Morgunblaðið - 19.01.2013, Side 26
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Guðrún Jenný Jónsdóttir, lögfræð-
ingur hjá Ríkisskattstjóra, gagn-
rýndi nýjar reglur um hvernig skatt-
leggja beri starfsfólk sem íslensk
fyrirtæki sendi til starfa erlendis í
sex mánuði eða lengur, og hafi áfram
heimilisfesti hér á landi. „Til hvers
að hafa reglurnar einfaldar þegar
hægt er hafa þær flóknar? Þetta er
atvinnuskapandi,“ sagði hún kald-
hæðin á skattadegi Félags löggildra
endurskoðenda í gær.
Munu handreikna skattinn
Helsta gagnrýni hennar á regl-
urnar er hve mikið umstang þetta
hafi í för með sér fyrir launþega,
vinnuveitendur og Ríkisskattstjóra.
Stofnunin muni handreikna hvert og
eitt tilfelli, því það borgi sig ekki að
smíða reikniforrit til verksins þar
sem reglan sé tímabundin og henni
hafi ekki fylgt aukafjárveiting. Auk
þess sé óljóst hverjir muni njóta
góðs af breytingunni. Það séu þá
helst þeir sem greiða lága skatta í
vinnuríkinu. Fyrir séu tvísköttunar-
samningar við um 40 ríki og lög um
hvað gera skuli þegar tvísköttunar-
samningar eru ekki fyrir hendi.
Skilja má á lögfræðingnum að nýja
reglan bæti litlu við þau úrræði sem
fyrir eru.
Skattaafslátturinn er svo hljóð-
andi: Heimilt er að lækka tekjuskatt
manns sem ber fulla og ótakmarkaða
skattskyldu. Lækkunin skuli nema
þeim tekjuskatti sem reiknaður er af
erlendu tekjunum. Jafnframt er
heimilt að taka tillit til erlendra
tekna þegar skattleggja á aðrar
tekjur.
„Það kemur ekkert fram í lögskýr-
ingargögnum um reikniaðferðir,“
segir Guðrún Jenný. „Það er þó ljós í
myrkrinu: Ráðherra mun gefa út
reglur sem hafa að geyma frekari út-
færslu og túlkun, þar á meðal varð-
andi útreikninga.“
Rekja má tilurð ákvæðisins til yf-
irlýsingar ríkisstjórnarinnar frá
2011 þar sem þessu var lofað til að
styðja við bakið á fyrirtækjum sem
vildu sækja fram á erlenda markaði.
Ákvæðið gildir þó ekki ef fyrirtækið
rekur starfsstöð í viðkomandi landi.
Það gildir heldur ekki um opinbera
starfsmenn eða flugliða eða starfs-
menn í íslenskum skipum. Það gildir
heldur ekki ef starfskraftur ræður
sig beint til starfa hjá erlendum
vinnuveitanda eða ef viðkomandi
ræður sig til starfa erlendis hjá ís-
lensku fyrirtæki.
Skatturinn mun
þurfa að handreikna
Lögfræðingur Ríkisskattstjóra kvartar yfir skattareglu
Morgunblaðið/Styrmir
Flókið „Til hvers að hafa reglurnar einfaldar þegar hægt er að hafa þær
flóknar?“ sagði Guðrún Jenný Jónsdóttir, lögfræðingur hjá Ríkisskattstjóra.
Fyrrverandi for-
sætisráðherra
Finnlands, Esko
Aho, verður
aðalræðumaður
á Viðskiptaþingi
2013 sem fram
fer 13. febrúar
næstkomandi á
Hilton Reykja-
vík Nordica.
Esko hefur áratuga langa
reynslu af stjórnunarstörfum og
er í dag fræðimaður (e. senior
fellow) hjá Kennedy School of
Government í Harvard og stjórn-
unarráðgjafi hjá Nokia. Greint
var frá þessu í fréttabréfi Við-
skiptaráðs í gær.
Þar kom fram að í erindi sínu
muni Esko ræða þá þætti sem
mikilvægir séu fyrir vöxt hag-
kerfa og þar með lífskjara. Hann
muni snerta á lærdómi Finna frá
Norðurlandakrísunni ásamt því
að fara yfir mikilvægi nýsköp-
unar (e. innovational eco-system)
fyrir lönd af stærðargráðu Ís-
lands. „Honum er einnig hug-
leikið mikilvægi samstarfs til að
tryggja efnahagsstöðugleika og
við úrlausn vandamála. Esko
þekkir vel til mála í alþjóðlegu
efnahagslífi og verður áhugavert
að fá sýn hans á tækifæri Íslands
næstu árin,“ segir orðrétt í
fréttabréfi Viðskiptaráðs.
Esko Aho
aðalræðu-
maður
Ræðir reynslu
Finna af kreppu
Esko Aho
Hagar skiluðu rúmlega tvo milljarða
hagnaði á fyrstu níu mánuðum
rekstrarárs fyrirtækisins. Vörusala
á tímabilinu nam um 52 milljörðum
og hagnaður fyrir afskriftir, fjár-
magnsliði og skatta (EBITDA) nam
um 3,5 milljörðum. Eigið fé félagsins
er um 7,8 milljarðar, eða 30,3%.
