Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Síða 16
*Fjölskylda úr Hafnarfirði fékk menningarsjokk við að koma til Katmandú í kolniðamyrkri »18Ferðalög og flakk
„Í Gautaborg er frost og snjór en afskaplega fallegt veður og hér hef-
ur verið stilla allan mánuðinn. Janúar er dimmur þó að hann sé
ekki eins og á Íslandi. Munurinn á vetrinum í Gautaborg og á Ís-
landi er sá að hér er fólk ekki hlaupandi á milli húsa í slabbinu. Þess
í stað er auðvelt að komast á milli þó að kalt sé,“ segir Skúli Leifs-
son sem dvelur í námi við Gautarborgarháskóla. Þar er hann í al-
þjóðlegu meistaranámi í menntarannsóknum. „Í Svíþjóð klárast
önnur önn af fjórum í janúar og allir eru sveittir að koma frá sér
síðustu verkefnunum. Ég skilaði mínum í gær og fagnaði frelsinu í
dag með því að fara í göngutúr að stöðuvatni sem heitir Delsjö,“
segir Skúli sem flutti utan í fyrrahaust ásamt fjölskyldu sinni.
Skúli er nemi í merki vogarinnar Skúli Leifsson og Hafdís Ósk Guðlaugsdóttir fluttu til Gautaborgar. Á vetrargöngu með erfingjann.
Vog í vetrarstillu
Gleymið því stúlkur, hann er frátekinn.
PÓSTKORT F
RÁ GAUTAB
ORG
Í
sjö mánaða heimsreisu sinni árið 2010 kom Baldur Kristjánsson
ljósmyndari meðal annars við á Íslendingaslóðum við Gimli í
Winnipeg í Kanada. „Það var ógleymanlegt að vera þarna og ég
held að það hafi eitthvað spilað inn í hve lengi ég hafði verið frá
Íslandi. Þarna upplifði ég mig eins og ég væri kominn heim þrátt
fyrir að vera óralangt frá Íslandi,“ segir Baldur. Í Gimli dvaldi hann
meðal annars 17. júní og tók þátt í hátíðarhöldum Vestur-Íslendinga
þar sem fjallkonan kom meðal annars á svæðið og stúlknakór söng
íslenska þjóðsönginn. „Það kom mér rosalega á óvart hve allt var í
raun íslenskt þarna. Margir töluðu íslensku og eldra fólkið talaði
skýrari og málfarslega réttari íslensku en ég heyri heima. Ég fann
fyrir miklu Íslendingastolti og mér leið pínulítið eins og rokkstjörnu
vegna þess hve góðar móttökur ég fékk,“ segir Baldur.
Hann segir það hafa komið sér á óvart hve sterk tengslin við Ís-
land voru meðal íbúa í Gimli. „Eitt skiptið fór ég á elliheimili og þar
kom fólk saman einu sinni í viku til að tala íslensku. Ef einhver
varð uppvís að því að „sletta“ á ensku var hann umsvifalaust sekt-
aður. Á barnum mátti fá Egils gull og harðfisk og hvarvetna var
mér boðið upp á vínartertu. Svo sá ég íslenska fánann oftar í Gimli
en ég hef nokkurn tíma séð á Íslandi að 17. júní undanskildum,“
segir Baldur.
Hann segir marga hafa haft áhyggjur af efnahagsástandinu á Ís-
landi. ,,Allir voru svo vinalegir. Helga Mali, sem var fjallkonan á há-
tíðarhöldum 17. júní, lánaði mér t.a.m. bílinn sinn þegar ég vildi
fara og mynda einhvers staðar fyrir utan bæinn. Þá hafði ég þekkt
hana í klukkutíma. Svo leyfði bæjarstýran mér að gista hjá sér
fyrstu tvær næturnar þar sem ég var ekki kominn með gistingu
þegar ég kom í bæinn. Afganginn af ferðinni gisti ég hjá dóttur
hennar og tengdasyni,“ segir Baldur. Þegar til Winnipeg var komið
var hann hálfnaður með ferðalagið. Aðspurður hvort eitthvað hafi
komið honum sérstaklega á óvart segir Baldur alla hafa verið upp-
tekna af því að bjóða honum vínartertur. „Ég hef aldrei orðið var
við þær á Íslandi en allir þarna ytra voru sífellt að bjóða mér vín-
artertu. Þarna mátti svo finna íslenskt bakarí þar sem meðal annars
mátti fá snúð,“ segir Baldur að lokum.
Ljósmynd/Baldur Kristjánsson
BALDUR KRISTJÁNSSON Á ÍSLENDINGASLÓÐUM
Heimili að
heiman
LJÓSMYNDARINN BALDUR KRISTJÁNSSON HEIMSÓTTI
VESTUR-ÍSLENDINGA Í KANADA. ÞAR VAR HONUM
TEKIÐ SEM ROKKSTJÖRNU OG GAT HANN BORÐAÐ
VÍNARTERTU AÐ VILD.
Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is
Fjallkonan Helga Mali
reyndist ferðalangnum
Baldri vel og lánaði
honum meira að segja
bílinn sinn.