Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Page 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Page 24
*Heimili og hönnunGott er að mála sjónvarpsvegg í dökkum lit og nota má spegla til að magna lýsingu »26 A lgengt er að árstíðirnar endurspeglist í straumum og stefnum á heimilinu og í takt við hækkandi sól eru gulir og app- elsínugulir tónar áberandi í húsbún- aðarverslunum um þessar mundir. Skemmtilegt er frá því að segja að Kusch & Co í Þýskalandi hafa á ný hafið framleiðslu á Sóleyjarstólnum svokallaða sem Valdimar Harðarson hannaði árið 1982. Og gulur er einmitt einn þeirra lita sem stóllinn er fá- anlegur í. Stólarnir hafa ekki fengist um nokkurt skeið en eru nú fáanlegir og til sýnis í Pennanum á Grensásvegi. Það er fagnaðarerindi að hinir gullfallegu Sól- eyjarstólar Valdimars Harðarsonar eru aftur komnir í framleiðslu hjá þýska fyrirtækinu Kusch +Co. ÝMIS FLOTTHEIT BÆJARINS Sólargeislar í svartnættinu SVO VIRÐIST SEM GULIR TÓNAR SÉU FYRSTU SKÆRU LITIRNIR SEM GÆGJAST UPP Á YF- IRBORÐIÐ Á NÝJU ÁRI SAMFARA HÆKKANDI SÓL. RÚNTUR Í BÆNUM STAÐFESTIR ÞANN GRUN; HEIMILIN ERU AÐ VERÐA GUL OG APPELSÍNUGUL OG EKKI SAKAR AÐ HAFA KOLBIKASVÖRT HÚSGÖGN OG SMÁHLUTI MEÐ. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Svört og stílhrein HEMNES- hillueining frá IKEA. Verð: 12.950 kr. Gullfalleg flosmotta frá IKEA, 200x200 cm. Verð: 11.990 krónur. Nýjung frá IKEA; léttur hægindastóll sem taka má áklæðið af og þvo í vél. Verð: 8.950 krónur. Vatnsdropasnagar úr Epal. Tveir litlir í pakka eru á 5.100 krónur og tveir stærri eru á 6.400 krónur. Tolix-stólarnir voru lengi vel nær að- eins notaðir á kaffihúsum og veit- ingastöðum en eru að öðlast sess á heimilum. Penninn er um- boðsaðili stólanna hérlendis en þeir koma í öllum stærðum, gerð- um og litum. Barstólarnir eru á 54.900 krónur. Notalegt sólarteppi frá ILVU, Korputorgi. Verð: 12.995 krónur. Púði frá svissneska framleiðandanum Vitra. Fæst í Pennanum, Grensásvegi. Verð: 32.600 krónur. Svartbæsaður baststóll frá IKEA á 15.950 krónur. Pottaleppar úr sílíkoni frá Eva Solo. Líf og list, Smáralind. Verð: 5.220 krónur. Flag kallast þessi kertastjaki frá Normann Copenhagen sem kom á markað á síðasta ári. Fæst í Epal og kostar 4.250 krónur.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.