Morgunblaðið - 19.01.2013, Side 36

Morgunblaðið - 19.01.2013, Side 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013 Á Fréttablaðinu hafa menn að undanförnu verið að glefsa í hæla mína. Þar sem blaðið hefur dregið úr hömlu að birta andsvör mín, bið ég Morgunblaðið að birta þennan grein- arstúf. Orðaskipti hafa spunnist út frá bók minni, Váfugli, og vangaveltum um nýja heimsmynd sem hægt og hljótt er að birtast í kjölfar kenn- ingar Einsteins um að orka sé und- irstaða efnisins. Það var árið 1905 sem Einstein setti fram hina frægu formúlu E=mc² sem leitt hefur vís- indin á slóð orkunnar. Kenning Ein- steins var spádómur, forspá. Ef orka er grundvöllur lífsins þá hljótum við að leita til upprunans, ekki satt? Heimsmynd okkar er að breytast. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld rekja 90% allra sjúkdóma til streitu. Nei- kvæð reynsla truflar tíðnisvið og af- vegaleiðir. Með nýrri heimsmynd kemur nýr skilningur. Hægri/vinstri pólitík gengur sér til húðar enda reist á úreltri heimsmynd efn- ishyggju. Til þess að komast út úr öngstræti 20. aldar hugsunar verður mannkyn að brjóta af sér hlekki úr- eltrar efnishyggju. Með lífsorkunni á fund atómsins Mönnum hefur lærst að virkja lífs- orkuna með áhrifaríkari hætti en áð- ur. Við förum inn í skammtaveröldina á fund atómsins, leiðréttum tíðni sem kann að hafa raskast; tíðni sem er or- sök neikvæðra tilfinninga og sjúk- dóma. Framtíðin er mætt til leiks. Við förum til upphafsins. Stóri bónusvinn- ingurinn er að lífsorkan er kærleikur, líkt og Kristur boðaði fyrir tvö þúsund árum. Þetta kann að vera fólki í heimi efnishyggjunnar torskilið og kannski þess vegna sem Frétta- blaðið á svo erfitt með að ímynda sér Taggart á Íslandi til þess að rýna í veröld bullu sem er leiksoppur eigin nei- kvæðu tilfinninga og tekur samfélag og fjöl- skyldu í gíslingu, líkt og í skosku þáttaröðinni á dögunum. Hin nýja heims- mynd Í skáldsögu minni, Váfugli, skoða ég Íslandssöguna út frá nýjum sjónarhól. Ég skoða einnig harmleik Evrópu á 20. öld og reyni að rýna í atburðarás núaldar út frá þeim kröftum sem eru að verki. Með valdatöku kommúnista og nazista komst Nei-hugarfar til valda í Rúss- landi og Þýskalandi í skjóli fátækt- arvitundar. Ófyrirleitnir menn náðu heljartökum á samfélögum með lyg- um, svikum, ofríki og ofbeldi. Það var gert út á lægstu hvatir. Sama hugarfar var sett til valda í A- Evrópu. Sigmund Freud kvað Nei afl illsku og dauða. Nei-hugur spilar á fátækt- arvitundina; kerlinguna ógurlegu með Drekann frá Niðafjöllum í bandi. Kerling gerir dæturnar, Ágirnd og Öfund, og synina, Spuna og Hroka, út af örkinni. Hún hvorki er né verður nokkru sinni lýðræð- issinni. Nei-hugir sogast hver að öðr- um enda alþekkt að sækjast sér um líkir. Siðblindur Nei-hugur Sett er fram tilgáta um að pólar mannlegrar vitundar hverfist frá kær- leik til fátæktarvitundar sem sið- blindur Nei-hugur spilar á í skjóli fá- fræði og fordóma. Það er mikill misskilningur vina minna á Frétta- blaðinu að ESB sé váfugl þó sagan hverfist um Evróníu í lok núaldar. Ég ráðlegg því þeim, sem þar skammast út í mig, að lesa þessa merku bók. Ég vara við því í Váfugli að vald án hirðis hafi hreiðrað um sig í Brussel. Ég er ekki einn um það. Danski Evr- ópuþingmaðurinn Morten Mes- serschmidt segir að ESB hafi tæmt Danmörku af