Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013 LISTASAFN ÍSLANDS Aðdráttarafl Björk Viggósdóttir Teikningar Ingólfur Arnarsson Fimmtudag 24. janúar kl. 20 Listamannsspjall Ingólfur Arnarsson Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Afmælisblað Þjóðminjasafnsins er komið út Tveir fyrir einn af aðgangseyri sunnudag 20. janúar Nýjar sýningar: Ljósmyndun á Íslandi 1970-1990 Nýjar myndir - gömul tækni Góðar gjafir - Sýning í tilefni 25 ára afmælis Minja og sögu Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17 REK; Anna Hallin & Olga Bergmann 10.11.2012 – 27.1.2013 VETRARBÚNINGUR 10.11.2012 – 27.1.2013 HÆTTUMÖRK 19.5.2012– 27.1.2013 SAFNBÚÐ - Listaverkabækur, gjafakort og listrænar gjafavörur. KAFFISTOFA - Heit súpa í hádeginu, úrval kaffidrykkja og heimabakað meðlæti. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR UMHVERFIS LANDIÐ Á FÁEINUM ÁRATUGUM og FORNMENN Bergstaðastræti 74, sími 561 9616 Opið þriðjudaga til fimmtudaga kl. 11-14, sunnudaga kl. 13-16 www.listasafn.is Calum Colvin sýnir í anddyri Skoski myndlistarmaðurinn Calum Colvin sýnir myndverk í anddyri Norræna hússins 5.-20. janúar 2013. Myndir hans eru á mörkum ljósmyndunar og málverks. Borderlines Í heilt ár unnu 12 ungir ljósmyndarar frá fjórum frábrugðnum löndum á landamærum Evrópu að ólíkum verkum í kring um þemað landamæri. Norræna húsið, Sturlugötu 5, s. 551 7030 www.norraenahusid.is , nh@nordice.is Opið alla virka daga 9-17, helgar 12-17. Aðgangur ókeypis. NORRÆNA HÚSIÐ Söfn • Setur • Sýningar Gísli B. Fimm áratugir í grafískri hönnun Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Verslunin KRAUM í andddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Í salnum blasa þrjár stórar myndir við á veggjum. Þær sýna allar hvíta hringlaga fleti með óreglulegar út- línur í gráu umhverfi; vísa í og minna á kröftug abstraktmálverk. En þessar myndir eru ekki málaðar á striga eða beint á vegginn, heldur koma þær frá skjávörpum og sýna hvað þrjár smásjármyndavélar nema þar sem þeim er beint að litlum hvítum málningardropum sem einhver óþekktur starfsmaður Listasafns Reykjavíkur í Hafn- arhúsi, hefur misst á gólfið þar í salnum. Á fjórða veggnum eru þrjú ljósmyndaverk þar sem listamað- urinn veltir einnig fyrir sér málning- ardropum. Sýning Ívars Valgarðssonar í A- sal Hafnarhússins nefnist Til spillis og opnar í dag klukkan 16. Í tilkynn- ingu frá safninu segir að Ívar veki í verkunum athygli á málningu sem hefur farið til spillis og færir sér í nyt gáleysi málarans, sem málaði veggi sýningarsalarins, með því að færa dropana aftur upp á veggina. „Til spillis er líkt og fyrri verk Ív- ars nákvæmlega útfært, vel ígrund- að og ljóðrænt. Ívar hrífst af þeim sköpunarkrafti sem á sér stað í mót- un og uppbyggingu hins manngerða umhverfis,“ segir þar. Ívar vinnur iðulega innsetningar þar sem mynd- varpar og ljósmyndir koma við sögu, auk allskyns iðnaðarefnis. Fullkomið sköpunarverk „Já, ég nota þessar stafrænu stækkunarsmásjár, svona nútíma stækkuargler sem eru notuð við ým- iskonar rannsóknarstörf, til að stækka þessa málningarbletti á gólf- inu,“ segir Ívar og gerir hlé á still- ingu skjávarpanna. Af hverju er hann að stækka málningarblettina? „Það byrjar svo margt með einum litlum dropa af einhverju,“ svarar hann. „Einn svona dropi er í mínum huga fullkomið fagurfræðilegt sköp- unarverk og rík ástæða til að stækka hann upp til sýnis eins og málverk. Það færi annars til spillis. Ég hef líka lengi í verkum mínum velt því fyrir mér á hvaða stigi sköp- unin á sér stað; hvenær maður er að skapa og hvenær maður er að skemma. Þetta má heimfæra upp á svo margt eins og til dæmis um- gengni okkar við náttúruna. Þetta er auk þess í mínum huga tilraun til að koma reglu á óreiðu, leiðrétta mistök; að skila slettunum aftur upp á veggina.“ Eins og Ívar segir hefur hann lengi tekist á við spurningar um uppruna hlutana og hvar sköpunin liggur. Margir hafa til dæmis séð stóra pappírsskúlptúra hans sem hann kallar vatnslitamyndir; margra fermetra einlitar papp- írsmyndir litaðar með vatnslit sem hann krumpar upp í kúlu og setur út á gólf. „Er það þá orðið skúlptúr eða er það ónýt vatnslitamynd?