Framlegð félagsins er 12,6 millj-
arðar samanborið við 11,8 milljarða
árið áður eða 24,1% samanborið við
23,6%. Launakostnaður stendur í
stað milli tímabila en annar rekstr-
arkostnaður hefur hækkað um 8,9%,
að teknu tilliti til einskiptisliða í
fyrra er hækkunin á milli ára um
5,8%. Þetta kemur fram í árshluta-
reikningi félagsins.
Heildareignir samstæðunnar í lok
tímabilsins námu 25,9 milljörðum.
Fastafjármunir voru 12,9 milljarðar
og veltufjármunir tæplega 13 millj-
arðar. Þar af eru birgðir um sex
milljarðar, en birgðasöfnun félagsins
nær hámarki í nóvember vegna jóla-
vertíðarinnar. Á sama tíma í fyrra
voru birgðir 5,7 milljarðar og er
hækkun því um 4,6% milli ára.
Í tilkynningunni er sagt að rekst-
urinn hafi verið góður á tímabilinu
og betri en á sama tímabili í fyrra. Þá
hafi hann verið yfir þeim áætlunum
sem gerðar hafi verið. Þegar fram-
tíðarhorfur eru skoðaðar sé þó
mesta óvissan vegna framvindu
kjarasamninga, en félagið segir stöð-
ugleika á vinnumarkaði mikilvægan
fyrir reksturinn. Þá geti gengisþró-
un og verðlagsþróun haft áhrif á fé-
lagið.
Hagnaður Haga tveir milljarðar
Vörusalan á fyrstu níu mánuðum
rekstrarársins nam 52 milljörðum
Morgunblaðið/Ómar
Hagar Telja mestu óvissuna vera vegna framvindu kjarasamninga.
● Útboð á óverðtryggðum ríkisbréfum,
RIKB 14 0314 og RIKB 22 1026 fór fram
hjá Lánamálum ríkisins í gær.
Alls bárust 8 gild tilboð í fyrri flokk-
inn að fjárhæð 4.310 m.kr. að nafnverði.
2 tilboðum var tekið fyrir 1.525 m.kr. að
nafnverði á söluverðinu 101,450
(3,42% ávöxtunarkröfu) og í þann síð-
ari bárust alls 33 gild tilboð að fjárhæð
5.860 m.kr. að nafnverði. 31 tilboði var
tekið fyrir 5.660 m.kr. að nafnverði á
söluverðinu 104,530 (6,60% ávöxt-
unarkröfu).
Óverðtryggð ríkisbréf
fyrir rúma 7 milljarða
● Sérfræðingar Ís-
landsbanka yfirfara
nú niðurstöðu
dóms Hæstaréttar
í máli Umbúða-
miðlunar en ljóst er
að hann hefur áhrif
á tæplega 1.000
lán hjá bankanum,
að mestu fyrir-
tækjalán, sam-
kvæmt því sem segir í tilkynningu frá
Íslandsbanka.
„Öll þau lán sem dómurinn taki til
verði endurreiknuð á ný ef aðstaða lán-
taka er sambærileg þeirri sem um var
fjallað í dómum Hæstaréttar frá 15.
febrúar og 18. október á síðasta ári sem
tóku til fullnaðarkvittana vegna ólög-
mætra lána,“ segir orðrétt í tilkynningu.
Hefur áhrif á 1.000 lán
● Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði
um 0,2% í janúar frá fyrri mánuði. Verð
á innfluttu efni hækkaði um 0,3% (áhrif
á vísitölu 0,1%) og verð á innlendu efni
hækkaði um 0,3% (0,1%).
Á síðustu tólf mánuðum hefur vísi-
tala byggingarkostnaðar hækkað um
4,4%, samkvæmt því sem fram kom í
frétt Hagstofu Íslands í gær.
Byggingarvísitalan
hækkaði um 0,2%
Stuttar fréttir…
!"# $% " &'( )* '$*
+,-./0
,10.2
+,2.-3
,,.232
,4.1//
+2.-+,
+43.54
+.04,+
+23.05
+3+.5,
+,-.25
,15.0
+41.,5
,4.10/
,4.+40
+2.-3
+43.2+
+.04/4
+2-.10
+3,
,44.2-
+,2.,/
,15.2
+41./4
,4.++4
,4.,1,
+2.2,-
+4-.,2
+.0015
+2-./4
+3,.0-
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Í rafhlöðum eru efni sem eru skaðleg
náttúrunni. Þær mega því alls ekki fara í
almennt sorp að notkun lokinni.
Efnamóttakan leggur heimilum og
fyrirtækjum til ókeypis kassa til að auðvelda
söfnun á ónýtum rafhlöðum. Einnig má setja
í hann ónýt smáraftæki.
Kassinn er margnota og hann má nálgast á
söfnunarstöðvum sveitarfélaga.
Gufunesi · 112 Reykjavík · Sími 559 2200 · efnamottakan.is
Rafhlöðukassi
Það má losa úr kassanum á
söfnunarstöðvum sveitarfélaga
(endurvinnslustöðvum). Einnig er víða
tekið á móti rafhlöðunum í sérstakar
rafhlöðutunnar á bensínstöðvum N1 og Skeljungs.
Hvert á að skila?