krafti lýðræðis. Ekki hafi frá tímum Rómarveldis safnast jafn mikil völd á hendur jafn fáum og í Brussel. Breska þingkonan Kate Hoey varar okkur Íslendinga við því að glata lýðræðinu. Er þarna ástæðan fyrir því að stjórnlynt fólk sogast til Brussel? Í Váfugli tekst Eyjatröllið Krummi á við svartan váfugl sem hefur hreiðrað um sig djúpt í myrk- viðum mannlegrar vitundar. Hinn lokaði hugur varðar leiðina til ánauð- ar þar sem vitund fátæktar er rót illsku, Nei höfuðból og Kölski í önd- vegi. Váfugl brýnir, glyrnur gráðugar, ágirnd, öfund; mannlíf siðspillist. Klær kreppast. Mér finnst líklegt að þessar vangaveltur séu ástæðan fyrir því að Evrópuþingmaðurinn Daniel Hann- an telji Váfugl bestu bók frá Íslandi síðan Sjálfstætt fólk. Hvorki RÚV né Fréttablaðið eða Stöð 2 hafa fjallað um bókina. Meira að segja Morg- unblaðið tiplar í kring um váfuglinn líkt og hann glefsi. Er umræðan ómaksins virði í landi sem glímir við varginn? Kannski þurfa að líða ein- hver ár þar til augu fólks opnast. Marblettir íslenskrar þjóðarsálar Þegar Baltasar frumsýndi Djúpið kvað hann sjóslys stærsta marblett íslenskrar þjóðarsálar. Þau orð voru mælt af djúphygli. Ég vil bæta við tveimur marblettum; erlendri ný- lendukúgun og harðræði litlu ísald- ar. Þeir eru sjálfsagt fleiri. Marblett- irnir birtast í pólitískri heift og ofríki. Nú um stundir er Nei-hugarfar í öndvegi í íslensku samfélagi. Nei- hugarfar býr í VG og hefur tekið yfir Samfylkinguna. Þangað leitaði hakka- vélin sem Jón Ásgeir setti saman þeg- ar hann lenti í klóm réttvísinnar. Hann fann fyrir á fleti fámenna klíku innan RÚV. Óheft Nei-hugarfar er lýðræði varasamt, stórhættulegt. Menn leika sér að eldi. Það ættu smal- arnir á Fréttablaðinu að hafa í huga. Af hakkavél og nýrri heimsmynd Eftir Hall Hallsson »Nú um stundir er Nei-hugarfar í öndvegi í íslensku samfélagi. Nei-hugarfar býr í VG og hefur tekið yfir Samfylkinguna. Hallur Hallsson Höfundur er rithöfundur. Á Seltjarnarnesi eru 95% íbúa ánægð með búsetuskilyrði bæjar- félagsins, samkvæmt árlegri þjónustukönn- un sem Capacent gerir meðal sveitarfélaga. Bærinn fær ein- kunnina 4,5 af 5 mögu- legum og er með aðra hæstu einkunn af öllum sveitarfélögum í land- inu. Niðurstaðan undirstrikar já- kvætt viðhorf bæjarbúa til samfélags- þjónustunnar og er okkur hvatning að halda áfram á sömu braut. Þjónusta við barnafjölskyldur skorar hátt. Seltjarnarnesbær fær 4,2 af 5 mögulegum þegar spurt er um þjónustu við barnafjölskyldur. Bær- inn er þar í fyrsta sæti af öllum sveit- arfélögum landsins. Samkvæmt könnuninni er um 91% bæjarbúa mjög ánægt með aðstöðu til íþrótta- iðkunar og er Seltjarnarnesbær þar í öðru sæti á landsvísu. Menningarmál og umhverfismál fá góða umsögn bæjarbúa. Í menningar- málum fær bærinn 4,0 af 5 mögu- legum og er með hæstu einkunnina af sveitarfélögum í landinu. Umhverf- ismálin skora 4,3 af 5 mögulegum og er bærinn með aðra hæstu einkunnina af sveitarfélögum í landinu. Í þjónustu við fatlaða þykir aðeins eitt sveitar- félag á landinu standa framar Seltjarnarnesi. Seltjarnarnes skorar hæst á landsvísu í þjón- ustu við aldraða. Bærinn hefur kappkostað að skipuleggja nærþjón- ustu við aldraða í sam- ráði við eldri borgara. Markmiðið er að aldr- aðir eigi þess kost að búa sem lengst á eigin heimili og er það í samræmi við yfirlýsta stefnu