Morgunblaðið - 19.01.2013, Side 52

Morgunblaðið - 19.01.2013, Side 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Með því að horfa aftur í tímann tekst hrútnum að taka traustar ákvarðanir fyrir framtíðina. Haltu öllu sem einföldustu og þá mun árangurinn ekki láta á sér standa. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú finnur löngun hjá þér til að gera eitthvað nýtt og gætir fengið tækifæri til þess fyrr en síðar. Gríptu tækifærið en gættu þess að afraksturinn lendi í þínum höndum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ég geri það bara sjálfur er helsta viðkvæði tvíburans frá því að hann stígur fram úr rúminu. Gættu þess að færast ekki of mikið í fang í upphafi svo þú fáir ráðið við verkið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er yndislegt að læra og fylla andann af nýjum hugmyndum og lærdómi. Ekki eyða tíma í að sannfæra fólk um að það geri hlutina rangt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Eitthvað á heimilinu eða í fjölskyldulíf- inu eykur á ríkidæmi þitt þessa dagana. Lát- ið smámuni ekki skemma fyrir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þótt þér þyki lofið gott má of mikið af öllu gera. Vertu sjálfum þér samkvæmur og þá muntu uppskera laun erfiðis þíns. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hikaðu ekki við að sýna frumkvæði í dag. Gefðu þér kvöldstund með góðum vin- um. Verk sem tengjast útgáfu- og ferða- málum, lögfræði og framhaldsmenntun ganga sérstaklega vel. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú verður sjálfur að sjá um þitt öryggi því að aðrir gera það ekki fyrir þig. Og þú hugsar: „Var ég ekki að gera það?“ 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Sambönd verða fyrir truflunum. Reyndu að ganga frá skuldum og reikn- ingum og málefnum sem tengjast sameig- inlegum eignum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ekki eyða peningum í óðagoti. Við þér blasa nú ýmsir möguleikar og það skipt- ir sköpum hvernig þú heldur á málum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er hættulegt að trúa öllu sem þú heyrir, og ekki er mælt með að eyða öllu sem þú átt. Hlutirnir eiga eftir að breyt- ast til betri vegar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Lánið leikur við fiskinn þegar fjárfest- ingar eru annars vegar. Treystu innsæi þínu en hafðu jafnframt í huga að vinur þinn vill vel. Farðu því varlega og hafðu aðgát í nær- veru sálna. Karlinn á Laugaveginum studd-ist fram á staf sinn þegar ég sá hann við bæjarklósettin í Bankastræti horfa á Stjórnarráðs- húsið eins og hann gerir svo oft. Hann fór að tala um lausavísuna, oft detti menn ofan á góðan botn og reyni síðan að klastra ein- hverju framan við en gangi mis- jafnlega:. Dýrmæt eru lýðsins ljóð, landsins von þau styrkja. Ekki er þetta Einars-Benedikts- sonar-legt, sagði hann. En svo kemur botninn: Alltaf græðir þessi þjóð, þegar skáldin yrkja. Við þekkjum líka dæmi þess, sagði hann, að fyrsta hendingin komi fyrst, síðan botninn, en önn- ur hendingin síðast og hangi þar eins og merkingarlaus dula eins og hjá Steingrími Thorsteinssyni í þessari stöku: Orður og titlar, úrelt þing, – eins og dæmin sanna, - notast oft sem uppfylling í eyður verðleikanna, Og svo varð hann skrýtinn á svipinn, – sagði að sér hefði farið eins og Einari, seinni parturinn hefði komið eins og skrattinn úr sauðarleggnum, – en ég prjónaði framan við: Þreyttur á Hjörleifi þagði ánn og þingeyskar kollhúfur lagði ánn. – „Ef eitthvað þú vilt er þér auðvitað skylt að gera hið gagnstæða,“ sagði ánn. Kristján Karlsson orti: „Ég fer,“ sagði faldabrík, „klukkan fimm suðrí Grindavík.