“ segir hann um þau verk. Ívar hefur einnig unnið nokkur verk sem hverfast um iðnaðarmáln- ingu, eins og myndbandsverk þar sem málning sést renna í endalausri bunu. Samtal við slettumálverk Má segja að þessi verk hans með fundnum málningardropum kallist á við verk Errós í Hafnarhúsinu, þar sem Erró vinnur líka með fundið myndefni, „slettur annarra“? „Ef til vill í einhverjum skilningi,“ svarar Ívar. „Það má allavega segja að það sé ákveðið samtal hér við slettumálverkið „margfræga“, en það er kannski svo augljóst að ekki þarf að taka það fram,“ segir hann hugsi og horfir á stækkaða málning- arblettina á veggjunum. Ívar hefur um árabil verið virkur á vettvangi myndlistarinnar. Hann hóf nám í Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands árið 1971 og stund- aði framhaldsnám í Hollandi frá 1977 til 1980. Hann teiknar reglu- lega skopmyndir sem birtast á síðu átta í Morgunblaðinu. Byrjar með litlum dropa Morgunblaðið/Einar Falur Stækkun Ívar Valgarðsson í rökkri A-salar Hafnarhússins, við myndavél- ina sem horfir á málningardropann sem er varpað á vegginn.  Ívar Valgarðs- son opnar sýningu í Hafnarhúsinu Þótt Robert Smithson (1938-1973) hafi látist ungur af slysförum, 35 ára gamall, er óhætt að segja að hann sé í hópi hinna þekktari og áhrifameiri myndlistarmanna seinni hluta 20. aldar. Hann er þekktur sem einn af upphafsmönnum umhverfislistar en eitt verk hans, Spiral Jetty sem er í stöðuvatni í Utah-ríki, er með þekkt- ustu listaverkum síns tíma. Í dag, laugardag klukkan 16, verð- ur opnuð í Hafnarhúsinu sýning á verkum Roberts Smithsons og um hann um leið. Á sýningunni er lögð áhersla á verkið Brotinn hringur/ Spíralhæð sem Smithson gerði í Emmen í Hollandi árið 1971. Verkið er eina umhverfislistaverk hans í Evrópu. Lykilverk á ferlinum Á sýningunni getur að líta flesta þá miðla sem Smithson notaði í list- sköpun sinni, svo sem fjölda teikn- inga, ljósmyndir, bréf og kvikmynd sem hann var að vinna að þegar hann lést, auk endurgerðar á skúlp- túrnum Leaning Mirror frá árinu 1969. Verkin á sýningunni veita góða innsýn í hugmyndafræði Smithsons um endurnýjun iðnaðarlands og hvernig hann skipulagði og byggði upp verkið Brotinn hring/Spíralhæð. Brotinn hringinn, sem sést á með- fylgjandi ljósmynd, lét hann byggja út í vatnsfyllta sandnámu og upp litla hæð ofan hans gengur hvítur spírallaga gangstígur. Verkið skap- aði Smithson á furðuskömmum tíma, fyrir listahátíðina Sonsbeek’71. Á tveimur vikum valdi hann verkinu stað, lauk við allskyns skipulag- steikningar og hugmyndavinnu og fylgdist með framkvæmd þess. Í við- tali ári síðar sagðist hann líta á það sem lykilverk á sínum ferli. Á sýn- ingunni verða sýndar þrjár kvik- myndir um önnur umhverf- islistaverk hans. Vegleg sýningarskrá um Smith- son og verkið kemur út samhliða sýningunni og er gefin út af Lista- safni Reykjavíkur og Museum für Gegenwartskunst Siegen. efi@mbl.is Ljósmynd/Robert Smithson Estate Umhverfisverk Hluti verks Roberts Smithsons frá 1971, Brotinn hringur/ Spíralhæð, sem hann gerði í Emmen í Hollandi. Sýningin hverfist um verkið. Merk umhverfis- list Smithsons  Sýning á myndverkum frumkvöðuls Grímuklæddur maður réðst á Sergei Filin, listrænan stjórnanda hins heimskunna Bolshoi-balletts, í Moskvu á fimmtudag og skvetti sýru í andlit hans. Er Filin með þriðja stigs bruna í andliti og mögulega hefur sjón hans orðið fyrir skaða. Árásin kom í kjölfar fjölda hótana sem Filin hafa borist undanfarið en hann hafnaði því að hafa lífvörð sér við hlið. Lögregla hefur ekki útilokað að ástæða árásarinnar sé deilur um peninga eða fasteignir en hallast helst að því að ráðist hafi verið á Fil- in vegna starfa hans fyrir ballettinn. Þar sem dansarar Bolshoi skipt- ust á að dvelja við brunadeild sjúkrahússins þar sem Filin er með- höndlaður, greindu þeir blaðamönn- um frá þeirri skoðun að þeir teldu af- brýðisemi búa að baki árásinni. AFP Sýruárás Bolshoi-stjórnandinn Fil- in hlaut þriðja stigs bruna í andliti. Ráðist á stjórnanda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.