarksstyrkur á hvern einstakling er 1.000 danskar krónur vegna ferða milli Íslands og Grænlands annars vegar og Íslands og Færeyja hins vegar. Ekki eru veittir styrkir vegna gistingar og uppihalds. Sækja má um styrk til kynnis- og námsferða eftirtaldra:  Skóla  Íþróttahópa  Tónlistarhópa  Annars menningarsamstarfs TIL VERKEFNA Í FERÐAÞJÓNUSTU Allir sem starfa að eflingu ferðaþjónustu á milli landanna þriggja geta sótt um styrki til samstarfs- verkefna á eftirfarandi sviðum ferðaþjónustu:  Til sameiginlegra markaðssetningarverkefna  Til nýsköpunar- og vöruþróunarverkefna  Til þekkingarheimsókna og miðlunar gagnkvæmrar reynslu milli ferðaþjónustuaðila  Til gæða- og umhverfismála innan ferðaþjónustunnar Hámarksstyrkur til verkefnis er 100 þúsund danskar krónur, eða að hámarki 50% kostnaðaráætlunar. Styrkir frá NATA NATA er samstarfssamningur ferðamálaráðuneyta í Færeyjum, á Grænlandi og á Íslandi.Markmið samningsins er að auka skilvirkni í samstarfi aðila er sinna ferðamálum í Færeyjum, á Grænlandi og á Íslandi með því að styrkja, samhæfa og tryggja framboð samvinnuverkefna aðildarlandanna á þeim sviðum ferðamála þar sem þau eiga einkum sameiginlegra hagsmuna að gæta. Samstarf Íslands, Grænlands og Færeyja á sviði ferðamála Ítarlegar upplýsingar ásamt umsóknareyðublöðum er að finna á vef Ferðamálastofu, www.ferdamalastofa.is. Umsóknir skulu vera á ensku eða dönsku. Lokafrestur til að skila umsókn er 27. febrúar 2013 og mun niðurstaða stjórnar NATA liggja fyrir í fyrri hluta apríl. væddari og þekkingin á því sviði er alltaf að aukast. Aðferðirnar eru svipaðar en með tilkomu vefmiðla breytist margt. Fólk getur fylgst betur með fyrir framan tölvurnar. Árið 2005 var Fésbókin ekki komin til sögunnar og miðlarnir voru not- aðir á annan máta en í dag. Það er hægt að ná til fleiri og með minni til- kostnaði en 2005.“ – Hversu margir starfa við fram- boð Árna Páls? „Ég er sú eina sem er starfsmað- ur framboðsins og svo eru vinir, vandamenn og sjálboðaliðar sem kíkja inn, en með tilkomu tækninnar þá þarf fólk ekki að sitja á kosn- ingaskrifstofunni.“ Tölvan fram yfir fundina – Er framboðsfundaformið að víkja fyrir nýjum aðferðum til að ná til fólks? „Já, að vissu marki, vegna þess að fólk vill frekar fylgjast með í gegn- um samfélagsmiðla og sjónvarp. Það mæta orðið færri á framboðsfundi en áður.“ – Hvenær hófst kosningabarátta Árna Páls? „Þegar hann tilkynnti formanns- framboðið með því að senda tölvu- póst á flokksmenn 3. október 2012.“ – Hver er kostnaður við framboð- ið? „Samkvæmt lögboðuðu hámarki Ríkisendurskoðunar þá má kosn- ingabaráttan kosta 3,5 til 4 milljónir en það miðast við fjölda á kjörskrá. Við munum að sjálfsögðu verða inn- an þeirra marka.“ Fyrsta framboðið var með Össuri Skarphéðinssyni Handan víglínunnar er Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, kosninga- stjóri Guðbjarts Hannessonar, en svo vill til að hún vann með Ólafíu Björk á sínum tíma í kosningabar- áttu Ingibjargar Sólrúnar árið 2005. Líkt og Ólafía Björk er Bryndís Ís- fold með langa reynslu af framboðs- málum. Hún hóf afskipti af stjórnmálum í prófkjöri Samfylkingarinnar árið 1999 þar sem hún starfaði fyrir framboð Össurar Skarphéðinssonar. Hún hefur síðan starfað fyrir fram- boð margra samfylkingarmanna, þar með talin Ágúst Ólafur Ágústs- son, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Oddný Sturludóttir. Þá hefur hún unnið að kosningabaráttu fráfarandi varaformanns, Dags B. Eggertsson- ar, í öll skiptin sem Samfylkingin hefur verið í framboði í Reykjavík. „Ég hef tekið þátt í mörgum kosn- ingabaráttum og herráðum fyrir Samfylkinguna og það er alltaf jafn skemmtilegt,“ segir Bryndís Ísfold og lítur um öxl. En hvað skyldi ein- kenna kosningabaráttu Guðbjarts? „Það gamla góða gildir. Það er maður á mann. Fólk talar við fólk og segir því af hverju það treystir Guð- bjarti best til þess að verða formað- ur. En það hjálpar að hafa sam- félagsmiðla. Það gerir baráttuna sýnilegri, án mikils tilkostnaðar. Þetta er gagnvirkt samband við kjósendur. Frambjóðendur geta svarað fyrirspurnum og verið í meiri tengslum við fólk, marga í einu. Það skiptir máli að fólk tali sam- an. Fólk er að tala saman þvert á landið, hringja í vini og kunningja inni í flokknum, gamla félaga, og svo er það að spjalla á Fésbókinni. Það þýðir að maður nær í fleiri í einu,“ segir Bryndís Ísfold en framboðið hefur opnað vefsetrið gudbjartur.is gagngert vegna formannsslagsins. Er þar meðal annars boðið upp á að fylgjast með færslum frambjóðand- ans á Fésbókinni og að nálgast tíma- setningu framboðsfunda. Fundirnir mjög mikilvægir Bryndís Ísfold telur að gildi fram- boðsfunda hafi ekki minnkað, þrátt fyrir framrás tækninnar. „Ég myndi ekki segja það. Fundir skipta gríðarlega miklu máli. Þetta er enda framboð innan flokks og þá vill fólk heyra í frambjóðendunum saman og spyrja þá spurninga, sjá þá saman. Þetta skiptir máli þótt meirihluti kjósenda sæki ekki slíka fundi. Það eru það margir í flokkn- um.“ – Guðbjartur lýsti yfir framboði í desember. Skipta framboðsfundirn- ir síðan tugum? „Já, ég myndi ætla það. Guðbjart- ur er ráðherra og því fylgir auðvitað mikil ábyrgð. Hann hefur því ekki haft eins mikinn tíma og hann hefði kosið til að fara um landið.“ – Hversu margir starfa fyrir framboðið? „Fjöldi manns er að hringja í stuðningsmenn. Það eru einhverjir tugir eða hundruð sem styðja Guð- bjart og taka þátt í framboðinu með einum eða öðrum hætti. Ég er hins vegar sú eina sem er í fullu starfi.“ – Hver er kostnaður við framboð- ið til þessa? „Hann er ríflega tvær milljónir króna,“ segir Bryndís Ísfold. Hundruð leggja formanns- efnum Samfylkingarinnar lið  Tvær konur stjórna kosningabaráttu Árna Páls og Guðbjarts  Samskiptamiðlar breyta aðferðum Morgunblaðið/Golli Formaðurinn Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á landsfundi Sam- fylkingarinnar haustið 2011. Hún var kjörin formaður í mars 2009. Formannskjör í Samfylkingunni Árni Páll Ánrason Ólafía B. Rafnsdóttir Guðbjartur Hannesson Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.