“ Hvílík endemisreisa og heimska og hneisa. En það hélt henni engin flík. Og enn orti Kristján: Daginn eftir oft var reimt af illum hugarsýnum, fékk þó ávallt aftur gleymt yfirsjónum mínum. Einar Benediktsson kvað: Ég lyfti fingri. Lertrað var mitt blað. Á lítinn miða var ein hending rituð. Svo minnisbatt ég orð við stund og stað. Eitt stef ég kvað, mín rím, þau skulu vituð. Halldór Blöndal halldor@simnet.is Vísnahorn Þannig verður lausavísan til Í klípu „NÚ ÞARFTU AÐ BREGÐAST HRATT VIÐ. SVONA BÍLAR ERU FLJÓTIR AÐ FARA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „BENNI, GAMLI VIN! KONAN MÍN TRÚIR EKKI AÐ ÉG HAFI VERIÐ HJÁ ÞÉR Í GÆRKVÖLDI.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... minning sem yljar þér enn um hjartarætur. 1982 NOTAÐIR BÍLAR „VILT ÞÚ GIFTAST MÉR?“ Ó, LÚDÓ ... NÚ ERUM VIÐ EIN OG ÞÚ GETUR SAGT ORÐIN SEM MIG DREYMIR UM AÐ HEYRA! HVAÐA ORÐ ERU ÞAÐ, LJÚFA? ODDI GRÓF BEIN. EN GLEYMDI AÐ SLEPPA ÞVÍ.Þrívíddarteiknimyndir eru snilld-arverk. Víkverji horfði nýverið á tvær stórmyndir af þessari gerð. Önnur var klassíska jólaævintýrið Christmas Carol eftir Charles Dic- kens og sú seinni Leyndardómur Einhyrningsins um ævintýri hins geðþekka Tinna eftir belgíska höf- undinn Hergé sem var dulnefni Georges Prosper Remi. Sögurnar sem eru jafn ólíkar og raun ber vitni eru fyrir löngu orðnar klassískar. Því er Víkverji kannski ekki svo hissa á að þær hafi náð að snerta ein- hverja taug hvor með sínum hætti því höfundar verkanna skipa sér á fremsta bekk. x x x Töfrar þrívíddarinnar eru engu lík-ir og er eins og áhorfandinn taki sjálfur þátt í ævintýrinu. Í mynd- unum skapast á einhvern hátt nær- vera sem er þægilega ágeng og hríf- ur mann með. Fyrir utan tækni- brellur og tölvufimi sem birtist eru handritin að myndunum bæði feiki- vel skrifuð. x x x Í ævintýrinu um Tinna er söguþráð-urinn fantagóður og æsispenn- andi. Myndinni er leikstýrt af ekki ómerkari manni en Steven Spiel- berg. Hann fer mjúkum höndum um vel skapað persónugallerí sem Hergé skapaði í Tinna-bókunum. Myndin er leyfð fyrir alla aldurs- hópa, þrátt fyrir að töluvert af slags- málum sé þar að finna. Víkverji myndi ekki telja Tinna eiginlega barnamynd. x x x Víkverji veltir því fyrir sér hvaðþað er nákvæmlega sem hann heillast af við að horfa á teiknimynd- ir af þessari gerð. Líklega er það bernskan sem hann kemst í tæri við. Myndin hrífur hann með sér aftur til bernskunnar sem eru einungis nokkur ár. En spakir menn hafa fleygt því fram að það sé nefnilega mikilvægt að týna ekki barninu í sjálfum sér. Ætli það eigi ekki við hér. Leyfa sér að heillast af ævin- týraheiminum sem lýkst upp, gleyma sér í stundarkorn og samlag- ast honum. víkverji@mbl.is Víkverji Daníel tók til máls og sagði: Lofað sé nafn Guðs um aldir alda því að hans er viskan og mátturinn. (Daníel 2:20) Borgartún • Fákafen • Hæðasmári www.lifandimarkadur.is OKKAR LOFORÐ: Lífrænt og náttúrulegt Engin óæskileg aukefni Persónuleg þjónusta Fruit & Greens Bætifeni frá NOW Með Fruit & Greens er auðvelt að breyta drykknum þínum í næringarbombu. Sneisafullt af vítamínum, steinefnum, andoxunarefnum og trefjum. Fruit & Greens er glútenfrítt og 100% jurtafæða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.