fé- lagasamtaka eldri borgara. Gott samstarf, betra samfélag Bæjarstjórn og starfsmenn bæj- arfélagsins leggja sig fram um að hlusta eftir hvaða þjónusta skiptir máli fyrir bæjarbúa. Að baki þeirri aðferðafræði liggur sú sannfæring okkar að samstarfið skili sér í betra samfélagi og hagkvæmari rekstri. Börnin eru framtíðin og það skiptir okkur sérstaklega miklu máli að vel takist til með skólastigin sem eru á ábyrgð sveitarfélagsins. Um 89% íbúa Seltjarnarness eru ánægð með leik- og grunnskóla bæj- arins og erum við þar í 2. sæti meðal sveitarfélaga landsins. Seltjarnarnesbær leggur áherslu á að Nesið verði áfram leiðandi í skóla-, æskulýðs- og íþróttastarfi á lands- vísu, þar sem lögð er áhersla á jöfn tækifæri, árangur og vellíðan. 95% Seltirninga ánægð með bæinn Eftir Ásgerði Halldórsdóttur Ásgerður Halldórsdóttir »Niðurstaðan undir- strikar jákvætt við- horf bæjarbúa til sam- félagsþjónustunnar. Höfundur er bæjarstjóri Seltjarnarness. Guðmundur og Jón Páll unnu Monrad í Kópavogi Þriggja kvölda Monrad-tvímenn- ingi lauk sl. fimmtudag hjá Brids- félagi Kópavogs. Glæsileg þátttaka var og spilað á 14 borðum. Jón Páll Sigurjónsson og Guðmundur Páls- son náðu að hanga á efsta sætinu samanlagt þrátt fyrir að ná aðeins tæplega 49% skori síðasta kvöldið. Besta skorið síðasta kvöldið fengu Ólafur Þór Jóhannsson og Pétur Sig- urðsson, 59,5% en það dugði þeim ekki til verðlauna. Lokastaða efstu para varð þessi en lögð er saman prósentuskor úr kvöldunum þremur. Jón Páll Sigurjónss. - Guðm. Pálsson 167,4 Freyja Sveinsd. - Elín Jóhannsd. 166 Björk Jónsd. - Jón Sigurbjörnss. 165,4 Jörundur Þórðars. - Þórður Jörundss. 162,5 Júlíus Snorras. - Eiður Júlíusson 162 Sigm. Stefánss. - Hallgr. Hallgrímss. 161 Ekki er spilað 24. janúar vegna Bridgehátíðar en aðaltvímenningur hefst síðan fimmtudaginn 31. jan. Skráning hjá Hjálmari, s. 898-3181, og thorduring@gmail.com. 14 borð í Gullsmára Spilað var á 14 borðum í Gull- smára fimmtudaginn 17. janúar. Úrslit í N/S: Guðrún Gestsd. – Gunnar M. Hansson 346 Pétur Antonsson – Guðlaugur Nielsen 342 Sigurður Gunnlss. – Gunnar Sigurbjss. 309 Jón Jóhannsson – Sveinn Sveinss. 299 A/V Ásgr. Aðalsteinss. – Ragnar Ásmundss. 321 Sigurður Njálsson – Pétur Jónsson 318 Guðrún Hinriksd. – Haukur Hannesson 294 Dagný Gunnarsd. – Steindór Árnason 284 Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, mánud. 17. jan. 2013. Spilað var á 12 borðum. Með- alskor 216 stig. Árangur N-S: Valdimar Ásmundss. - Björn E. Péturss. 268 Hrafnhildur Skúlad. - Guðm. Jóhannss. 241 Magnús Oddss. - Oliver Kristófersson 231 Björn Árnason - Auðunn Guðmss. 231 Árangur A/V: Tómas Sigurðss. - Friðrik Jónsson 270 Magnús Jónsson - Óli Gíslason 266 .Ægir Ferdinandss. - Helgi Hallgrímss. 247 Jón Þ. Karlss. - Björgvin Kjartansson 231 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is fjölmennum! N1-deild kvenna Haukar–Selfoss Schenkerhöllin | Kl. 13:30 Lau. 19. jan. | N1-deild kvenna Fram–ÍBV Framhús | Kl. 13:30 Lau. 19. jan. | N1-deild kvenna Afturelding–HK Varmá | Kl. 13:30 Lau. 19. jan. | N1-deild kvenna Stjarnan–Fylkir Mýrin | Kl. 13:30 Lau. 19. jan. | N1-deild kvenna Grótta–Valur Hertz höllin | Kl. 13:30 Lau. 19. jan. | N1-deild kvenna Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu not- anda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.